laugardagur, nóvember 29, 2008

"Gerir ekkert til"

Um daginn heyrði ég e-k auglýsingu eða boost í útvarpinu sem hófst með Þorraþrælunum: "Nú er frost á fróni" o.s.frv., en síðan kom glaðhlakkalegt tilsvarið: "Það gerir ekkert til".
Eh, já. Einmitt. Segið það við fólkið sem þurfti að þreyja þorrann 1866, en Þorraþrællinn var saminn um hann og það harða tíðarfar sem ríkti þann vetur.

Tekið af vef Veðurstofunnar:

Sé tekið mark á fremur óvissum mælingum í Reykjavík er 1866 einnig hið kaldasta sem vitað er um á Akureyri.*

..

1865 til 1866 byrjaði ekki illa, meðalhiti í desember var nærri 2°C yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en mikil umskipti urðu þann 30. þegar gerði norðanátt með miklu frosti. Harðindin stóðu síðan linnulítið rétt fram yfir páska (sem voru 1. apríl). Veruleg kuldaköst gerði um vorið og framan af sumri en eftir fyrstu viku júlímánaðar þótti tíðarfar skárra.

Ekki beinlínis eins og einangrun húsa hafi verið e-ð til að hrópa húrra fyrir á þessum tíma eða að fólk hefði bara getað yppt öxlum, skrúfað upp í ofninum og skellt sér í saunu.

Annars merkilegt hvað lagið við Þorraþrælinn er kátt og hresst, miðað við frosthörkurnar og eymdina sem ljóðið lýsir. Nema að þetta sé e-k Schadenfreude eða masókismi?


*Hér er venjulegt letur í stað hornklofa, þar sem ég kann ekki að gera hornklofa á þessu lyklaborði. :P

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Lag dagsins: Black Peter með Grateful Dead.

Uppfært 16:23

Lag dagsins II: My Hero með Foo Figthers

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Hausttónleikar Háskólakórsins

Á morgun, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. nóvember heldur Háskólakórinn hausttónlleika. Að þessu sinni flytjum við Messías eftir Friedrich Händel. Hljómsvetina skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran.

Miðaverð er 1500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum eða í gegnum kor@hi.is en 2000 krónur við dyrnar.

Þess má til gamans geta að í lok fréttatíma RÚV í kvöld var sjónvarpað frá æfingunni okkar í dag, þar sem við sungum Hallelujah.

...

Ég fór á tvenna frábæra tónleika um daginn, hjá Ungfóníu sem flutti fyrsta píanókonsert Brahms og Sinfóníu frá Nýja heiminum eftir Dvořák. Síðasta kaflann úr seinna verkinu þekkti ég af góðu úr kvikmyndinni Underground eftir Emir Kusturica. Píanóleikarinn þþótti mér líka sérlega góður.
Í gær fór ég svo á tónleika Vox Academica ásamt hljómsveit Jóns Leifs Camerata, sem fluttu Carmina Burana eftir Orff.
Einsöngvarar voru Þóra Einarsdóttir, Sópran Þorgeir J. Andrésson, Tenór og Alex Ashworth, Baritónn. Hákon "tumi" Leifsson stjórnaði. Að öðrum ólöstuðum var ég sérstaklega hrifinn af raddsviðinu hjá Þóru í Dulcissime og hjá Þorgeiri í Söng svansins á teininum.
Ég þekkti satt að segja bara fyrsta kaflann, O Fortuna en hef alltaf hrifist af honum. Þegar ég heyrði núna allt verkið flutt var ég yir mig hrifinn, af tónlistinni, flutningnum og kveðskapnum. Stórfenglegt verk og afbragðs flutningur. Fjallar um fallvaltleika og hverfulleik lífsins, breiskleika mannanna og lífsins lystisemdir. Mér fannst verkið sérlega viðeigandi í ástandinu og kærkomið. Ég þakka kærlega fyrir mig. :)

...

Ég fagna endurkomu Bastarðsins.

...

Á sunnudagskvöldi er ljúft að fá sér vænan tebolla, lesa góða bók og hlusta á Requiem eftir Mozart.

laugardagur, nóvember 22, 2008

Conviction (IV)

I like to get off with people,
I like to lie in their arms
I like to be held and lightly kissed,
Safe from all alarms.

I like to laugh and be happy
With a beautiful kiss,
I tell you, in all the world
There is no bliss like this.


-- Stevie Smith

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Andaktungurinn gerði góð kaup um daginn þegar hann keypti sér fyrstu seríuna af Flight of The Conchords, en það eru einir uppáhalds þættirnir hans. Andaktungurinn hlakkar til næstu seríu og líst vel á þetta nýja lag, Ex Girlfriends, sem þeir taka hér á tónleikum:


Andaktungurinn vil fá Flight of the Conchords til Íslands.

Lag dagsins II: Mr. Brown með Bob Marley & The Wailers.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Tvö ljóð eftir Charles Bukowski

The Laughing Heart

your life is your life
don't let it be clubbed into dank submission.
be on the watch.
there are ways out.
there is a light somewhere.
it may not be much light but
it beats the darkness.
be on the watch.
the gods will offer you chances.
know them.
take them.
you can't beat death but
you can beat death in life, sometimes.
and the more often you learn to do it,
the more light there will be.
your life is your life.
know it while you have it.
you are marvelous
the gods wait to delight
in you.


...


Roll The Dice

If you're going to try, go all the
way.
otherwise, don't even start.

if you're going to try, go all the
way.
this could mean losing girlfriends,
wives, relatives, jobs and
maybe your mind.

go all the way.
it could mean not eating for 3 or 4 days.
it could mean freezing on a
park bench.
it could mean jail,
it could mean derision,
mockery,
isolation.
isolation is the gift,
all the others are a test of your
endurance, of
how much you really want to
do it.
and you'll do it
despite rejection and the worst odds
and it will be better than
anything else
you can imagine.

if you're going to try,
go all the way.
there is no other feeling like
that.
you will be alone with the gods
and the nights will flame with
fire.

do it, do it, do it.

all the way
all the way.

you will ride life straight to
perfect laughter, its
the only good fight
there is.


Hér flytja Tom Waits og Bono hvor sitt ljóðið:

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Vopnahlésdagur og kór

Á meðan ég mundi eftir afmælisdegi Vonnegut (nokkuð helgur dagur fyrir mér) þá var það ekki fyrr en daginn eftir að ég las að nú væru liðin 90 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, 11. 11. 1918, kl. 11. Vonnegut fæddist sumsé á sama degi sex árum síðar. Þetta var skelfilegasti hildarleikur sem menn höfðu upplifað fram að því, sbr. orð Gunnars Gunnarsonar skálds síðar um hann:
"...þessi styrjöld á næstu grösum bylti um koll vaknandi trausti mínu til framtíðar og forsjónar, sneri með hrottagalsa ærðra undirdjúpa dýrðaróði lífsins í djöflasæringu ...Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum, hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn."

Menn óskuðu þess að þetta væri síðasti viðlíka hildarleikurinn en bæði Gunnar og Vonnegut lifðu aðra styrjöld, Vonnegut lifði það að vera hermaður í henni, vera tekinn til fanga í Dresden og vera þar þegar Dresden var jöfnuð við jörðu, en um það skrifaði hann frægustu bókina sína, meistaraverkið Slaughterhouse Five. Amma mín fæddist á lokaári heimsstyrjaldarinnar og slapp heim til Íslands ekki löngu áður en seinna stríð skall á, en hún var í tónlistarnámi úti í Berlín. Hún varð einu sinni nánast of sein í próf þar sem gatan sem hún ætlaði að fara yfir var lokuð vegna skrúðgöngu þar sem í voru Hitler og Mussolini. Þar sá hún þá báða.

Þegar Vonnegut fæddist minntust Bandaríkjamenn loka fyrri heimsstyrjaldarinnar sem Armistice Day. Á sjálfum deginum 1918 var svörtum fánum flaggað í Reykjavík, þegar þjóðfánar blöktu í flestum öðrum löndum, þar sem spænska veikin geisaði á Íslandi.
Seinna var Armistice Day breytt í Veteran's Day, og var Vonnegut ekki par hrifinn af því, sem von var. Á meðan fyrri dagurinn minnti fólk á hrylling stríðsins var hægt að nota þann seinni til að ala á frekari hermennsku. Vonnegut segir um þetta í lok formálans að Breakfast of Champions:

"...I will come to a time in my backwards trip when November eleventh, accidentally my birthday, was a sacred day called Armistice Day. When I was a boy, and when Dwayne Hoover was a boy, all the people of all the nations which had fought in the First World War were silent during the eleventh minute of the eleventh hour of Armistice Day, which was the eleventh day of the eleventh month.
It was during that minute in nineteen hundred and eighteen, that millions upon millions of human beings stopped butchering one another. I have talked to old men who were on the battlefields during that minute. They have told me in one way or another that the sudden silence was the Voice of God. So we still have among us some men who can remember when God spoke clearly to mankind.

...

Armistice Day has become Veterans' Day. Armistice Day was sacred. Veterans' Day is not.
So I will throw Veterans' Day over my shoulder. Armistice Day I will keep. I don't want to throw away any sacred things.
What else is sacred? Oh, Romeo and Juliet, for instance. And all music is."


...

Þann 24. og 25. þessa mánuðar heldur Háskólakórinn tónleika í Neskirkju, þar sem við flytjum Messías eftir Händel. Hljómsveitina munu skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran. Miðaverð er 1500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum eða í gegnum kor@hi.is en 2000 krónur við dyrnar.
Meðal annars sem við flytjum er lag Gunnsteins Ólafssonar, stjórnandans okkar við ljóð Steins Steinarrs, Landsýn 26.5.1954. Ég er í senn hrifinn af ljóðinu og laginu og birti það fyrra hér (þið verðið að koma á tónleikana til að heyra lagið, hehe):

Landsýn
26.5.1954


Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá,
mitt þróttleysi og viðnám í senn.
Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá,
hún vakir og lifir þó enn.

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,
og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.
Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,
mín skömm og mín tár og mitt blóð.

-- Steinn Steinarr

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Allt í nafni frjálshyggju og frelsis*

Er von að ég spyrji mig hvað bókafélaginu Uglu gengur til þegar það gefur út í sömu seríu bækurnar “Íslamistar og naívistar, “Ranghugmynd Richards Dawkins” og “Dýrmætast er frelsið”. Þessum bókum virðist síður vera ætlað að opna upplýsta málefnalega umræðu heldur en að ala á afturhaldi, paranoju og kreddum. E-r stokkfreðinn afturhaldspoki skrifar e-a dellubók, svo hann er þýddur og honum hampað þarna eins og hann væri Múhameð spámaður. Þetta kemur manni þó kannski minna á óvart þegar maður spáir í því að sama útgáfa gefur út Þjóðmál. Það er ekki laust við að mér fljúgi í hug orð Georgs Bjarnfreðarsonar í Næturvaktinni í garð Hannesar Hólmsteins: “Forheimska alþýðunnar er ykkar styrkur!”
En svona í alvöru talað: “Vuut the fugg?”

Ég keypti mér um daginn bókina “Löstur er ekki glæpur” eftir Lysander Spooner. Gefið út af Andríki. Sýnist bókin forvitnileg. Spooner færir rök fyrir því að á meðan lestir manns skaða ekki náungann, og á meðan sá fyrrnefndi sé sjálfráða, þá ætti ekki löggjafinn ekki að refsa fyrir slíka lesti eins og glæpur væri.
Nú segir hins vegar í lokaorðum formála útgefanda (leturbreytingar mínar): “Flest mannleg hegðun er með einum eða öðrum hætti úthrópuð sem löstur um þessar mundir. Allt frá sælgætisáti til klámfíknar og tóbaksnautnar. Heilsupostular, umhverfissinnar, femínistar og aðrir umvöndunarmenn eiga mestan þátt í þessu. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja annað en að slíka menn skorti umburðarlyndi gagnvart hegðun annara. Þeir mega tala sig hása gegn hvaða hegðun sem er. Það er þeirra réttur. Vandinn liggur í því að menn freistast til að leiða þennan skort á umburðarlyndi í lög. Gegn því hefur sjaldan verið mikilvægara að sporna".

Það var og. Ú á vondu femínistana sem vilja ekki leyfa okkur að rúnka okkur í friði yfir klámi því þeir hafa áhyggjur af því að konur séu lítillækkaðar og undirokaðar. Ú á umhverfishippa og trjáfaðmara. Ú á helvítis fasistana sem vilja fá að vera í friði fyrir tóbaksreik.

*Smá Bubbavísun

Lag dagsins: Boom Boom úr Flight of the Conchords:


Einn eftirlætis rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut, (höfundur Slaughterhouse Five, Cat's Cradle, Sirens of Titan, Breakfast of Champions, Mother Night o.fl.) hefði orðið 86 ára í dag, hefði hann lifað. Það er mikill missir af honum en gott að eiga verk hans að, bæði í ræðu og riti. Ég mun ævinlega finna til væntumþykju og þakklætis í garð Kurt Vonnegut og leyfi honum að eiga lokaorðin:

"If you want to take my guns away from me, and you’re all for murdering fetuses, and love it when homosexuals marry each other, and want to give them kitchen appliances at their showers, and you’re for the poor, you’re a liberal. If you are against those perversions and for the rich, you’re a conservative. What could be simpler?"

Vonnegut endaði síðustu bókina sína sem var gefinn út meðan hann lifði; A Man Without a Country, með ljóðinu Requiem:

Requiem

When the last living thing
has died on account of us,
how poetical it would be
if Earth could say,
in a voice floating up
perhaps
from the floor
of the Grand Canyon,
“It is done.”
People did not like it here.


"Hello, babies. Welcome to Earth. It's hot in the summer and cold in the winter. It's round and wet and crowded. At the outside, babies, you've got about a hundred years here. There's only one rule that I know of, babies—God damn it, you've got to be kind." -- Elliot Rosewater í God Bless You, Mr. Rosewater

mánudagur, nóvember 10, 2008

Lag dagsins: The Beautiful People með Marilyn Manson

föstudagur, nóvember 07, 2008

Rahm Israel Emmanuel

Fyrst nafni minn spurði mig um viðhorf mín til Rahm Israel Emmanuel, tilvonandi starfsmannastjóra í Obama-stjórninni (ég hef tekið eftir því hversu sjaldan millinafnið hans er notað í fréttum, I wonder why) þá hef ég allav. lesið að hann hafi stutt Íraksstríðið og hann er dyggur stuðningsmaður AIPAC. Í samræmi við það virðist hann líka gjarn á að skella skuldinni á Palestínumenn eða leiðtoga þeirra, fremur en hernámsliðið. Krafan um að Palestínumenn láti af hryðjuverkum er fáránleg á meðan engin sambærileg krafa er gerð til hernámsveldisins Ísraels, að þeir láti að ríkishryðjum í garð Palestínumanna. Hann var sjálfboðaliði í IDF í Persaflóastríðinu og var viðriðinn fjármálaskandal (tekið af Wikipedia):
Emanuel held a seat on the quasi-governmental Freddie Mac board, which paid him $231,655 in director’s fees in 2001 and $31,060 in 2000. During the time Emanuel spent on the board, Freddie Mac was plagued with scandal involving campaign contributions and accounting irregularities.[32]
A 2006 Chicago Tribune article raised speculation regarding a possible connection between Emanuel's Congressional election success and convicted former Chicago water department boss Don Tomczak.[32]
USA Today reported in late January 2007 that Emanuel failed to disclose that he was an officer of a family charity, a violation of law requiring members of Congress to report non-profit leadership roles. The charity does not ask for outside donations and is funded by Emanuel and his family.[33]


Þetta er svona það helsta sem ég er gagnrýninn á hann fyrir, miðað við það sem ég hef lesið. Fyrir framboð hafði Obama oft lýst yfir samúð með málstað Palestínumanna en fór að hljóma mun AIPAC-sinnaðri þegar leið á kosningabaráttuna. Ég vonaði að þetta væri týpískur pólitískur sleikjuskapur, enda er það pólitískt sjálfsmorð að gagnrýna Ísrael í Bandaríkjunum, en nú er ég ekki svo viss, "mér ógna þau vinda ský" eins og gamli þulurinn sagði.

Obama lofar "breytingum", en þegar lýtur að málefnum Mið-Austurlanda hljómar þetta fremur eins og meira af því sama. Kreddufesta og skilyrðislaus stuðningur við Ísraelsríki, án þess að reynt sé að takast á við rót vandans og tryggja sjálfsögð mannréttindi fólksins á svæðinu mun ekki færa því frið.

Heilbrigðisstefna Emmanuels hljómar hins vegar ekkert illa og gott að hann er pro-choice, virðir rétt kvenna til fóstureyðinga.

Ég er sammála Einari; Við fengum alla vegana ekki Palin sem næstráðanda. Tilhugsunin um Söruh Palin sem næst-eða hæstráðanda er óhugnarleg...
Rétt eins og tilhugsunin um 8 ár af forsetatíð Bush yngri.

...

Ég tek svo undir með Colin; það er mikil synd að heimafylki hans California ásamt Arizona og Florida hafi kosið gegn því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.

...

Lag dagsins: Won't Get Fooled Again með The Who (þetta myndband er úr The Kids Are Alright):

...

Ég er farinn í Bandcamp í Hlíðardalsskóla yfir helgina með Háskólakórnum, þar sem við munum æfa Messías eftir Händel og svalla, sumbla og svolast þess á milli. Ég er þegar búinn að upphugsa skemmtiatriði sem ég samdi mestmegnis á kóræfingunni í gær (Ví fyrir mér! Fyrir þá sem sáu til: Þetta er ástæðan fyrir párinu og pukrinu hjá mér í gær). Það er svo sem týpískt að ég fái andann yfir mig á óþægilegasta tíma (þegar ég þarf að vera að einbeita mér að söngnum) svo ég hripaði niður það sem ég gat á meðan þetta gutlaði enn ferskt í kollinum.
. Í millitíðinni mæli ég eindregið með The Colber(t) Repor(t) og The Daily Show.

Góða helgi.

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Af forsetakosningum í Bandaríkjunum

Í nótt eru kosningar í Bandaríkjunum og maður hefur blendnar tilfinningar, að ekki sé sagt að maður sé pólitísk taugahrúga, þegar maður spáir í hversu mikið er í húfi. Ég trúi að eftir langa valdasetu Bush & félaga þyrsti bandarísku þjóðina og umheiminn í breytingar. En spurningin er hvernig þær eiga að verða. Eins og maðurinn sagði, þá er mun auðveldara að vita hverju maður er á móti heldur en hvað maður aðhyllist. Það þyrfti gagngerar breytingar á kerfinu úti eins og heima til þess að ástandið gæti batnað.
John McCain er herskár og forpokaður íhaldsskarfur og Sarah Palin, well, 'nuff said. Það get ég helst sagt McCain til ágætis að hann tekur eindregna afstöðu gegn pyntingum, talar enda af reynslu, hafandi verið pyntaður í Víetnam.
Obama hefur sjarma og lofar ýmsum breytingum en ég er skeptískur. Clinton hafði líka sjarma sem gerði honum kleyft að komast upp með ýmis myrkraverk. Í dag muna flestir helst eftir Lewinsky-málinu, búið og basta. Af orðum Obama og gjörðum að dæma sé ég ekki fram á miklar breytingar. Obama hefur t.d. gefið í skyn að hann væri reiðubúinn að láta varpa sprengjum á Pakistan, hann vill aukinn hernað í Afghanistan og gekk skrefinu lengra en flestir í sleikjuskap við AIPAC. Þó að hann þræti fyrir það, þá er framboð hans styrkt af auðvaldinu.

Tveir af eftirlætis dálkahöfundunum mínum hafa fylgst náið með kosningabaráttunni, ísraelski friðaraktívistinn Uri Avnery og ástralski fréttamaðurinn John Pilger.

John Pilger er gagnrýninn á frambjóðendur og kerfið. Hann tekur Obama fremur á orðum hans og gjörðum hingað til. Það er sannarlega vert að rifja upp greinar hans; Obama, the prince of bait-and switch,In the great tradition, Obama is a hawk,From Kennedy to Obama: Liberalism's Last Fling ogThe Dance Macabre of US-style Democracy

Uri Avnery hefur einnig fylgst vel með, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem kosningarnar gætu haft á Ísrael og samskipti Palestínumanna og Ísraela, og skrifað áhugaverðar greinar þar sem hann íhugar framboð Obama og möguleg áhrif þess á átökin í Mið-Austurlöndum. Hann er bjartsýnni en Pilger, en e.t.v. glámskyggn. Avnery telur ekki mikið að marka kosningaloforð, flest sé þetta tal til að krækja í atkvæði sem víðast og það sé eðlismunur á McCain og Obama, en Pilger telur þá í heildina hluta af sama kerfi. Avnery sleppir þó ekki gagnrýni á Obama, t.d. á AIPAC-sleikjuskapinn. Það er líka vel þess virði að skoða greinar Avnery ( í tímaröðini nýjasta til elsta); Our Obama, King of the Planet, A Knight on a Grey Horse, Satan's Counsel, No, I Can't og Two Americas.

E-n veginn óttast ég að Pilger hafi rétt fyrir, þó ég voni að Avnery hafi rétt fyrir sér, í ljósi þess að Obama er sterkur kandídat. Það er spurning hversu maður dæmir menn eftir orðum þeirra fyrir kosningar. Í raun er ómögulegt að vita það fyrr en eftir kosningar, á endanum eru það auðvitað verkin sem tala. Eða eins og Sókrates sagði: "Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt", allav. ekki á þessu stigi. Allt getur gerst. Ég minni líka á að úrslitin eru engan vegin ljós á morgun, talning getur dregist, það getur verið endurtalið og ámóta kosningasvindl getur átt sér stað og þegar Bush náði völdum, sökum meingallaðs kerfis, véla og klækjabragða til að útiloka að fólk geti kosið og fá atkvæði ógild með skriffinnsku. Loks á svo hæstirréttur eftir að kveða upp úrskurð sinn.

Það er gömul saga og ný að fólkið sem ég myndi vilja sjá ná valdastöðum nær þeim sjaldnast, eða þá ekki háum. Þannig studdi ég t.d. helst Þriðju leiðina í forsetakosningunum í Palestínu, sem Dr. Mustafa Barghouti fór fyrir. Hann hefur mér löngum þótt vera rödd skynseminnar í deilunni. Af þeim sem nú eru í framboði til forseta í Bandaríkjunum líst mér líklega best á Jerry White og Bill Van Auken sem fara fyrir Socialist Equality Party. Stephen Colbert fór í grínframboð í einu fylki og dró framboð sitt seinna til baka, en hefði hann haldið framboðinu til streitu hefði ég pottþétt kosið hann, hefði ég mátt kjósa. Ég minni þó kjósendur í Marvel-heiminum á að hann er enn í framboði þar. Ég hefði einnig stutt Jon Stewart, hefði hann gert alvöru úr því að fara í framboð. Khalil Bendib gat ekki orðið forseti þar sem hann er ekki fæddur í Bandaríkjunum, en hann hefði eflaust orðið fínn forseti. Hann var með slagorð eins og “The prez with the fez” og “The pen is funnier than the sword”. Noam Chomsky myndi líka eflaust seint bjóða sig fram í núverandi kerfi, verandi fremur hallur til anarkisma, plús það að ég hugsa ekki að hann hefði áhuga á því, en hann ætti minn stuðning vísan. Vel þætti mér líka að sjá Paul Krugman sem fjármálaráðherra.

...

Maður fær víst ekki alltaf það sem maður vill. *dæs*

Þá er alltaf gott og hressandi að fylgjast með umfjöllun Jon Stewart í The Daily Show um forsetaframboðin. Við það má bæta að ég hef oft heyrt fólk tala um að menn á borð við Spaugstofukarlana hafi gengið of langt í gríninu sínu á kostnað valdamikils fólks í samfélaginu. Þeir gagnrýnendur ættu að kynna sér hvernig grínistar taka á sínu valdaliði í Bandaríkjunum. Það er gjörsamlega tekið í nefið, allav. í bestu þáttunum, t.d. The Daily Show, South Park og The Colber(t) Repor(t). Í samanburði er þessi gagnrýni hreinlega hlægileg, það er alla jafna farið stimamjúkum silkihönskum um valdaliðið hér heima og því þykir jafnvel oft upphefð að birtast í Spaugstofunni, en ég held ekki að valdaliðið útí í Bandaríkjunum sé sérlega hrifið af því að vera dregið sundur og saman í háði í The Daily Show.
Besti pólítíski grínistinn hér heima finnst mér vera Halldór Baldursson. Gott að hafa e-n sem sýnir smá tennur. Hann hlífir heldur engum og gerir ekkert upp á milli manna pólitískt þegar kemur að góðu háði.

Lög dagsins eru Elected með Alice Cooper:


og America með Rammstein


Að endingu vona ég að kjósendur hafi kynnst sér framboðin og kosið eftir sinni bestu samvisku.
Vel gerir sá sem lifir í voninni.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.