miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Gott im Himmel! Það er meira andskotans volapykið sem sumar þessara kvikmyndafræðigreina eru skrifaðar á, bölvað helvítis torf:

Merkingarþættirnir rifja nefnilega upp fyrir raunverulegu túkunarsamfélagi þá setningabyggingu sem þeir mótuðu í öðrum textum. Þessi vænting til setninga sem hefst með merkingarvísbendingum á sér hliðstæðu í setningabútum sem gefa til kynna ákveðin merkingarsvið, (í vestrum skapa til dæmis regluleg víxl karls og konu væntingar um rómantíska merkingarþætti á meðan endurtekin víxl tveggja karla í sömu textum gefa fyrirheit um - að minnsta kosti þangað til nýverið - merkingarþætti einvígisins. Þessi greining á viðtökum áhorfenda á hinu merkingarfræðilega og hinu setningarfræðilega verðskuldar augljóslega frekari rannsókn. Í bili er nóg að fullyrða að málvísindalegar merkingar (og þýðing merkingarþátta) séu að miklu leyti fengnar úr eldri texta. Það er því stöðugt streymi í báðar áttir milli hins merkingarfræðilega og setningafræðilega, milli hins málvísindalega og þess sem lýtur að textanum.

Uhh... bleh?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.