sunnudagur, september 24, 2006

Andaktugi ungi maðurinn kann mjög vel að meta Balkantónlist. Um daginn hlýddi hann á ágætis þátt á RÚV, tileinkaðan Balkantónlist, og heyrði þar lag með rúmönsku hljómsveitinni Taraf de Haidouks sem heitir Carolina. Einnig var flutt Remix þýska plötusnúðsins Shantel af því. Andaktugi ungi maðurinn fílar báðar útgáfur og hefur verið húkkaður á re-mixið síðan. Virkilega flott stöff. Ef þið fílið Goran Bregovic (sem samdi t.d. tónistina við Underground) eða góða samsuðu af Balkantónist og danstónlist, þá er þetta alveg málið.

Andaktugi ungi maðurinn minnir svo á lagið Mdlwembe með Zola, sem heyrðist í kvikmyndinni Tsotsi, og mælir enn og aftur með þeirri ágætu mynd. Myndbandið má nálgast hér

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.