laugardagur, október 29, 2005

Þetta þykir mér áhugavert: Gunnar og Þórbergur - Líf tveggja skálda, námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Ég er alvarlega að spá að skrá mig á það.

föstudagur, október 28, 2005

Í gær horfði ég á Motorcycle Diaries. Mér fannst hún afbragð. Hún segir frá frá ferðalagi sem Ernesto Guevara og vinur hans, Alberto Granada héldu í á mótorhjóli, í ætluninni að ferðast um alla rómönsku Ameríku. Þá var Guevara 23gjja ára og Granada 29 ára. Þeir leggja upp ungir og saklausir, fullir eldmóðs, ævintýraþrár og sýnir þessi mynd bæði styrk vináttu þeirra og breytingarnar sem verða á þeim við fátæktina, eymdina og óréttlætið sem þeir verða vitni að. Þetta er því um leið þroskasaga og veitir manni innsýn í hvernig hugsjónir Guevara þróuðust. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Landslagið er líka með ólíkindum og tónlistin góð. Ég verð að lesa dagbækurnar sem myndin er byggð á við tækifæri og kynna mér ævi Guevara almennilega. Margir hafa sínar skoðanir um Guevara, ég tel mig ekki tilbúinn að fella neinn dóm um hann, sökum vanþekkingar. Ef maður ætlar að geta myndað sér skoðun um einhvern verður maður líka að vita hvað mótar hann, og hvað viðkomandi gengur til.

Þetta er ekki saga um hetjudáðir. Þetta er saga um tvo menn sem lifðu samhliða um hríð. Þeir höfðu sömu þrá og svipaða drauma. Vorum við þröngsýnir, hlutdrægir eða fljótfærir? Voru ákvarðanir okkar of harðskeyttar? Kannski. Á ferðalagi okkar um rómönsku Ameríku breyttist ég meira en mig grunaði. Ég er ekki sami maðurinn. Ég er ekki sá maður sem ég var áður.
--Ernesto „Che“ Guevara

miðvikudagur, október 26, 2005

30 ár eru liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf á Íslandi til að mótmæla launamisrétti kynjanna. Ég vil óska öllum landsmönnum til hamingju með nýliðinn kvennafrídag. Ég brá mér í gönguna og voru þar milli 45.000 og 50.000 konur og menn einnig saman komin til að krefjast jafnréttis. Það er sorglegt að árið 2005 þurfi að berjast fyrir jafnrétti, að enn sé kynbundinn launamunur og að kynin njóti ekki jafnra réttinda og virðingar í samfélaginu. Það blés manni hins vega kapp í brjóst að standa í göngunni, líta mannhafið hvert sem augað eygði og finna andann í hópnum. Gleðina, baráttu-og frelsisandann. Maður fann fyrir afli fjöldans. Vona ég að kné verði látið fylgja kviði. Ég vil sjá meira af þessu. Að fólk standi upp og krefjist réttar síns og krefjist mannréttinda fyrir sig og alla. Það hlýtur að vera grundvallar krafa alls fólks.

sunnudagur, október 23, 2005

Í dag fagnaði við fjölskyldan útskrift míns kæra bróður, en hann útskrifaðist með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. :)

Það var glatt á hjalla og skálaglamm í vísindaferð enskudeildarinnar í Skjal í gærkvöldi. Ég þakka höfðinglegar móttökur. Frá Skjali var svo haldið á Celtic Cross og gleðskapnum haldið áfram. Einn mesti hápunktur kvöldsins hlýtur að vera The Drunk Scottish Song í flutningi Sam.

Loksins er ég búinn með hljóðfræðiverkefnið og er það léttir. Það hefur valdið nokkrum heilabrotum síðustu daga. En nú er mál að linni í bili, klukkan orðin margt og ég ætla að taka á mig náðir. Góða nótt.

föstudagur, október 21, 2005

Réttarhöld yfir Saddam Hussein standa yfir sem og kosningar um stjórnarskrá Íraks. En það er ekki bjart um að lítast í Írak.
Ég bendi á ágæt skrif bróður míns og Þórðar um þetta mál. Uri Avnery hefur einnig skrifað góða grein, What Awaits Samira? um horfur í Írak. Hvað sjálfan mig varðar, þá hef ég að mestu viðrað skoðanir mínar á réttarhöldunum yfir Saddam Hussein áður og má nálgast þær hér

miðvikudagur, október 19, 2005

Fyrst ég minntist á The Grapes of Wrath í færslunni á undan held ég að sé tilvalið að láta hér fylgja þetta magnaða kaflabrot:

The western land, nervous under the beginning change. The Western States, nervous as horses before a thunder storm. The great owners, nervous, sensing a change, knowing nothing of the nature of the change. The great owners, striking at the immiediate thing, the windening government, the growing labor unity; striking at new taxes, at plans; not knowing that these are results, not causes. Results, not causes; results, not causes. The causes lie deep and simply – the causes are a hunger in the stomach, multipied a million times, a single soul, huger for joy and some security, multiplied a million times; muscles and mind aching to grow, to work, to create, multiplied a million times. The last clear definite function of man – muscles aching to work, minds achying to create beyond the single need – this is man. To build a wall, to build a house, a dam, and in the wall and house and dam to put something of Manself, and to Manself take back something of the wall, the house, ther dam; to take hard muscles from the lifting, to take the clear lines and form from concieving. For man, unlike any other thing organic or inorganic in the universe, grows beyond his work, walks up the stairs of his concepts, emerges ahead of his accomplishments. This you may say of man – when theories change and crash, when schools, philosophies, when narrow dark alleys of thought, national, religious, economic, grow and disintegrate, man reaches, stumbles forward, painfully, mistakenly sometimes. Having steped forward, he may slip back, but only half a step, never the full step back. This you may say and know it and know it. This you may know when the bombs plummet out of the dark planes on the marketplace, when prisoners are stuck lige pigs, when the crushed bodies drain filthily in the dust. You may say it and know it in this way. If the step were not being taken, if the stumbling-forward ache were not alive, the bombs would not fall, the throats would not be cut. Fear the time when the bombs stop falling while the bombers live – for every bomb is proof that the spirit has not died. And fear the time when the strikes stop while the great owners live - for every little beaten strike is proof that the step is being taken. And this you can know - fear the time when Manself will not suffer and die for a concept, for this one quality is the foundation of Manself, and this one quality is man, distinctive in the universe.

Ég er búinn að þjást pest síðustu daga, en virðist á batavegi. Enn eimir þó af höfuðverk og mig verkjar í skrokknum. Hef því tekið því rólega heima. Einar færði mér þau gleðitíðindi að hljóðfræðiverkefninu á ekki að skila fyrr en 24. í stað 21. eins og upphaflega var. Þar sem ég þarf að skila þessu verkefni til að ná kúrsinum og ég þarf talsvert að vinna mig upp gefur þetta mér kærkomið svigrúm.
Ég er ánægður með einkunnina mína í Breskum bókmenntum; 9,5.
Þá er líka fyrr áfanganum lokið, efnið sem var til þessa prófs verður ekki til lokaprófsins, heldur verður einungis prófað í því sem á eftir fylgdi. Gilda prófin 50% hvort á móti öðru.
Þar til ég geng til náða hyggst ég lesa áfram í The Grapes of Wrath.
Jenný hefur klukkað mig. Er mér sýnt og skylt að bregðast við því og mun skella 5 staðreyndum í viðbót einhvern tíman þegar ég nenni.

mánudagur, október 17, 2005

Ég vil einnig óska Írisi til hamingju með 18 ára afmælið, en hún átt afmæli í fyrradag, þ.e. 15 október.

sunnudagur, október 16, 2005

Þennan dag árið 1854 fæddist Oscar Wilde.

I like hearing myself talk. It's one of my greatest pleasures. I often have long conversations all by myself, and I'm so clever that sometimes I don't understand a single word of what I'm saying.

Varð mér þá einnig hugsað til eftirminnlegs samtals úr Blackadder. Edmund Blacadder getur átt yfir höfði sér dauðadóm og ætlar sér að fá Mattingbird, færasta lögmann Englands sem verjanda sinn. Minnist hann einnig færni Mattingbird sem saksóknara. Hér fylgir samtal Blackadder við fangavörð sinn:
Edmund: Yes, well, look at Oscar Wilde.
Perkins: Oh, butch, Oscar.
Edmund: A big, bearded, bonking, butch Oscar. The terror of the ladies. 114 illegitamate children, world heavyweight boxing champion, and author of the best-selling phamplet, "Why I Like To Do It With Girls". Mattingburg had him sent down for being a whoopsie.

laugardagur, október 15, 2005

Með eftirmiðdagskaffinu: British Cultural History og platan Sabbath Bloody Sabbath með Black Sabbath. Í augnablikinu hljómar A National Acrobat í eyrum mér. Er það vel.

fimmtudagur, október 13, 2005

Lag dagsins: „Man in the Box“ með Alice in Chains

miðvikudagur, október 12, 2005

The Lodger

Ég var að koma af afbragðs kvikmyndatónleikum í Háskólabíó. Sýnd var kvikmyndin Ther Lodger eftir meistara Alfred Hitchkock. Þetta er ein af fyrstu myndunum hans þögul kvikmynd og undir sýnilegum áhrifum frá þýska expressionismanum. Góð mynd, maður sér líka í henni mikið af því sem koma skal í seinni myndum Hitchcocks. Myndin gerist í London, hún er skuggaleg og myrk, þokukennt yfirbragð yfir borginni, gotnesk morðgáta. Thames brúin, Big Ben, allt hefur sín áhrif við að skapa stemmningu. Raðmorðingi gengur laus sem kallar sig The Avenger, og myrðir ljóshærðar stúlkur á hverju þriðjudagskvöldi. Honum er lýst sem hávöxnum manni sem skýlir neðri hluta andlitsins. Eitt kvöldið kemur hávaxinn maður á gistiheimili foreldra ungrar stúlku sem er ein aðalpersónan, hann var með neðri hluta andlitsins hulinn þegar hann stóð í dyrunum. Hann leigir herbergi og þykir ýmislegt grunsamlegt í fari hans. Áhorfandanum virðist hann einmana, einrænn, dularfullur, sérvitur, kvalinn og ástríðufullur, einn af þessum klassísku “trufluðu ensku herramönnum” og undarleg, jafnvel dularfull hegðun hans fer að vekja ótta og grunsemdir. Morðunum fjölgar. Gæti það verið hann?
Ég óttast að spilla myndinni fyrir þeim sem ekki hafa séð hana, ef ég segi meira frá söguþræðinum, enda eru hlutirnir ekki eins einfaldir og þeir virðast á yfirborðinu. Ég get þó sagt að þetta er áhrifamikil mynd. Persónusköpunin virkaði líka dýpra á mig þegar leið á myndina. Sjónarhornin eru oft afar flott og hugmyndarík, svo sem þokumökkurinn þegar leigjandinn stígur út úr myrkrinu fyrir utan í fyrsta sinn, ljós og skuggi, t.d. hvernig birtan af glugganum fellur skáhallt á vegginn eða atriðið þar sem leigjandinn læðist niður stigann um nóttina, og myndavélin myndar ofanfrá, og horfir niður stigann. Hátindurinn undir lokinn er líka ógleymanlegur.

Ég er kominn heill á húfi úr prófinu og tel nokkuð óhætt að segja að mér hafi gengið vel. Furða ég mig óneitanlega á því miðað við að ég hef ekki sofið meira en 5 tíma og er auk þess að jafnaði mesti purkur á morgnana. Er heim var komið lagði ég mig og náði að hvílast í nærri tvo tíma. Ég er byrjaður í ræktinni og skrapp þangað með föður mínum. Sá mér til ánægju Frank og Nönnu. Long time no see. Hef tekið deginum nokkuð rólega eftir það og hitti Mossa, Írisi og Dodda á kaffihúsi um kvöldið. Nú eru mín háleitu markmið að hreiðra um mig í sófa með tebolla og horfa annað hvort á heimildamyndina Don't Look Back um Bob Dylan eða aðra seríu af Blackadder.

Í gær, þegar ég sat við lestur barst til mín yndisleg tónlist úr útvarpinu sem yljaði mér um hjartarætur. Þetta var tónlist eftir Jórunni Viðar, ömmu mína, frá tónleikum í Skálholti í sumar, en þar hafði ég verið viðstaddur. Flutt voru tónverkin "Stóð ég við Öxará" við Ljóð Halldórs Laxness, "Hvítur hestur í tunglskini" við ljóð Steins Steinarrr, "Mamma ætlar að sofna" við ljóð Davíð Stefánsson, "Séð frá tungli" við ljóð Sjóns og "Mansöngur við Ólafsrímu Grænlendings. Af þessum verkum eiga "Stóð ég við Öxará" og "Séð frá tungli" enn eftir að koma út á geisladisk, auk þess sem "Ólafsríman" var flutt í upprunalegri útsetningu fyrir strengjasveit, en var útsett fyrir píanó á geisladisknum.
Séð frá tungli er tvímælalaust ein allra besta tónsmíð ömmu og ég er mjög hrifinn af ljóði Sjóns. Ég birti það við tækifæri, hef ekki aðgang að því eins og er.

mánudagur, október 10, 2005

Svo er gaman að segja frá því þegar ég sat heima og las "So We'll go no more a' roving" eftir Byron. Það er fallegt og rómantískt rökkurljóð og varð mér sterklega hugsað til manna eins og Nick Cave, Tom Waits og Leonard Cohen.

Í tímanum daginn eftir segir kennarinn minn, Anna Heiða, sem reynist mikill Cohen-aðdándi, okkur frá því að Cohen hafi einmitt samið lag við þetta ljóð. Er ég skyggn eða hvað?
Hún leyfir okkur að hlýða á lagið og þða er mjög fallegt, smellpassar við ljóðið, fangar sömu stemmningu og blæ og mögnuð bassarödd Cohens. Ég læt ljóðið fylgja hér:

So, we'll go no more a' roving
So late into the night,
Though the heart be still as loving,
And the moon be still as bright.

For the sword outwears its sheath,
And the soul wears out the breast,
And the heart must pause to breathe,
And love itself have rest.

Though the night was made for loving,
And the day returns too soon,
Yet we'll go no more a-roving
By the light of the moon

Próf á morgun í breskum bókmenntum. Ég er þokkalega lesinn, hef frumlesið öll skáldin, og glærur og er í annari yfirferð núna. Mðaur er eilítið smeykur við að muna nöfnin á öllum ljóðunum (spurningar verða að bera kennsl á ljóð og höfund og svo krossaspurningar) og óttast pínulítið að maður muni rugla einhverjum skáldum saman. Þó er maður fremur í rónni að prófið ku verða sanngjarnt, kennarinn mun ekkert reyna að húkka okkur og höfum við lesið ljóðin og glærur ættum við að vera vel stödd. Gott er að ekki verður kafað náið í þyngri verkin; Defence of Perty, Biographia Literaria og preface to Lyrical Ballads. Né heldur guðspeki Blakes. Þau verk geta verið nokkuð tyrfin og flókin, þó áhugaverð geti oft verið og brillíant.
Lesturinn er þó afar áhugaverður og skemmtilegur, flest ljóðin eru hrífandi, enda erum við að lesa fremstu rómantísku skáldin, og hefur verið vandað vel valið á efni. Við lesum William Blake, Robert Burns, William Wordsworth, Samuel Taylor Coleridge, Byron lávarð, Bercy Bysshe Shelley og John Keats.

föstudagur, október 07, 2005

NOTA BENE
Það er aukasýning í dag,föstudaginn 7. október á kvikmyndinni "What Remains of Us?" sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni. Sjálfur sá ég hana um daginn. Þetta verður eflaust síðasta tækifærið til að sjá hana. Aðeins eru til þrjú eintök af myndinni, hún var bannfærð af kínverskum stjórnvöldum og öryggisverðir tryggja að enginn fari með mynd-eða hljóðupptökutæki í salinn, til að verja þá sem koma fram í henni.
Kvikmyndakonan Kelsung Dorma komst í samband við Dalai Lama, og tókst að smygla skilaboðum á myndbandi frá honum til þjóðar sinnar. Þessi mynd lýsir því ferðalagi, viðbrögðum fólksins og ástandinu í Tíbet undir blóðugu hernámi sem hefur staðið í 50 ár. Þetta er mögnuð mynd sem þið megið ekki missa af.

þriðjudagur, október 04, 2005

Málþing um mannréttindi í dag, þriðjudaginn 4. oktÍ tengslum við sýningu kvikmyndarinnar Zero Degrees of Separation á Kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldið málþing um mannréttindi Þriðjudaginn 4. október með leikstjóra myndarinnar Ellen Flanders. Þar verður m.a. fjallað um friðarhreyfingar í Ísrael og Palestínu. Fundurinn verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Skaftahlíð 24 kl. 17:15-18:15.

Meira um kvikmyndina og aðrar myndir hátíðarinnar á http://www.filmfest.is/

Gengið framhjá kirkjugarði

Á kyrrlátu haustkvöldi
varð mér gengið framhjá gamla kirkjugarðinum
umkringdum steinvegg
dauft ljós frá luktunum
lýsti upp klappir og krossa
sem teygðu sig upp úr jörðinni
í náttmyrkrinu
grafir hinna framliðnu
undarlegt, hve myrkrið var meira þar en á himninum
utan birtuna sem á þá féll
sálnahliðið stendur upplýst í garðinum
klukkan er hljóð
ef til vill voru það trén og runnarnir
í myrkrinu glóði á roðið og gullið laufskrúðið
sem baðaði trén, kræklóttar greinarnar
í gegn um trjámyrkrið lýsti af ljósastaur
eins og stjörnu, þó grámóska væri á himni
og enn voru græn blöð vorsins
á tjám og runnum
í garði hinna framliðnu
þau munu glóa eða roðna
á farvegi lífsins
falla frá
og fæðast að vori.

laugardagur, október 01, 2005

Minn góði vinur, Mossi og mín góða vinkona, Heiðingi og fyrrum nágranni; Heiða eru hérmeð hlekkjuð hægra megin á síðunni. Njóti þau vel. :)

Af umhverfisvernd og Jóakimum


Nú um daginn lauk ráðstefnu stóriðjufyrirtækja um rafskautaiðnað sem haldin var á Hótel Nordica. Fyrirhuguð verksmiðja í Hvalfirði á að álverksmiðjum landins fyrir rafskautum og mun hafa gífurlega mengun í för með sér. Þessu hefur verið mótmælt harðlega, en betur má, ef duga skal. Ísland hefur verið auglýst sem ódýr paradís fyrir þungaiðnað og sérhver virðist vera velkominn sem er tilbúinn að reisa nógu stórt eimyrjuspúandi skrímsli undir því yfirskyni að það skili hagnaði í þjóðarbúið. Og auðvitað á allt að heita umhverfisvænt. Mótmælendur þessa eru hins vegar álitnir hryðjuverkamenn og þaðan af verra.

Þetta fékk mig til að hugsa til myndasögu sem Carl Barks, helsti og mesti höfundur Andrésar Andar-sagnanna skrifaði 1961 og ýmsir kynnu að þekkja. Þetta er sagan af dverg-indíánunum, eða „In The land of The Pygmy Indians“, eins og hún heitir á frummálinu. Sú fallega og magnaða saga flytur sterkan boðskap og er fyrsta myndasagan til að vekja athygli á mikilvægi umhverfisverndar.
Í sögunni vill Jóakim flýja reykmengun og hávaða Andabæjar, þó það hafi nú verið hann sjálfur sem lét reisa flestar verksmiðjurnar. Hann kaupir því stórt ósnortið landsvæði norðan við Lake Superior af hinum feitum og subbulegum fasteignasala og heldur til landsins með Andrési og ungunum.
Það er grátbroslegt að í gegn um alla söguna kemst Jóakim ekki hjá því að sjá ríkidæmin sem felast í þem hráefnum sem finna má út um allt í hinu fagra og ósnortna landi og né getur hann komist hjá að hugleiða hvernig það myndi best nýtast til þungaiðnaðar. Ungarnir minna hann þá á hvað þessi hráefni gerðu Andabæ. Ekki líður á löngu fyrr en föruneytið okkar uppgötvar að landið er alls ekki óbyggt mönnum heldur býr þar ættflokkur dverg-indíána sem kærir sig ekki, fremur en dýrin á svæðinu, um að landinu verði rústað með stóriðju. Indíánarnir búa svo vel að geta talað við dýrin og mega félagar okkar sín lítils í þeirri baráttu enda indíánar og dýr sameinuð í vel skipulagðri baráttu gegn þeim. Loks eru þeir teknir til fanga og fær þá Jóakim að ræða við indíánahöfðingjann. Þá fylgir eftirminnilegt samtal, þar sem indíánahöfðinginn spyr Jóakim með hvaða rétti hann eigni sér þetta land, og hvort sólin, vindarnir og regnið eða eldingin hafi undirritað þetta skjal.
Jóakim svarar að fasteignasalinn Sidewalk Sam hafi gefið honum skjalið, og þar með sé hann lögmætur eigandi landsins. Indíánahöfðinginn segist eiga bágt með að trúa að fiskarnir, dýr skógarins eða fuglarnir, sem indíárnarnir álíta bræður sína, myndu virða slíkt skjal. Því enginn hafi rétt til að selja landið nema að allir bræðurnir myndu samþykkja það saman. Jóakim segist þá einmitt vilja vernda landið og hafa flúið heimkynni sín vegna mengunar og hávaða. Indíánarnir eru enn tortryggnir og verður Andrés að veiða tröllvaxna risageddu til að vinna traust þeirra. Það tekst með hjálp sterkra efna sem ungarnir kasta í kúlu í gin geddunnar. Þeir reykja þá friðarpípu með höfðingjanum og Jóakim lofar að halda vötnunum hreinum og skógunum grænum.

30 árum seinna gerði myndasöguhöfundurinn Keno Don Rosa sjálfstætt framhald þessarar sögu. Þar hefur Jóakim vissulega reist verndarsvæði fyrir indíánana, en pappírsmyllan sem hann hefur byggt flytur til skóglendisins eiturefni sem breytist í súrt regn og veldur því að trén visna. Sterk eiturefni fara beint í fljótið og það berst síðan í vötnin á leið til hafsins. Dverg-indíánarnir taka Jóakim gísl því þeir segja hann hafa brotið loforð sitt. Jóakim verða ljós hin skaðlegu áhrif myllunnar og segist þá munu loka pappírsmyllunni. Kemur þá til stríðs milli verkstjórans, sem þykist ekki trúa yfirlýsingunni frá Jóakim, og dýranna á svæðinu, sem safna liði til að eyðileggja mylluna. Verkstjórinn er nefnilega genginn af göflunum í græðgi sinni, því hann kærir sig ekkert um að fá Jóakim aftur, heldur vill hann sjálfur yfirtaka mylluna. Dýrin sigra að lokum en fórnarkostnaðurinn er mikill. Vegna skógarbruna og eiturefna sem verkstjórinn leysti úr læðingi þá verður landsvæðið dautt í tuttugu ár.
Jóakim segist hefðu getað hindrað þetta ef honum hefði verið sleppt og að móðir náttúra hafi engan rétt til að taka eign hans af honum. Indíánahöfðinginn spyr þá Jóakim hver hafi veitt honum ríkidæmi sitt? Hvort það hafi verið maðurinn sem fyllti fjöll og hæðir með góðmálmum, hafi komið olíunni fyrir í jörðunni eða plantað fornum trjám sem menn nú nýta til kolavinnslu? Hann segir Jóakim að hann skuldi náttúrunni þakkir fyrir velmegun sinni og þennan dag hafi náttúran tekið eilítið brot af henni til baka.

Ég vona að þessar sögur verði fólki til umhugsunar, því margt má læra af þeim. Ef við stöndum ekki vörð um náttúruna, þá verður einn daginn ekkert eftir af ósnortnum svæðum og friðlöndin munu deyja. Stóriðjustefna stjórnvalda hefur nú þegar leitt af sér Kárahnjúkavirkjun og er vel á veg komin með að rústa einu af síðustu stóru ósnortnu landsvæðunum í Vestur-Evrópu. Álverið á Reyðarfirði mun framleiða 320.000 tonn af áli árlega. Menn geta rétt ímyndað sér hversu mikið slík verksmiðja mun þá menga. Fyrirhuguð rafskautaverksmiðja í Hvalfirði mun menga á við þriðjung bílaflota landsmanna. Framkvæmdir stjórnvalda stefna einnig Þjórsárverum í hættu. Hluti Þjórsárvera er friðland , verndað af Ramsar-sáttmálanum. Nú þegar hefur 40% vatns verið veitt burt af svæðinu, en vatnið er lífæð Þjórsárvera. Jóakimarnir í ríkisstjórn og stóriðju halda því samt fram að framkvæmdir þeirra muni ekki skaða friðlandið og að áhrif stóriðjustefnu þeirra hafi lítilfjörleg áhrif á náttúruna. Minnir þetta einhvern á pappírsmylluna? Síðast en ekki síst virðist vera einróma samþykki að horfa framhjá hættunni sem skapast þegar rafskautaverksmiðjan í Hvalfirði mun skila meira af krabbameinsvaldandi eiturefnum út í andrúmsloftið heldur en hefur nokkru sinni áður þekkst hérlendis.
Ef svo fer sem horfir verður Faxaflói eitt mengaðasta svæði í N-Evrópu. Gífurlegu fé hefur verið dælt í þetta apparat og sér ekki fyrir endann á því.
Þeir sem græða eru erlendu fyrirtækin. Náttúran og komandi kynslóðir gjalda mest. Ef við verndum ekki náttúruna er ekki einungis úti um hana heldur okkur öll.

Er þetta það sem við viljum? Við, sem hreykjum okkur alltaf af fallegri og ósnortinni náttúru okkar, fersku vatni og hreinu lofti? Á sama tíma erum við að bjóða upp á að landið okkar verði fyrir óbætanlegum umhverfisspjöllum. Ef ekki verður spornað við þessu þá nær það fram að ganga. Og það verður einungis upphafið. Verði ekki brugðist við strax, þá verður það of seint. Þá verður ekkert eftir af fallegu ósnortnu landi, fersku lofti eða hreinu vatni.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.