sunnudagur, ágúst 27, 2006

Hlekkurinn á Kristján hafði verið í ólagi en ég var núna að kippa honum í liðinn. Njóti hann vel, enda drengur góður. :)

Lög dagsins: How Soon Is Now? með The Smiths og When You're In Love With A Beautiful Woman með Dr. Hook.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Andskotinn! Ég missti af Ísrael í dag á Omega!
Það hefur enginn tekið það upp?

föstudagur, ágúst 25, 2006

Sitt sýnist hverjum...Það er víst óhætt að segja að opna bréfið sem ég skrifaði til íslenskra fjölmiðla um ástandið í Palestínu og birtist á blaðsíðu 25 í Morgunblaðinu á miðvikudag hafi vakið blendin viðbrögð.

Alla jafna hef ég fengið jákvæð viðbrögð frá þeim sem yfirleitt hafa haft orð á henni. Nú hef ég hins vegar fengið tvö bréf send í pósti. Annað er átta blaðsíðna bréf frá einhverjum sem kallar sig “R” og gefur upp e-mailið rolfurjo@hotmail.com. Í sem stystu máli lýsir hann fyrir mér að hann hafi alist upp sem múslimi en kastað trúnni þegar hann sá hversu „sjúkleg og illskufull“ þessi trúarbrögð eru“. Svo heldur hann áfram að tala um illsku islam og sér fyrir sér stórkostlegt múslima-samsæri gegn Vestrænu samfélagi, þar sem virðist stefnt að heimsyfirráðum. Nú veit ég að það er klisja og jafnvel rökvilla að segja þetta, en ég gat ekki annað en hugsað til þess sem Adolf Hitler hafði að segja í Mein Kampf, og raunar víðar um hið gyðinglega samsæri.

Hitt bréfið var frá Ólafi Jóhannssyni, félaga í Félaginu Zion – Vinir Ísraels. Kallar hann greinina mína „illskeytta og ómálefnalega“. Ekki sé ég hvernig hann fær það út. Segist hann gruna að ég sé hallur til vinstri, en segist ekki ætla að skamma mig fyrir það. (*hóst*, persónuárás?*hóst*). Það var nú ágætt. Ég slepp þá við flengingu í þetta sinn.
Hann talar um hryðjuverkplott Palestínumanna og varnarvibrögð Ísraels. Einnig um spillingu í Fatah, og hryðjuverk Hizbollah og óvandaðann fréttaflutning á Vesturlöndum sem er víst voða anti-Ísrael.
Ég minntist hvorki á Hamas né Hizbollah í greininni, nema þar ég sagði að átökin við Hizbollah í Líbanon væru nátengd átökunum í Palestínu.
Annars skynjaði ég að bréfritara virtist nokkuð niðri fyrir. „Hvernig veit ég þetta? Áður en þú fæddist fór ég að kynna mér mál Ísrael/Palestínu“. Á ég að fá minnimáttarkennd út af því að ég er yngri en hann? Er það sönnun á fróðleik hans að ég var ekki fæddur þá? Þetta þykir mér léleg rökemdafærsla og fremur bera vott um persónuárás. Vegna þess að ég er ungur get ég ekki vitað neitt í minn haus.
Hann spyr mig hvaðan ég hef heimildirnar frá Heilbrigðisráðuneyti Palestínu, og er mér ljúft og skylt að svara því: Heimildina fékk ég úr grein eftir Rami Almeghari, sem skrifar frá Shouka á Gaza ströndinni. Biritst þessi grein undir flokknum Live from Palestine á heimasíðu Electronic Intifada, slóðin á hana er eftirfarandi:


http://electronicintifada.net/v2/article5527.shtml

Þar segir svo enn fremur um greinarhöfund:

Rami Almeghari is currently a Senior Translator at the Translation Department of the Gaza-based State Information Service (SIS) and former Editor in Chief of the SIS-linked International Press Center's English site. He can be contacted at rami_almeghari@hotmail.com

Svo er Ólafi auðvitað ekkert til fyristöðu að hafa samband við heilbrigðisráðuneytið í Palestínu, ef hann vill sannreyna þessar tölur.

Í þessu sama umslagi fylgir svo grein um illsku Hizbollah, ritaða af Gísla Frey Fefesyni, tekin af ihald.is. Þar skrifar hann um voðaverk Hizbollah og Vestræna fjölmiðla (The biased liberal media, innskot mitt) og setur út á nýlega grein Ögmundar Jónassonar „sem ég held að hati Ísrael, eins og þessi grein segir til um“ . Hann kallar einnig Dr. Jón Orm Halldórsson, „SJÁLFSKIPAÐAN sérfræðing“, með stórum stöfum og feitletri. Já, svo gleymi ég næstum því að Ólafur bendir mér á þátt sem heitir Ísrael í dag, sem verður á Omega á Laugardag. Sjitt, hvað ég má ekki missa af því.

Í þessu umslagi fylgir loks 3 eintök af Ísraelsfréttum, sem er málgagn féalgsins Zion- Vinir Ísraels.


Ansi magnað...

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

It’s the final countown


duruduru durududdududd...

Próf klukkan 13:30.
tikk takk tikk takk...

Á prófdeginum 22. ágúst er andaktugi ungi maðurinn er tuttugu og tveggja ára. Það er vonandi fararheill. Ekki veitir af.

Já, og svo varð bloggið mitt þriggja ára um daginn. *Lúðrablástur*. Hejalla! Må det leva i hundrada år!
Nei, annars, þori ekki að lofa að ég myndi nenna að blogga þegar ég væri kominn á hundrað og þrítugs-aldurinn. :)

mánudagur, ágúst 21, 2006

Ingólfur Shahin, félagi minn í Íslandi-Palestínu er núna staddur í Líbanon, en þangað fór hann til að taka þátt í hjálparstarfi og flytja fregnir af ástandinu. Í kvöldfréttum Rásar 2 í kvöld verður rætt við hann gegn um síma, þar sem hann les pistil um það sem hefur fyrir augu hans borið. Við gerðum með okkur það samkomulag að ég tók að mér að þýða pistlana úr ensku, sem hann les svo aftur yfir og hagræðir þar sem honum þykir við hæfi, sendir svo NFS, sem prófarkales á ný. Fleiri pistlar eru svo væntanlegir, en hann verður úti í þrjár vikur.
Til gamans má geta að það reyndist rétt til getið hjá mér að Ingólfur væri bróðir Hebu, sem var bekkjarsystir mín í Hagaskóla, og bað ég hann fyrir kveðju.

Í spilaranum hjá andaktuga unga manninum í dag og gær (þ.e.a.s. sunnudag og mánudag), auk hljóðfræði: Let The Good Times Roll og A Change Is Gonna Come með Sam Cooke, Try A Little Tenderness og Sitting On The Dock Of The Bay með Otis Redding, Now I Wanna Be Your Dog í flutningi Utangarðsmanna (Stooges-lag), Christmas Card From A Hooker In Minneapolis, The Piano Has Been Drinking og Waltzing Matilda með Tom Waits. Er í augnablikinu að hlusta á það síðastnefnda.

Andaktugi ungi maðurinn vill fá Tom Waits til Íslands.

Vaki, vaki vaskir menn,

því voða ber að höndum!
Mér ógna þau vinda ský...

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Here comes my 19th Nervous Breakdown...Ég er að verða sjóðbullandnihoppandiheitastahelvítishorngrýtisbandbrjálaður. Ekki nóg með það að ég sé að farast á taugum út af prófinu á þriðjudaginn heldur er mér lífsins vita ómögulegt að opna link á síðu sem sýnir myndir staðsetningu samhljóða í munninum, þar sem maður getur prófað sig áfram með hljóð. Það virkaði í gær í minni tölvu, en ekki í dag. Af öllum skiptum sem þetta þurfti að vera í ólagi....
Bókhlaðan var aðeins opin til fimm svo það tók því ekki að reyna það þar. Get ekki opnað fælana á hljóðfræðisíðu Péturs á Bókasafninu. Niðri á Groud Zero get ég ekki opnað FireFox og vegna einhvers Security-drasls get ég ekki opnað fælana á síðunni hans Péturs með Internet Explorer. Til að geta kíkt í Odda eða í Árnagarð þarf ég heyrnatól (þ.e. til að hlusta á hljóðbútana), sem ég finn hvergi. Ferr þá á Laufásveg og fæ heyrnatól lánuð hjá Vésteini. Fer út í Odda. Prófa tölvuna þar. Get opnað fælana hans Péturs en aftur virkar linkurinn ekki. Það gerir hann ekki heldur hérna í Árnagarði. Auk þess eru flestir linkar sem ég finn eftir Google-leit annað hvort ógeðslega lengi að opnast, þetta er svo hægt að liggur við að það frjósi og/eða eða kemur bara error.
HVERS VEGNA ÞARF ÞETTA ALLT AÐ VERA SVONA MIKIÐ DJÖFULSINS DRASL???!!!
Þarf svo nauðsynlega að ná í Pétur fyrir prófið, hann er ekki í bænum og aðeins uppgefinn hemasíminn hans. Sendi honum e-mail og vona að hann svari í tæka tíð.

"Here lies Einar Steinn Valgarðsson
- and he's bloody annoyed."

föstudagur, ágúst 18, 2006

Lag dagsins: Hold On með Tom Waits, af plötunni Mule Variations.

Punishment


I can feel the tug
of the halter at the nape
of her neck, the wind
on her naked front.

It blows her nipples
to amber beads,
it shakes the frail rigging
of her ribs.

I can see her drowned
body in the bog,
the weighing stone,
the floating rods and boughs.

Under which at first
she was a barked sapling
that is dug up
oak-bone, brain-firkin:

her shaved head
like a stubble of black corn,
her blindfold a soiled bandage,
her noose a ring

to store
the memories of love.
Little adultress,
before they punished you

you were flaxen-haired,
undernourished, and your
tar-black face was beautiful.
My poor scapegoat,

I almost love you
but would have cast, I know,
the stones of silence.
I am the artful voyeur

of your brain's exposed
and darkened combs,
your muscles' webbing
and all your numbered bones:

I who have stood dumb
when your betraying sisters,
cauled in tar,
wept by the railings,

who would connive
in civilized outrage
yet understand the exact
and tribal, intimate revenge.-- Seamus Heaney

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Smá pælingar: Stundum heyrir maður fréttir þar sem sagt er frá “hrottalegri” eða “gróflegri” nauðgun. Hvers vegna er verið að bæta þessari einkunn við, og hún síðan notuð valkvæmt? Til að skilja þær “grófu” og “hrottalegu” frá hinum (”góðu”?), kannske? Hvenær er nauðgun EKKI gróf? Hvenær er nauðgun EKKI hrottaleg? Sjáið þið fyrir ykkur frétt eitthvað á þessa leið “Ungri stúlku var nauðgað blíðlega um Verslunarmannahelgina”, “Mild og hófsöm nauðgun átti sér stað um þrjúleitið í Reykjavík í nótt”?

Meðan ég man: Á meðan strippstaðir hafa verið harðlega gagnrýndir á Íslandi, hvers vegna hefur enginn fett fingur yfir karlstrippdönsurunum sem kemur núna til landsins? Er það aðeins þar sem konur strippa, sem það þykir athugavert, en ekkert athugavert við heilan hóp af karlstrippdönsurum sem kemur til landsins og lofar “eggjandi sýningu”?

Og talandi um það...

Nú þarf maður að fara að læra. Og fá mér meira að eta. Hef setið og blaðað í Mogganum, litið á netið, sötrað kaffi, snætt brauð með gráðaosti og hlustað á þann ágæta disk Remember Cat Stevens – The Ultimate Collection. Mér finnst eiginlega öll lögin á disknum frá því að vera góð yfir í að vera frábær. Sísta lagið finnst mér (Remember The Days Of The) Old School Yard af plötunni Izitso. Lagið alls ekki slæmt í sjálfu sér, en útsetningin finnst mér dálítið cheesy. Svo veit ég varla með Here Comes My Baby, af plötunni Matthew And Son . Það er svona allt í lagi, en ekkert spes, útsetningin er dálítið „ho-hum“. Það ætti hins vegar ekki að fæla fólk frá þeirri plötu, titillagið er frábært, þekki ekki önnur.
En þetta er nú sparðatíningur og fær diskurinn lof að öðru leiti.
Svo hef ég líka verið að hlusta smá á Ashes To Ashes með David Bowie. Það er góður diskur.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nú skal segja, nú skal segja...Í dag var síðasti vinnudagurinn minn. Ekki er ég þó alveg frjáls, því ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að taka upp hljóðfræðiprófið. Grynt, mumle... Prófið lendir á afmælisdeginum minn, þann 22., en þá verð ég ein 22ggja ára. Viðeigandi, ekki satt?
Ég vona að dagsetningin sé fararheill. Fyrst og fremst verð ég að halda gífurlega vel á spöðunum, er ég hræddur um. Ekki get ég sagt að það hafi hingað til gengið neitt súper, hef svona rétt litið á þetta, en margt annað sem vekur fremur áhuga minn. Ach. Ég verð bara að taka eitt stykki Yoda á þetta. „Do or do not. There is no try.“
Ég rölti út á bókhlöðu áðan, en þá var lokað. Fökkíng hell. Það mun vera opið á virkum dögum til fimm. Þá verð ég að reyna að rubbast til að vakna snemma og nýta vel tímann. Mig langar að líta á menningarnótt en það fer víst eitthvað eftir því hvernig ég stend mig við lesturinn.

Bloggið mitt varð fyrir skömmu þriggja ára gamalt. Ég tek við hvers konar afmælisgjöfum í umboði þess. Þakka samfylgdina hingað til við lesendur þess og aðra sem hefur verið getið hér eða gleymst að geta á þessum þremur árum.

Vésteinn bróðir er kominn heim. Hélt hann fyrst á Kárahnjúka og dvaldist við Snæfell, fór svo á Wacken Open Air-metalhátíðina í Þýskalandi (þangað hef ég komið og var það vel) og hefur svo verið í Serbíu. Gott að fá hann heim, og hlakka til að heyra ferðasöguna, þykir ekki ólíklegt að hann bloggi henni.
Ég lauk um daginn við Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Góð bók það. Bendi á ágætann
bókadóm Hörpu um hana. Ég tek undir með orðum hennar. Mér fannst sjálfum bókin ná mestu flugi í seinni hlutanum, sérstaklega þegar saga einstaklinga fléttast við Spánarstyrjöldina og hvernig andrúmsloftinu og áhrifum styrjaldarinnar á fólkið er lýst. Ég mæli heilshugar með þessari bók.
Ég er núna að lesa Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson og þykir hún feiknagóð og skemmtileg það sem á er liðið.
Skrapp í tvö kórpartý um helgina, fyrra hjá Þóri, seinna hjá Kristjáni. Mjög gaman í báðum, sem ætti svo sem ekki að koma á óvart, enda rokkar þessi kór feitast. Fyndnast var í partýinu hjá Kristjáni þegar hann hvaðst hafa orðið var við hrukku á enni Biddu og snaraði sér til að ná í hrukkukrem og fór að bera á enni á hennar. Ég held að Bidda hafi varla vitað hvað á hana stóð veðrið og ekki gott að sjá hvort henni væri fremur skemmt eða þætti þetta vandræðalegt, þó mér sýndist sitt af hvoru.
Þegar ég var að halda út í partýið hjá Kristjáni, henti mig skemmtilegt atvik. Útvarpið mit tkveikti á sjálfu sér, en það á þetta til, annaðhvort furðuleg stilling eða það er andsetið, þó fyrri skýringin sé e.t.v. líklegri, þykir mér seinni skemmtilegri. Flytur það þá af kasettu upplestur Tómasar Guðmundssonar á ljóði sínu Í Vesturbænum.
Þetta þótti mér afar skemmtilegt og vænt um. Ég staldraði því við, og hlýddi á það. Hafði bara kunnað fyrsta erindið. Áheyrnin var mér hreinasta unun og ekki spillti hve upplestur Tómasar var góður, mildur, þýður og skýr. Ununin jókst sífellt eftir því sem á leið lestrinum.
Mér fannst eitthvað táknrænt við þetta, nánast eins og útvarpið eða Tómas sjálfur væri að senda mérþessa kveðju. Ég hélt alsæll út í nóttina með gott veganesti. Ég vil birta þetta ljóð hér á síðunni, lesendum til yndisauka.

Í Vesturbænum

Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum
En er nokkuð yndislegra
- leit auga þitt nokkuð fegra -
en vorkvöld í Vesturbænum?

Því þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vestar
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
ástfangin jörðin fer hjá sér
uns hún snýr undan og sofnar.

- - -
Hér gnæfir hin gotneska kirkja.
Hér ganga skáldin og yrkja
ástarljóð útyfir sæinn.
Og ungir elskendur mætast,
óskir hjartnanna rætast
er húmið hnígur á bæinn.

- - -
En sóldaginn sumarlangan
fer saltlykt og tjöruangan
um ströndina víða vega.
Úr grjótinu gægist rotta.
Og gömlu bátarnir dotta
í naustunum letilega.

En áður en sól skín á sjóinn
er síðasti karlinn róinn
og lengst út á flóa farinn.
Þar dorgar hann daga langa,
með dula ásýnd og stranga
og hönd, sem er hnýtt og marin.


- - -
En dóttirin? Hún er heima,
og hvað hana kann að dreyma
er leyndardómurinn dýri.
En mjallhvíta brjóstið bærist
og bros yfir svipinn færist
við örlítið ævintýri.

- - -
En dapurt er húmið á haustin.
Þá hópast vofur í naustin,
svo brakar hvert borð og þófta.
Og margur saklaus svanni
sat þar með ungum manni
og flýði í fang hans af ótta.

En þó að þagni hver kliður
og þó að draumró og friður
leggist um allt og alla,
ber hjarta manns svip af sænum,
sem sefur framundan bænum
með öldur sem óralangt falla.

Því særinn er veraldarsærinn,
og sjálfur er Vesturbærinn
heimur sem kynslóðir hlóðu,
með sálir sem syrgja og gleðjast
og sálir sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Hvað er að gerast í Líbanon og Palestínu?
- Dr. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur fjallar um ástandið"Þetta áframhaldandi hernám í Palestínu kallar sífellt á meira og meira ofbeldi, sífellt meira róttækni í röðum Líbana og Palestínumanna og þannig heldur þetta áfram" segir Dr. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur í einkar fróðlegu viðtali í Pressunni á NFS, sunnudaginn 30. júlí. "Þetta er held ég þessi grundvallarmiskilningur í öllu þessu í sjónarmiðum Bandaríkjamanna og annara sem styðja stefnu Ísraels, það að líta á hryðjuverk sem meginvandann. Það er bara ekki þannig. Það eru tiltölega fáir sem deyja í hryðjuverkum í Mið-Austurlöndum. Það eru miklu fleiri sem deyja úr óbeinum afleiðingum ástandsins, það er að segja hernámsins. Fólk sem kemst ekki á spítala, fólk sem kemst ekki í skóla, fólk sem á ekki fyrir mat og á ekki fyrir lyfjum og svo framvegis. Þar er mannfall."

Dr. Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga í málefnum Mið-Austurlanda. Jón Ormur er með doktorspróf frá Háskólanum í Kent, Bretlandi og hefur kennt í háskólum á Íslandi og Bretlandi og starfað við rannsóknir í menntastofnunum í Singapore og Danmörku. Eftir að hafa unnið um nokkurra ára skeið fyrir ýmsar stofnanir í Evrópu og á Íslandi starfað hann sem ráðgjafi Gunnars Thoroddsen (Sjálfstæðisflokkur) þegar hann gengdi embætti forsætisráðherra Íslands 1980-83. Hann hefur einnig unnið sem blaðamaður og dagskrágerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, og til skamms tíma vann hann við skipulag þróunaraðstoðar í Indlandi og Afríku. Jón Ormur starfar nú sem dósent í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Meginvandinn er hernámið
Í þessu 15 mínútna langa viðtali á NFS útskýrir Jón Ormur hvað sé að gerast í Líbanon, ástæður árása Ísraelshers á landið, markmið aðgerða hersins og fer stuttlega yfir sögu Hizbollah og veru palestínskra flóttamanna í Líbanon. "Meginvandinn er hernámið. Ef Ísraelsmenn hættu hernámi sínu á Vesturbakka Jórdan og Gazaströndinni þá væri hægt að laga ástandið. Það er alveg ljóst. Það er deginum ljósara. Það er bara þetta áframhaldandi hernám, sem gerir það að verkum....þetta er eins og sumir hafa lýst raunverulega sem krabbamein á Mið-Austurlöndum því þetta hefur áhrif út um allt." Sjá má viðtalið á Vef TV Visir.is með því að fara inn á Þættir > NFS > Pressan > Ástandið í Líbanon. Eða smella beint á slóðina: http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=19031&progId=21589&itemId=17807!

Tilbúin handrit
Jón Ormur skrifar jafnframt grein um manninn sem fyrirskipaði árásirnar á Líbanon. "Ehud Olmert er einn tiltölulega fárra manna sem hefur orðið forsætisráðherra í Ísrael án þess að eiga að baki feril sem hryðjuverkamaður eða sem skipuleggjandi þjóðernishreinsana. Hann hefur þó notið margvíslegra tengsla við gamla hryðjuverkamenn allt frá unga aldri. Annar fyrrum forsætisráðherra, Menachem Begin, hafði mætur á hinum unga Ehud en Begin stjórnað Irgun-samtökunum sem drápu hundruð palestínskra borgara. Eini tilgangur með þeim morðum var að hræða Palestínumenn til að flýja land og í flóttamannabúðir eins og þær sem Ehud er að sprengja í tætlur í Líbanon. Þrátt fyrir náin tengsl við hryðjuverkamenn á Ehud hins vegar við ákveðinn ímyndarvanda að glíma í Ísrael. Yfirgangsöm stefna hans sem borgarstjóri í Jerúsalem hefur kostað þúsundir fjölskyldna heimili og lífshamingju en honum er þó ekki treyst eins vel og gömlu hryðjuverkamönnunum. Einu refsiverðu glæpirnir sem hann hefur verið sakaður um í Ísrael er fjármálaspilling og mútuþægni sem hann hefur annað veifið sætt rannsóknum fyrir. Þess vegna skiptir öllu máli fyrir hann að vera ekki sakaður um linkind." Greinina má finna hér:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060726/SKODANIR01/107260077/1003/THRJU!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.