fimmtudagur, júlí 31, 2003

Sögulegur dagur.Í fyrsta sinn í lífi mínu blogga ég, og feta þar með í fótspor margs góðs strætóbílstjórans og baðvarðararins. Í augnablikinu kallast þessi bloggsíða ,,Andaktugi ungi maðurinn" en gæti allt eins heitið ,,Maðurinn sem hafði ekkert aðsegja". Fjandinn. Ég er of sveittur á höndunum til að skrifa. Kötturinn minn klórar í slitinn tágastólinn hér niður í kjallara. Er að hlusta á Billion Dollar Babies með Alice Cooper. Schnilld. Veit ekki hvort ég nenni aðgefa e-ð prófæl um mig núna, veit ekki hvort maður geti bætt því síðar. Ég kann nefninlega ekki hundsrasggat á svona blogdæmi. Já, margt hefur gerst í lífi mínu undanfarið og maður veit varla hvar maður á að byrja.Kannski á byrjuninni, ég veit það ekki. Tja, var bara að vinna í dag, ósköp lítið að segja frá, hef verið að vinna á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í mánuð, vann þar áður í tvær vikur sem vinnumaður á bænum Grund á Borgarfirði eystra.

Eftir að ég ritaði málsgreinina hér á undan tók ég mér vænt hlé til að klára að horfa á Woody Allen-myndina Annie Hall, sem ég leigði mér í gær. þessi mynd er yndisleg snilld eins og allar Allen-myndir sem ég hef séð til þessa.

Lossí (Lovísa) frænka mín bauð okkur mömmu í mat. Pabbi var að vinna heima og Vésteinn bróðir minn farinn til Deutschland á Wacken-metalhátíðina, ásamt Telmu kærustunni sinni og frændum mínum Ara og Bessa.
þarna voru sem sagt ég, mamma, amma, Stella og Lossí og þetta var mjög notaleg kvöldstund. Lossí eldaði fínasta lasagna, gómsætt grænmeti, bragðgott brauð og smakkgóðar (er það orð?) smákökur (sem Helga frænka mín eldaði).

En að öðru, ég fékk frábærar fréttir í gær. ÉG KEMST TIL KRÍTAR! Jibbíjæhúllabbalabbaleijesserrí!!!!!!!!!!!!! :) :) :D
Þannig var að vegna skipulagsklúðurs míns og miskilnings milli mín og Grjóna, leit ekki út fyrir að ég kæmist í ferðina. Ég var loks settur á biðlista, vélin þá troðfull. En síðan var hringt í mig frá Úrvali-Útsýn í dag og mér var tilkynnt að það hefði losnað pláss og mér stæði til boða að halda vígreifur til Krítar. Mig vantaði einungis að koma mér í herbergi. Upphófst þá heilmikið stagl, þar sem ég hringdi til hægri og vinstri í það fólk sem átti pláss laust í herbergjum sínum. Talaði fyrst við tvo skólabræður mína sem voru tveir í herbergi og höfðu borgað eitthvað 7500 kr. fyrir aðvera bara tveir. Ekki vildu þeir hafa mig. Svo hringdi ég að eins meira. Loks talaði ég viðMK-inga sem voru þrír saman. Þetta virtust mínir síðustu úrkostir, og ég útskýrði það fyrir piltunum, ég myndi auk þess bara sofa þarna, þeir þyrftu varla annars að vita af mér. En nei. þeir sögðust ekki þekkja mig, og voru ekki vissir um að þeir gætu treyst mér. ,,Vitum ekki hvort við höndlum það...", ,,vorum búnir að plana þetta svona..." ...blablabla
Djöfullinn
þarna var ég sumsé búinn að reyna alla sem Áslaug hjá Ú.Ú. hafði nefnt að væri laust hjá. Hún sagði mér hins vegar að hringja í Ásdísi Eir, enda sá hún um þetta á vegum MR, hún hlyti að geta fiffað þessu. Ég talaði við hana og loks kom upp úr krafsinu að það var laust fyrir einn í viðbót í herbergi hjá Aðalsteini, Einari nafna mínum og Arngrími. Nú, ég tala við kauða og þeir bara sáttir. Náði reyndar ekki í Agga, en ég trúi varla öðru en hann verði mér miskunsamur Samverji.

Telma fer til náms í læknisfræði í Ungverjalandi og verður í e-ð 5-6 ár. Þar með flytur Vésteinn líka þangað um jólaleitið (hef aldrei munað hvort það er ,,leiti" eða ,,leyti") til 5 ára. Ég á nú eftir að sakna hans, nógu leiðinlegt að Jórunn og Arnar (systir mín og mágur), Valli og Katrín Ásta (systurbörn mín, 2ggja ára og 7 mánaða og rúmlega hálfs) séu í Svíþjóð. ARRRRGGGHHHH!!!!!!! ALLIR ERU AÐYFIRGEFA MIG!!!! SAMSÆRI TALIBANA OG BAÍVARÍA!!!!!

Annars er gaman frá því að segja að Katrín Ásta var skírð um daginn. Afskaplega falleg og hlýleg athöfn í Þingvallakirkju. Séra Axel skírði hana. Amma lék á orgelið og þurfti nokkuð að hamast á belgnum sem virtist alveg loftlaus. Katrín Ásta hló og brosti og klappaði saman lófunum í skírninni.
Lokalagið sem við sungum var svo ,,Öxar við ána" sem við sungum marserandi á leið út úr kirkjunni. Skírnarveisluna héldum við svo í sumarbústaðnum okkar og var hún alveg frábær. Arnar og Jórunn gistu með börnin og ég með. Við Arnar skröbbluðum en endaði jafnt, því Arnar var orðinn það þreyttur. Nokkrum dögum áður höfðum við Vésteinn verið að hjálpa Mark (smiður sem hefur verið að hjálpa okkur við ýmsar framkvæmdir) að leggja gangstéttina fyrir framan bústaðinn. Verst er að húsið er meira og minna byggt á hrauni og við vorum að djöflast með járnkörlum og hökum við að brjóta klöppina fyrir framan upp. Oft Tókst okkur að höggva út grettistökin en áttum þá enn eftir að losa þau frá jörðu og hífa þau úr ,,gryfjunni". Og þetta kostaði meira erfiði heldur en það skilaði árangri. Eftir tveggja daga púl afréð Mark að kaupa bor til að beita á þetta. Hann keyrði mig í bæinn (Ég var lengur að vinna með honum, Vésteinn var búinn að bóka sig annað) hlustuðum við á rokk og ról í bílnum, m.a. Ten Years After. Mark hefur mjög góðan smekk fyrir tónlist og er drengur góður.


Sá líka Conan The Barbarian um daginn, Í fyrsta sinn í heild sinni. Ég hafði áður bara séð smá brot. Hún er æðisleg. Sá líka Terminator III og hafði mjög gaman að henni. Arnie kilikkar ekki. Skil samt ekki afhverju þeir fengu ekki Edward Furlong í Hlutverk John Connor.

Ég veit ekki hvort það er til aðdáendaklúbbur Arnie á Íslandi. Ef svo er ekki, þá stofna ég hann hér með og lýsi sjálfan mig formann!



Nú er ég annars hræddur um að fresturinn í smásögukeppnina hans Agga sé liðinn. Ég reyndi fyrir mér með kvikmyndahandrit sem byrjaði ágætleglega. Ég er með ýmis minnisatriði um hugmyndir að því sem getur gerst en vantar þennan extra innblástur til að... hvernig orðar maður það... datt úr mér... vita hvernig ég á að útfæra það. Það er kannski svona helsti gallinn. Svo vantar mig að krydda þetta dáldið betur, útfærslan er vandasöm og vantar aukið púður. Auk þess hef ég náttúrulega aldrei skrifað kvikmyndahandrit áður.

Þið munið eftir fréttinni um sviplegt andlát David Kelly. 5 dögum seinna er manni sagt hann hafi svipt sig lífi. 5 DÖGUM SEINNA. Finnst mér einum það vera stuttur tími til að ganga úr skugga um dánarorsök, 5 daga rannsókn? HVERNIG Í ANDSKOTANUM geta menn eftir 5 daga þóst 100% vissir á að hann hafi framið sjálfsmorð? Mér er spurn. Hins vegar leka þeir þessu strax til fólksins og það er orðin ,,staðreynd" í hugum fólks, þó svo að maður viti í raun ekkert meira.

Bush og Blair hafa logið að, og svikið heimsbyggðina, þeir gáfu sífellt nýjar afsakanir fyrir árás á Írak. Gereyðingarvopn (sem fundust aldrei), meint samband við Al-Quaida (sem sannaðist aldrei) og loks hvað Saddam er vondur. Jáh. Einmitt þess vegna styrktu bandarísk yfirvöld hann til valda, veittu honum efnavopn til að beita á Írani og steyptu honum EKKI af stóli eftir fyrra Íraksstríð. Nei, þeir hafa hins vegar tryggt það að halda Írak í lægð með því að varpa reglulega sprengjum á landið. Þeir hafa beitt ótrúlegum hroka og hræsni til að ná sínu fram, hunsað öll boð og bönn og sáttmála og núna síðast sannaðist að fjas George Bush um Úraníum námurnar var lygi frá rótum!
Eða eins og Jay Leno orðaði það: ,,I mean, hey! It's not like we went to war or anything!"
Í öllu þessu segir Tony Blair bíræfinn ,,Sagan mun fyrirgefa okkur"


Hversu heimsk heldur Tony Blair að sagan sé?





Nú standa yfir miklar umræður um varnarliðið. Ríkisstjórn Íslands vill fyrir alla muni halda þeim hér. Fyrst, þegar ég heyrði að þeir væru að fara var ég á báðum áttum. Ég ræddi þetta við Véstein. Ég hugsaði sem svo, hvað myndi nú gerast, ef einhver réðist á okkur, minnugur þess að við vorum á hinum eftirminnilega lista yfir lönd sem voru samþykk árásinni á Írak.
þá spurði Vésteinn mig: ,,Hver færi að ráðast á okkur?"
Ég hugsaði mig lengi um. Við eigum í friði við allar Evrópuþjóðir og erum í NATO. Enginn í Evrópu sem ég gat séð að hagnaðist af því. Eftir langa umhugsun þá datt mér einungis í hug N-Kórea, að þeir eru með gereyðingarvopn. Og þau drífa ekki einu sinni hingað. Og ég spyr mig enn. Hví þurfum við her? Hverjir ættu að ráðast á okkur?

Sá myndir af líkum sona Saddams Hussein. Bandarísk yfirvöld monta sig af því að hafa vegið þá með köldu blóði til að breiða yfir þá staðreynd að þeir eru jafn langt frá því að hafa upp á Saddam og þau hafa alltaf verið. Og líkin voru óþekkjanleg, líkust gínum eða vaxbrúðum. Manni fannst þetta hafa getað verið hver sem er.
Whatever happened to Osama Bin Laden anyway?





Að endingu sá ég Hollywood Ending um daginn. Mér fannst hún frábær og fór út af henni með breitt sælubros á vör. Skil ekki að hún hafi fengið svona slæma dóma.
En jæja, ég á frí á morgun og ætla að fara að horfa á Friends.

Tschüss


ps: Eins og áður sagði kann ég ekkert eins og er að setja inn myndir, linka, kommentakerfi og blablabla, en vonast til að það lærist og að þessi síða verði ögn glæsilegri :)







Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.