mánudagur, október 16, 2006

Voða mikill lærdómur framundan. Þið afsakið bloggleysið. Var í prófi í dag og fer mögulega í próf á föstudag. Hef val um að taka 50% próf núna og 50% próf í vor eða 100% próf í vor. Skyldi mér ganga illa á þessu prófi má ég spreyta mig á endurtökuprófi í desember. Ligg nú yfir Sir Gawain And The Green Knight.
Stefnir í að ég fari í vetfangsferð um helgina með Hinu íslenska Tröllavinafélagi. Ferðinni er heitið norður og vestan undir Snæfellsjökul. Ætlunin er að vitja slóða jötunsins Bárðar Snæfellsáss. Gengið verður á Bárðarkistu í norðvestanverðum jöklinum og niður aftur. Sameiginlegur kvöldverður verður étinn um kvöldið og gist um nóttina. Daginn eftir verður ekið til mannabyggða á nýjan leik og gert er ráð fyrir að koma til Reykjavíkur í síðdeginu.
Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig og skóa eftir veðri. Einnig er mælt með svefnpokum.
Öllum er frjálst að koma með í ferðina, en siðustu forvöð að skrá sig eru í kvöld. Þátttökugjald er 5000, en 4000 fyrir félaga í Tröllavinafélaginu. Í þátttökugjaldinu er eftirfarandi innifalið: Ferðalag á staðinn, gisting, kvöldmatur, nasl, brjóstbirta og glæsileg leiðarbók sem kemur út eftir ferðina.
Steinn Steinnarr á ljóð dagsins að þessu sinni:

Malbik

Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig
sem gengur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.