föstudagur, maí 25, 2007

Þegar landið fær mál

Eins og ég er andvígur Jóni Sigurðssyni pólitískt og flokki hans má Jón alveg eiga það sem hann má eiga. Ég held t.d. að hann sé prýðilega gefinn, hann er næmur á skáldskap og hefur góðan smekk. Við deilum allav. aðdáun á skáldskap Jóhannesar úr Kötlum. Á skáldasetrinu fer Jón fögrum orðum um ljóð eftir Jóhannes sem nefnist “Þegar landið fær mál”. Þetta ljóð kveikti ekki síður í mér en Jóni og smelli ég hlekk á umfjöllun hans og ljóðið.

Annað skemmtilegt:Stephen Colbert: Top Five Threat-Downs :D

fimmtudagur, maí 10, 2007

I've got a silver machine

Skellti tónleikadisknum Space Ritual með Hawkwind í spilarann fyrir nokkrum dögum, þá eftir þónokkuð hlé. Þessi diskur er sannarlega ekki allra og sjálfur þarf ég að vera í nokkuð sérstöku hugarástandi til að fíla hann, en þegar svo er hljómar hann býsna töff.
Ef ég ætti að skilgreina Hawkwind þá mætti kannski segja að þeir séu eins konar geimsýrumetall, proto-stoner-rock. Vísindaskáldsögur + tónlistin + Dungeons and Dragons +... öh.. 2001? Pínulítið eins og Pink Floyd snemma á ferlinum en hrárri og rokkaðri. Hawkwind eru eitt mesta költsrokkveit sem um getur og hefur eflaust haft mest áhrif á stoner-rokk af öllum sveitum, ásamt Black Sabbath. “The kind of mind-fucking experience the Ecstacy-Generation could only have dreamed of in their worst nightmares” kallaði Kerrang! diskinn. “”Sit in your room with the lights out and this album on high volume and it will scar you”, varaði svo Lemmy Kilmister hlustendur við. Hann var á sínum tíma ungur bassaleikari í sveitinni en átti eftir að verða frægari sem leiðtogi Motörhead. Hann lék m.a. Inn á Space Ritual. Hér má sjá myndbandið við helsta (gott ef ekki eina) smell sveitarinnar, Silver Machine, sem Lemmy syngur.

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Íslands-Palestínu, er sextugur í dag. Ég óska honum hjartanlega til hamingju með daginn.

Meiri blessuð blíðan í dag. Ágætt að sitja úti með appelsín og kaffi, lesa Vonnegut og njóta sólarinnar. Hyggst svo skella mér í sund um sexleitið.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Orð dagsins og bókakaup

Litlu heilræða-og hjálparbækurnar sem hægt er að kaupa við afgreiðsluna í Mál og menningu eru þar kölluð “Litlu sponsin”. Það þykir mér fyndið.

Í Máli og menningu keypti ég mér nýju bókina hans Óttars M. Norðfjörð; Jón Ásgeir og afmælisveisluna. Bráðskemmtileg bók. Á Næsta bar keypti ég mér líka ljóðabókina Handsprengja í morgunsárið eftir Eirík Örn Norðdahl og Ingólf Gíslason. Samanstendur hún af tveimur hlutum, sá fyrri eru þýðingar ljóða eftir Radovan Karadzic, Che Guevara, Saddam Hussein, Osama bin Laden, Ayatollah Khomeini, Ronald Reagan o.fl. Seinni hlutinn er svo ljóð íslenskra stjórnmálamanna og umræðufólks, sem unnin eru upp úr ræðum þeirra og ritum. Ég mæli sérstaklega með þessari seinni bók.

Ég annars að lesa Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut núna. Mjög góð það sem á er liðið lestri.

Það styttist í tónleika Goran Bregovic og ég iða í skinninu.

Að sama skapi er ég ansi spenntur fyrirþessari bók.

laugardagur, maí 05, 2007

Hetjan mín?

Ég á mér ýmsar, þar á meðal þennan gaur.

föstudagur, maí 04, 2007

Em ek búinn í prófum

Og það er ágæt tilfinning. Prófin gengu vel, held ég bara. Then again, I AM a fookin' genious... :)
Sama held ég að megi segja um ritgerðirnar.

ABBA hefur verið mikið í spilun hjá mér og lög dagsins eru öll með þeim; Take a Chance On Me, S.O.S.,Fernando , Mama Mia og Voulez Vous og Chiquitita .

Við þetta má bæta að cover HAM af Voulez Vous er eitthvað flottasta cover sem ég þekki.
Skrollið niður síðuna uns þið komið að HAM. Þar er hlekkur á lagið. Þar má líka finna lagið "Svín" með sömu sveit.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Streaming through the starlit skies, travelling by telephone..

...Hey ho, here we go! Ever so high.

Klukkutími og kortér í bókmnenntapróf, fyrsta og eina prófið mitt á þessari önn. Hyggst taka fyrir nálgun Seamus Heaney á stjórnmálin, ofbeldið og ræturnar í N-Írlandi og ljóð Stevie Smith.

Lag dagsins: Flaming með Pink Floyd, af plötunni The Piper At The Gates Of Dawn.

"...and it feels like spinning plates"
--Radiohead.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.