föstudagur, nóvember 17, 2006

Ég er spenntur fyrir bók Halldórs Guðmundssonar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson; Skáldalíf-Ofvitinn í Suðursveit og Skáldið á Skriðuklaustri. Vísir fjallar nánar um bókina. Ég hef blaðað í henni og hún lofar góðu. Námskeið Halldórs um Gunnar og Þórberg var líka frábært. Ég er talsmaður þess að jólin byrji á réttum tíma, en nú veit ég um alla vegana eina bók sem mig langar í í jólagjöf (hint, hint). ;)
Eins bíð ég spenntur eftir ævisögu Gunnars, sem Jón Yngvi Jóhannson vinnur nú að en þarf víst að sína meiri þolinmæði þar. Ég held að séu allav. 1-2 ár í hana.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.