mánudagur, desember 18, 2006

Til minningar um misheppnaðan tónsnilling

Vort líf, vort líf, Jón Pálsson,
er líkt og nóta fölsk.
Hún laumast inn í lagið
og lætur hátt við slagið.
Og það er svo sem sama,
hve vor sál er músíkölsk.

Oss vantaði ekki viljann,
þótt verkið reyndist lakt.
Vér lékum Tarantella,
Nocturne, La Campanella.
Svo gall við hæðnishlátur:
Hvað hefði Friedman sagt?

Það gerðist nóg um glensið
og gagnrýninnar rök.
Og margt var misjafnt talið
við meðferðina og valið.
Og enginn sá neitt annað
en aðeins vora sök.

Vér áttum kannske erfitt
og athvörf miður hlý.
Og naumt varð oft að nægja
til næsta dags. Ojæja,
vor list var lítils metin,
og launin eftir því.

Um það er bezt að þegja
og þreyta ei fánýtt hjal.
Það snertir einskis eyra,
og öðrum bar víst meira,
því það er misjafn máti,
hve mönnum gjalda skal.

Og sízt vér munum syrgja,
hve smátt að launum galzt.
Án efa í æðra ljósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt.


-- Steinn Steinarr

sunnudagur, desember 17, 2006

Hnyttin tilsvörÍ bílnum í gær sátum við amma og mamma. Þær eru að tala um móður fiðluleikarans á tónleikunum sem við vorum á, sem ömmu minnir að sé dáin (móðirin þ.e.a.s.), og það fyrir einhverju síðan, en mamma sannfærir hana um að móðirin hafi alla vega verið lifandi á tónleikum sem þær voru á í fyrra.
Mamma: „Hvenær drapstu hana?“

Sem ég var að vafra um netið rakst ég á gamalt spjall af Framtíðarvefnum, þar sem umræðuefnið var fyndið mismæli og fyndnar misheyrnir. Þannig rakst ég á tilsvar sem ég var búinn að steingleyma. Bára, þáverandi bekkjarsystir mín hvíslar eitthvað í tíma sem var víst beint til mín og ég misheyri.
Ég: „Ha? Er ég utanlegsfóstur?“

laugardagur, desember 16, 2006

Kveð, sönggyðjaÚt er kominn geisladiskur Háskólakórsins, Í hendi þinni. Ég var sjálfur að skipa mér eintak af honum og er með hann í spilaranum núna. Þó ég segi sjálfur frá, þá hljómum við unaðslega. Við erum hreinlega æðislegur kór (hey, if you’ve got it; flaunt it). Það er svo alltaf gaman að hlusta á upptöku sem maður hefur sjálfur tekið þátt í. Þetta er sannarlega jólagjöfin í ár. Diskurinn fæst í 12 Tónum og kostar e-ð um 2000 krónur. Einnig er hægt að hafa samband við Hrafn í síma 8458084.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Besta móðgun ShakespeareÞær eru margar góðar, sbr. þessa síðu. Þar má nefna móðganir á borð við:

a flesh monger

Thou puking pottle-deep jolt-head!

a fool, and a coward, a dull and muddy-mettled rascal

You scullion! You rampallian! You fustilarian! I'll tickle your catastrophe!

Thou craven common-kissing pignut

Thou clay-brained guts, thou knotty-pated fool, thou whoreson obscene greasy tallow-catch!

Thou beslubbering unchin-snouted wagtail


You starvelling, you eel-skin, you dried neat's-tongue, you bull's-pizzle, you stock-fish--O for breath to utter what is like thee!-you tailor's-yard, you sheath, you bow-case, you vile standing tuck!En besta og andstyggilegasta móðgun Shakespeare er enn eftir og má finna í leikritinu Henry IV, sem ég er að lesa núna: You Prince of Wales!

...og einn talandi páfugl á grein*Í gær fór ég í fyrsta prófið mitt, í kvikmyndafræði. One down, two to go. Þreytti það í Miðjunni í Háskólabíói. Gekk þokkalega, held ég bara. Sem ég þreytti þetta próf fékk ég lifandi sönnun þess að bankanum er sama um mann. Einhver snillingurinn hafði fengið þá hugmynd að fá hóp af krakkarassgötum til að jarma jólalög. Söngurinn barst MJÖG vel í gegn og get ég ekki alveg sagt að hann hafi komið mér í jólaskap, þar sem ég var að reyna með sveittann skallann að einbeita mér. Þvert á móti var þetta að gera mig brjálaðann. Talandi um góða tímasetningu og tillitsemi við námsmenn.
Sko, þegar prófum lýkur skríð ég eflaust úr grábjarnarhamnum og verð jólabarn á ný en ÞEGAR ÉG ER Í FOKKINGS PRÓFI VIL ÉG LíKA FÁ FOKKINGS VINNUFRIÐ!
Eftir prófið bað ég bankastarfsmann afar vinsamlega um að koma þeim skilaboðum á framfæri við aðstandendur að þetta hefði virkað einkar truflandi, í þeirri von að slíkt færi ekki að endurtaka sig.

Þúst... þið getið fokkað ykkur og þessum helvítis talandi páfugl á grein!


* Ekki það að ég hafi rekist á marga talandi páfugla um æfina. Páfagaukana hefur ekki vantað en ég enn ekki séð einn einasta talandi páfugl. Ah, live and learn.

sunnudagur, desember 10, 2006

Isn't it awfully nice to have a penis?Hafandi verið í töluverðum lestri, pælingum og viðræðum undanfarið um feminískar og Freudískar kenningar, varð mér hugsað tilþessa ágæta lags úr kvikmynd Monty Python, The Meaning Of Life, en það er samið og flutt af Eric Idle.

Leikgerð Fjallkirkjunnar í útvarpinu.Ég mæli með leikgerð Jóns Hjartarsonar upp úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarsonar , sem Útvarpsleikhúsið flytur nú kl. 13:00 á hverjum sunnudegi. Ég gerði mér för í Gunnarshús á Dyngjuvegi um daginn og hlýddi á uppfærsluna upp úr 3. bindi, Nótt og draumi. Skemmst er frá því að segja að ég hafði mjög gaman að, prýðileg uppfærsla,og lífleg og vel leikin. Allt þetta kvöld var hið ánægjulegasta, spjallaði við mikið af góðu fólki, bæði leikara, Gunnar, langafabarn skáldsins og Skúla Björn, forstöðumann Skriðuklausturs, og gaman að þeir mundu báðir eftir mér, en ég hef ég spjallað við þá áður, enda sjaldan látið mig vanta á viðlíka viðburði. Sötraði líka mikið af rauðvíni sem þar var í boði.
Að sama skapi mæli ég að sjálfsögðu með lestri Fjallkirkjunnar, og nú, þar sem líður að jólum, tel ég einnig þjóðráð að lesa Aðventu, ég las hana í fyrra og hyggst lesa hana aftur, enda er hún í senn stutt bók og æðisleg.

föstudagur, desember 08, 2006

Var einhver að tala um rokk?Þetta kalla ég rokk!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Hananú, nú er ég loks búinn með þessa blessuðu ritgerð, (með öllum sínum göllum). Það er eins og Purkurinn sagði, það er ekki spurning um að geta heldur gera. Nú falla líka vötn öll til Dýrafjarðar og ágætt að vera búinn að rubba þessu af. Vakti í alla nótt við að trunta mér í gegn um þetta og er ekkert búinn að sofa. Það er svona næst á dagskrá. Svo bíður mín auðvitað allur hinn lærdómurinn fyrir komandi próf og svona.
Ég kunngjöri hér með að ef það er eitthvað sem mér leiðist við ritgerðasmíðar þá er það:

a) að þurfa að stytta ritgerðir
b) Helvítis moðerfokkíng footnotes í heimildaritgerðum.

Humm, já, og að þurfa að hanga við skrifin í þessari helvítis kjallarakatakompu við tölvu sem er annað eins helvítis rusl og þessi og algert svefnleysi um nóttina er svo ekki alveg beinlínis mín uppskrift að góðu teiti...

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ég er enn í ritgerðarvinnu, allav. 7 bls. fræðileg úttekt á Bókinni Kúreki norðursins - Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, sem ég á að skila á morgun. Bókin er um margt áhugaverð, en ég er núna að lesa um tilraunamyndirnar hans, og sá lestur er kannski nokkuð þurr. Skemmtilegast og jafnframt áhugaverðast fannst mér að lesa viðtalið við Frikka og umfjöllun Björns Þórs Vilhjálmssonar um Rokk í Reykjavík og íslenska pönkmennningu. Í því samhengi leigði ég mér líka aftur hina bráðskemmtilegu og fræðandi mynd Pönkið og Fræbblarnir. Tók mér reyndar líka Rokksögu Íslands á bókasafninu í sama tilgangi, gagn og gaman, sumsé. Maður er alveg í fílingnum núna. Fræbbblarnir, Utangarðsmenn og The Clash hafa líka fengið að hljóma mikið í græjunum.
Æi, demitt, ég myndi mun fremur fíla viðræður eða munnlegt próf, þegar kemur að kvikmyndum en skriflegt, þar væri ég fremur á heimavelli.

Lag dagsins: London Burning með The Clash af plötunni The Clash.

mánudagur, desember 04, 2006

Í eftirmælum sínum um frænda sinn spyr félagi Þórður góðrar spurningar, hvers vegna jarðarfarir geti ekki verið skemmtilegar, og vísar þar í útför Graham Chapman, Monty Python-liða. Ég tek þar undir með honum. Þessi jarðarför er í senn einhver sú fallegasta og fyndnasta sem ég hef séð, og þegar kemur að mér, myndi ég sjálfur vilja hafa jarðarförina mína eitthvað á þessa leið. Þá er ekki úr vegi að vísa á The Parrot Scetch, sem John Cleese minnist á í ræðunni sinni, en á undan honum er teiknimynd eftir Terry Gilliam og brandaranum fylgir svo The Lumberjack Song. Njótið vel.
Raunar birtist ræða Cleese ekki öll í myndbandinu, en textan við hana í heild sinni má finna hér.

Og fyrst minnst var á Llamadýr áðan, má ég til með að láta þetta fljóta með. :)

Fyrir tilviljun rakst ég á bráðskemmtilegt lag með hinum unga og efnilega trúbadúr Johnny Poo á netinu, en það nefnist Hvar er Guðmundur? Það má finna hér. Tékkið á því. Þar má t.d. finna línur á borð við "Ég held ég sé ljóslampi", "...því mér þykir vænt um hann og mig langar hann að lita", "Guðmundur var gæjalegur, hann var lamadýr". :)

mánudagur, nóvember 27, 2006

Alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu og opinn fundur 29. nóvember.Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir opnum fundi á alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Fundurinn fer fram á Hótel Borg, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Aðalræðumaður er Ziad Amro, fyrrum framkvæmdastjóri og síðar formaður Öryrkjabandalags Palestínu. Balzamersveitin Bardukha mun einnig leika nokkur lög af nýútkominni plötu.

Ziad Amro er 41 árs félagsráðgjafi að mennt, fæddur í Hebron. Hann er helsti frumkvöðull í málefnum fatlaðra í Palestínu; stofnandi, fyrrum framkvæmdastjóri og síðar formaður Öryrkjabandalags Palestínu.
Ziad sem er sjálfur blindur er jafnframt forystumaður í samtökum blindra.
Hann er kvæntur, býr í nágrenni Ramallah og á tvö ung börn.

Balzamertónlist Bardukha á rætur sínar að rekja til austur-evrópskrar, arabískrar og persneskrar þjóðlagahefðar auk sígaunatónlistar. Sveitin hefur haldið nokkra tónleika síðustu misserin og komið fram bæði í sjónvarpi og útvarpi. Sveitin er skipuð Hjörleifi Valssyni, harmonikkuleikaranum Ástvaldi Traustasyni, kontrabassaleikaranum Birgi Bragasyni og arabíska handtrommuleikaranum S.G. (Steingrímur Guðmundsson).

29. nóvember ár hvert er alþjóðlegur samstöðudagur að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar.
Félagið Ísland-Palestína var stofnað var þann dag árið 1987

Allir eru velkomnir á fundinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Glæsibragur

meðan þið genguð glæstu sniði
um gullna sali
sem ljómuðu litavali
og lékuð í fornum friði
að flaðrandi þjónaliði
sem hagræddi hringjum og snéri
huangi og sméri
og klæddi silki yðar set

sat móðir þrælsins rugu og réri
í rökkrinu og grét.


-- Jónas E. Svafár, Það blæðir úr morgunsárinu, 1952

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Lag dagsins: Jealous Guy með John Lennon & The Plastic Ono Band, af plötunni Imagine.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Ég er spenntur fyrir bók Halldórs Guðmundssonar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson; Skáldalíf-Ofvitinn í Suðursveit og Skáldið á Skriðuklaustri. Vísir fjallar nánar um bókina. Ég hef blaðað í henni og hún lofar góðu. Námskeið Halldórs um Gunnar og Þórberg var líka frábært. Ég er talsmaður þess að jólin byrji á réttum tíma, en nú veit ég um alla vegana eina bók sem mig langar í í jólagjöf (hint, hint). ;)
Eins bíð ég spenntur eftir ævisögu Gunnars, sem Jón Yngvi Jóhannson vinnur nú að en þarf víst að sína meiri þolinmæði þar. Ég held að séu allav. 1-2 ár í hana.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Grein Jameelu al-Shanti, „Við sigruðumst á ótta okkar“ má finna á bls. 35 í Morgunblaðinu í dag í þýðingu minni.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Gaza, algengar spurningar og svörÍ fréttatilkynningu frá Gush Shalom má m.a. finna algengar spurningnar og svör um núverandi ástand á Gaza sem ísralskar friðarhreyfingar hafa tekið saman. Nánar tiltekið eru það Coalition of Women for Peace, Gush Shalom, Hadash; Anarchists Against the Wall, The High School Seniors Letter, Taayush, Yesh Gvul, Rights, ICAHD og the The Students Coalition – Tel Aviv. Ég hvet lesendur sérstaklega til að lesa spurningarnar og svörin, þau gefa góða innsýn.

Síminn minn er fundinn!Ví! :D

The Rolling Stones - No Expectations (Rock & Roll Circus, 1968)Ég hef legið mikið yfir Rolling Stones-myndböndum á youtube undanfarið, enda sveitin í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Bendi ég þá sérstaklega á þetta myndband þar sem þeir flytja No Expectations í Rock and Roll Circus 1968. Þetta var í síðasta sinn sem Brian Jones lék með þeim á sviði og slide-gítarleikur hans er sérstaklega fallegur, samspil hans og Keith Richards strömmandi á kassagítarinn frábært, að öðrum ólöstuðum. Allir eru góðir.

Mér finnst í senn eitthvað tregafullt, fallegt, og kúl við Brian í þessu myndbandi. Kyrrlátur og hljóður og spilandi þessa unaðslegu tóna. Kannski er það vitneskjan um það sem koma skyldi, auk þess sem þetta fallega lag er auðvitað tregafullt í sjálfu sér. Brian var kominn í mikla neyslu á þessum tíma, það voru erfiðleikar í bandinu og í einkalífinu. Hann lést ári seinna. Þykir manni þá þeim mun vænna að sjá þá leika svona vel saman, að á síðustu tónleikunum sínum með The Rolling Stones fúnkeraði Brian enn sem hljóðfæraleikari, lék óaðfinnanlega og bandið allt lék vel saman.

“Brian was incredibly young when he died. I look at pictures of my wife and myself at Brian’s funeral and I just think, ‘Bloody hell’. We were so young.”
--Charlie Watts

R.I.P. Brian.

Ég held sérlega upp á eftirfarandi línu í laginu:

Our love was like the water
That splashes on a stone
Our love is like our music
Its here, and then its gone

Af vel heppnuðum mótmælafundi, þjóðhátíðardegi Palestínu og óvæntum skoðanabróður.


Í dag er þjóðhátíðardagur Palestínu. Birti ég þessa mynd Naji ‘al-Ali af því tilefni.

Mótmælafundurinn í gær heppnaðist sérlega vel. Fundurinn með sendiherranum, fulltrúum stjórnmálaflokkanna og utanríkisráðherra átti upphaflega að vera í dag en var flýtt um einn dag. Fengum við að heyra að hann yrði í staðinn kl. 11 morguninn eftir, og höfðum við því 14 tíma til stefnu. Við létum skilaboð ganga eins og eld í sinu og um hundrað manns mættu með fána, skilti og borða á mótmælafundinn. Þar mátti finna áletranir á borð við “Frjáls Palestína, “Stöðvum barnamorðin”, „Alþjóðlega vernd fyrir Palestínu“, „Stöðvið stríðsglæpina“ og „Ísraelsher burt úr Palestínu“.

Það kom mér einnig skemmtilega á óvart að hægt hefði verið að fá fulltrúa sjónvarpsstöðvanna og blaða á staðinn, snemma morguns með ekki lengri fyrirvara.
Morgunblaðið greindi frá þessu sem og RÚV og Vísir.

Sveinn Rúnar og Ögmundur Jónsson ávörpuðu fundinn. Eldar minnti svo á dagsskrána um kvöldið, sem mér láðist reyndar að geta hér, en við sýndum heimildamyndina Gaza Strip í Alþjóðhúsinu. Þar flutti Sveinn Rúnar einnig erindi og hljómsveitin Retro Stefson lék nokkur lög.

Ég er þó ekki frá því að Elías Davíðsson hafi átt orð dagsins. Ég sé hann spjalla við einhvern mann sem ég þekkti ekki, þar sem Elías heldur á heimatilbúnu skilti á hebresku. Þeir glotta hver til annars er maðurinn spyr hvað standi á skiltinu:

Elías: „Það stendur: „Vertu velkomin hingað. Komdu og heimsóttu Bláa lónið!“
Maður: „Og bara upphrópunarmerki?“
Elías: „Það er fyrir Bláa lónið.“

Þegar hann var seinna spurður nánar hvað stæði þarna í raun svaraði hann að þar stæði: “Hypjaðu þig heim til þín, þjónn glæpamanna!”.

Sendiherrann laumaði sér út bakdyrameginn eftir að mótmælunum lauk, svo við náðum ekki að hitta hana. Skilaboðin voru hins vegar skýr. Ég tel góða mætinguna sýna að Íslendingar hafa samúð með þjáningum Palestínumanna og hryllir við glæpum Ísrelsríkis. Við kærum okkur ekki um aumar afsakanir talsmanns stríðsglæpamanna og morðingja.


Ef þið lesið kommentið við færsluna á undan má sjá að Vittorio Arrigoni, ítalskur mannrétttinda- og friðar-aktívisti, kommentaði við færsluna á ensku og bauð mér að skiptast á linkum. Stuðningsmaður réttinda Palestínumanna, eins og ég. Mér er það ánægja og heiður. Það er sélega ánægjulegt að finna slíkan samhug að fá óvænt skilaboð frá sér áður óþekktum baráttubróður á Ítalíu. Samstaðan gegn glæpum Ísraelsríkis og fyrir mannréttindum Palestínumanna er víða og slík skilaboð blása manni kapp í brjóst. Vittorio var fangelsaður í Ísrael í fyrra fyrir friðarbaráttu sína. Nú get ég ekki sagt að ég lesi ítölsku, þó ég hafi lært frönsku og latínu en eins og Vittorio segir í kommentinu segja myndirnar oft meira en mörg orð. Ef einhver getur skýrt nánar ítölskuna fyrir mér, væri það vel þegið.
Ég skelli því hlekk á síðuna til hægri, og mæli með því að þið tékkið á henni.

Lag dagsins á vel við, það er lagið Guðs útvalda þjóð með Egó af plötunni Í mynd, og læt ég textann fylgja hér:

Guðs útvalda þjóð

Líkt og forðum að heiðnum sið
að brenna menn á báli,
þeir herja á bæi, boða frið,
með glampa af ísraelsku stáli.

Í minningu milljóna gasdauðra manna,
réttlæta morð á nýfæddu barni.
Heiminum vilja sína og sanna
að þeir séu guðs útvaldi kjarni.

Limlestir búkar, neyðaróp,
fullorðin börnin ærir.
Logandi helvíti, sársaukahróp,
saklausir skotnir á færi.

Sandurinn geymir sólhvít bein,
ryðgaðar stríðsminjar.
Er ekkert eftir nema minningin ein,
í loftinu dauðann þú skynjar.

Í búðum flóttans lifir von
um frjálst Palestínuríki,
að þjóðin mun eignast einn daginn son,
sem mun birtast í friðar líki.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mér varð hugsað til þessarar myndar eftir Naji ‘al-Ali þegar ég heyrði fréttirnar um fjöldamorðin á Gaza og las áhrifamikla grein Jameelu al-Shanti, We Overcame Our Fear. Jameela er þingkona Hamas í fulltrúadeild palestínska þingsins og hún fór fyrir hetjulegri mótmælagöngu palestínskra kvenna 3. nóvember. Konurnar söfnuðust saman til að mótmæla umsátri Ísraelshers á Gaza og reyna að frelsa bardagamennina sem voru lokaðir inn í mosku og reyndu þar að verja þær og bæinn. Herinn hikaði ekki við að skjóta á þær, þó þær væru óvopnaðar. Í greininni fjallar hún um mótmælin, réttindabaráttu Palestínumanna, voðaverk Ísraelshers á Gaza og fjöldamorðin 8. nóvember, þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á íbúðarhverfi í Beit Hanoun og myrti þar 19 óbreytta og særði 40. Af þeim látnu voru margir drepnir í rúmum sínum. Sextán manns úr Athman-fjölskyldunni fórust, elst þeirra var Fatima, 70 ára en Dima, sú yngsta var eins árs. Sjö fjölskyldumeðlimanna voru börn. Mágkona Jameelu og sjö börn í umsjá hennar létust í árás Ísraelshers og heimili hennar var rústað þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á það.
Tala látinna í Beit Hanoun fór upp fyrir 90 á einni viku.

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælum gegn fjöldamorðum Ísraelshers við komu sendiherra Ísraels í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg á morgun, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10:45. Hvetjum við fólk eindregið til að mæta þar.

Uri Avnery skrifar einnig góða grein um fjöldamorðin; In One Word: MASSACRE!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Gott im Himmel! Það er meira andskotans volapykið sem sumar þessara kvikmyndafræðigreina eru skrifaðar á, bölvað helvítis torf:

Merkingarþættirnir rifja nefnilega upp fyrir raunverulegu túkunarsamfélagi þá setningabyggingu sem þeir mótuðu í öðrum textum. Þessi vænting til setninga sem hefst með merkingarvísbendingum á sér hliðstæðu í setningabútum sem gefa til kynna ákveðin merkingarsvið, (í vestrum skapa til dæmis regluleg víxl karls og konu væntingar um rómantíska merkingarþætti á meðan endurtekin víxl tveggja karla í sömu textum gefa fyrirheit um - að minnsta kosti þangað til nýverið - merkingarþætti einvígisins. Þessi greining á viðtökum áhorfenda á hinu merkingarfræðilega og hinu setningarfræðilega verðskuldar augljóslega frekari rannsókn. Í bili er nóg að fullyrða að málvísindalegar merkingar (og þýðing merkingarþátta) séu að miklu leyti fengnar úr eldri texta. Það er því stöðugt streymi í báðar áttir milli hins merkingarfræðilega og setningafræðilega, milli hins málvísindalega og þess sem lýtur að textanum.

Uhh... bleh?

Þökk grætur þurrum tárumJamm, þá er Rumsfeld loksins búinn að segja af sér, og þó fyrr hefði verið. Annars þykir mér kostulegt að heyra Bush segja að „þeir hafi tekið ákvörðun saman um að það sé fyrir bestu... sammála um að mikilvægt sé að fá nýtt sjónarhorn... blababla
Stingur eilítið í stúf við það að Bush hefur fram á síðasta dag staðið fast á því að hann vilji hafa Rumsfeld í embætti, sama hvað tautar og raular.
Hann er sumsé farinn og ekki ástæða til annars en að fagna því. Hins vegar er ég hreint ekki viss um að eftirmaður hans sé neinn til að hrópa húrra fyrir. Robert Gates, fyrrum yfirmaður CIA. Ekki beinlínis maðurinn sem ég myndi vilja bjóða í te.

Ég er annars ánægður með úrslit þingkosninganna, að demókratar urðu yfir, altént í þinginu. Það virðist óvíst með öldungaráðið, en ég vona auðvitað að þeir vinni einnig þar. Fylgdist aðeins með aðdragandanum á Stúdentakjallarnum í gær, en entist ekki til að vaka yfir þeim. Ekki það að mér þyki demókratar hafnir yfir gagnrýni, eða að gæti ekki fremur hugsað mér einhverja aðra í forrystu, en ég vil alla vega fremur hafa þá en repúblikana. Ég bað enda til guða þungarokksins að repúblikanar yrðu ekki yfir. Það mun ég einnig gera í forsetakosningunum eftir tvö ár.

mánudagur, nóvember 06, 2006

I dag er der Lillemors fødselsdag
Hurra, hurra hurra! :)Ástkær móðir mín er sextug í dag. Ég er að spá að gefa henni hrukkukem.

Hot Stuff...
- can't get enoughÞessi helgi er búinn að vera skemmtileg. Við Kristján fórum í Alþjóðlegt stúdentapartý á Café Cultura, ég fór í vísindaferð í vígi óvinarins (þ.e. Landsvirkjun) og drakk á hans kostnað, hékk svo með félögum mínum í ensku áður en ég hélt í afmælispartý hjá mínum góðu kórsystrum, Hafdísi og Sólrúnu. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir æðislegt partý.

Ég lét hráslagaveðrið á Laugardag ekki hindra mig í djamminu, álkaðist milli nokkurra staða og djammaði og djúsaði. Á Ellefunni, sem ég stend á efri hæðinni víkur sér að mér ungur maður. Hann er hávaxinn, myndarlegur, snyrtilega klæddur í grá jakkaföt og afar geðfelldur.
Hann brosir til mín og spyr mig hvort ég vilji dansa.
Spurningin kom eilítið flatt á mig eitt augnablik, en ég átta mig á því að hann er að reyna við mig. Hann bætti við að ég væri flott klæddur. Ég var í röndóttri skyrtu, eilítið snjáðum gallabuxum, í gönguskóm, klæddur í fráhneppta vetrarúlpu, með röndóttan trefill sem hékk lauslega um hálsinn.
Mér þótti synd að þurfa að tjá þessum viðkunnalega og myndarlega homma að ég væri gagnkynhneigður. Ég hafði ekkert við það að athuga að dansa við hann, en fannst rétt að segja honum sem var um kynhneigð mína þá og þegar, fremur en að hann yrði fyrir vonbrigðum síðar meir. Ég tjáði það eins kurteislega og heiðarlega og mér var unnt, ég sagði honum að þetta væri ekkert persónulegt, þvert á móti þætti mér afar vænt um athyglina, og óskaði honum góðs gengis um kvöldið.
Mér tók þetta sárt hans vegna, því hann varð augljóslega fyrir sárum vonbrigðum, þó hann bæri sig vel. Mér þótti næstum synd að ég væri gagnkynhneigður, því hann kom það vel fyrir að hefði ég verið samkynhneigður er ég ekki í nokkrum vafa um að ég hefði kolfallið fyrir honum. Sannur herramaður. Þegar ég var á förum þótti mér ómögulegt að skilja hann eftir svona særðan á hjarta, svo ég kynnti mig og sagði honum að það hefði verið gaman að kynnast honum. Hann sagði að hann væri “alveg að fíla mig”.

Hvað get ég sagt? Ég er mjög upp með mér.
There's only one thing to do at a time like this... STRUT.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Gleymdur sími...
er þér glataður þar til hann finnst*Ég bið þá að afsaka sem kunna að hafa reynt að ná í mig undanfarið án árangurs. Síminn minn er sumsé týndur (lesist: Grafinn einhvers staðar í drasli heima hjá mér) og batterýslaus, svo ef þið þurfið að ná í mig það er bara heimasíminn og tölvupóstur þangað til hann finnst. Heimasíminn er 551 0624 og ég er með tvo Emila; einarsteinn@hotmail.com og esv1@hi.is

Lag dagsins: Við Birkiland með Megasi, af plötunni Loftmynd.

*smá tilbrigði við Gleymdann tíma Megasar. Hef verið að hlusta mikið á snillinginn undanfarið.

mánudagur, október 30, 2006

Nokkur orð sem mér þykja plebbaleg, pars secundusKvikmyndafræðin býður upp á ýmis herfileg orð, aðallega er þetta í þýðingatilraunum, en þær eru ofast úr ensku eða frönsku.

„....skortir þráttarhyggjulega vídd...“
Sá sem getur sagt mér hvern andskotanum maðurinn er að fara fær að knúsa bangsann minn, hann Bangsasnata (tími ekki Peppó í þetta skiptið, og hvað er líka betra fyrir sálartetrið en að umvefja tuskudýr ástúð sinni?).

„Ríkjandi aðferðir útskýringarorðræðunnar breytast; svið hugmyndafræðilegra átaka færast til.“
Hjálpi mér..."Metójöfnuður á Íslandi?"

--Forsíða Fréttavefs RÚV í dag.

fimmtudagur, október 26, 2006

Í nýjustu grein sinni, Ehud von Olmert, fjallar Uri Avnery um stöðu Avigdor Lieberman, og flokks hans, “Ísreal er heimili okkar”, sem Ehud Olmert ætlar nú að veita aðgöngu í ríkisstjórn sinni, og þá hættu sem steðjar að lýðræði í Ísrael með þeirri ákvörðun. Flokkurinn hefur harðari stefnu en bæði Jorg Haider í Austurríki og Le Pen í Frakklandi. Lieberman er líklega sá ísraelski stjórnmálamaður sem kemst næst því að vera hreinræktaður fasisti. Avnery vitnar í því samhengi í ágætan bandarískan frasa: If it walks like a duck and talks like a duck it is a duck.“ Lieberman vill „hreinsa“ Ísrael af aröbum og að Ísrael verði „hreint gyðingaríki“.
Avnery er hugfast hvað gerðist í Þýskalandi þegar von Papen sá sér hag í að sannfæra Hindenburg um að skipa Hitler ríkiskanslara; Nasistar voru vinsælir og vonuðust þessir tveir stjórnmálamenn til að tryggja sér fylgi með því að hleypa Hitler innfyrir og töldu sig geta haft hemil á honum og nýtt sér hann. Annað kom á daginn.
Avnery óttast jafnframt að ef Olmert verður minnst fyrir eitthvað þá kynni það einmitt að vera fyrir að hafa gengt sama hlutverki og von Papen.

föstudagur, október 20, 2006

Ég bendi á ágætt viðtal við Agga á bls. 26 í Blaðinu í gær. Tilefni þess er að fyrsta ljóðabók hans, Endurómun Upphafsins er væntanleg innan skamms.

PS Ég held að blogger.com hati mig...

Af mér, tveimur góðum vinum, og tveimur myndumVið Einar litum til Jennifer, bekkjarsystur okkar og vinkonu, um helgina. Auk góðs félagsskapar var ætlunin að læra saman. Ekkert varð úr fyrri þættinum, sá fyrri bar hann ofurliði og við áttum afar skemmtilegt kvöld saman.
Við spjölluðum fram á rauða nótt og horfðum á sketsa í tölvunni og þarna kynnti Einar okkur fyrir Mystery Science Theater, sem hann hafði lengi verið að mæla með við mig. Þannig eignaðist Mystery Science Theater tvo trúa áhangendur þetta kvöld, enda alveg brillíant þættir. Einn fastur liður í þáttunum er að aðalgaurinn og vélmennin hans tvö fara í bíó og horfa á einhverja arfaslaka B-mynd, og koma með hnyttnar athugasemdir á meðan myndin rúllar. Að þessu sinni var það mynd sem tekur flestum fram í lélegheitum. Við veltumst um af hlátri yfir henni, enda er hún alveg yndislega mikið „crap“. Það er ekki að ástæðulausu að þetta þykir einhver lélegsta mynd allra tíma, ég held alla vega að ég geti fullyrt að þetta sé einhver sú allélegasta mynd sem ég hef séð á ævinni. hún hefur hins vegar mikið skemmtigildi, af röngum ástæðum. Þetta er myndin Manos: The Hand Of Fate. Þið getið fundið þetta á www.youtube.com
Þessi mynd er ALGJÖRT MÖST. Í raun ætti sér hver kvikmyndagerðarnemi að vera látinn horfa á hana, bara svona til að vita hvernig á EKKI að gera mynd.
Ég kynnti þau á móti fyrir The Daily Show og The Colbert Report, sem báðir eru snilldarþættir, en það var Doddi sem kynnti mig upphaflega fyrir þeim.

Leigði mér The Sun eftir Alexander Sokurov í gær. Við Einar og Kristján fórum raunar á hana á kvikmyndahátíðinni, en textinn fyrirfannst ekki, svo við urðum að snúa við og fá endurgreitt. Eftir á að hyggja hefðum við strákarnir kannski átt að doka við og talsetja ("döbba") myndina, eins og Einar stakk upp á.
Alla vega, þetta er áhrifamikil mynd. Hún er leikin og gerist við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem ljóst er að Bandamenn hafa gjörsigrað Japani. Atómsprengjunum hefur verið varpað á Hiroshima og Nagasaki. Sjóherinn hefur gefist upp. Landherinn heldur enn áfram vonalausu viðnámi gagnvart ofurefli andstæðingsins.
Myndin fylgir eftir Hirohito Japanskeisara, „syni sólarinnar“ og þeirri afdrifaríku ákvörðun sem hann tekur í þágu lands síns og þjóðar, þegar hann ákveður að afsala sér völdum og guðdómi. Fylgst með honum dagana upp að yfirlýsingunni og þeim áhrifum sem ósigurinn og yfirlýsingin hefur á hann og fólk hans.
Hirohito segir sjálfur á einum stað í myndinni að þjóðernishrokinn hafi verið of mikill hjá honum og mönnum hans, þeir hefðu treyst um of á andlegt kapp hersins en hugað síður að því að útbúa hann nógu vel til þess að geta boðið andstæðingnum birgin.
Myndin er mestmegnis tekin upp í lokuðu rými, og Sokurov beitir klippingu sparlega. Þeim mun meira verður sálfræðilegur þungi og spenna yfir myndinni. Þó koma senur sem brjóta þetta upp, helst er það atriðið með dómsdagssýn Hirohitos, sem er ein öflugasta atriðið í myndinni. Svipað má reynar segja um kvöldverð Hirohito og MacArthur hershöfðingja.
Ég læt þessa umsögn nægja, vil ekki spilla myndinni frekar fyrir væntanlegum áhorfendum.

Fer í teiti til Þóris í kvöld, en ætla líka að tékka á áðurnefndum leiklestri á Dyngjuvegi. Ferðin er svo á morgun.

Lag dagsins: Sirenernes Sang með Gasolin'. Frábært lag.

miðvikudagur, október 18, 2006

Að sötra rauðvín og hlusta á Edith Piaf, Beach Boys, Megas og Gasolin’ er nokkuð sem mér hugnast vel. Í augnablikinu hljómar Langebro með Gasolin’ í eyrum mér. Ég má til með að birta textann hér:

Langebro

Da jeg gik ud over Langebro
en tidlig mandag morgen
da så jeg en der stod og græd.
Hvis du tør - så kom med mig.

Jeg gik forbi dæmonernes port
ud for Kofoeds Skole
der stod en flok og drak sig ihjel.
Hvis du tør - så kom med mig.

Jeg mødte en der gik rundt med "Vågn Op"
hun var Jehovas vidne
hun råbte: Jorden går under idag.
Hvis du tør - så kom med mig.

Jeg så en kvinde der løb efter sin mand
hun havde så skønne øjne
hun råbte: Hey, du har stjålet mit liv.
Hvis du tør - så kom med mig.
Hvis du tør - så kom med mig.
Hvis du tør - så kom med mig.

þriðjudagur, október 17, 2006

Dagskrá í tilefni 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars Gunnarssonar.Ég sá eftirfarandi atburði auglýsta á heimasíðu Skriðuklausturs, en þeir eru í tilefni hundrað ára rtihöfundarafmælis stórskáldsins Gunnars Gunnarssonar. Sjálfur kemst ég aðeins á leiklesturinn, verð að bíta í það rammsúra epli að komast hvorki á málþingið né tónleikana. Að sama skapi missti ég af málþinginu um Þórberg Þórðarson á Þórbergssetri í Suðursveit, vegna próflesturs. C'est la vie... Hef lesið allar bækurnar sem verða sérstaklega til umræðu og ritað aðeins um þær í eldri færslum: Fjallkirkjan, Svartfugl og Fjallkirkjan og Sælir eru einfaldir

Dagskráin er svohljóðandi:

Gunnarskvöld - Nótt og draumur
föstudaginn 20. október kl. 20.30 - Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 Reykjavík


Leiklestur úr Fjallkirkjunni í leikgerð Jóns Hjartarsonar. Flutt verða ljóð úr fyrstu bókum skáldsins við frumsamin lög Agnars Más Magnússonar. Auk Jóns og Agnars munu þau Þráinn Karlsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir og nokkrir áhugaleikarar frá Vopnafirði flytja dagskrána. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. www.rsi.is

Málþing um Gunnar
laugardaginn 21. október kl. 14.00 - Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Erindi flytja þrír fræðimenn: Jón Yngvi Jóhannsson sem nú vinnur að ævisögu Gunnars. Hann mun fjalla um kvæðakverin tvö sem komu út 1906 og bréf sem tengjast þeim í erindi sem hann kallar „Orkt undir áhrifum“. Gunnar Hersveinn, sem styðst við skáldsögu Gunnars Sælir eru einfaldir við ritun á næstu bók sinni, verður með erindið „Vantraust - sælir eru einfaldir“. Þá mun Halldór Guðmundsson, sem um þessar mundir er að leggja lokahönd á bók um líf rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Þórberg Þórðarsonar, fjalla um Svartfugl og ástina.
Pallborð verður á eftir erindunum og umræðum stýrir Pétur Gunnarsson rithöfundur. Aðgangur er ókeypis.
www.gerduberg.is


Ljóðatónleikar
laugardaginn 21. október kl. 16.00 - Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson baritón
Undirleikari: Daníel Þorsteinsson píanóleikari
Inngang flytur Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar


Á efnisskrá eru lög eftir átta tónskáld, íslensk, dönsk, sænsk og þýsk við kvæði eftir Gunnar. Flest laganna eru úr fórum Gunnars sjálfs og komu í ljós þegar handritum, bréfum og öðrum skjölum skáldsins var skilað inn til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns til varðveislu. Fæst þeirra hafa því verið flutt opinberlega áður en auk þess verður frumflutt lag sem Atli Heimir Sveinsson samdi nýverið við sonnettuna Vetrarnótt sem birtist í Eimreiðinni 1914.
Daníel Þorsteinsson tónlistarmaður og píanóisti hefur útsett lögin og annast undirleik á tónleikunum. Aðgangur er kr. 1.200.
www.gerduberg.is


Ég klykki þessum skrifum út með eftirfarandi tilvitnun í Sælir eru einfaldir, sem raunar er jafnframt bókarlok:
VARÚÐ: SPILLIR!

Fyrst þegar ég stóð aftur við útidyrnar heima hjá mér, og staldraði andartak við og horfði í kring um mig, varð mér það ljóst, að eldstópinn, sem staðið hafði heila viku eins og óskiljanleg reiðinnar tákn úti við sjóndeildarhringinn var horfinn – sokkinn í jörðina – sokkinn í það brennandi dauðans djúp, sem hann hafði risið úr. Ófrjór bruni hans hafði eytt sjálfum sér. Eftir varð aðeins rauð, blossandi minning – í huga þeirra sem höfðu séð hann. Rauð, blossandi minning, sem festist að minnsta kosti í huga mínum sem hræðilegt tákn þess lífs, sem hækkaði og lækkaði logandi í kring um mig – lækkaði og hækkaði.
Hvað varð eftir, þegar mannshjartað hafði að lokum barist til friðar? Hvort sem það er í einfeldni eða tærandi þrá, látlausri leit – hvað varð eftir?... Föl og fátækleg minning í huga þeirra, sem eftir lifðu – minning sem oftast máðist fljótt. Þegar sá logi, sem hugsanir okkar og tilfinningar standa kringum eins og bjarmi, sekkur og slokknar – hvað verður þá eftir? Verður það annað en handfylli af ösku – sem þyrlast út í veður og vind?
Í meninu, sem frú Vigdís hafði gefið mér, voru tvær myndir – önnur af Grími, hin af börnunum þeirra tveim. Ég sat lengi þetta kvöld með þetta einfalda, hjartalagaða gullmen í hendinni og horfði á myndirnar tvær.
Svo hverfullt og fallvalt er mannslífið, að jafnvel löngu áður en þessar ófullkomnu eftirmyndir fölnuðu, mundu andlitin, sem þær sýndu, hafa mást út. Mást út af kaldri hendi dauðans. Svo hverfullt og fallvalt er mannslífið.
Eftir stutta stund munum við öll mást út, sem nú drögum andann. Eftir aðra stutta stund – þegar þeir, sem hafa þekkt okkur og geymt okkur í hjörum sínum, eru líka slokknaðir – verða allar minningar um okkur horfnar. Allar minningar, bæði um gleði okkar og þjáningar. Máðar út af dauðanum og arfþega hans, tímanum. Í þetta ginnungagap mynrkursins, sem við köllum tíma, mun allt það, sem við getum fundið með skilningarvitum okkar, sökkva og hverfa að lokum.
En ef því er í rauninni þannig farið – ef sá kvalafulli skilningur, sem ég fann umhverfis mig þetta kvöld, er aðeins blekking; ef hróp mannsandans eftir eilífð og fullkomnun er aðeins hégómi, og eltingar við vind; ef sá eini guðdómur sem okkur varðar – sá eini guðdómur sem við getum komist í snertingu við, er sú gæska og kærleikur sem við getum alið í brjóstum okkar; ef ekkert ljós er til fyrir okkur annað en ljósið innra með okkur sjálfum... getur þá ekki öll sú viska sem við þurfum á að halda – árangur allrar hinnar dýrkeyptu reynslu mannkynsins – falist í svo einföldum orðum sem þessum: Verið góðir hver við annan.
- Og það varð morgun og það varð kvöld hins sjöunda dags.

mánudagur, október 16, 2006

Voða mikill lærdómur framundan. Þið afsakið bloggleysið. Var í prófi í dag og fer mögulega í próf á föstudag. Hef val um að taka 50% próf núna og 50% próf í vor eða 100% próf í vor. Skyldi mér ganga illa á þessu prófi má ég spreyta mig á endurtökuprófi í desember. Ligg nú yfir Sir Gawain And The Green Knight.
Stefnir í að ég fari í vetfangsferð um helgina með Hinu íslenska Tröllavinafélagi. Ferðinni er heitið norður og vestan undir Snæfellsjökul. Ætlunin er að vitja slóða jötunsins Bárðar Snæfellsáss. Gengið verður á Bárðarkistu í norðvestanverðum jöklinum og niður aftur. Sameiginlegur kvöldverður verður étinn um kvöldið og gist um nóttina. Daginn eftir verður ekið til mannabyggða á nýjan leik og gert er ráð fyrir að koma til Reykjavíkur í síðdeginu.
Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig og skóa eftir veðri. Einnig er mælt með svefnpokum.
Öllum er frjálst að koma með í ferðina, en siðustu forvöð að skrá sig eru í kvöld. Þátttökugjald er 5000, en 4000 fyrir félaga í Tröllavinafélaginu. Í þátttökugjaldinu er eftirfarandi innifalið: Ferðalag á staðinn, gisting, kvöldmatur, nasl, brjóstbirta og glæsileg leiðarbók sem kemur út eftir ferðina.
Steinn Steinnarr á ljóð dagsins að þessu sinni:

Malbik

Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig
sem gengur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.

fimmtudagur, október 12, 2006

Elkem: Málmblendiverksmiðja til ÍslandsMaður sér stóriðjujöfrana fyrir sér slefandi og rúnkandi sér yfir þessum blauta draumi, að flytja starfsemi sína til Stóriðjuparadísarinnar sjálfar, vitandi að þeir geti keypt orku á skítlágu hraðútsöluverði, fyrir kúk og kanil. Vitandi líka að ráðamenn bera ekki skynbragð á náttúruverðmæti og er skítsama um vilja meirihluta þjóðarinnar. Ráðamenn fá að sama skapi fiðring af eftirvæntingu.
Ísland í hnotskurn: Lowest Energy Prices.
Er ekki ástæða til að flagga fyrir þjóðhetjunum og bjargvættum Íslands? Er ekki ástæða til að vera stolt af strákunum okkar?

miðvikudagur, október 11, 2006

Lag dagsins: Wake Me með Bob Dylan, af plötunni Blood On The Tracks.

Hef einnig verið að hlusta mikið á Beggars Banquet með The Rolling Stones.

Ég minni á þáttinn Geymt en ekki gleymt á Rás 2 kl. 22:10 í völd, en þá verður Megas gestur Freys Eyjólfssonar.

Ég hefði gjarnan viljað heyra þættina þar sem Megas fjallaði um Elvis, missti því miður af þeim. Vonandi hægt að nálgast þá hjá Ríkisútvarpinu.

þriðjudagur, október 10, 2006

Horfði aftur á Engla Alheimsins í dag, en ég tek skot og atriði úr henni fyrir í greiningarverkefni í kvikmyndafræði. Hún er jafnvel enn betri en ég mundi hana.
Lag sem heyrist í myndinni er lag dagsins: Don’t Let Me Be Misunderstood með The Animals.

mánudagur, október 09, 2006

Jón í BrauðhúsumÉg hlýddi í gær á upplestur Halldórs Laxness á Jóni í Brauðhúsum, hverja ég fann á Gljúfrasteinsvefnum. Listilega vel skrifuð og skemmtileg smásaga með víða skírskotun. Beinasta skírskotunin er í guðspjöllin, auk þess sem Halldór skrifaði söguna eftir að Þórbergur Þórðarson hafði deilt á Halldór fyrir organistann í Atómstöðinni, þar sem Þórbergur sakaði Halldór um að hafa gert Erlend í Unuhúsum að Kristsfígúru, en Halldór tileinkaði Erlendi þá bók.
Mér finnst líka að sagan gæti að einhverju leiti endurspeglað uppgjörið við fortíðina, hinnar breittu heimsmynd og brostnu drauma í kjölfar kalda stríðsins, meintra uppljóstnana Krútsjoffs, skrifa Solzhynetzin o.s.frv.
Skírksotunin er þó líka afar almenn og gæti gerst víða og á öllum tímum; Mennirnir sem trúað var fyrir mikilli opinberun, ríkið sem þeir biðu eftir en kom aldrei, hafa verið ofsóttir og eru hræddir við að borið verði kennsl á þá, greinir á um allt sem viðvíkur minningu mannsins, tigna þó minningu sína og eru „afturgöngur af sér sjálfum„“, eins og Filpus orðar það. Verður mér hugsað til orða Jóhannesar úr Kötlum í ljóðinu Á þessari rímlausu skeggöld:

vor gamli veruleiki er að leysast upp í skothríð
ósýnilegra frumeinda
vér erum blásnir út í hlægilegar stærðir
oss er hnoðað saman í grátlegar smæðir
og svo er ráðgert að kveikja í öllu saman


Varla þarf svo að taka fram að upplestur Halldórs er jafnframt frábær.
Jæja, nóg af blaðri. Upplesturinn má nálgast hér

laugardagur, október 07, 2006

Lag dagsins: Hexen Definitive/Strife Knot með The Fall af plötunni Perverted By Language.

föstudagur, október 06, 2006

...Og lýkur hér sögu ofvitans, sálarlýsingunni miklu, bókinni um baráttu umkomulauss unglings í myrkum mannheima í leit hans eftir viskunni, í villum hans í ástinni, í niðurlæging hans í örbirgðinni, frásögninni er ritin hefur verið af mestum frumleik og flekklausastri hreinskilni at norrænu máli.
En drottinn gefi þeim líkn, sem hann hefur ekki miðlað spekt til að skilja leyndardóma andans.


Ég lauk við þessa dýrlegu bók fyrir nokkrum dögum. Hún er hreint afbragð, líkt og fyrirrennari hennar, Íslenskur aðall. Ég mæli heilshugar með þeim báðum. Spurning hvað ég les næst. Margir búnir að mæla með Bréfi til Láru við mig, og af því sem ég hef gluggað í þá bók, hugnast mér hún vel.

Keypti mér nýjustu Goðheimabókina, Balladen om Balder, í dag og las samdægurs. Fjallar hún um dauða Baldurs. Það er einnig góð bók.

Kvöldið er búið að vera sérlega ánægjulegt, en ég nenni ekki að blogga um það núna. Er enda orðinn dálítið syfjaður. Mikið að gera um helgina, svo ég sé til hvort ég gef mér tíma til að blogga þá eður ei.

Þangað til er lag dagsins If You Want Blood með AC/DC, af plötunni Higway To Hell.

Bis später...

miðvikudagur, október 04, 2006

Nokkur orð sem mér finnst plebbalegBarnafólk
Hvað er að foreldrum, forráðamönnum eða jafnvel fólk sem á börn/ er með börn á framfæri/ hefur fyrir börnum að sjá o.s.frv., hvers vegna þarf alltaf að vera að að búa til svona vandræðaleg samsett nafnorð? Ég meina, hvað er barnafólk? Fullorðin börn? Dvergar?

Byssumaður

Hvað er að því að segja maður vopnaður byssu/skotvopni? Byssumaður finnst mér alltaf hljóma eins og vondi karlinn í Löggu og bófa “Vondi byssumaðurinn”, hljómar býsna barnalega í mínum eyrum.

Högnun
Úff, hvar á ég að byrja? Manni dettur til að mynda í hug orðið hagnaður, og að hagnast. Enska orðið er arbitrage. Ég er kannski að bera í bakkafullan lækinn, hafandi áður lýst vanþóknun minni á þessu orði, en það fer ávallt um mig megn aulahrollur þegar ég hugsa til þessa orðskrípis. Þetta er eitt af mörgum hryllilegum dæmum um nýyrðasmíði í viðskiptafræði og ku lýsa þeirri aðgerð þegar einstaklingur kaupir vöru á einum stað og selur á öðrum fyrir hærra verð, þegar gengisbreytingar hafa ekki náð að samræmast á seinni staðnum, ef ég man rétt. Jafnvel eftir þessa útskýringu hljómar þetta orð illa. Hljómar frekar eins og æxlun katta: Þá gæti högnin “högnað” læðuna, eða að þetta vísi til kynlífs samkynheigðra högna. Hvort sem væri hefði þá "högnun átt sér stað".

Spekileki
Umm... já... viðskiptafræðikennarinn minn í MR snaraði með þessum hætti hugtakinu "brain drain". Þetta er nú fyrst og fremst fyndið.

“Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður” (úr frétt á heimasíðu RÚV) í dag
Þarf ég að segja eitthvað meira?

fimmtudagur, september 28, 2006

Af andakt drengs og manns
Eða: Mínar fimm mínútur frægðar


Eitt sinn var andaktugi ungi maðurinn andaktugur ungur drengur. Er hann var sex ára kom hann fram í sjónvarpinu hjá Hemma Gunn, var einn af krökkunum. Hemmi Gunn var ein af æskuhetjum andaktuga unga drengsins og dreymdi hann um að verða eins og Hemmi þegar hann yrði stór. Maðurinn var einfaldega svalastur. Alltaf í stuði, alltaf hress – ekkert stress. Hermann Gunnarsson hringdi í andaktuga unga manninn fyrir nokkrum dögum og tjáði honum að hann hefði fengið þá hugmynd að smala saman mörgum af nú uppkomnum börnunum og athuga hvar þetta fólk væri í dag.Varð honum hugsað til andaktuga unga mannsins og spurði hann hvort hann vildi koma fram í fyrsta þætti þáttaraðar sem Hemmi er nú með á stöð 2, sem ku verða ekki ósvipaður Á tali. Andaktuga unga manninum þótti gaman að þessu og sagði „Hvers vegna í fjáranum ekki?“ við sjálfan sig. Verður þættinum sjónvarpað í beinni útsendingu í kvöld nokkrar mínútur yfir átta.

Andaktugi ungi maðurinn minnir lesnendur sína á að í kvöld verður slökkt á götuljósum í Reykjavík í tilefni þess að sama kvöld hefst ALþjóðelg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Minnir að þetta hefjist klukkan níu. Borgarbúar fá að líta stjörnuhimininn í allri sinni dýrð, lausir við ljósmengun, í hálftíma.

Cliff Burton
- In memoriamAðfaradag þessarar nætur voru 20 ár liðinn frá dauða Cliff Burton, bassaleikara Metallica, en hann lést í rútuslysi í Svíþjóð, 24 ára að aldri. Blessuð sé minning hans. Ég bendi á fyrirtaks opnugrein eftir Orra Pál Ormarsson um kappann, sem birtist í Morgunblaðinu á Sunnudaginn. Þar eð ég hygg að þögn hefði verið Cliff lítt að skapi held ég að réttara sé að heiðra minningu hans með því að leyfa Metallicu að glymja úr hátölurunum á miklum styrk. Það hef ég altént gert. Mæli ég þá sérlega með Ride The Lighting, Master Of Puppets og ...And Justice For All.

sunnudagur, september 24, 2006

Andaktugi ungi maðurinn kann mjög vel að meta Balkantónlist. Um daginn hlýddi hann á ágætis þátt á RÚV, tileinkaðan Balkantónlist, og heyrði þar lag með rúmönsku hljómsveitinni Taraf de Haidouks sem heitir Carolina. Einnig var flutt Remix þýska plötusnúðsins Shantel af því. Andaktugi ungi maðurinn fílar báðar útgáfur og hefur verið húkkaður á re-mixið síðan. Virkilega flott stöff. Ef þið fílið Goran Bregovic (sem samdi t.d. tónistina við Underground) eða góða samsuðu af Balkantónist og danstónlist, þá er þetta alveg málið.

Andaktugi ungi maðurinn minnir svo á lagið Mdlwembe með Zola, sem heyrðist í kvikmyndinni Tsotsi, og mælir enn og aftur með þeirri ágætu mynd. Myndbandið má nálgast hér

laugardagur, september 23, 2006

Gunnarskaffi


Alli er snillingur. Það var hann sem bjó til rapplagið Gunnarskaffi, við allsvakalega ræðu Gunnars í Krossinum. Þetta er alveg hreint magnaður andskoti. Lagið og upprunalegu ræðuna má finna hér
.

föstudagur, september 15, 2006

Ég fjarlægði hlekkinn á Gagnauga. Hef séð misvirtar greinar á síðunni þeirra í gegn um tíðina, og var eiginlega búinn að gleyma að ég væri með hlekk á þá. Greinin um Helförina réði líklega úrslitum um þessa ákvörðun.

fimmtudagur, september 14, 2006

Með hádegiskaffinu: Bjólfskviða (þýðing Seamus Heaney) og safndiskurinn Remasters með Led Zeppelin.

Meðan ég man: Ég þarf að fá nýtt batterí í myndavélina hennar múttu (hverja ég fæ lánaða, þegar þess þarf) og nýtt lok. Enn er kórfélögum mínum og sjálfum mér í minni það reiðarslag sem dundi yfir mig þegar ég uppgötvaði á Shanghai-veitingahúsinu í Vasaa að engin filma hafði verið í myndavélinni allan þann tíma sem ég hafði talið mig verið að taka óragrúa af stórkostlegum myndum. Ég var sjálfsagt einn sá myndavélaóðasti í ferðinni. Þarna voru eitthvað 3-4 dagar eftir af ferðinni. Ekki batnar svo ástandið þegar ég athuga myndavélina nokkrum dögum síðar, og sé að lokið hefur einhvern vegin brotanð af og batteríið hrokkið úr. Ekki spyrja mig hvernig það atvikaðist. Ég er eiginlega enn að klóra mér í hausnum yfir því.
Til allrar lukku voru þó flestir kórfélagarnir einnig duglegir að taka myndir.

Í nóvember mun ég líkast til halda í vígi óvinarins, þar eð enskudeildin fyrihugar vísindaferð í Landsvirkjun. Ég er þegar byrjaður að pakka Molotov-kokteilunum.

Lag dagsins: Ramble On með Led Zeppelin.

þriðjudagur, september 12, 2006

MR. T

BE SOMEBODY...
OR BE SOMEBODY'S FOOL!

Löngu seinna, mánudagskvöldið 13. mars 1911, vorum við þrír baðstofubræðurnir á árangurslausum spássérutúr um stræti borgarinnar. Það var skýlaus himinn, hvítalogn og tunglsjós, prýðilega hljóðbært í andrúmsloftinu, fjöldi fólks á Rúntinum.
Það kvöld gerðust þau tíðindi á Alþingi Íslendinga, að meirihluti þingheims svipti Björn Jónsson ráðherradómi og krýndi Kristján Jónsson háyfirdómara ráðherratign landsins.
En þetta sama kvöld, á sama tíma, varð það til nýjungar í lestrarsal Íþöku, bókhlöðu Hins almenna menntaskóla, að fraukan svipti einn frómasta baðstofuherran skírum sveindómi og kvittaði meglaranum skilvíslega fyrir agentúrinn.
Svona bjó íslenzka ríkið að menningu efnilegustu sona sinna á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar, áður en einstaklingsframtakið gerði bílana að opinberum hóruhúsum þjóðarinnar.


-- Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, bls. 207

Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur?Skelfing verður gaman kl. 17:15 á eftir. Kóræfingar hjá skemmtilegasta kór í heimi, Háskólakórnum, hefjast aftur. Mikið helvíti er maður búinn að sakna kórfélaganna. Fráhvarfsóþol hefur þjakað mig lengi.
Kórinn tekur vel á móti nýjum meðlimum og vonumst við til að eigi eftir að fjölga í honum. Við æfum í Neskirkju kl. 17:15-19:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Auk metnaðarfulls kórstarfs er félagslífið sérlega öflugt. Ferðir, partý, fleri partý o.s.frv.
Það þarf til dæmis varla að taka fram að við komum, sáum og sigruðum Finnland, og skemmtum okkur konunglega þess á milli. Ég held að það sé óhætt að segja að þessi æðilsega ferð sé öllum ógleymanleg sem í hana fóru. Kristján sagði mér að önnur ferð væri á prjónunum í vor, en það er ekki ljóst enn hvert verður farið. Hann sagði mér jafnframt að planið sé að fara minnst annað hvert ár út. Nicht schleckt.
Ég hef sagt það áður, og ég segi það aftur: Inngagna mín í kórinn er eflaust það besta sem hefur komið fyrir mig á skólagöngu minni í Háskóla Íslands, og skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið, síðan að ég hóf nám þar.
Eða svo að ég vitni í sjálfan mig (og blási í eigið gjallarhorn), seinni hluta ljóðs undir ljóðahætti (fyrri hlutinn á ekki við þetta, enda var hann ortur til MR-inga):

...
hittast á hólmi
halir og snótir
vel er vinafundur

laugardagur, september 09, 2006

Ljóðið Víg Þráins á höfuðísum, eftir undirritaðan var valið ljóð dagsins á ljod.is

Er að hlusta á Queen sem stendur, plötuna A Night At The Opera. Fyrir fjórum dögum hefði Freddy Mercury orðið sextugur, hefði honum enst aldur. Blessuð sé minning hans.

Hugsa að ég tékki á sándtrakkinu við Flash Gordon. Doddi segir mér að það sé gott. Skeggræddum líka um þá ágætu mynd The Highlander. Tvær senur finnst mér bera af í myndinni. Sú fyrri er opnunarsenan þegar Queen glymur þessa mögnuðu harmóníu í Princes Of The Universe: HERE WE ARE o.s.frv.

Hin senan er sú þegar Connor veit að hann mun lifa að eilífu en hans ástkæra eiginkona, Heather mun deyja. Tíminn sést líða, við sjáum stundir þeirra saman sem styttast óðfluga, stórfenglegt landslag ber fyrir augu, uns komið er að dauðastundinni, þar sem hún biður hann um að kveikja einu sinni á ári á kerti til minningar um hana, á afmælisdegi hennar, sem hann lofar henni að hann muni gera. Yfir þessu öllu syngur Freddy Mercury með fulltyngi Queen lagið Who Wants To Live Forever?
Sá sem er ekki snortinn af þessari senu hlýtur hreinlega að vera gersneiddur tilfinningum.

föstudagur, september 08, 2006

Et tu, Brute?
- Nebbzkvebbz o.fl.Bölvað skítaveður úti. Kjeppz er kominn með nefnkvef sem virðist ætla að ágerast. Gaman að því.

Hef stundað kvikmyndahátíðina af áfergju og það ekkert lát á því. Fer á Beowulf And Grendel á eftir. Svo verður líklegast haldið á einhverja knæpuna.

Í þessu skítaveðri er gott að fá sér góðan kaffibolla, sitja með köttinn á löppunum og hlusta á 1. kafla 25. sinfóníu Gottlieb og 5. sinfóníu gamla góða Ludwig Van. Kíki ef til vill eitthvað í kaflana í Bjólfskviðu fyrir skólann, þýdda af Seamus Heaney. Er annars líka enn að lesa Ofvitann, svo það verður annað hvort.

Ákvað að ota mínum tota aðeins með því að skella hlekk á ljóð ungskáldsins, sem nú má finna beint fyrir neðan prófælinn.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Hlekkurinn á Kristján hafði verið í ólagi en ég var núna að kippa honum í liðinn. Njóti hann vel, enda drengur góður. :)

Lög dagsins: How Soon Is Now? með The Smiths og When You're In Love With A Beautiful Woman með Dr. Hook.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Andskotinn! Ég missti af Ísrael í dag á Omega!
Það hefur enginn tekið það upp?

föstudagur, ágúst 25, 2006

Sitt sýnist hverjum...Það er víst óhætt að segja að opna bréfið sem ég skrifaði til íslenskra fjölmiðla um ástandið í Palestínu og birtist á blaðsíðu 25 í Morgunblaðinu á miðvikudag hafi vakið blendin viðbrögð.

Alla jafna hef ég fengið jákvæð viðbrögð frá þeim sem yfirleitt hafa haft orð á henni. Nú hef ég hins vegar fengið tvö bréf send í pósti. Annað er átta blaðsíðna bréf frá einhverjum sem kallar sig “R” og gefur upp e-mailið rolfurjo@hotmail.com. Í sem stystu máli lýsir hann fyrir mér að hann hafi alist upp sem múslimi en kastað trúnni þegar hann sá hversu „sjúkleg og illskufull“ þessi trúarbrögð eru“. Svo heldur hann áfram að tala um illsku islam og sér fyrir sér stórkostlegt múslima-samsæri gegn Vestrænu samfélagi, þar sem virðist stefnt að heimsyfirráðum. Nú veit ég að það er klisja og jafnvel rökvilla að segja þetta, en ég gat ekki annað en hugsað til þess sem Adolf Hitler hafði að segja í Mein Kampf, og raunar víðar um hið gyðinglega samsæri.

Hitt bréfið var frá Ólafi Jóhannssyni, félaga í Félaginu Zion – Vinir Ísraels. Kallar hann greinina mína „illskeytta og ómálefnalega“. Ekki sé ég hvernig hann fær það út. Segist hann gruna að ég sé hallur til vinstri, en segist ekki ætla að skamma mig fyrir það. (*hóst*, persónuárás?*hóst*). Það var nú ágætt. Ég slepp þá við flengingu í þetta sinn.
Hann talar um hryðjuverkplott Palestínumanna og varnarvibrögð Ísraels. Einnig um spillingu í Fatah, og hryðjuverk Hizbollah og óvandaðann fréttaflutning á Vesturlöndum sem er víst voða anti-Ísrael.
Ég minntist hvorki á Hamas né Hizbollah í greininni, nema þar ég sagði að átökin við Hizbollah í Líbanon væru nátengd átökunum í Palestínu.
Annars skynjaði ég að bréfritara virtist nokkuð niðri fyrir. „Hvernig veit ég þetta? Áður en þú fæddist fór ég að kynna mér mál Ísrael/Palestínu“. Á ég að fá minnimáttarkennd út af því að ég er yngri en hann? Er það sönnun á fróðleik hans að ég var ekki fæddur þá? Þetta þykir mér léleg rökemdafærsla og fremur bera vott um persónuárás. Vegna þess að ég er ungur get ég ekki vitað neitt í minn haus.
Hann spyr mig hvaðan ég hef heimildirnar frá Heilbrigðisráðuneyti Palestínu, og er mér ljúft og skylt að svara því: Heimildina fékk ég úr grein eftir Rami Almeghari, sem skrifar frá Shouka á Gaza ströndinni. Biritst þessi grein undir flokknum Live from Palestine á heimasíðu Electronic Intifada, slóðin á hana er eftirfarandi:


http://electronicintifada.net/v2/article5527.shtml

Þar segir svo enn fremur um greinarhöfund:

Rami Almeghari is currently a Senior Translator at the Translation Department of the Gaza-based State Information Service (SIS) and former Editor in Chief of the SIS-linked International Press Center's English site. He can be contacted at rami_almeghari@hotmail.com

Svo er Ólafi auðvitað ekkert til fyristöðu að hafa samband við heilbrigðisráðuneytið í Palestínu, ef hann vill sannreyna þessar tölur.

Í þessu sama umslagi fylgir svo grein um illsku Hizbollah, ritaða af Gísla Frey Fefesyni, tekin af ihald.is. Þar skrifar hann um voðaverk Hizbollah og Vestræna fjölmiðla (The biased liberal media, innskot mitt) og setur út á nýlega grein Ögmundar Jónassonar „sem ég held að hati Ísrael, eins og þessi grein segir til um“ . Hann kallar einnig Dr. Jón Orm Halldórsson, „SJÁLFSKIPAÐAN sérfræðing“, með stórum stöfum og feitletri. Já, svo gleymi ég næstum því að Ólafur bendir mér á þátt sem heitir Ísrael í dag, sem verður á Omega á Laugardag. Sjitt, hvað ég má ekki missa af því.

Í þessu umslagi fylgir loks 3 eintök af Ísraelsfréttum, sem er málgagn féalgsins Zion- Vinir Ísraels.


Ansi magnað...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

It’s the final countown


duruduru durududdududd...

Próf klukkan 13:30.
tikk takk tikk takk...

Á prófdeginum 22. ágúst er andaktugi ungi maðurinn er tuttugu og tveggja ára. Það er vonandi fararheill. Ekki veitir af.

Já, og svo varð bloggið mitt þriggja ára um daginn. *Lúðrablástur*. Hejalla! Må det leva i hundrada år!
Nei, annars, þori ekki að lofa að ég myndi nenna að blogga þegar ég væri kominn á hundrað og þrítugs-aldurinn. :)

mánudagur, ágúst 21, 2006

Ingólfur Shahin, félagi minn í Íslandi-Palestínu er núna staddur í Líbanon, en þangað fór hann til að taka þátt í hjálparstarfi og flytja fregnir af ástandinu. Í kvöldfréttum Rásar 2 í kvöld verður rætt við hann gegn um síma, þar sem hann les pistil um það sem hefur fyrir augu hans borið. Við gerðum með okkur það samkomulag að ég tók að mér að þýða pistlana úr ensku, sem hann les svo aftur yfir og hagræðir þar sem honum þykir við hæfi, sendir svo NFS, sem prófarkales á ný. Fleiri pistlar eru svo væntanlegir, en hann verður úti í þrjár vikur.
Til gamans má geta að það reyndist rétt til getið hjá mér að Ingólfur væri bróðir Hebu, sem var bekkjarsystir mín í Hagaskóla, og bað ég hann fyrir kveðju.

Í spilaranum hjá andaktuga unga manninum í dag og gær (þ.e.a.s. sunnudag og mánudag), auk hljóðfræði: Let The Good Times Roll og A Change Is Gonna Come með Sam Cooke, Try A Little Tenderness og Sitting On The Dock Of The Bay með Otis Redding, Now I Wanna Be Your Dog í flutningi Utangarðsmanna (Stooges-lag), Christmas Card From A Hooker In Minneapolis, The Piano Has Been Drinking og Waltzing Matilda með Tom Waits. Er í augnablikinu að hlusta á það síðastnefnda.

Andaktugi ungi maðurinn vill fá Tom Waits til Íslands.

Vaki, vaki vaskir menn,

því voða ber að höndum!
Mér ógna þau vinda ský...

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Here comes my 19th Nervous Breakdown...Ég er að verða sjóðbullandnihoppandiheitastahelvítishorngrýtisbandbrjálaður. Ekki nóg með það að ég sé að farast á taugum út af prófinu á þriðjudaginn heldur er mér lífsins vita ómögulegt að opna link á síðu sem sýnir myndir staðsetningu samhljóða í munninum, þar sem maður getur prófað sig áfram með hljóð. Það virkaði í gær í minni tölvu, en ekki í dag. Af öllum skiptum sem þetta þurfti að vera í ólagi....
Bókhlaðan var aðeins opin til fimm svo það tók því ekki að reyna það þar. Get ekki opnað fælana á hljóðfræðisíðu Péturs á Bókasafninu. Niðri á Groud Zero get ég ekki opnað FireFox og vegna einhvers Security-drasls get ég ekki opnað fælana á síðunni hans Péturs með Internet Explorer. Til að geta kíkt í Odda eða í Árnagarð þarf ég heyrnatól (þ.e. til að hlusta á hljóðbútana), sem ég finn hvergi. Ferr þá á Laufásveg og fæ heyrnatól lánuð hjá Vésteini. Fer út í Odda. Prófa tölvuna þar. Get opnað fælana hans Péturs en aftur virkar linkurinn ekki. Það gerir hann ekki heldur hérna í Árnagarði. Auk þess eru flestir linkar sem ég finn eftir Google-leit annað hvort ógeðslega lengi að opnast, þetta er svo hægt að liggur við að það frjósi og/eða eða kemur bara error.
HVERS VEGNA ÞARF ÞETTA ALLT AÐ VERA SVONA MIKIÐ DJÖFULSINS DRASL???!!!
Þarf svo nauðsynlega að ná í Pétur fyrir prófið, hann er ekki í bænum og aðeins uppgefinn hemasíminn hans. Sendi honum e-mail og vona að hann svari í tæka tíð.

"Here lies Einar Steinn Valgarðsson
- and he's bloody annoyed."

föstudagur, ágúst 18, 2006

Lag dagsins: Hold On með Tom Waits, af plötunni Mule Variations.

Punishment


I can feel the tug
of the halter at the nape
of her neck, the wind
on her naked front.

It blows her nipples
to amber beads,
it shakes the frail rigging
of her ribs.

I can see her drowned
body in the bog,
the weighing stone,
the floating rods and boughs.

Under which at first
she was a barked sapling
that is dug up
oak-bone, brain-firkin:

her shaved head
like a stubble of black corn,
her blindfold a soiled bandage,
her noose a ring

to store
the memories of love.
Little adultress,
before they punished you

you were flaxen-haired,
undernourished, and your
tar-black face was beautiful.
My poor scapegoat,

I almost love you
but would have cast, I know,
the stones of silence.
I am the artful voyeur

of your brain's exposed
and darkened combs,
your muscles' webbing
and all your numbered bones:

I who have stood dumb
when your betraying sisters,
cauled in tar,
wept by the railings,

who would connive
in civilized outrage
yet understand the exact
and tribal, intimate revenge.-- Seamus Heaney

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Smá pælingar: Stundum heyrir maður fréttir þar sem sagt er frá “hrottalegri” eða “gróflegri” nauðgun. Hvers vegna er verið að bæta þessari einkunn við, og hún síðan notuð valkvæmt? Til að skilja þær “grófu” og “hrottalegu” frá hinum (”góðu”?), kannske? Hvenær er nauðgun EKKI gróf? Hvenær er nauðgun EKKI hrottaleg? Sjáið þið fyrir ykkur frétt eitthvað á þessa leið “Ungri stúlku var nauðgað blíðlega um Verslunarmannahelgina”, “Mild og hófsöm nauðgun átti sér stað um þrjúleitið í Reykjavík í nótt”?

Meðan ég man: Á meðan strippstaðir hafa verið harðlega gagnrýndir á Íslandi, hvers vegna hefur enginn fett fingur yfir karlstrippdönsurunum sem kemur núna til landsins? Er það aðeins þar sem konur strippa, sem það þykir athugavert, en ekkert athugavert við heilan hóp af karlstrippdönsurum sem kemur til landsins og lofar “eggjandi sýningu”?

Og talandi um það...

Nú þarf maður að fara að læra. Og fá mér meira að eta. Hef setið og blaðað í Mogganum, litið á netið, sötrað kaffi, snætt brauð með gráðaosti og hlustað á þann ágæta disk Remember Cat Stevens – The Ultimate Collection. Mér finnst eiginlega öll lögin á disknum frá því að vera góð yfir í að vera frábær. Sísta lagið finnst mér (Remember The Days Of The) Old School Yard af plötunni Izitso. Lagið alls ekki slæmt í sjálfu sér, en útsetningin finnst mér dálítið cheesy. Svo veit ég varla með Here Comes My Baby, af plötunni Matthew And Son . Það er svona allt í lagi, en ekkert spes, útsetningin er dálítið „ho-hum“. Það ætti hins vegar ekki að fæla fólk frá þeirri plötu, titillagið er frábært, þekki ekki önnur.
En þetta er nú sparðatíningur og fær diskurinn lof að öðru leiti.
Svo hef ég líka verið að hlusta smá á Ashes To Ashes með David Bowie. Það er góður diskur.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nú skal segja, nú skal segja...Í dag var síðasti vinnudagurinn minn. Ekki er ég þó alveg frjáls, því ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að taka upp hljóðfræðiprófið. Grynt, mumle... Prófið lendir á afmælisdeginum minn, þann 22., en þá verð ég ein 22ggja ára. Viðeigandi, ekki satt?
Ég vona að dagsetningin sé fararheill. Fyrst og fremst verð ég að halda gífurlega vel á spöðunum, er ég hræddur um. Ekki get ég sagt að það hafi hingað til gengið neitt súper, hef svona rétt litið á þetta, en margt annað sem vekur fremur áhuga minn. Ach. Ég verð bara að taka eitt stykki Yoda á þetta. „Do or do not. There is no try.“
Ég rölti út á bókhlöðu áðan, en þá var lokað. Fökkíng hell. Það mun vera opið á virkum dögum til fimm. Þá verð ég að reyna að rubbast til að vakna snemma og nýta vel tímann. Mig langar að líta á menningarnótt en það fer víst eitthvað eftir því hvernig ég stend mig við lesturinn.

Bloggið mitt varð fyrir skömmu þriggja ára gamalt. Ég tek við hvers konar afmælisgjöfum í umboði þess. Þakka samfylgdina hingað til við lesendur þess og aðra sem hefur verið getið hér eða gleymst að geta á þessum þremur árum.

Vésteinn bróðir er kominn heim. Hélt hann fyrst á Kárahnjúka og dvaldist við Snæfell, fór svo á Wacken Open Air-metalhátíðina í Þýskalandi (þangað hef ég komið og var það vel) og hefur svo verið í Serbíu. Gott að fá hann heim, og hlakka til að heyra ferðasöguna, þykir ekki ólíklegt að hann bloggi henni.
Ég lauk um daginn við Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Góð bók það. Bendi á ágætann
bókadóm Hörpu um hana. Ég tek undir með orðum hennar. Mér fannst sjálfum bókin ná mestu flugi í seinni hlutanum, sérstaklega þegar saga einstaklinga fléttast við Spánarstyrjöldina og hvernig andrúmsloftinu og áhrifum styrjaldarinnar á fólkið er lýst. Ég mæli heilshugar með þessari bók.
Ég er núna að lesa Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson og þykir hún feiknagóð og skemmtileg það sem á er liðið.
Skrapp í tvö kórpartý um helgina, fyrra hjá Þóri, seinna hjá Kristjáni. Mjög gaman í báðum, sem ætti svo sem ekki að koma á óvart, enda rokkar þessi kór feitast. Fyndnast var í partýinu hjá Kristjáni þegar hann hvaðst hafa orðið var við hrukku á enni Biddu og snaraði sér til að ná í hrukkukrem og fór að bera á enni á hennar. Ég held að Bidda hafi varla vitað hvað á hana stóð veðrið og ekki gott að sjá hvort henni væri fremur skemmt eða þætti þetta vandræðalegt, þó mér sýndist sitt af hvoru.
Þegar ég var að halda út í partýið hjá Kristjáni, henti mig skemmtilegt atvik. Útvarpið mit tkveikti á sjálfu sér, en það á þetta til, annaðhvort furðuleg stilling eða það er andsetið, þó fyrri skýringin sé e.t.v. líklegri, þykir mér seinni skemmtilegri. Flytur það þá af kasettu upplestur Tómasar Guðmundssonar á ljóði sínu Í Vesturbænum.
Þetta þótti mér afar skemmtilegt og vænt um. Ég staldraði því við, og hlýddi á það. Hafði bara kunnað fyrsta erindið. Áheyrnin var mér hreinasta unun og ekki spillti hve upplestur Tómasar var góður, mildur, þýður og skýr. Ununin jókst sífellt eftir því sem á leið lestrinum.
Mér fannst eitthvað táknrænt við þetta, nánast eins og útvarpið eða Tómas sjálfur væri að senda mérþessa kveðju. Ég hélt alsæll út í nóttina með gott veganesti. Ég vil birta þetta ljóð hér á síðunni, lesendum til yndisauka.

Í Vesturbænum

Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum
En er nokkuð yndislegra
- leit auga þitt nokkuð fegra -
en vorkvöld í Vesturbænum?

Því þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vestar
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
ástfangin jörðin fer hjá sér
uns hún snýr undan og sofnar.

- - -
Hér gnæfir hin gotneska kirkja.
Hér ganga skáldin og yrkja
ástarljóð útyfir sæinn.
Og ungir elskendur mætast,
óskir hjartnanna rætast
er húmið hnígur á bæinn.

- - -
En sóldaginn sumarlangan
fer saltlykt og tjöruangan
um ströndina víða vega.
Úr grjótinu gægist rotta.
Og gömlu bátarnir dotta
í naustunum letilega.

En áður en sól skín á sjóinn
er síðasti karlinn róinn
og lengst út á flóa farinn.
Þar dorgar hann daga langa,
með dula ásýnd og stranga
og hönd, sem er hnýtt og marin.


- - -
En dóttirin? Hún er heima,
og hvað hana kann að dreyma
er leyndardómurinn dýri.
En mjallhvíta brjóstið bærist
og bros yfir svipinn færist
við örlítið ævintýri.

- - -
En dapurt er húmið á haustin.
Þá hópast vofur í naustin,
svo brakar hvert borð og þófta.
Og margur saklaus svanni
sat þar með ungum manni
og flýði í fang hans af ótta.

En þó að þagni hver kliður
og þó að draumró og friður
leggist um allt og alla,
ber hjarta manns svip af sænum,
sem sefur framundan bænum
með öldur sem óralangt falla.

Því særinn er veraldarsærinn,
og sjálfur er Vesturbærinn
heimur sem kynslóðir hlóðu,
með sálir sem syrgja og gleðjast
og sálir sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Hvað er að gerast í Líbanon og Palestínu?
- Dr. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur fjallar um ástandið"Þetta áframhaldandi hernám í Palestínu kallar sífellt á meira og meira ofbeldi, sífellt meira róttækni í röðum Líbana og Palestínumanna og þannig heldur þetta áfram" segir Dr. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur í einkar fróðlegu viðtali í Pressunni á NFS, sunnudaginn 30. júlí. "Þetta er held ég þessi grundvallarmiskilningur í öllu þessu í sjónarmiðum Bandaríkjamanna og annara sem styðja stefnu Ísraels, það að líta á hryðjuverk sem meginvandann. Það er bara ekki þannig. Það eru tiltölega fáir sem deyja í hryðjuverkum í Mið-Austurlöndum. Það eru miklu fleiri sem deyja úr óbeinum afleiðingum ástandsins, það er að segja hernámsins. Fólk sem kemst ekki á spítala, fólk sem kemst ekki í skóla, fólk sem á ekki fyrir mat og á ekki fyrir lyfjum og svo framvegis. Þar er mannfall."

Dr. Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga í málefnum Mið-Austurlanda. Jón Ormur er með doktorspróf frá Háskólanum í Kent, Bretlandi og hefur kennt í háskólum á Íslandi og Bretlandi og starfað við rannsóknir í menntastofnunum í Singapore og Danmörku. Eftir að hafa unnið um nokkurra ára skeið fyrir ýmsar stofnanir í Evrópu og á Íslandi starfað hann sem ráðgjafi Gunnars Thoroddsen (Sjálfstæðisflokkur) þegar hann gengdi embætti forsætisráðherra Íslands 1980-83. Hann hefur einnig unnið sem blaðamaður og dagskrágerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, og til skamms tíma vann hann við skipulag þróunaraðstoðar í Indlandi og Afríku. Jón Ormur starfar nú sem dósent í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Meginvandinn er hernámið
Í þessu 15 mínútna langa viðtali á NFS útskýrir Jón Ormur hvað sé að gerast í Líbanon, ástæður árása Ísraelshers á landið, markmið aðgerða hersins og fer stuttlega yfir sögu Hizbollah og veru palestínskra flóttamanna í Líbanon. "Meginvandinn er hernámið. Ef Ísraelsmenn hættu hernámi sínu á Vesturbakka Jórdan og Gazaströndinni þá væri hægt að laga ástandið. Það er alveg ljóst. Það er deginum ljósara. Það er bara þetta áframhaldandi hernám, sem gerir það að verkum....þetta er eins og sumir hafa lýst raunverulega sem krabbamein á Mið-Austurlöndum því þetta hefur áhrif út um allt." Sjá má viðtalið á Vef TV Visir.is með því að fara inn á Þættir > NFS > Pressan > Ástandið í Líbanon. Eða smella beint á slóðina: http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=19031&progId=21589&itemId=17807!

Tilbúin handrit
Jón Ormur skrifar jafnframt grein um manninn sem fyrirskipaði árásirnar á Líbanon. "Ehud Olmert er einn tiltölulega fárra manna sem hefur orðið forsætisráðherra í Ísrael án þess að eiga að baki feril sem hryðjuverkamaður eða sem skipuleggjandi þjóðernishreinsana. Hann hefur þó notið margvíslegra tengsla við gamla hryðjuverkamenn allt frá unga aldri. Annar fyrrum forsætisráðherra, Menachem Begin, hafði mætur á hinum unga Ehud en Begin stjórnað Irgun-samtökunum sem drápu hundruð palestínskra borgara. Eini tilgangur með þeim morðum var að hræða Palestínumenn til að flýja land og í flóttamannabúðir eins og þær sem Ehud er að sprengja í tætlur í Líbanon. Þrátt fyrir náin tengsl við hryðjuverkamenn á Ehud hins vegar við ákveðinn ímyndarvanda að glíma í Ísrael. Yfirgangsöm stefna hans sem borgarstjóri í Jerúsalem hefur kostað þúsundir fjölskyldna heimili og lífshamingju en honum er þó ekki treyst eins vel og gömlu hryðjuverkamönnunum. Einu refsiverðu glæpirnir sem hann hefur verið sakaður um í Ísrael er fjármálaspilling og mútuþægni sem hann hefur annað veifið sætt rannsóknum fyrir. Þess vegna skiptir öllu máli fyrir hann að vera ekki sakaður um linkind." Greinina má finna hér:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060726/SKODANIR01/107260077/1003/THRJU!

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Árásum Ísraelshers á Líbanon mótmælt!
- mótmælastaða við bandaríska sendiráðið á morgun, föstudag kl. 17:30Um heim hefur fólk mótmælt árásum Ísraela á Líbanon. Samtök herstöðvarandstæðinga munu standa fyrir mótmælastöðu hér á landi fyrir framan bandaríska sendiráðið á morgun, föstudaginn 28. júlí kl. 17:30. Í ályktun frá samtökunum segir; "Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands (...) Og meðan athyglin beinist að Líbanon hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir á Palestínumenn á Gaza."

Hernaðaraðgerðir Ísraelsstjórnar eru skýlaust brot á alþjóðasamningum og 33. grein Genfarsáttmálans sem segir; „Óheimilt er að refsa vernduðum manni vegna verknaðar sem hann hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar eru hóprefsingar og hverskonar hótanir og hermdarverk. Rán og gripdeildir eru með öllu bannað. Bannaðar eru hefndaraðgerðir gegn vernduðu fólki og eignum þess.“

Skorað er á íslenskt stjórnvöld að taka afstöðu gegn stríðsrekstrinum með skýrum hætti; "Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist þess að vopnahlé yrði komið á. Bretland og Þýskaland hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Íslands verður að láta til sín taka. Eða til hvers er hún að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu?"

Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Samtka herstöðvarandstæðinga, www.fridur.is, og á heimasíðu félagsins, www.palestina.is.

Glymur dansur í höll, dans sláið ring...Á morgun flýg ég út til Færeyja þar sem við Kristján ætlum á Ólafsvöku. Gamall draumur mun þá verða að veruleika. Hvað er skemmtilegra en að vaka fram á rauðanótt, kneyfa öl og stíga vikivaka með Færeyingum?

Ég á eftir að blogga um allan andskotann sem á daga mína hefur drifið og hefur verið mér í huga undanfarið. Ég lofa að birta ferðasöguna úr Færeyjum. :)

Lag dagsins að þessu sinni er hið ágæta lag Mdlwembe (nei, ég ætla ekki að hljóðrita það! ;) ) með Zola úr hinni æðislegu mynd Tsotsi. Keypti hana í Nexus um daginn og voru það vægast sagt góð kaup. Tsotsi var framlag Suður-Afríku til Óskarsverðlaunanna og vann verðlaun sem besta erlenda myndin. Húkkaðist alveg á lagið þegar ég sá myndina. Þessi kvikmynd er skylduáhorf.


Dagurinn skín svo fagurlega
komið er hæst á sumarið

--Lokalínur lagsins How far to Aasgard með Tý

mánudagur, júlí 17, 2006

(Afsakið hversu seint þetta birtist, var bara að sjá þetta rétt í þessu á blogginu hans Vésteins og kópíera það þaðan)

Umræðufundur um Ísrael, Gaza og Líbanon


Mánudagskvöld 17. júlí verður fundur í Snarrót (Laugavegi 21, kjallara) klukkan 20:00. Til umræðu verður ástandið á Gazaströndinni og í Líbanon: Hvað halda Ísraelar að þeir séu að gera? Hvað er að ske? Hverjir takast á? Hvað er í húfi?
Hrafn Malmquist og Vésteinn Valgarðsson verða frummælendur en umræðurnar annars almennar og ekki sérlega formlegar.

laugardagur, júlí 15, 2006

A Hard Rain's Gonna Fall

Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it,
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.


--Bob Dylan

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Wouldn't you miss me
Wouldn't you miss me at all?


Nú rétt í þessu las ég þá fregn að Roger ”Syd” Barrett, fyrrum forsprakki Pink Floyd sé látinn. Syd var aðallagasmiður, söngvari og gítarleikari sveitarinnar áður en hann fór yfir um á LSD. Hann var sporgöngumaður sækadelískrar tónlistar, frumlegur, bráðskemmtilegur og hugmyndaríkur snillingur með sérstakar tónlistarsmíðar og gítarleik. Fyrir þá sem þekkja síður til Syd mæli ég með The Piper At The Gates Of Dawn, algert meistaraverk sú plata. Smáskífulögin See Emily Play og Arnold Layne samdi hann einnig. Platan Wish You Were Here með Pink Floyd var meira eða minna tileinkuð honum, þá sérlega titillagið og Shine On You Crazy Diamond. Ég mun vafalaust hlusta á þetta allt saman og heiðra minningu hans.
Einhver merkilegasti tónlistarmaður rokksögunnar er fallinn frá.Ég er Syd Barrett ævinlega þakklátur fyrir tónlistina og vona að hann megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hans.

Ríkishryðjuverk á Gaza


Ehud Olmert hefur gerst sekur um glæp gegn mannkyni með heiftarlegum land-og loftárásum á Palestínska alþýðu á Gaza sem eiga einskis að gjalda. Vitað er um að alla vega 44 Palestínumenn hafi nú fallið og einn ísraelskur hermaður. Árásir hafa beinst gegn borgurum á Gaza, að raforkuverinu, svo nú er bæði rafmagnslaust og vatnsskortur, sprengjum hefur verið varpað á opinberar byggingar og ríkisstjórn Palestínu óstarfhæf vegna þess að Ísraelsher hefur handtekið ráðherra hennar. Má svo rétt gera sér í hugarlund hersu rétttmæt réttarhöld þeir fengu þar, ef þeir yrðu yfirleitt ákærðir. Það skal enginn segja mér að slíkar aðgerðir séu til þess fallnar að reyna að tryggja líf ísraelska hermannsins sem nú er stríðsfangi, þvert á móti stefna aðgerðirnar lífi hans í hættu, lífi folks á Gaza og lífi Ísraela, því þess má vænta að árásarinnar verði hefnt. Hefði Olmert verið umhugað um líf hermannsins hefði hann samið við hreyfinguna sem hélt hermanninum föngum. En hann lýsti því yfir að engir samningar yrðu og gerðist sekur um stríðsglæpi, ég leyfi mér að kalla þetta ríkishryðjuverk. Ætlunin er að veikja Palestínumenn og stjórn þeirra sem mest. En hörmungar eru líklegar til að þjappa þjóðinni fremur saman gegn andstæðingnum og fylkja sér bak við leiðtogann. Það verður aldrei friður nema að Ísraelar séu reiðubúnir að ræða við ríkisstjórnina, komi til móts við réttmætar kröfur Palestínumanna og virði mannréttindi þeirra.
Árás af þessum skala er ekki "hefnd fyrir hermanninn", hún krefst miklils undirbúnings og hefur verið skipulögð löngun fyrir fram. Hermaðurinn varð hins vegar ísraelskum stjórnvöldum kjörið skálkaskjól til að hrinda árásunum í framvæmd. Hermaðurinn er stríðsfangi, handamaður í átökum, en ef hann er tekinn af lífi er það hins vegar augljóslega brot á lögum um meðferð strísfanga.
Mér þykja kröfur Palestínumannana sem halda hermanninum föngnum fyllilega réttmætar, þ.e. að konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Um 600 börn hafa verið handtekin á ári frá árinu 2000. Þar er ekki tekið tillit til alþjóðalaga um réttindi barna. Auk þess hafa komið upp margar kærur um illa meðferð og misþyrmingar.
Nú reynir Olmert að telja fólki trú um að hann hafi haft í huga aðsleppa föngunum áður en ísraelski hermaðurinn var tekinn höndum. Þvílík tilviljun að Palestínumenn skyldu þá taka hann til fanga og binda enda á öll slík áform, hmm? Kommon, á maður virkilega að gleypa við þessu? 'I kröfunni um að föngunum sé sleppt felst krafa um að Ísraelar virði alþjóðalög. Ekki er hægt að segja að Oolmert hafi þá beinlínis verið að flýta sér. Aðgerðir og ummæli Olmerts hingað til hafa sýnt að honum er hvorki umhugað um að sleppa föngunum né um líf hermannsins. Þetta er ódýrt áróðursbragð til að klína allri skuldinni á Palestínumenn, og sér í lagi Hamas. Hvað Quassam-eldflaugarnar varðar er líklegast að að þær muni fremur aukast en annað, massívar hernaðar aðgerðir gegn saklausum borgurum draga ekki úr skæruhernaði eða hryðjuverkum, heldur eru olía á eldinn.
Ég óttast um framtíð Palestínumanna og ég óttast um líf hins 18 ára gamla hermanns, sem ég veit ekki enn hvort hefur verið tekinn af lífi eða ekki. Ef svo er mun bæði hreyfingin sem tók hann til fanga og Olmert bera ábyrgð á dauða hans. Ég óttast þær hörmungar sem bitna á Palestínsku þjóðinni og að þær muni aukast til muna. Ég óttast að Intifada kunni að brjótast út.

föstudagur, júní 16, 2006

Lag dagsins: Hey You með Pink Floyd, af plötunni The Wall.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ýmislegt að blogga um, mismerkilegt. Það er hins vegar oftast allur vindur úr manni eftir vinnu. Snæddi Eldsmiðjupizzu með ömmu og sáutum við og spjölluðum uns ég hélt heim um tíu. Nú verð ég að henda mér í rúmið til að vera jafn frískur og fjörugur og Hemmi Gunn þegar ég vakna (þekkjandi sjálfan mig á morgnanna: Feiti sénsinn).
Í dag leiddist mér svo í vinnunni að ég varð að hemja mig svo ég nagaði ekki af mér fótinn af einskærum leiðindum. En hún er ágætlega borguð.
Bubbi orðaði það vel í Færeyjablús:
Sárir gómar, flegnar hendur,
vöðvar gráta vilja ekki meir
en áfram er þjösnast áfram er þrælað,
hugsað um hetjur Hemmingway’s.


Eða þessi lína:

Þegar í bæinn ég mæti aftur
svíf inn í kúltúrinn.
Menningarvitar sitja á Mokka
spjallandi um heimsmálin.


How very true.

Nú hryn ég í bólið, blogga eflaust á morgun eða eitthvað um helgina. Stay tuned.

laugardagur, júní 10, 2006

Af 3000 manna mótmælum gegn stóriðju, þögn RÚV og skiltisdeilumMikið hefur verið rætt um eitt skiltið sem birtist í 3000 manna mótmælagöngu gegn stóriðjustefnu stjórnvalda um daginn. Mun meira hefur borið á umræðum um skiltið heldur en fjöldann í göngunni eða baráttumálin. Fréttin af mótmælagöngunni var mér fagnaðarefni, hún barst mér þegar ég var úti í Finnlandi. Þar með missti ég því miður af henni. Skiltið umdeilda hafði ég hins vegar séð áður og þótti afar ósmekklegt.
RÚV kaus að þaga algerlega yfir mótmælunum á kjördag. Það hefur síðan aðallega beint sjónum sínum að deilunni um skiltið, fremur en göngunni og málefnunum og hefur mér sýnst aðrir fjölmiðlar róa á svipuð mið.
Af nokkrum góðum skrifum um mótmælin og skiltið má nefna skrif á Egginni, skrif Davíðs Þórs Jónmundssonar, Stefáns Þórs Sæmundssonar og síðast en ekki síst skrif Vésteins bróður míns. Ég ætlaði mér alltaf að blogga um afstöðu mína til þessa en áðurnefnd skrif rúma mikið af mínum skoðunum. Ég hafði tjáð mig um afstöðu mína við Hauk og var núna að skrifa sæmilega langt komment við færsluna hans Vésteins, þar sem Haukur hafði áður kommentað.

NOTA BENE: Ég minni sérstaklega á undirskriftalista sem stendur yfir á Egginni, þar sem þögn RÚV gagnvart hinni 3000 manna mótmælagöngu er mótmælt og ég hvet lesendur til að skrá sig á hann.

Að lokum vil ég benda á það að mér þykir mjög ómaklegt hjá Valgerði Sverrisdóttur að ætla að reyna að bendla Vinstri-græna við skiltið umdeilda. Þetta er það sem kallast rógur á góðri íslensku.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Til hamingju með daginnÍ dag er Hinn alþjóðlegi Slayer-dagur. Hvað sem þú gerir, hlustaðu á Slayer. Sjálfur held ég daginn hátíðlegan í þessum skrifuðu orðum með því að hlusta á Raining Blood af plötunni Reign In Blood. Uppáhalds lagið mitt með Slayer, ásamt Angel of Death.

Halldór Ásgrímsson er að fara að hætta í ríkisstjórn. Til hamingju með það líka.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ég er lémagna eftir langan vinnudag. Ég blogga líklegast fljótlega, af nógu að taka. Nú ætla ég hins vegar að láta fallast í rúmið og sofa vært. Zzzzzznkrrglllhh........
Lag dagsins: Innocent When You Dream með Tom Waits, af plötunni Frank's Wild Years.

föstudagur, maí 19, 2006

Menen Suomen!Goodbye Yellow Brick Road
We’re off to see the wizard. :)

fimmtudagur, maí 18, 2006

Eurovision


Allir að kjósa Hard Rock Hallelujah með Lordi!

Heill sé höfuðskáldiOg nú var þá sofið í litlu baðstofunni á bænum uppi undir heiðadrögunum. Og úti fyrir geisaði stormurinn, geisaði í algleymingi og eyðileggingargleði, geisuðu margir stormar út um víða veröld, gerðust furðulegir hlutir. Því þetta hérna var aðeins einn afkimi veraldarinnar, hér var það í raun ekki nema himininn einn sem fór hamförum, svo friðsamlegt var hérna. Og annars uxu hér skófir og mosi á steinunum við kröpp kjör, það líf sem fyrir tilstilli skaparans breytti grjótinu á þúsundum ára í gróðurmold, grjótinu sem gígarnir hafa spúð úr sér; breytir eldinum í iðrum jarðar í grósku og grænku, sem dögg fellur á um hásumar og hrím á haustnóttum. Það er manninum gott, að geta sofið endrum og eins.
--úr Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson (þýðing Magnúsar Ásgeirssonar)

Í dag er fæðingardagur Gunnars Gunnarssonar skálds, en hann fæddist árið 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal.
Ég held að hafi varla farið framhjá þeim sem þekkja mig eitthvað og lesendum bloggsins að ég er einlægur aðdáandi Gunnars og verka hans. Þegar þetta er ritað hef ég lesið níu skáldsögur eftir hann (þar tel ég Fjallkirkjuna sem fimm bækur) auk smásagna. Hann er einn eftirlætisrithöfundur minn og ég álít hann með fremstu rithöfundum sem Ísland hefur alið. Ég hyggst að sjálfsögðu lesa meira eftir hann og hef eiginlega strengt þess heit að heimsækja Skriðuklaustur á árinu. Ég minni lesendur á heimasíðu Skriðuklausturs.
Ég las um daginn afbragðs smásögu eftir Gunnar. Hún nefnist Sagan af Valda og er skrifuð 1939.
Hún hefst á þessa leið:

Á þessum síðustu og verstu tímum styrjalda og borgarastyrjalda er menning hins hvíta kynstofns óðar að færast í þá átt, að menn aðhyllast valdið sem rétt, viðurkenna elddreka lofts, láðs og lagar sem frambærileg rök. Blóðflóð það, sem framundan bíður, litar þegar drauma hinna framsýnu, banvæn haglél vélbyssna undan vængjum mannstýrðra stálfugla eru að verða það tíður atburður, að nærri lætur að teljast megi snar þáttur eðlilegs veðurlags. Á öðrum eins ógna tímum virðist það ekki hafa mikið upp á sig, að vera að segja sögu lítils fuglsunga, sögu sem þar á ofan er allt annað en hressileg. Hver mun nenna að lesa eða hlusta á sögu af því tæi núna, eftir að stormhvinur blóðugra hryðjuverka er orðinn að síendurteknu viðlagi við hinn hvella og nístandi óð sveiflandi sólarhringa? – en uggurinn um framtíð vandamanna, umhverfis og þjóðar þyngir hugann sem steinn í vasa drukknandi manns. Það segir sig sjálft, að lesendur eða hlustendur muni verða sára fáir. Eigi að síður skal hún sögð og það einmitt nú, þessi stutta saga af litlum fugli, ósjálfbjarga svartþrastarunga, sem einn góðann veðurdag valt úr hreiðri sínu beina leið í opið hundsgin, - eða hvað það nú var, sem særði hann sárinu mikla, sári svo geigvænlegu, að enginn þeirra, er sáu hann heim borinn, hugði honum líf.

Tólf ára piltur finnur fuglinn, fer með hann heim og hlúir að honum. Fuglinn, sem drengurinn nefnir Valda, nær sér, og verður hluti af fjölskyldunni, augasteinn allra. um leið hefur fjölskyldan þó áhyggjur af því að hann muni ekki geta spjarað sig úti í hinum stóra heimi, hann sýnir lítil þroskamerki, og hefur verið það verndaður að hann þekkir ekki það að hræðast.

Barnið hafði ekki einu sinni lært að leita uppi fæðu sína. Í hvert skipti og borið var á borð, settist hann að snæðingi með hinu fólkinu undir valhnetutrénu mikla, flaug frá einum til annars, fékk sér brauðmola eða dýfði nefinu í mjólkurbollann sinn eða vatnskrúsina. Inn á milli sá hann um söng og mér liggur við að segja hljóðfæraslátt, enda leiddist engum nema drumbum og dauðyflum við borð, þar sem Valdi var nærstaddur. Hann var ekki við eina fjölina felldur, var á einlægu flökti fram og aftur, eins og fugla er siður, tyllti sér á stólbak, bekkjarfjölina að baki hjónanna, öxl eða höfuð einhvers, er hann þurfti sérstaklega við að tala. Ánægja og hamingja umléku hinn litla fugl með töfrum tóna þeirra, er hann sjálfur framseyddi. Það var engu líkara en að kominn væri góður andi, líkamnaður í fugli og söng. Með sakleysi sínu, trúnaðartrausti, einföldum tónum og vængjaþyt var eins og hann sambræddi mannheima og aðra í heild, sem þó líklega er hvergi til nema í löndum ævintýra og ímyndunar. Hann var sjálfur ævintýr, tárhrein gleði, leikur og áhyggjuleysi alið af ilmandi sumri, - hraðfleygu sumri.
En um leið eitthvað meira. Eitthvað leyndardómsfullt, spásögn; eitthvað óráðið, komið langar leiðir utan úr ósnertanlegum fjarska lífslindanna, eitthvað dulrænt en dýrmætt, örlítil vinakveðja utan úr þeimgeimum ljóss og kristalla, sem sálin fær nálgast en aldrei líkaminn, ofurlítill anganblær frá væng hinnar alnálægu og alfaðmandi eilífðar, sem enginn til þessa hefur skilið og því síður sundurgreint, enda jarðnesk skilningavit vart til þess sköpuð að ráða þá gátu.
En þó á hinn bóginn ekki annað en lítill fugl, lítill og brothættur svartþrastarungi hnepptur í helsi mjög svo takmarkaðrar vitundar, gáfna og tilveru. Satt að segja varð hann að hafa spotta bundinn um fótinn, það var nauðsynleg varnarráðstöfun, óhjákvæmilegt.


VARÚÐ, SPILLIR – ENDALOK
En sú staðreynd að Valdi hefur lifað við þvílíkt öryggi að hann hefur aldei náð þeim þroska að bjarga sér eða hræðast verður honum að lokum að aldurtila. Húsmóðirinn, sem hafði brákast á öklalið misstígur sig, svo hún fellur í grasið og ofan á Valda, sem hafði hreiðrað þar um sig í sólinni.Dauðastríð hans verður ekki langt. Hann er allri fjölskyldunni harmdauði, og skilur eftir tómleika og söknuð í brjósti þessara ástvina hans.

Hver fær skilið, að nokkur maður gráti yfir dauðum fugli? Það verða sjálfsagt fáir, og til hvers er þá að vera að segja sögu eins og þessa? Hver getur bætt því á sig að hafa áhyggjur af fuglum og hinu lítilmótlega lífi þeirra, hve harmar jafnvel vin eins og Valda litla á tímum grimmdar og gerræðis? Eru ekki sum af aðaldýrmætu mannkynsins og þeirrar menningar sem átti að verða öllum til aukinnar sálubótar í farsælli framtíð, sem óðast að umhverfast í fáránlega bölvun og viðurstyggilega rotnun spilltra sálna og svívirts holds? Er það ekki svo um marga mannveruna, að hjarta hennar, þegar í lifanda lífi, er álíka kramið, álíka dauvona og hjartafuglsungans á grasbalanum, eftir að fótur vinkonu hans hafði óviljandi traðkað á honum? Er það ekki svo með fjölda manna, að áður varir geta vinir þeirra ófyrirsynju orðið þeim hættudrýgri en jafnvel verstu fjendur? Hversu margir farast ekki í viðleitninni að framkvæma hugsjónir, sem þeir kunna ekki tökin á? Eða flækjast í góðvild, sem áður varir snýst upp í glæp og slys.
Lýkur hér að segja frá Valda.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Það er alltaf gaman að vera minntur á að maður getur enn heyrt tónlist sem hrífur mann svo upp úr skónum að manni finnst maður nánast frelsaður. Ég heyrði slíkt lag í gær, að mér vitandi í fyrsta skipti, og það hitti mig beint í hjartastað. Ég kveikti á sjónvarpinu, þar var þáttur í þáttaröð um sögu dægurlagatónlistar blökkumanna á 20. öld, og var verið að fjalla um Sam Cooke. Ég minnist þess ekki að hafa hlustað á hann áður, nema ef ske kynni að ég hafi einhvern tíma heyrt í honum í útvarpi eða e-ð, án þess að vita að þetta væri hann. Í þættinum var sagt að hann hefði framan af farið býsna hefðbundnar leiðir framan af hvað varðar það sem hann söng um, stúlkur og pilta og ástir þeirra og þess háttar, en 1964 hafi orðið þáttaskil, hann varð djúpt snortinn af því að heyra Blowing In The Wind með Bob Dylan, og bætti því á efnisskrána sína. Honum fannst að hann, eða altént einhver blökkumaður hefði átt að semja þetta lag. Því, eins og dóttir Cooke sagði frá, hann þekkti yrkisefnið vel af eingin raun. „How Many Roads must a man walk down/ before you can call him a man?“ Þetta bergmálaði réttarstöðu blökkumanna og álit hvítra á þeim. Hann var einnig oft kallaður „boy“ af hvítum í Suðurríkjunum, þó hann væri fullorðinn og því var eins og Dylan syngi husanir Cookes sjálfs: Hversu margar vegi þyrfti hann að ganga áður enn hann mætti vera kallaður maður? Cooke langaði til að semja sjálfur lag helgað mannréttindabaráttu, sem myndi enduróma reynslu hans og annara blökkumanna, nokkurs konar svar þeirra við Dylan. Þá samdi hann lagið A Change Is Gonna Come. Þvílíkt lag, þvílíkur texti, og síðast en ekki síst: Þvílíkur söngur, þessi gullfallega sálarríka rödd, þar sem hann syngur frá innstu hjartarótum. Maður fær hrifningarhroll. Ég leyfi mér að birta textann hér en hvet fólk um leið til að hlusta á lagið. Það ætla ég svo sannarlega að gera og reyna að verða mér út um það.

A Change Is Gonna Come
I was born by the river
In a little tent
oh And just like the river
I've been running ever since

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh, yes it will

It's been too hard living
But I'm afraid to die
I don't know what's up there beyond the sky

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh yes it will

I go to the movies, and I go downtown
Somebody keep telling me,
don't hang around

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh yes it will

Then I go to my brother
I say brother help me please
But he winds up knocking me
Back down on my knees

There's been times that I thought
I wouldn't last for long
But now I think I'm able to carry on
It's been a long, long time coming
But I know a change is gonna come
Oh, yes it will

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.