fimmtudagur, september 28, 2006

Af andakt drengs og manns
Eða: Mínar fimm mínútur frægðar


Eitt sinn var andaktugi ungi maðurinn andaktugur ungur drengur. Er hann var sex ára kom hann fram í sjónvarpinu hjá Hemma Gunn, var einn af krökkunum. Hemmi Gunn var ein af æskuhetjum andaktuga unga drengsins og dreymdi hann um að verða eins og Hemmi þegar hann yrði stór. Maðurinn var einfaldega svalastur. Alltaf í stuði, alltaf hress – ekkert stress. Hermann Gunnarsson hringdi í andaktuga unga manninn fyrir nokkrum dögum og tjáði honum að hann hefði fengið þá hugmynd að smala saman mörgum af nú uppkomnum börnunum og athuga hvar þetta fólk væri í dag.Varð honum hugsað til andaktuga unga mannsins og spurði hann hvort hann vildi koma fram í fyrsta þætti þáttaraðar sem Hemmi er nú með á stöð 2, sem ku verða ekki ósvipaður Á tali. Andaktuga unga manninum þótti gaman að þessu og sagði „Hvers vegna í fjáranum ekki?“ við sjálfan sig. Verður þættinum sjónvarpað í beinni útsendingu í kvöld nokkrar mínútur yfir átta.

Andaktugi ungi maðurinn minnir lesnendur sína á að í kvöld verður slökkt á götuljósum í Reykjavík í tilefni þess að sama kvöld hefst ALþjóðelg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Minnir að þetta hefjist klukkan níu. Borgarbúar fá að líta stjörnuhimininn í allri sinni dýrð, lausir við ljósmengun, í hálftíma.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.