föstudagur, apríl 29, 2005

Ef ég væri persóna í múmínálfunum væri ég eflaust snorkurinn. Málsagan, sérlega orðsifjafræði og hljóðfræði og aðrar málfræðibreytingar, fær mig alla vegana til að snorka. Hvað þá þegar sumarveður er komið. Svo erum við báðir með gleraugu (hann er allav. með þau í teiknimyndunum, ólíkt bókunum, kannski er hann með linsur þar).

Hemúllinn var líka alltaf helvíti skemmtilegur.

Lag dagsins II: Innuendo með Queen

Og meðan ég man, nú sér maður auglýsingar fyrir nýju Star Wars-myndina, sem ég vona að verði góð. En síðan hvenær er Yoda skyndilega kominn með klær?

Einar fór í bíó, pars secundusÉg fór með Dodda á Shi mian mai fu (House of the Flying Daggers). Myndin er eftir Zhang Yimou, þann sama og gerði Hero. Við vorum sammála um að hún færi einstaklega flott en honum fannst melódramað ætla allt um koll að keyra í endann. Mér finnst hann gera úlfalda úr mýflugu. Fyrst og fremst er þetta afskaplega vönduð og falleg mynd með magnaðri cinematogrófíu (hvað sem það heitir á íslensku), landslag, myndataka og bardagatriði heilluðu mig upp úr skónum. Dans-bardaga atriðið í byrjun var t.d. alveg magnað. Að þessu leitinu til er hún hreinasta listaverk og stóð undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér, hafandi séð aðrar kínverskar hágæðamyndir áborð við Hero, Crouching Tiger/Hidden Dragon og The Emperor And The Assasin. Sagan fannst mér fín; ástir, rómantík og erótík, ævintýri, svik og afbrýði þar sem enginn er þar sem hann er séður þó svo að uppljóstrana-dæmið hafi gengið dálítið í öfgar undir lokin og ástarþríhyrningurinn hefði mátt rista dýpra, gat orðið eilítið flatur á köflum. En aðal bardagasenan fannst mér að mörgu leiti bæta upp þau hughrif sem stundum skorti á í ástarsögunni, hún hefði kannski ekki virkað vel á pappír, en mikið svakalega kom hún flott út.
Allt í allt var ég mjög sáttur við þessa mynd,mergjuð kvikmyndagerð þó að mér þyki sagan ekki jafn vel út færð og í Hero eða Chrouching Tiger/Hidden Dragon. Af áðurnefndum sökum mæli ég þó eindregið með henni.

Lag dagsins: Christmas Card From A Hooker In Minneapolis með Tom Waits

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jón: „Grettir, ég er ekki að segja að þú sér feitur... en Herman Melville langar til að skrifa um þig bók.

Ég var í prófi í Amerískum bókmenntum í dag. Ég held að sé óhætt að segja að ég hafi massað það með meiru. Ég er annars mjög ánægður með prófið sjálft. Skrifaði ritgerð upp á 8 ½ síðu um Henry David Thoreau og Resistance to Civil Government og Frederik Douglass og My Bondage and My Freedom, og hvað var líkt og ólíkt með þeim, uppfullur af andargift, enda hef ég haft þetta efni kraumandi í heila mínum síðustu daga og náði að skrifa gagnlega punkta áður en ég lagði til atlögu við hitt. Restin var að bera kennsl á verk og höfunda og svaraði ég því á mettíma auk spurninga með stuttum svörum og gekk það vel líka.
Sumsé: Wie heiß ich? Wer ist dein Vater? Ausgezeignet und Saugeil.
Þetta námskeið er búið að vera feikna skemmtilegt og fróðlegt og kann ég Guðrúnu B. bestu þakkir fyrir góða kennslu. Úrval góðra höfunda og verka og margir sem mig langar til að lesa meira eftir, þ.á.m. Washington Irving, Nathaniel Hawthorne, Walt Whitman, Stephen Crane, Hermann Melville, Bret Harte, Frederic Douglass, Henry David Thoreu, Edgar Allan Poe, Sarah Orne Jewett, Rebecca Harding Davis, Kate Chopin og Emily Dickinson.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

MR-kórinn hélt vortónleika í Neskirkju í fyrradag. Þeir voru, þó ég segi sjálfur frá, afar vel heppnaðir.
Reyndar sveif maður alveg í sigurvímu eftir þá. Ég er afar hamingjusamur vegna frammistöðu kórsins auk þess sem við fengum frábærar viðtökur. Það er líka æðislega skemmtilegt að syngja þetta, enda gott prógram. Meðal þess sem bar hæst var Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten sem er eflaust Magnum opus kórsins, alltént síðan ég byrjaði. Einnig sungum við Bohemian Rhapsody en það lag hefur ávallt átt sérstakan stað í hjarta mér. Ættjarðarlög og stúdentasöngvar 5 slóvanskar þjóðvísur eftir Bartók, Mozart, Irish Blessing e. Bob Chilcott, Maístjarnan, Vísur Vatnsenda-Rósu o.s.frv.
Á laugardaginn verður svo skálaglamm. Gaman að því.

Einar fór í bíó, pars primusÉg er afar spenntur fyrir kvikmyndahátíðinni, núna búinn að sjá þrjár myndir og langar að sjá fleiri. Alls eru e-ð 22 myndir af 60 sem ég gæti hugsað mér að sjá, en frammistaða mín í próflestri mun víst ráða e-u um hvað ég get séð.
Fyrsta myndin sem ég sá á kvikmyndahátíðinni var mjög áhugaverð og vil ég mæla með að fólki fari og sjái hana. Þetta var kvikmyndinn What The Bleep Do We Know. Það er erfitt að skilegreina hana, ogeins vill maður ekki gefa upp of mikið. Hún er að hluta heimildamynd, en með leiknum atriðum auk vandaðra tæknibrellna. Myndin varpar fram stórum spurningum um lífið og tilveruna og mannshugann, hversu mikið er heimurinn það sem við skynjum, hvernig við búum til mynd af heiminum og síum úr og púslum aftur saman, minni okkar, og ekki síst tilfinningar. Hvers vegna hugsum við eins og við gerum, hví endurtökum við okkur að hversu miklu leiti getum við stjórnað hugsunum okkar og veröld? Þessu og fleiru veltir myndin fyrir sér og rætt er við marga sérfræðinga. Mér fannst þessi mynd mjög góð, hún fær mann virkilega til þess að hugsa. Það var líka frábært að leikstjóri myndarinnar sat fyrir svörum eftir sýningu hennar.
Meira seinna.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Mig langar í bókina Grundriss der vergleichenden Grammatik der indogermanischen Sprachen eftir Friedrich Karl Brugmann. Þó ekki sé nema út af nafninu. Af sömu sökum langar mig í bókina Die Verwantschaftsverhältnisse der indogermanischen Sprachen

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Leiðrétting: tónleikarnir eru hálf níu í kvöld. Pardon.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég vil aftur minna á tónleika MR-kórsins sem verða haldnir í Neskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:00. Miðaverð er 1500, ókeypis fyrir fyrrum kórmeðlimi, fáist þeir til að taka 3 lög með okkur. :)

laugardagur, apríl 16, 2005

Lagafrumvarp um hlerun fjarskiptabúnaðar.

Nú liggur fyrir frumvarp sem á að skylda öll fjarskiptafyrirtæki til að hafa búnað til að hlera símtöl. Samkvæmt því ber fjarskiptafyrirtækjum að tryggja að yfirvöld geti hlerað símtöl og fengið gögn um þau ef yfirvöld sjá ástæðu til.

Mér þykir þetta frumvarp óhugnarlegt. Mér finnst óhugnarlegt að vita að yfirvöld geti fylgst með manni og hnýst í einkalíf manns án manns eigin vitneskju. Friðhelgi einkalífsins virðist ekki ná lengra en svo að ef yfirvöld telja ástæðu til og telja/segja það vera í almannaþágu þá sé það réttlætanlegt.

Það er óhugnarlegt að vita að sé hægt að fylgjast með manni án vitneskju manns vegna þess að ríkisstjórnin telur ástæðu til. Maður spyr sig einnig hvort þetta sé leið að einhverju enn verra. Eitt er glæpur í dag, hvað verður glæpur á morgun? Ef orð þín þykja nógu grunsamleg til að ástæða sé til að hlera þau, er þá langt í að ummæli þín séu glæpsamleg? Hvað verður um skoðana –og tjáningafrelsi? Síminn er hleraður í dag, mun þess langt að bíða að hlerunarbúnaður verði um allt hús þitt til að fylgjast með öllu sem þú gerir, sérhverri hreyfingu þinni, já jafnvel sérhverri hugsun þinni. Verða hugsanaglæpir glæpir framtíðarinnar? Allt í almannaþágu? Byrja skal brunninn áður en barnið fellur í hann. Minnist einhver bókarinnar 1984 eftir George Orwell? Stóri bróðir fylgist ávallt með þér, allan sólarhringinn, og tryggir að þú farir sjálfum þér og öðrum ekki að voða. Lærðu að elska Stóra bróður, hann vill þér vel.

En hví ættum við fremur að treysta valdinu en þeir virðast treysta okkur? Ætti þetta fremur að vera öfugt? Ef við sjáum ástæðu til að vantreysta valdinu, væri þá ekki eðlilegt að við fengum að fylgjast með öllum þeirra gjörðum og sjá hvort þeim sé treystandi fyrir því valdi sem við felum þeim? Er þeim fremur treystandi sem halda upplýsingum leyndum fyrir okkur„í þágu okkar sjálfra”? Hvað hindrar að ráðamenn fremji glæpsamlegt athæfi, nema það að þá verður það kanski ekki lengur glæpur?

Til er nóg af lögum sem eru slæm. Lög eru ekki réttlætanleg bara út af því að þau eru lög, og þeim á ekki að lúta einungis af þeim sökum. Að lokum verður hver maður að fylgja samvisku sinni. Ef hann finnur að á sér sé brotið að reglurnar séu óréttlátar og að þau brjóti á réttindum hans og meðbræðra hans sem manneskna þá er það réttur hans og skylda að mótmæla óréttlætinu, og hannn verður að gera það strax án þess að bíða eftir meirihluta, annars svíkur hann sjálfan sig. Einungis þannig getur hann verið frjáls.

föstudagur, apríl 15, 2005

Í fyrradag skruppum við bræður í sumarbústað um hádegisbil. Blíðskaparviðri lék við okkur. Er við komum að lóðinni var sjálfrennireiðinni ekki fært á veginum vegna drullu. Náttúrufegurðin var óviðjafnanleg. Landið var víða þakið snjó sem lýsti í sólinni en gróður hafði einnig rutt sér rúms og lyngið fagnaði okkur með litaskrúði. Enn mátti sjá grýlukerti glitra yfir lindinni. Himinn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Við bræður nutum kyrrðarinnar og fegurðarinnar og sóttum svo gamlar bækur úr bústaðnum sem við roguðumst með upp veginn í stórum plastkassa í snjó og drullu til að flytja í bæinn. Hefðum eflaust verið grunsamlegir að sjá. Húsið er að hruni komið og hryggðarmynd. Lóðin okkar, æskuátthagarnir hefur alltaf staðið hjarta mínu nær, verið athvarf, líkt og lítill sælureitur.

Ekki minnkaði náttúrufegurðin þegar við bræður keyrðum grafninginn. Snævi þakktir tindar, fjöllin voru klædd íshjálmi, fögur, tignarleg og ægileg í senn. Átti það ekki síst við um stuðlabergið í Jórukleif, snarbrattir hamrar og einnig um Jórutind, þar sem tröllkonan átti aðsetur sitt. Þar gnæfði varða efst við himinn. Við höfðum hugsað okkur að fara Nesjavallaveginn en urðum að snúa við sökum slæmrar færðar. Hafði þó kerling vægast sagt fengið eitthvað fyrir snúð sinn og héldum við glaðir í bæinn.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Smá leiðrétting í tilvitnunum, aðeins á einum stað hef ég séð hina þekktu tilvitnun „Better to have loved and lost than not to have loved at all“ eignaða St.Augustine sem ég hef hins vegar víða séð eignaða Alfred Lord Tennyson sem og ýmsum öðrum. Ef einhver veit hvaðan þetta er upprunið má hann gjarna segja mér það. Þar til held ég mig við ljóðlínur Tennysons.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Meistari Megas er sextugur í dag. Óska ég honum hjartanlega til hamingju með daginn. Það gera líka þeir tónlistarmenn sem halda honum heiðurstónleika í kvöld, sem mig fýsir á ef enn eru lausir miðar. Megas er tvímælalaust merkilegasti kvisturinn sem upp hefur komið í íslenskri rokksögu og magnaðasti textasmiðurinn og rétt eins og Árni Matthíasson bendir á í Mogganum í dag, hefur hann bæði samið fallegustu ástarlög og beittustu og háðskustu ádeilulög sem sungin hafa verið á íslensku. Hann er einnig helvíti lunkinn lagasmiður. Í tilefni afmælis hans vil ég birta hér textann við eitt eftirlætislagið mitt eftir hann, sem er eitt af fallegustu lögum og textum hans; „Tvær stjörnur“ sem kom út á plötunni Bláir draumar árið 1988.

TVÆR STJÖRNUR

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ég er loksins kominn með textann við Nornagests rímu. Þetta er færeyskur vikivaki sem má, eins og áður hefur verið getið, finna sem leynitrakk á Disknum How Faar To Aasgard með Tý. Vikivakar þykja mér skemmtilegir, sérlega færeyskir, enda er færeyska yndislegt tungumál. Ég kann Hera Johensen, söngvara og gítarleikara Týs bestu þakkir fyrir sem og aðstandendum heimasíðunnar www.tjatsi.fo. Viðlagið hef ég skáletrað. Þeim sem óska að læra lagið bendi ég á að verða sér annað hvort út um diskinn eða tala við mig. Emillinn er einarsteinn@hotmail.com Og njóti nú hver sem vill:

Nornagests ríma.
Eitt er frøðið um Nornagest,
-Lat tær ráða ráðgerð í vanda
-tílíkum góðum gekk hann næst.
-Hvør ein svein geri so.-
2.
Oksar tólv vóru leiddir á torg,
og so fram á fríðu borg.
Hvíti kjólin nívir niður frammi
Enn gellir lúður í stavni
Kallur kom heim við ungum syni
Kelling situr so hákonu blíð
Hvíti kjólin nívir niður frammi

3.
Kongur ætlar at høgga teir,
tílíkum góðum gekk tað við gleim.
4.
Kongurin hjó so mikið høgg,
at blóðið dreiv um benjar døgg.
5.
Allir duttu teir deyðir niður,
øksin stóð í stokki við.
6.
Allir lovaðu hilmarhøgg,
blóðið dreiv um benjar døgg.
7.
Har kom kall við høkir tvær,
studdist so fast á báðar tær.
8.
Kongurin kvøður kalli blítt:
"Hví lovar tú ikki høggið mítt?"
9.
!Ivri, harri, var høggið títt,
í forðum sá eg vænari slíkt.
10.
Hoyrt hevur tú gitið Sjúrð svein,
Hann var so frægur í heimi ein."
11.
Tá skalv bæði leyv og lund,
Sjúrður høgg ormin í miðju sundur."
12.
"Kanst tú siga frá Sjúrði svein,
hann var frægur av fornum ein."
13.
"Tað kann eg siga Sjúrði frá,
tílíkan eingin við eygum sá.
14.
Tá skalv bæði leyv og lund,
Sjúrður høgg ormin í miðju sundur.
15.
Høgni var ein heiðursmann,
ljótan av lit so kendi eg hann.
16.
Gunnar var so reystur og ríkur,
Fróður og blíður og Gunhild líkur.
17.
Fróður og blíður og Gunnhild líkur,
seint man føðast annar slíkur.
18.
Faðir mín átti fridligt bú,
fjól tað mikið um manga kú.
19.
Eg sat á skógvi og goymdi hest,
helst tá veðrið var best.
20.
Allir sita í saðli teir,
Høgni, Gunnar og Sjúrður svein.
21.
Riðu teir um díkið heim,
Gunnar og Høgni og Sjúrður svein.
22.
Riðu teir um díkið tá,
eg var svein og sá hará.
23.
Gunnars hestur sprakk um fyrst,
Gunnar kendi væl tann dyst.
24.
Høgna hestur sprakk um tá,
Grani fast í feni lá.
25.
Sjúrðar hestur sprakk um síðst,
hann gjørdi so glaða góðmærs list.
26.
Grani fall í fenið fast,
galtagjørðin sundur brast.
27.
Allir stigu úr søðlum teir,
Gunnar og Høgni og Sjúrður svein.
28.
Allir toga í dýran hest,
Sjúrður togar í teymar mest.
29.
Ofta havi eg um díkið trott,
bæði dag og døkka nátt.
30.
"Gestur, ger mær viljan ein,
tú tvá mín góða gangara rein'
31.
Silgjan,ið sundur brast fyri mær,
hana, Gestur, gevi eg tær."
32.
Riðu so fram at eini á,
eingin kundi til manna sjá.
33.
Eg tváaði hans brost og bringu rein',
hans lær og legg og langa bein.
34.
Góðan gangara gjørdi eg rein',
síðan hevði meg Sjúrður til svein.
35.
Vær riðum so fram á Fovnis ból,
har skein sól sum geisar av sól.
36.
Eg tók eitt hár av sama hesti,
Tað var sítt og vaksið mest.
37.
Eitt var hár í hala á hesti,
tað var favn og feti mest.
38.
Tað var favn og feti sítt,
glógvaði rætt sum silvur hvítt.
39.
Eg havi í forðum farið vítt,
ei funnið ljós og lívið mítt."
40.
Kongur gav honum skaft og skeið,
og sjálvur segði hann kalli leið.
41.
"Í Frakkalandi er vatnið vítt (vígt?),
har er ljós og lívið títt.
42.
Leingi kavaði kurtis mann,
áður hann beint á ljósið fann.
43.
Kørnar prestur skírdi hann,
tá leið lív, sum ljósið brann.
44.
Tá ið ljós í lyktu var brent,
tá var lív og levnað endt.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Lag dagsins: Yellow með Coldplay.

Jórunn og Arnar héldu heim til Svíþjóðar í morgun, en þau voru búin að vera á landinu í tíu daga. Það voru miklir fagnaðarfundir og búið að vera gaman með þeim og krökkunum. Þarf að reyna að heimsækja þau í sumar.
Mamma og pabbi eru svo farin í tveggja vikna ferð til Perú. Ekki laust við að maður öfundi þau, en þau áttu aldeilis skilið að veita sér þetta og ég vona og er þess fullviss að þau skemmt sér vel. Er þau koma heim fæ ég eflaust bol með þessari áletrun: MY PARENTS WENT TO PERU AND ALL I GOT WAS THIS LOUSY T-SHIRT

Sit nú yfir enskri etýmólógíu, sötra kaffi og hlusta á Nornagests rímu í flutningi Týs, leynitrakk á How Faar To Aasgard. Það er all sérstæð blanda.
Er að reyna að verða mér út um textann við Nornagests rímu, en þegar ég hef hann skal ég glaður skella honum á síðuna fyrir áhugasama.

Þá er kannski ekki úr vegi að láta þessa skemmtilegu stafsetningarvísu fljóta með, hvers höfund ég man ekki:

Blessaður, sagði Bangsímon
og bauð mér kaffi
aldrei að skrifa ufsilon
á eftir vaffi

laugardagur, apríl 02, 2005

Jóhannes Páll páfi hefur fundið friðinn. Það er gott að vita þjáningum hans sé lokið, hafandi verið fársjúkur í mörg ár og hef ég satt að segja undrast hve hann tórði og krafðist þess til hinstu stundar að geta ávarpað heimsbyggðina.

Fyrir þá nátthrafna og morgunhana sem þetta kunna að lesa, syngur MR-kórinn í beinni í útvarpinu kl. 11 á morgun. Einnig vil ég auglýsa að við verðum með tónleika 19. apríl.

Lag dagsins: Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.