föstudagur, maí 30, 2008

Condoleeza Rice, píningarbekkur á Austurvelli og fordæming pyntinga

Í dag, föstudaginn 30. maí kemur Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í stutta heimsókn og fundar með íslenskum ráðamönnum. Flestum ætti að vera kunnugt um hvernig Bandaríkjastjórn hefur grafið undan mannréttindum í nafni "Stríðsins gegn hryðjuverkum" og beiting og réttlætingar þeirra á pyntingum.
Ég gerði fyrirhugaða heimsókn Rice að umtalsefni í færslu minni 9. maí síðastliðinn, sem fók getur lesið og ég bendi lesendum jafnframt á þessar greinar á fridur.is "Píningarbekkur á Austurvelli" og "Condoleeza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga".

Á fridur.is segir m.a.:

... notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukkunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga.

Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn.

Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim.


Sjálfur hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og ég vonast til að sjá sem flesta. Við þetta hefði e.t.v. mátt bæta að stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að láta rannsaka fangaflug um íslenska lofthelgi. Því svaraði Ingibjörg Sólrún til að ekki væri "tilefni til þess".

Hvenær ætli sé tilefni, ef ekki í þessu tilfelli? Gæti hæstvirtur utanríkisráðherra kannski svarað því?

fimmtudagur, maí 15, 2008

Lausn gátunnar "Hver er konan?"

Gátunni póstaði ég þann 23. apríl þessa árs. Frá efstu til neðstu, vinstri til hægri voru þetta Elísabet II Englandsdrottning. Golda Meir, Cher, Margaret Thatcher og móðir Teresa.NAKBA - 60 ára hernám Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautseigju. Opinn fundur á Kaffi Reykjavík í kvöld - fimmtudagskvöldið 15. maí
Árið 1948 hröktust 750.000 Palestínumenn frá heimilum sínum. Mesta flóttamannavandamál sögunnar varð til og í dag eru um fimm milljónir Palestínumanna fjarri heimkynnum sínum og fá ekki að snúa heim aftur. Í Evrópu litu flestir á stofnun Ísraelsríkis árið 1948 sem kraftaverk en Palestínumenn upplifa það sem meiriháttar hörmungar, Nakba, sem ekki sér fyrir endann á.

Ályktanir Allsherjarþings S.Þ. á hverju ári allt frá árinu 1949, um rétt flóttafólksins til að snúa heim aftur og til bóta fyrir sinni missi, hafa engu um það breytt, heldur ekki alþjóðlög, mannúðar- og mannréttindasáttmálar sem kveða skýrt á um rétt flóttfólks til að snúa heim aftur. Undanfarin sextíu ár eru ár mikilla hörmunga fyrir palestínsku þjóðina, bæði á herteknu svæðunum og hjá þeim sem hírast í flóttamannabúðum og hafa gert kynslóð fram af kynslóð.

60 ára hernámi Palestínu er þessa daganna minnst víða um heim. Félagið Ísland-Palestína minnist atburðana frá 1948 með opnum fundi á Kaffi Reykjavík, fimmtudaginn 15. maí kl. 19:30 undir yfirskriftinni; 'NAKBA - 60 ára hernám Palestínu - Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautsegju'. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.----------------------------------------------------------------

NAKBA - 60 ára hernám Palestínu
Saga hörmunga, landflótta, andspyrnu og þrautsegju
Opinn fundur á Kaffi Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 19:30

Sýnd verður verðlaunamynd eftir breska blaðamanninn John Pilger:
Palestine is still the issue (Palestína er enn málið)*

Ræður flytja:
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. ráðherra
Salmann Tamimi tölvunarfræðingur

----------------------------------------------------------------

*Undirritaður mælir eindregið með þessari mynd, John Pilger er enda í miklum hávegum hjá honum. Bendi einnig á heimasíðu Pilgers, en það er hlekkur á hana hægra megin á síðunni.

föstudagur, maí 09, 2008

Lifi varnarmálin!!!

Auk lögregluofbeldis gagnvart mótmælendum og ofsókunum gagnvart þeim (Saving Iceland, Falun Gong, einhver?) er áhersla á aukna vígvæðingu innan NATO, frekari samvinna með hernámsliðinu í Afghanistan, heræfingar hérlendis og eftirlitsflugvélar sveimandi yfir, allt til að verja okkur fyrir einhverri óáþreifanlegri ímyndaðri ógn, auk ákalla um að gera lögregluna grárri fyrir járnum, en þeir eru óhugnarlega margir sem klæjar í fingurna eftir pyntinga – og mögulega drápstólum í formi teisera.

Mér verður í því sambandi hugsað til Simpson-fjölskyldunnar:

Bart: Wow! Can I see your club?
Eddie: It's called a baton, son.
Bart: Oh. What's it for?
Lou: We club people with it.


Bara svo að það sé á hreinu: Aukin vígvæðing er ekki að fara að stöðva hryðjuverk. Þau hryðjuverk sem ekki eru ríkishryðjuverk eru skæruhernaður sem verður ekki sigraður með vopnavaldi. Ísrael ræður t.a.m. yfir einhvejum öflugasta her í heimi en ekki hefur það stöðvað eldflauga- og sjálfsvígsárásir.

Til að kóróna allt saman ætlar Condoleezza Rice að koma hingað til lands. Það var svo sem auðvitað að dagsetning væri ekki gefin upp, það er varla nein tilvijun, aðeins sagt "síðar í mánuðinum". Ég ætlaði fyrst varla að trúa því, en á hinn bóginn er það svo sem í anda þess að fá hingað kóna eins og Li Peng, George Bush, Michael Rubin og fleiri. Það held ég að bölvuð truntufýlan og félagar hennar ættu betur heima sitjandi í réttarsal stríðsglæpadómstólsins í Haag heldur en þiggjandi kaffi og lummur með íslenskum ráðamönnum. Vilja menn ekki bara bjóða Tvöfaltvaffi og Cheney líka? Þá myndi aðeins vanta fjórða mann í bridge. Ef ég væri Ólafur Ragnar myndi ég þó vara mig á að bjóða Cheney á skytterí. Hann gæti ruglast á forsetanum og grágæs.
Það er óvíst að ég verði hérlendis þegar hún kemur en hvað sem öðru líður er ég alltént vel byrgur af tómötum, eggjum og kókoshnetum.

Menn gátu stöðvað umferð til að mótmæla bensínverði og hvíldartíma. Hvernig væri nú að fólk brygðist við með róttækum hætti þegar Condoleezu Rice og hennar líkum er boðið hingað til lands? Væri það alveg snargalið? Eða eru stríðsglæpamenn og morðingjar í jakkafötum kannski guðvelkomnir hingað? Geta bara skellt sér í Bláa lónið, skoðað Gullfoss, Geysi og Kárahnjúkavirkjun og kynnst hinu óviðjafnanlega íslenska næturlífi; fengið sér eitt stykki Dirty Weekend in Iceland?

Mér finnst það glæsilegt hjá Stefáni Pálssyni að bjóða sig fram til formanns nýstofnaðrar Varnarmálaskrifstofu (eins asnaleg og mér finnst nú slík stofnun) og trúi því að hann yrði afbragð í starfi. Eins og Vésteinn bróðir orðaði það þegar við ræddum þetta þá gæti skynsöm ríkisstjórn ekki annað en ráðið hann.
Þar óttast ég hins vegar að hundur liggi grafinn. Ég vona að mér skjátlist.

...

Ég er farinn vestur á Patreksfjörð og verð þar um helgina. Sný aftur á mánudag. Eigið góða helgi.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Mótmælunum hvergi nærri lokið

Hvað sem aðferðum eða málstað mótmælenda annars líður þá er það í sjálfu sér ánægjulegt ef þeir ætla ekki einfaldlega að láta berja sig til hlýðni.
“Uppákoma”, “atvik”. Eftir því sem maður fékk berst séð var þetta fucking riot. Mótmælendur stöðvuðu umferð og lögregla beitti þá táragasi og lumbraði á þeim með kylfum.
Hvers vegna ekki að kalla hlutina réttum nöfnum?

...

Lög dagsins: Meet Me In The Morning með Bob Dylan, af plötunni Blood On The Tracks, All The Young Dudes með Mott The Hoople (David Bowie samdi lagið):


og Beds are Burning með Midnight Oil:

miðvikudagur, maí 07, 2008

Einu sinni var...

Það er oft gaman að hlusta á gamalt efni með hljómsveitum og tónlistarmönnum, ekki síst er áhugavert að sjá hvernig tónlistarmenn og sveitir þróast og að bera saman nýrra efni og eldra. Svo er líka gaman þegar sveitir hafa prófað ólíkan stíl. Merkilegt hvað margt hefur elst vel. Oft hugsar maður líka, "djöfull voru þeir/þær/þau ungir/ungar/ung". Hér fylgja nokkrar góðar upptökur, misþekktar.

I"'ve been doing this show for so long that when I started, the Ayatollah only had a goatee"
--Krusty the Clown


Judas Priest flytja Rocka Rolla af samnefndri fyrstu plötu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Rob Halford síðhærðan. Klæðaburður þeirra átti líka eftir að breytast eilítið.Jeff Beck-grúppan: Shapes of Things. Söngvarinn er Rod Stewart og bassaleikarinn er Ron Wood, sem seinna fór í The Rolling Stones.


The High Numbers (a.k.a. The Who) flytja Ooh Pooh Pah Doo og I Gotta Dance to Keep from Crying á Railway Hotel árið 1964:


In another land með The Rolling Stones af plötunni Their Satanic Majesty's Request frá árinu 1967. Hér voru þeir í flower-power gírnum og gerðu mörg afbragðs lög, þar á meðal þetta en höfðu líklega aldrei hljómað jafn ólíkt sínu "dæmigerða" sándi. Eitt af fáum dæmum um það að Bill Wyman bassaleikari syngi, en hann samdi lagið.

Ice Cream Man með Tom Waits af plötunni Closing Time.

Arnold Layne með Pink Floyd


David Bowie: When I'm Five


Alice Cooper-grúppan flytur Is It My Body árið 1972Deep Purple flytja Hush.The Jacksons: Can You Feel It?Iron Maiden: Women In Uniform.


Hawkind: Silver Machine. Söngvarinn og bassaleikarinn er Lemmy Kilmister, sem seinna stofnaði Motörhead, sem hann hefur farið fyrir síðan.


Cat Sevens: Matthew and Son

The Birthday Party: Nick The Stripper.. Jamm, þetta er Nick Cave sem syngur.

og síðast en ekki síst; Flower People með Spinal Tap: :)


þriðjudagur, maí 06, 2008

Próflok og heimildamyndahátíð

Furðuleg tilfinning að vera búinn með síðasta prófið sitt. Nú er einungis BA-ritgerðin eftir og mamma farinn að reka á eftir mér með hana. Prófið gekk annars bærilega,held ég bara. Þessir kúrsar hafa verið áhugaverðir og afar skemmtilegir, þrátt fyrir að hafa stundum verið strembnir (fyrst og fremst Nichols-bókin).

Nú um helgina verður Skjaldborg, alþjóðleg heimildamyndahátíð, haldin á Patreksfirði og er ég staðráðinn í að fara þangað. Ókeypis er á allar myndir, sýndar verða rúmlega tuttugu, flestar íslenskar en nokkrar erlendar. Meðal annara verða sýndar 3 klassískar heimildamyndir Maysles-bræðra, Gimme Shelter, Salesman og Grey Gardens. Sjálfur hef ég séð Gimme Shelter og Salesman og sýnist Grey Gardens forvitnileg. Smelli treilerunum fyrir þær hér:Meðal íslenskra heimildamynda er mynd um ömmu mína, tónskáldið Jórunni Viðar, eftir Ara Alexander Ergis Magnússon. Sýnist hún samt enn í vinnslu, hafi ég skilið upplýsingarnar á síðunni rétt. Engu að síður er ég að sjálfsögðu forvitinn.

Albert Maysles verður heiðursgestur hátíðarinnar, og kennarinn minn, Björn Ægir Norðfjörð kvikmyndafræðingur mun stýra spjalli við hann. Nýjasta mynd Maysles, The Gates, verður auk þess sýnd á hátíðinni. Þess má geta að Maysles-bræður gerður líka heimildamyndina Monterey Pop Festival.

Ég er ekki alveg ráðinn hvort ég flýg eða ek, er sjálfur bíllaus, við Doddi og Kristján höfum hug á að fara, en ekki ljóst hvort þeir komast þegar þetta er skrifað.

Heimasíða hátíðarinnar

Eftir tæplega tvær vikur fer ég með kórnum til Póllands. Verðum fyrst 3 daga í Berlín. Ég er strax farinn að iða í skinninu.

sunnudagur, maí 04, 2008

Zits/Nabbi/Gelgjan...
föstudagur, maí 02, 2008

Ég er á lífi...

Gæti jafnvel hafa klórað mig í gegn um þetta.

4 tímar í próf...Stressaður? Ég?

Lög dagsins: Gates of Eden með Bob Dylan, af plötunni Bringing It All Back Home

og Hard Headed Woman með Cat Stevens

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.