þriðjudagur, maí 31, 2005

Sumarnætur

Þegar miðnætursólin skín
stíga blómarósirnar úr dvala
skríða úr vetrarhíðinu
og springa út
söngvarnir óma
og dansinn dunar
trumbuslög hjartanna
eitt brennur, annað brestur
vessar streyma inn og út í villtri hringrás
þau rísa í vestri og hníga í austri
því fengitíminn er hafinn

mánudagur, maí 30, 2005

Fór líka á mjög góða tónleika í Smekkleysubúðinni í fyrradag. Þar lék Huun -Huur-Tu hópurinn frá Tuvu í Síberíu og söngkonan Nina Nastasia. Ég keypti mér disk með þeim fyrrnefndu í kjölfarið. Huun-Hur-Tu leika á ýmis strengjahljóðfæri og bumbu en sérstæðastur er þó söngurinn, hinn svokallaði barkasöngur, sem þeir munu frægastir fyrir. Hljóðin koma djúpt neðan úr hálsinum, svo minnir á fugl, ekki ósvipað rjúpu. Frábær tónlist.

miðvikudagur, maí 25, 2005

Einar fór í bíó, pars quartus:
Star Wars - Revenge of the Sith



The circle is complete. Fór á Revenge of the Sith úti í Svíþjóð með Arnari. Þvílík mynd! Hún fór fram úr mínum fremstu vonum og skildi mig eftir agndofa. Allt gengur upp og hún tengir vel við báðar seríur. Þessi mynd verður klassík, hlýðið á orð mín! Sendi yl um gamla nördahjartað, á svona stundum verður maður stoltur af að vera Star Wars-nörd. Hefði kannski mátt kalla hana Revenge of the Nerds- With a Vengence ;) Ætla svo aftur á hana með Dodda. Þessi mynd er lang lang besta myndin af þeim nýju by far og tvímælalaust ein allra besta Star Wars-myndin. Gætum jafnvel tekið maraþon. Hlakka til þegar hún kemur á DVD, þá ætla ég þokkalega að kaupa hana, ásamt Attack of the Clones og Clone Wars-þáttunum, verður líka gaman að geta horft á þetta frá a-ö.


Ég er annars nýkominn inn í The Sopranos. Búinn að horfa dálítið á fyrstu og aðra seríuna og fílaði mjög vel. Snilldarþættir.

föstudagur, maí 20, 2005

Sælir eru einfaldir

Ég gekk enn áfram. Það var dimmt í kring um mig – dimmt og dauðahljótt. Mjúkar agnir öskuregnsins strukust öðru hverju við vanga minn. Langt úti í nóttinni skein eldblómið, rautt og glóandi. Eldblómið, sem í einu vetfangi hafði rofið ísdjúp jökulsins, sprungið út til hins stutta, ófrjóa, eyðandi lífs – sem var ekki líf, heldur löðrandi dauði óstýriláta eyðingarafla.

Fyrir nokkrum dögum lauk ég við bókina Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Bókin kom út 1920 og hlaut mikið lof. Hún þótti besta bók hans til þessa og var því jafnvel haldið fram að hún væri besta bók á Norðurlöndum. Sagan er harmræn og myrk, með nokkuð gotnesku yfirbragði, án þess að vera án vonar eða skorta húmor og hún inniheldur bæði hrylling og fegurð.
Sagan gerist á sjö dögum í Reykjavík árið 1918. Katla gýs og bærinn er formyrkvaður. Spánska veikin herjar á bæjarbúa. Dauði, drungi og myrkur ríkir hvarvetna. Aðalpersónur er vinahópur menntamanna; Sögumaðurinn Jón Odsson skáld, málfræðingurinn Benjamín Pálsson, andatrúarmaðurinn Björn Sigurðsson, Páll Sigurðsson, nýskipaður prófessor í sagnfræði við háskólann og Grímur Elliðagrímur læknir. Í upphafi er okkur tjáð að Grímur Elliðagrímur hafi á sjöunda degi farið á geðveikrahæli að eigin ósk. Svo eru raktir þeir atburðir sem leiddu til þessa hörmulega atviks.
Páll og Grímur eru menn andstæðra skoðanna og deila um tilgang lífsins. Grímur trúir á mannsandann og hið góða í manninum, hann er fórnfús og iðjusamur. Páll er fulltrúi sárrar bölsýni, hann hefur enga trú á manninum, hann telur að lífið spyrji einungis hver sé sterkastur í hinni hörðu lífsbaráttu og tilgangur lífsins sé að sigra og bjóta sér aumari menn undir sig. Og þessa heimspeki sýnir hann í verki, sem hefur skelfilegar afleiðingarnar, án þess að skeita um fórnarlömbin. Hann er gersamlega siðlaus og fulltrúi hins illa í manninum.
Eymdin, drungalegt myrkrið og dauðinn stigmagnast og það endurspeglast í sálarlífi persónanna uns kemur að óhjákvæmilegu uppgjöri á sjöunda degi.
Þegar Gunnar skrifaði bókina var stutt síðan heimsstyrjöldin hafði geisað og í henni er uppgjör við molnandi heimsmynd manna. Hér mætast ólík sjónarmið persónanna í glímu við lífsvandann. Gunnar veltir fyrir sér réttlætingu tilveru okkar, sem sjaldan hafði sýnst myrkari, og hverfuls lífs, dauðanum og eilífðinni. Hann veltir fyrir sér einmanaleika, gildi vináttu, ástar og trausts og einstaklingshyggju gegnt húmanisma og valdi tortímingar í formi náttúruafla og í brjósti mannanna.
Mér finnst þessi bók afar mögnuð og einstaklega vel skrifuð. Ég tel hana eiga mikið erindi við fólk og ég vona að sem flestir muni lesa hana sem það hafa ekki gert.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Einar fór í bíó, pars tertius





Doddi bauð mér um daginn á Nexus-forsýningu kvikmyndarinnar Sin City og mér fannst hún frábær. Ekki síst þetta yndislega noir-andrúmsloft í myndinni og geggjuð cinematógrófía. Sin City er skugalegt syndabæli með spillingu, ofbeldi og kynlífi. Myndatkan og sjónarhorn eru stórkostleg, notkun skugga og ljóss er virkilega flott. Myndin er tekin upp í svart/hvítu og eini liturinn sem birtist er rauður, t.d. blóð, varalitur, kjóll, bílar o.s.frv. Myndin byggir á myndasögunum eftir Frank Miller. Hún er afar trú myndasögunum og færir í raun hvern ramma beint á tjaldið. Hafði reyndar ekki lesið myndasögurnar þegar ég sá myndina. Það er annars mjög misjafnt hvernig kvikmyndir byggðar á mydasögum koma út en ég sver það, þetta er eins gott og það gerist! Frábærir leikarar sem spellpassa hlutverkin, góður söguþráður, flottur og létt klisjukenndur díalóg (hann á nú oft að vera það, það er allir klassísku noir-frasarnir) sem svínvirkar. Myndin mun byggja á þremur bókum úr seríunni, fléttar þrjár sögur saman. Fyrst er það ófrýnilega tröllið Marv (Mickey Rourke) sem fer í hefndarför að leita uppi Goldie, sem var honum góð og hann átti ljúfa nótt með en liggur dauð næsta morgunn, heiðarlega löggan Hartigan (Bruce Willis) sem tilheyrir fámennum hópi og renir að vernda litla stúlku fyrir barnaperra og Dwight flækist inn í yfirvofandi stríð milli löggunnar og vændiskvenna. Að sjálfsögðu býr svo meira að baki, en ég vil ekki gefa meira upp, til að spilla ekki fremur sögunni. Myndin verður frumsýnd eftir mánuð og hvet ég fólk til að skella sér þá á hana. Það spillti svo ekki fyrir ánægjunni að sjá myndina textalausa og án hlés. :)

Keypti mér svo fyrstu bókina, The Hard Goodbye í gær, sem er sagan af Marv. Mögnuð bók, alveg þrælmögnuð. Þó ekki séu nema teikníngarnar sem eru gjarnan gerðar í eins konar negative-stíl, „less is more“-hugsun með ljós og skugga, ýmist svart/hvítt eða hvít/svart.

Bróðir minn benti mér á þetta áhugaverða próf,sem kannar heimsýn fólks. Mér finnst þessi skilgreining lýsa mér ágætlega, eins og ég sé sjálfan mig.

You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

88%

Idealist

75%

Postmodernist

63%

Existentialist

63%

Materialist

56%

Romanticist

44%

Modernist

19%

Fundamentalist

13%

What is Your World View?
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, maí 04, 2005

Tony Blair vill láta þróa ný kjarnavopn. Já, það vill hann. Fær mann til að hugsa. Maðurinn sem ásamt ráðamönnum í Bandaríkjunum hefur verið hvað ötulastur við að vara við þeim ógnum sem heimsbyggðinni stendur af gereyðingarvopnum í eigu þjóða í Mið-Austurlöndum. Reyndar fundust engin slík í Írak og allt í besta lagi með að Ísraelar eigi þau.
Það er augljóst að sumum er treystandi fyrir tortímingartólum en öðrum ekki. Þeirra gereyðingarvopn eru eflaust í „almannaþágu“.
Sagt er í þessari grein að búist sé við að Blair verði ásakaður um „hræsni fyrir að þrýsta á ríki á borð við Íran og Norður-Kóreu að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna á meðan hann áformi að þróa nýja tegund vopna fyrir Breta.“ Og hvað er þetta annað en hræsni? Þetta sýnir svart á hvítu hve hugsjónirnar rista djúpt. Þetta er einfaldlega spurning um hver er sterkastur, þá gerir hann hvað sem hann vill og notar hvers kyns áróður til að réttlæta gerðir sínar, mér finnst þetta jafnvel vera að þróast í þá átt að réttlætingar muni ekki þurfa við. Sérlega ef þeim ætlar að takast svona vel að innræta okkur rolluhugsunarhátt. „Við erum frjálsu og góðu súper-vesturveldin, ef aðrar þjóðir gera eitthvað sem okkur líkar ekki er það illt, þeir verða grýlugerðir en ef við gerum það sama er það gott verk, því við erum svo frábærir. Auk þess getum við sprengt ykkur ef þið eruð með eitthvað múður, og verður það einnig gott verk því við berum kyndil frelsisins“. En mér er spurn, erum við Vesturlandabúar í raun svona miklar rollur að lepja þetta allt upp og láta bjóða okkur þetta?

þriðjudagur, maí 03, 2005

Keypti allar Monty Python-myndirnar á DVD í gær. Það voru góð kaup.

BROTHER: "And Saint Attila raised the hand grenade up on high,
saying, 'Oh, Lord, bless this thy hand grenade that with it thou
mayest blow thy enemies to tiny bits, in thy mercy.' And the Lord
did grin, and people did feast upon the lambs, and sloths, and
carp, and anchovies, and orangutans, and breakfast cereals, and
fruit bats, and large --"
MAYNARD: Skip a bit, Brother.
BROTHER: "And the Lord spake, saying, 'First shalt thou take out
the Holy Pin. Then, shalt thou count to three, no more, no less.
Three shalt be the number thou shalt count, and the number of the
counting shalt be three. Four shalt thou not count, nor either
count thou two, excepting that thou then proceed to three. Five is
right out. Once the number three, being the third number, be
reached, then lobbest thou thy Holy Hand Grenade of Antioch towards
thou foe, who being naughty in my sight, shall snuff it.'"
MAYNARD: Amen.
ALL: Amen.
ARTHUR: Right! One... two... five!
???: Three, sir!
ARTHUR: Three!
[boom]

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.