mánudagur, desember 27, 2004

Á heimasíðu félagsins Íslands-Palestínu má finna grein eftir Uri Avnery, formann ísrelsku friðarsamtakanna Gush-Shalom, í þýðingu minni. Gaman að því.
Smellti hlekk á Félagið Ísland-Palestínu, hann má finna hægra megin á síðunni.

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól,vinir mínir! Mér þykir einstaklega vænt um ykkur öll.
Eftir ánægjulegt jólaboð sit ég í hægindum við lestur og skrif og hluta á Misa Criolla, stórfenglegt tónverk eftir Ariel Ramírez. Hrein unun að hlusta á það. Hér mætast helgi og hátíðleiki og grípandi rómanskur rytmi, og funi og leikið og sungið af mikilli ástríðu, þar sem höfundur fléttar saman "hefðbundinni” helgitónlist og tónlistararfi Suður-Ameríku. Söngrödd Mercedes Sosa og tilfinning er einstök. Þessa gjöf gaf ég mömmu. J
Þetta verk söng MR-kórinn fyrir e-ð 2-3 árum, sællar minningar. Það var æðislegt að fá að taka þátt í að flytja það. Algjör skylduhlustun.

Meðal góðra gjafa sem ég fékk (danke schön, alle Leute!), og sú fyrsta sem ég fékk var frá ömmu minni. Var það bók sem ég hef haft augastað á frá því að ég var lítill trítill, og hef gluggað í hana í nánast í hvert skipti sem ég hef heimsótt hana. Það var ævisaga Chaplin. Amma mín er yndisleg.

Ég hef dáð Chaplin frá unga aldri, þegar ég sá fyrst Gullæðið og hef lengi hugsað mér að pósta ræðunni sem hann flutti í lok The Great Dictator, sem var háðsádeila á Nasismann og er eitt eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Myndin var gerð fyrir stríð og sagði Chaplin sjálfur seinna að hefði hann vitað þá um allan hryllinginn sem viðgekkst (s.s. útrýmingarbúðir og fleira) hefði hann aldrei lagst í gerð myndarinnar. En til allrar hamingju gerði hann það.
Í þessari senu hefur önnur aðalpersónan, gyðingur sem er rakari (í raun útfærsla á flækingnum) verið tekinn í misgripum fyrir Anoyd Hynkel (Hitler), leiðtoga Tomaniu og er leiddur nauðugur upp að ræðupalli á risavöxnu hópþingi þar sem vígreifir hermenn og sigruð þjóð Austerlitz bíða eftir að heyra ræðu hans.
Og þar kemur ein dásamlegasta sena kvikmyndanna, Chaplin kastar í raun af sér gerfinu (í óeiginlegri merkingu) og talar frá hjartanu. Þetta er ávarp aldarinnar, bón og köllun um frið. Vona ég að boðskapur þessarar ræðu, sem hér fylgir á frummálinu muni fylla hjörtu þeirra sem lesa og að bæn hans verði uppfyllt.

The Jewish Barber: I'm sorry but I don't want to be an emperor. That's not my business. I don't want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone if possible; Jew, Gentile, black men, white. We all want to help one another. Human beings are like that. We want to live by each others' happiness, not by each other's misery. We don't want to hate and despise one another. In this world there is room for everyone. And the good earth is rich and can provide for everyone. The way of life can be free and beautiful, but we have lost the way. Greed has poisoned men's souls; has barricaded the world with hate; has goose-stepped us into misery and bloodshed. We have developed speed, but we have shut ourselves in. Machinery that gives abundance has left us in want. Our knowledge has made us cynical; our cleverness, hard and unkind. We think too much and feel too little. More than machinery we need humanity. More than cleverness, we need kindness and gentleness. Without these qualities, life will be violent and all will be lost. The aeroplane and the radio have brought us closer together. The very nature of these things cries out for the goodness in man; cries out for universal brotherhood; for the unity of us all. Even now my voice is reaching millions throughout the world, millions of despairing men, women, and little children, victims of a system that makes men torture and imprison innocent people. To those who can hear me, I say "Do not despair." The misery that has come upon us is but the passing of greed, the bitterness of men who fear the way of human progress. The hate of men will pass, and dictators die, and the power they took from the people will return to the people. And so long as men die, liberty will never perish. (In a passionate raging voice now)
Soldiers! Don't give yourselves to these brutes who despise you, enslave you; who regiment your lives, tell you what to do, what to think and what to feel! Who drill you, diet you, treat you like cattle and use you as cannon fodder! Don't give yourselves to these unnatural men---machine men with machine minds and machine hearts! You are not machines! You are men! With the love of humanity in your hearts! Don't hate! Only the unloved hate; the unloved and the unnatural. Soldiers! Don't fight for slavery! Fight for liberty! In the seventeenth chapter of St. Luke, it is written that the kingdom of God is within man, not one man nor a group of men, but in all men! In you! You, the people, have the power, the power to create machines, the power to create happiness! You, the people, have the power to make this life free and beautiful, to make this life a wonderful adventure. Then in the name of democracy, let us use that power. Let us all unite. Let us fight for a new world, a decent world that will give men a chance to work, that will give youth a future and old age a security. By the promise of these things, brutes have risen to power. But they lie! They do not fulfil that promise. They never will! Dictators free themselves but they enslave the people! Now let us fight to free the world! To do away with national barriers! To do away with greed, with hate and intolerance! Let us fight for a world of reason, a world where science and progress will lead to the happiness of us all. Soldiers, in the name of democracy, let us unite!(Here, Chaplin pauses, seeming to gather himself, and the picture soon fades out to a scene of refugee Hannah (Paulette Goddard) with her family in a peaceful field, seemingly hearing his words.)Hannah, can you hear me? Wherever you are, look up! Look up, Hannah! The clouds are lifting! The sun is breaking through! We are coming out of the darkness into the light! We are coming into a new world; a kinder world, where men will rise above their greed, their hate and their brutality. Look up, Hannah! The soul of man has been given wings and at last he is beginning to fly. He is flying into the rainbow! Into the light of hope! Look up, Hannah! Look up!Hannah's Father: Hannah?Hannah: Shhh. Listen.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Lag dagsins: Something með Bítlunum, samið af George Harrison.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Óskalisti

Senn líður að jólum. Ég er búinn að kaupa nánast allar jólagjafir. Ef einhvern langar að gefa mér gjöf og er ekki búinn að því þá er hér óskalistinn minn. Hann er nokkuð langur án þess að vera tæmandi en endurspeglar það sem mig langar yfirleitt í og ég hef áhuga á.

Tónlist
Complete Piano Works e. Jón Leifs (á disk)
Finnskur tangó
Muzack (geisladiskur) – Guðmundur Pétursson gítarleikari
„An American In Paris“ e. George Gerschwin (diskur)
„In Rock, Machine Head, Made In Japan og Fireball – Deep Purple (diskar)
Comedian Harmonists (diskur, fæst í 12 tónum)
The Godfather – tónlist úr mynd
Underground – tónlist úr mynd
„Real Gone“, „Alice“ – Tom Waits (diskar)
„Murder Ballads“, „Henry´s Dream“, „The Good Son“, „Boatman´s Call“, „And No More Shall We Part“ o.s.frv. – Nick Cave (diskar)
„Voices of Light“ - Richard Einhorn (geisladiskur)
„Requiem“ – Wolfgang Amadeus Mozart
„Hljóðlega af stað“ - Hjálmar
Einhvern góðan safndisk með Edith Piaf
Tónlistin úr leikritinu um Edith Piaf, Brynhildur Guðjónsdóttir syngur


Bækur/ljóð
„Guantanámo –Herferð gegn Mannréttindum“ –David Rose
„The Curious Incident of the Dog in the Nighttime“
Ritsafn Þorsteins frá Hamri
„Malarinn sem spangólaði“ – Arto Paasillinna
„Karamazov-bræðurnir“, „Glæpur og refsing“ – Fyodor Dostojevskí
Smásögur Anton Chekov
„Gargantúi og Pantagrúl“?
„Alkemistinn“ e. Paulo Coelho
„Draugasaga“ – Plátus
,,Úr þegjanda dal” – Hjörtur Pálsson
„Halldór“ e. Hannes Hólmstein Gissurarson
„Halldór Laxness“ e. Halldór Guðmundsson
„Kaktusblómið og nóttin-um ævi og skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar“ – Jón Viðar Jónsson
Ævisaga Tolkiens e. Michael White
„Til Hinstu stundar“ e. Traudl Junge (ævisaga/endurminningar einkaritara Hitlers)
Platero og ég - Juan Ramón Jiménez

Myndasögur, fást í Nexus
„Buddha“ og „Phoenix“ - Ozamu Tezuka
„The Filth“
„Maus“
„In the Shadow of No Towers“
„American Splendor“ - Harvey Pekar
„Bone“
„Sleeper“
„Hellboy“ (nema Wake the Devil) – Mike Mignola

Kvikmyndir/sjónvarpsefni
„Blackadder“ – sería 1, 2 og 3
„Monty Python“ – alles nema Hollywood Bowl
„Kill Bill“ 1 & 2
„The Passion of Joan of Arc“-Criterion collection – Carl Th. Dreyer (ath. að tónverkið „Voices of Light“ e. Richard Einhorn sé leikið undir)
„Metropolis“ (kvikmynd)
„Das Cabinett des Dr. Caligari“ (kvikmynd)
„Faust“ (kvikmynd)
„The Pianist“ – kvikmynd eftri Roman Polanski
„It´s A Wonderful Life“
„The Nightmare before Christmas“ e. Tim Burton

...und so weiter :)

Þetta virðist orðið vinsælt. Spreytið ykkur. :)
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

þriðjudagur, desember 14, 2004

Þetta
vekur í mér óhug. Varla er búið að dysja fórnarlömb fjöldamorðanna í Fallujah, allt landið er bókstaflega í hers höndum og Bandaríkjamenn ,,útiloka ekki" árás á Íran. Sífellt á að seila sig lengra, sífellt á að sölsa meira svæði yfir yfirráð Bandaríkjanna. Ekki hlusta á fjálglegt orðagjálfur þeirra heldur horfið á hvað þeir GERA. Hvar endar þetta? Ætli heimsbyggðin muni gera e-ð til að koma í veg fyrir þetta? Eða munu þeir trúa áróðrinum um frelsandi englana sem bjarga fólki með því að murka úr þeim lífið? Réttlætisriddaranna sem þvaðra um mannréttindi á meðan þeir traðka jafnt á mannréttindum eigin þjóðar og annarra og halda mönnum föngnum í fangelsi sem kemst næst helvíti á jörð, án dóms og laga þar sem þeir sæta hrottalegri niðurlægingu og pyntingum? Ég vona og bið að svo muni ekki verða.

sunnudagur, desember 12, 2004

Maldað í móinn
Mér finnst grátbroslegt að fylgjast með hversu stríðssinnar fárast yfir söfnun Þjóðarhreyfingarinnar. Geir Andersen er einn þeirra sem reynir að klóra í bakkann í grein á bls. 46 í Mogganum í gær. Hann gerir lítið úr Þjóðarhreyfingunni og söfnun hennar, gerir því skóna að þetta séu bitrir menn í leit að athygli og er svo með allar gömlu tuggurnar á hreinu. Hann er vægast sagt ómálefnanlegur, snýr út úr og tekur hlutina úr samhengi í grein þessari. Honum virðist mikilvægara að gera lítið úr aðstandendum hreyfingarinnar með að kasta mykju í þá en að ræða málstaðinn. Afkáralegast í grein Geirs var e.t.v. þegar hann talaði um Saddam Hussein sem ,,talið var (með réttu eða röngu) að kynni að hafa átt þátt í árásinni 11. september”. Úff!
Sama er uppi á teningnum hjá Kristni Péturssyni sem einnig ritar í Moggann í gær. Hann segir að Þjóðarhreyfingin tali „ekki í sínu nafni“. Hann um það. Það er ekki ætlun Þjóðarhreyfingarinnar að halda fram að hún tali fyrir munn allrar þjóðarinnar. Með greininni sem ætlunin er að birta í New York Times hefur hún hins vegar viljað sýna að stuðningur við stríð var í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar og að brotin voru lög þegar utanríkismálanefnd var ekki höfð með í ráðum við ákvörðunina og brotið á þeirri stefnu að Ísland skuli ekki vera stuðningsaðili í stríði á erlendri grundu. Alþingi kom af fjöllum. Einnig vísar hann til Keflavíkursamningsins, en þar var tekið skýrt fram að Íslendingar skyldu aldrei þurfa að koma að stríði.
Merkilegt, hversu menn fárast yfir nafni hreyfingarinnar, sem er jú óheppilegt, en forðast að ræða merg málsins. Kannski er það vegna þess að stoðirnar sem stríðssinnar byggja málflutning sinn á eru löngu hrundar. Það er sífellt flett ofan af lygavefnum sem hefur verið notaður til réttlætingar stríðinu en enn malda stríðsinnar í móinn. Þeir forðast ávallt sannleikann að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var og er mótfallinn stríði. En vilji þjóðarinnar skiptir kannski minna máli en vilji ráðamannanna?
Margir bandarískir ráðamenn hafa þurft að éta ofan í sig ummæli sín og var sá biti súr í munni.
Kristinn Pétursson spyr hví félagar í Þjóðarhreyfingunni borgi ekki úr eigin vasa.
Þjóðarhreyfingin er ekki formlegur félagsskapur með félagaskrá, heldur fremur óformleg grasrótarhreyfing fólks sem er sammála um grundvallaratriði sem sett voru þegar hreyfingin var stofnuð. Ábyrgðarmenn eiga ekki asna sem lekur gullpeningum úr eyrum sínum en það er fullkomlega eðlilegt að hver sem styður málefnið geti lagt sitt af mörkum til að hjálpa því fram að ganga. Hann talar um að „plata saklaust fólk“. Meinar hann þá að það fólk sem kynni að styðja hreyfinguna, það fólk sem tilheyrir þeim yfirgnæfandi meirihluta sem er á móti stríðinu og stuðningi ríksstjórnarinnar við það séu ginningarfífl sem láta draga sig á asnaeyrunum, auðveld fórnarlömb ,,afturhaldskommatitta“? Mér finnst það bera vott um lítilsvirðingu við meirihluta íslensku þjóðarinnar að halda því fram að hann geti ekki hugsað fyrir sjálfan sig.

föstudagur, desember 10, 2004

Í dag er síðasti þingdagur fyrir jólafrí. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að fjölmenna á mótmælin gegn stríðinu í Írak á Austurvelli milli 12 og 1. Ágætt ef þið getið haft útikerti með ykkur.

Gaman að geta þess að greinin ,,Gengið til góðs? Þitt er valið" (neðar á síðunni) er komin á forsíðu www.vinstri.is. Það gleður mitt gamla hjarta. :)

Um daginn datt mér í hug nýtt mannsnafn. Nú eru til nöfn eins og Marteinn og Margeir og hins vegar Týr, Hjálmtýr og Angantýr. Hvernig væri þá nafnið Martýr?
Sá sem héti það bæri líka nafn með rentu. :)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Um daginn fór ég á yndislega tónleika, jólatónleika módettukórs Hallgrímskirkju. Allt vann saman að gera þessa stund sem fegursta. Lagavalið var afar gott, reyndar saman komin flest bestu jólalögin, að mínu mati og flutningur næsta óaðfinnanlegur sem og samhljómur. Stjórnandi var Hörður Áskelsson, Sigurður Flosason lék á saxófón, Björn Steinar Sólbergsson spilaði á orgel og Ísak Ríkarðsson, 11 ára söng drengjasópran. Hafði hann einstaklega blíða og fallega rödd, en var þó ekki sérlega skýrmæltur, þ.e; orðaskil ekki mjög greinileg, virkaði nokkuð feiminn.
Aðeins á tveimur stöðum þótti mér tónlistarfólkinu fatast flugið og þótti það miður því bæði lögin eru mér afar kær. Fyrra lagið var „Jól“ eftir ömmu mína, Jórunni Viðar. Það var jólalag ríkisútvarpsins 1988, þá frumflutt af Skólakór Kársness. Upphaflega var flauta í laginu en var hér leikið á saxófón. Fannst mér lagið flutt of hratt, raddirnar verða að fá að njóta sín, ,,svörin” verða að heyrast. Einnig saknaði ég sárlega síðasta flautusólósins, en það sker sig frá hinum og verður því sérstæðara og fallegra fyrir vikið. Það er sóló sem snertir innstu strengi mína. Því var sleppt, og í stað þess spilað venjulega sólóið.
Útsetning ,,Með gleðiraust og helgum hljóm” hafði heppnast mjög vel, í því lagi var þeirri aðferð beitt að láta söngvara byrja á mismunandi tíma og syngja e-k keðju, mishátt svo útkoman minnti á klukknaspil, gengu söngvarar eftir kirkjunni og virkaði sérlega vel með bergmálið. Kannski dálítið leitt að Marteinn hafði fengið sömu hugmynd fyrir MR-kórinn við flutning sama lags.
Þessari aðferð var svo aftur beitt í öðru eftirlætis jólalagi mínu, ,,Það aldin út er sprungið”. Þá byrjaði lítill sönghópur að synga raddað, svo komu hinir í keðju og fyrir mér varð þettaglundroði. Enginn samhljómur í röddunum og var eins og hver væri að syngja sitt lag sem passaði ekki við hitt. Saxófóninn spilaði e-ð sem virtist ,,freeform”, allavegana passaði það hvergi inn í ósamhljóma bakgrunninn. Það var í raun fyrst í lokin þegar raddirnar komu saman í hefðbundnu útsetningunni að það hljómaði vel. Þá hugsaði ég: ,,Þetta var það sem ég var að bíða eftir!”.
Það aldin út er sprungið er einstaklega fallegt jólalag. Texti Matthíasar Jochumssonar er forkunnarfagur. En raddsetningin er einnig einn mesti styrkur lagsins, og diminuendo-crescendo-ið í því.
Að þessum tveimur lögum undanskildum hef ég svo ekkert annað út á að setja. Amma ræddi við stjórnandann eftir tónleikana og gat bent honum kurteislega á að lag hennar væri spilað hels til hratt. Nefndi hún ekki sólóið, en ég vona að einhver verði til að kippa því í lag.
Þetta voru tvö lög af tuttugu, hin heppnuðust með eindæmum vel. Það var sérdeilis falleg stund þegar þau fluttu ,,Heims um ból” sem aukalag. Ég var djúpt snortinn af þessum tónleikum og vona ég að þeir verði gefnir út, eða ég geti alltént nálgast disk með þessu prógrami í flutningi kórsins og hljóðfæraleikaranna.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Gengið til góðs? Þitt er valið


Ágætu lesendur. Í gær náði ég ekki að blogga en vil engu að síður óska ykkur og þjóðinni allri til hamingju með fullveldisdaginn. En höfum við gengið götuna til góðs?
Í gær hélt Þjóðarhreyfingin fund sem ég komst því miður ekki á. Megin inntak hans var að safna fé til að birta grein í New York Times þar sem heimsbyggðin gæti séð raunverulega afstöðu íslensku þjóðarinnar til stríðsins í Írak. Það má lesa nánar um það hér strong>hér. Þjóðarhreyfingin mótmælir aðferð utanríkisráðherra og forsætisráðherra er þeir lýstu stuðningi við stríð í Írak án þess að bera málið undir Alþingi og ríkisstjórn og heimfærðu vilja sinn upp á þjóðina. Hér er lýðræði virt að vettugi og brotið á stjórnarskránni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn stríði en nú eru hendur okkar blóði drifnar, með stuðningnum erum við samsek og berum ábyrgð á fjöldamorðum, niðurlægingu og kúgun saklausra borgara, manna, kvenna og barna. Með stuðningnum lýsir ríkisstjórn einnig velþóknun á að alþjóðalög og almenn mannréttindi séu brotin.
Hæstvirtur utanríkisráðherra er ávallt jafn smekklegur. Svo próper og indæll séntilmaður. Hann kallar Samfylkinguna „Afturhaldskommatittsflokk“. Kyssir hann mömmu sína með þessum munni? Hroka og ósvífni hæstvirts ráðherra virðist fá takmörk sett. Hann hefur einnig talað um „meinfýsishlakkandi úrtölumenn“ eins og ég hef áður fjallað um og á þá við... Alþingi? Meirihluta þjóðarinnar? Er það svona sem hann hugsar um þjóðina sem hann á að þjóna? Valdið kemur frá fólkinu. Við erum ekki undirsátar, heldur úthlutar þjóðin valdinu til ráðamanna og veitir þeim umboð að vinna í þágu þjóðarinnar.
Ég leyfi mér að vitna til annarar klausu sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna, þar sem segir:
We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness. --That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government, laying its foundation on such principles and organizing its powers in such form, as to them shall seem most likely to effect their Safety and Happiness. Prudence, indeed, will dictate that Governments long established should not be changed for light and transient causes; and accordingly all experience hath shewn, that mankind are more disposed to suffer, while evils are sufferable, than to right themselves by abolishing the forms to which they are accustomed. But when a long train of abuses and usurpations, pursuing invariably the same Object evinces a design to reduce them under absolute Despotism, it is their right, it is their duty, to throw off such Government, and to provide new Guards for their future security. —
Ég vona að menn geti verið þessu sammála. Þegar ríkisstjórnin er hætt að vinna í þágu fólksins er það réttur og skylda þess að rísa upp. Hér er ekki um að ræða neitt smámál. Hér er um að ræða að lýðræði er tekið af þjóð, þingi og ríkisstórn, stjórnarskrá brotin og þjóðin er nauðug flekkuð blóði. Meira en 100.000 Írökum hefur verið slátrað í okkar nafni.

Annars er það merkilegt hve enn er alið á „Rauðu -hættunni“og menn stimplaðir. Enn eimir af kaldastríðshugsuninni og nornaveiðum McCarthy. „Ekki hlusta á þennan.Hann er kommi. Hann er samsæriskenningamaður Hann er hættulegur. Í gapastokkinn með hann“. Hin aðferðin, sem er kannski nýrri, er svo að neutralísera okkur, stimpla okkur sem rugludalla sem mála skrattan á vegginn en erum í raun sauðmeinlaus. En niðurstaðan verður sú sama; ekki taka mark á orðum okkar. „Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá, en ég hafi ekki vit til að hafa vit fyrir mér”, eins og skáldið sagði.

Maður gæti svo horfið lengra aftur í tímann og fundið önnur líkindi. Galdrabrennur miðalda þegar gífurlegur fjöldi saklauss fólks var drepið. Í þá daga var nóg að segja yfirvöldum að þú grunaðir náunga þinn um kukl og hann var vís að vera sendur í dauðann. Oftast voru þetta vesalings gömul og fátæk kerlingarhró sem voru brennd á báli. Einnig gast þú átt fótum þínum fjör að launa ef þú varst svo ógæfusöm/samur að fæðast með vörtu, aukatá eða annað líkamslýti. En enginn skal segja að menn hafi ekki beitt fagmannlegum vinnubrögðum til að úrskurða hvort viðkomandi væri að daðra við djöfulinn eður ei. Þú varst bundin(n) á höndum og fótum, fleygt út í vatn og ef þú drukknaðir þá varstu saklaus og frjáls ferða þinna. Ef þú flaust varstu norn og brennd á báli. Einnig hefði mátt reyna Monty Python-aðferðina og athuga hvort þú vægir meira en önd.

Bróðir minn skrifar góða grein sem hann kallar: „Lýðræði: að geta og gera“. Ég er sjálfur orðinn dauðþreyttur á aðgerðaleysi íslensku þjóðarinnar. Þjóðarsálin er í eðli sínu kvartsár rola sem gerir aldrei neitt í málunum. Saga okkar einkennist af því að við látum vaða yfir okkur. Við tuldrum í barm okkar, fárumst yfir kaffibollum, skrifum stundum í blöð eða aðra miðla, nöldrum og kvörtum um stund en hættum því síðan og málið gleymist. Íslendingar eru nefnilega einnig meistarar í að gleyma hlutum. Ef við kveinkum okkur endalaust en gerum aldrei neitt til að breyta ástandinu höfum við sjálf kallað það yfir okkur og höfum engan rétt til að kvarta.Við hugsum líka oftast um eigið skinn og bíðum þess að einhver annar taki af skarið. Enda er máltækið „^þetta reddast” jú einkunnarorð Íslendinga. En verra er svo fólkið sem er sama. Hvort það lifir í þvílíkri blekkingu eða veit hvernig málin standa en er sátt við það, veit ég ekki en ég játa að ég á bágt með að skilja hvernig er hægt að horfa upp á hörmungarnar í Írak og gleðjast. Ef okkur er ekki sama en gerum ekkert kemur það í sama stað niður. Ýmsir ímynda sér kannski að þeir geti ekki haft áhrif, enda vill fólkið með völdin gjarnan telja okkur trú um það að einstaklingurinn skipti ekki máli. Það er lygi! Sérhver maður getur haft áhrif, það er skylda hans ef hann vill breyta einhverju. Annars hefur hann fyrirgert rétti sínum til lýðræðis.

Sápukaupmaðurinn Samuel Phelps sigldi að Íslandsströndum 1809 með 3 skip , steig á land með fámennt lið vopnaðra manna og hafði með sér túlk sinn Jörgen Jörgensen. Stiftamstsmaðurinn Trampe hafði bannað Íslendingum að versla við Breta svo Phelps og liðsmenn hans tóku stiftamtmann fastan. Þá hafði Phleps frjálsar hendur til verslunar og til að hafa stjórn í landinu fól hann Jörgen stjórnina. Varð Jörgen betur þekktur sem Jörundur Hundadagakonungur. Hvað gerðu Íslendingar til að reyna að hindra valdatökuna? Ekkert!
Jörgen reyndist svo ágætur stjórnandi og var umhugað um hag Íslendinga. Hann vildi að íslendingar væru sjálfstæðir, gætu verslað frjálst, vildi veita þeim gífurlega skattalækkun og veita þeim ,,frið og fullsælu”. Hann vildi einnig að menn hefðu jafnan kosningarétt, óháð eign. Hann vildi að 8 „dugandi og skynsamir menn“ settu lög og rituðu stjórnarskrá og að Íslendingar réðu sér í raun sjálfir.
En Íslendingar kunnu ekki gott að meta og honum varð ekki af ósk sinni. Var þetta hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Íslendingar hunsuðu þann sem vildi greiða veg þeirra. Eins var það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Íslendingar létu sig ekki varða þau málefni sem viðkom þeim og sátu aðgerðalausir.

Sjálfhverfa hefur einkennt Íslendinginn lengi, að hugsa fyrst og fremst um eigið skinn
Sem dæmi um þá sjálfhverfu má nefna þegar Bandarísk flugyfirvöld ræddu að fækka herliði á vellinum urðu háværar raddir um framtíð atvinnulífs í Keflavík. EINS OG ÞAÐ SÉ HÖFUÐMÁLIÐ! Ég er orðinn dauðþreyttur á svona helvítis aumingjavæli. Hér er verið að ræða varnarmál sem skipta sköpum fyrir þjóðina og kemur inn á túlkun Keflavíkursamningsins og stöðu þjóðarinnar í hernaðarbandalaginu NATO. Ef Keflavík getur ekki haldið uppi íbúum sínum er hennar vandamál en ekki hersins. Herinn er ekki þarna til að halda uppi atvinnulífi í Keflavík.
Við erum hrædd við breytingar og hugsum um eigið skinn. Við bíðum eftir að einhver annar geri eitthvað og ætlum að njóta góðs af hitunni. Þjóðarsálin er værukær. Við erum að verða feitu þjónarnir sem Arnas Arnæus talaði um í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness og lauk ræðu sinni á þessum orðum: Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.

Annar merkur íslenskur rithöfundur, Gunnar Gunnarsson lýsti svo tilfinningum sínum gagnvart fyrri heimstyrjöldinni: ...þessi styrjöld á næstu grösum bylti um koll vaknandi trausti mínu til framtíðar og forsjónar, sneri með hrottagalsa ærðra undirdjúpa dýrðaróði lífsins í djöflasæringu ...Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum, hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn.

Því miður hefur ekki margt breyst. Við höfum ekki gengið götuna eins til góðs og við vonuðum. Við höfum látið fólkið sem átti að vinna í okkar þágu brjóta á réttindum okkar og svíkja allt sem er helgast þjóð okkar. En það er ekki of seint að gera eitthvað. Nýtum afl okkar, tökum höndum saman, mótmælum þessari aðferð, þrýstum á ríkisstjórnina að hún láti af stuðningi við stríðið með orðum, skrifum og aðgerðum og nýtum atkvæðisrétt okkar. Við erum íslenska þjóðin og við höfum valdið. En valdi fylgir ábyrgð. Ábyrgð um að beita því rétt.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Hefur þú fengið nóg af því að hendur okkar séu blóði drifnar vegna stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar við ólögmætt stríð í Írak, að þér forspurðum/forspurðri?? Folkid.net er samskiptavefur sem sameinar ólíkt fólk í einu grundvallarmarkmiði; að mótmæla Íraksstríði og stríðsrekstri, stuðningi ríkisstjórnarinnar við það og valdníðslu stjórnvalda. Hér getur fólk haft samskipti gegnum póstlista og viðrað skoðanir sínar, kynnst viðhorfum hvers annars og mögulega sammælst um aðgerðir. Ríkisstjórnin er til að þjóna fólkinu, ekki öfugt. Öllum er frjáls aðgangur að kerfinu, allir geta hætt, enginn þarf að taka þátt í því sem hann kærir sig ekki um. Fólkið getur haft áhrif. Ef þú vilt breyta ástandinu til hins betra og hafa áhrif, ekki þegja heldur láttu rödd þína heyrast.

Annað fréttnæmt; ég fór á samstöðufund fyrir Palestínu sem nefndist Þjóð í þrengingum Það var afar vel heppnaður og fræðandi fundur, fjölmenni og góður andi. Eftir fundinn skráði ég mig í félagið. Til hægri hef ég set hlekk á heimasíðu félagins sem ég hvet fólk til að kynna sér málefni félagsins og lesa greinar sem þar er að finna.
Daginn eftir horfði ég svo á heimildamyndina Gaza Strip, um líf Palestínsk flóttafólks í flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu. Afar áhrifamikil mynd sem ég hvet alla að sjá.

Einnig set ég hlekk á heimasíðu Ísraelsku friðarsamtakanna Gush-Shalom. Formaður og stofnandi er Uri Avnery sem er Ísraelsmaður sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir friði milli Palestínumanna og Ísrael. Hann er 81s árs og er enn virkur. Hann er einnig afbragðs greinahöfundur og má finna margar góðar greinar eftir hann á síðunni.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Alþjóðleg kvikmyndahátíð
Ég mæli með því að fólk reyni að ná í skottið á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Sýningar eru til og með morgundeginum og eru haldnar í Háskólabíói og Regnboganum. Hef ég séð fjórar afbragðsmyndir og hef hugsað mér að skella mér aftur í kvöld.

Fyrst sá ég Jargo. Segir þar frá tveimur vinum, unglingspiltum í Berlín. Jargo er þýskur alinn upp í Sádi-Arabíu en Kamil Tyrki, alinn upp í Þýskalandi. Segir svo myndin frá vináttu þeirra, ástinni, ólíkum menningarheimum og hefðum sem þeir reyna að fóta sig í og uppgjöri.

Næst sá ég heimildamyndina Control Room. Þar er fjallað um mismunandi fréttaflutning bandarískra fjölmiðla og arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera um stríðið í Írak.
Al Jazeera er umdeildasta sjónvarpsstöð Arabalandanna en um leið sú vinsælasta. Hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir opinskáar myndir og fréttaflutning, og gagnrýni á arabísk stjórnvöld enda hefur stöðin einsett sér að draga ekkert undan og hefur að einkunnarorðum að sýna báðar hliðar og flytja sannleikann. Hún lýsir skýrt andstöðu við stríðið og stefnu Bandaríkjastjórnar en stjórnendur hafa þó aldrei haft neitt á móti bandarísku þjóðinni. Yfirmaðurinn lýsti t.d. trausti sínu á bandarísku stjórnarskránni og þjóðinni, að hún myndi fyrr eða síðar rísa upp á móti gerræðisstjórninni og annar sagðist myndu vilja að börnin sín fengu menntun í Bandaríkjunum. Stöðin sýnir t.d. hvað Bandarískir ráðamenn hafa að segja um stefnuna og ráðagerðir og ræðir við bandaríska hermenn. Eitt eftirminnilegra aðriða í myndinni er bandarískur liðþjálfi (að mig minnir) sem í upphafi myndar trúir að hann og félagar hans séu að breyta rétt með innrásinni (myndin spannar dágóðan tíma). Seinna í myndinni lýsir hann viðbrögðum sínum við að sjá annars vegar fallna íraska hermenn en síðar bandaríska í sjónvarpi. Og hann lýsir því hve hann hryllti, þegar hann fann að honum hafði orðið mun meira um að sjá fallna vopnabræður en er hann sá írösku hermennina, og hafði ekki orðið sérlega brugðið við fyrri sýnina. Og þá sá hann margt í nýju ljósi, hvernig það er fyrir íraka að sjá fallna landa sína í sjónvarpi. Myndin fær mann til að tortryggja enn fremur áróður herliðsins og Bandaríkjastjórnar. Einnig vissi Al-Jazeera að þeir tækju áhættu með því að hafa fréttamann uppi á þaki að skýra frá atburðum þegar árásin var gerð á Bagdad. Skyndilega lækkar bandarísk herflugvél sig og stefnir í átt að byggingunni, höfuðstöðvum Al-Jazeera. Fréttamaðurinn fórst í árásinni. Varpað var sprengjum á 3 eða 4 aðrar fréttastofur, ef ég man rétt. Ekki kom bein afsökunarbeiðni en opinber yfirlýsing barst frá herliðinu, þar sem haldið var fram að vopnaðir hermenn hefðu verið á þakinu eða við næstu byggingu. Þetta náðist á filmu og ekki varð ég alltént var við þá vopnuðu hermenn sem sagt var frá. Átakanlegast var þó að sjá konu fréttamannsins, þegar hún sagði að maðurinnn sinn hefði dáið við að flytja heiminum sannleikann. Og hún bað þess að hann hefði ekki dáið til einskis, heldur bað hún að sannleikurinn yrði sagður umheiminum. Það vona ég að reynist rétt.

Næst sá ég heimildamyndina Alive in Limbo. Fjallar hún um líf paletínsks flóttafólks í flóttamannabúðum í Líbanon. Er þar aðallega talað við 3 ungmenni. 2 þeirra eru palestínkt flóttafólk en einn Líbani sem hefur liðið fyrir stríðsátök í heimalandinu. Í myndinni lýsa þau hvernig þau upplifa ástandið og segja frá vonum sínum og draumum. Myndin spannar tíu ár, frá 1993 til 2003. Við upphaf hennar stendur innrás Ísraelshers undir forustu Ariel Sharon, sem þá var hermálaráherra, yfir og lýsir myndin um leið stríðsglæpum hans og hersins og viðbrögðunum þegar herinn dró sig til baka. Kvikmyndafólkið heimsótti svo ungmennin aftur og sér afdrif framtíðardraumanna.

Þriðja myndin sem ég sá var hreint afbragð og e.t.v. besta myndin sem ég hef séð hingað til á hátíðinni. Það varFerðin langa eftir Vestur-Íslendinginn Sturlu Gunnarsson. Myndin gerist í Indlandi 1971 þegar Indira Ghandi er við völd. Allt landið logar í ófriði og stjórnvöld eru gjörspillt. Aðalpersónan er bankastarfsmaður sem má muna meiri allsnægtir frá því þegar Bretar voru við völd. Hann glímir við breytta heimsmynd og átök í heimalandi sínu en einnig á eigin heimili. Myndin er tekin upp ,,on location” í Indlandi, Bombay að mig minnir.

Loks sá ég myndina The World´s Saddest Music eftir Vestur-Íslendinginn Guy Maddin. Hún er byggð á skáldsögu eftir Kazuo Ishiguro, sem einnig reit Remains of the day. Hún gerist á kreppuárunum í Winnipeg. Bjórverksmiðjueigandinn Lady Port-Huntley (Isabella Rosselini) heldur alþjóðlega keppni um hvaða þjóð eigi terafyllstu tónlist í heimi. Þetta er mjög sérstök mynd. Myndin er í senn afar fyndin og gáskafull en hins vegar dramatísk og tregafull og skartar mjög sérstökum og furðulegum persónum. Mér þótti myndin flétta þessum hughrifum vel saman. Það sem mér fannst sérlega skemmtilegt við myndatökuna er að hún er gerð eins og myndin væri ca. áttræð, svarthvít á gamaldags filmu. Þá minnti óvenjuleg myndatkan mig oft á þýskan expresjónisma, ekki síst þá ágætu mynd Das Cabinett Des Dr. Caligari.

Dagskrána má svo nálgast á www.filmfest.is, í Háskólabíói og Regnboganum, aftan á sætum í strætó og eflaust á ýmsum kaffihúsum. Það vona ég að fólk skelli sér og að myndirnar megi veita þeim sama fróðleik og sömu ánægju og þær hafa veitt mér.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Mér þykir utanríkisráðherra aldeilis hafa skitið á sig í skýrslu sinni um utanríkismál og þeim umræðum sem spruttu af henni. Fjallað er um það á bls. 10 í Morgunblaðinu ífyrradag.
Þar viðrar hann m.a. þá hugmynd að Íslendingar ÞJÁLFI ÍRASKAR ÖRYGGISSVEITIR.
Mér hitnaði í hamsi og seti að mér óhug við þessi orð og ekki batnaði það eftir því sem ég las áfram. Kjaftæðið, hrokinn og ósvífnin var meiri en ég gat þolað. Enn á að mála mynd af Bandaríkjastjórn sem frelsandi englum og sagðist Davíð vera áhyggjufullur vegna andstöðu manna á Bandaríkjastjórn. Skyldi nokkur furða sig á henni þegar um ræðir ríkisstjórn sem hefur byggt stjórnartíð sína á svikum og blekkingum, sýnt fádæma virðingarleysi í alþjóðamálum og birt alþjóðalög og mannréttindi af vettugu. Ef maður skyggnist heim sér maður svo ríkisstjórn sem flekkar þjóð sína blóði saklausra borgara í Írak með stuðningi við ólögmætt stríð að henni og þingi forspurðri og gera okkur samsek um dauða 100.000 manns. Utanríkisráðherra segir að átökin í Írak snúist „í rauninni ekki um dvöl erlends herliðs í landinu heldur hvort komið verði á lýðræðislegri stjórnskipan“ og talar um „meinfýsishlakkandi úrtölumenn“. Þvílík ósvífni! Ímyndar utanríkisráðherra sér að menn sem hafa mótmælt stríði sem hefur í för með sér blóðbað, undirokun og eymd HLAKKI yfir ástandinu? Hann ímyndar sér sumsé að við fögnum mannlegri þjáningu?
Svo hvetur hann til stuðnings við bráðabirgðastjórnina, þessa morðhunda sem skipuð var af náðugri ríkisstjórn hins frjálsa heims. Allri gagnrýni er svo svarað á sama hátt: „Saddam er vondur“. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað, eins og skáldið sagði.

Einnig fjallar hann um málefni Ísraels og Palestínu eftir að Arafat er fallinn frá og leggur ábyrgðina alla á Palestínumenn að það séu þeir sem hindra friðarumræður. Til þess að Palestínumenn geti gengið að samningaborðum þarf fyrst að aflétta hernámi og rífa helvítis múrinn. Ariel Sharon og ríkisstjórn hans hefur ekki sýnt að það sé vilji fyrir því. Sharon hefur vissulega talað um það en aðgerðir segja meira en orð. Hann segist ætla að rýma landtökubyggðir en hefur einungis verið að treysta tök sín á Vesturbakkanum.
Bandaríkjastjórn hefur heldur ekki sýnt hingað til annað en að hún fylgi Ísraelsstjórn og Zíonistum að máli og það er fyrst nýlega að ég sé Blair og Bush í sjónvarpinu, talandi um að þeir vilji „hjálpa með að byggja upp frjálst lýðræðislegt Palestínuríki“. Einhvern vegin er ég skeptískur á „hjálp“ Bandaríkjamanna, ef ég á að miða út frá hvernig þeir hafa „hjálpað“ Afgönum og Írökum. Við sjáum nú hversu mikið Gósenland hefur skapast þar. Sé þetta hjálp þeirra vil ég varla sjá þá þegar þeir reyna að skemma fyrir fólki. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti“ mælti Jón Hreggviðsson.
Bush gerði úr því skóna að þeir yrðu að halda í strengi til að landið félli ekki í hendur hryðjuverkamönnum. Þeir eru sumsé ekki færir um að gera þetta sjálfir. Það þarf alheimslögregluna til. Stóri bróðir fylgist með þér, félagi Napóleon hefur alltaf rétt fyrir sér.
Já, mörg loforð og stór orð eru notuð til að blekkja lýðinn og reyna að vinna hylli hans. Nú er að bíða og sjá hvort menn standi við þau.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Fjöldamorð í Fallujah



Ég er bálvondur eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af blóðbaðinu í Fallujah í ríkisútvarpinu í dag. Ég á í raun erfitt með að tjá kenndir mínar í orðum. Meðal þess sem angraði mig var að nánast einungis var talað við talsmenn Bandaríkjahers og heimildir fáum við því eingöngu frá þeim og þeirra sjónarhorn. Lesendur geta gert sér í hugarlund hversu skýra og hlutlæga mynd við fáum af ástandinu þar. Hvers vegna var ekki rætt við talsmenn andspyrnunnar? Kannski að skýringin sé sú að það er búið að djöfulgera þá eins og virðist raunar vera málið með araba og múslima yfir höfðuð.
Í fréttinni var annars vegar talað um „þjóðvarðlið“ en hinir hins vegar „skæruliðar og „hryðjuverkamenn“. Það er greinilegt hverjir eiga að vera góðir og hverjir vondir í þessari baráttu. Svo kemur lýsing á hörmungarástandi en maður gæti fengið á tilfinninguna að það sé allt „serknesku hundunum að kenna“. Ekki síst þegar þessu fylgir svo frétt af mannræningjum.
Fréttastofan hefur greinilega sýnt hvern það styður. Það fetar svo hina hárfínu línu að tala um „hryðjuverkamenn”, segir ekki með beinum orðum að allir séu þeir hryðjuverkamenn til að vera nú „politically correct“ en maður skilur fyrr en skellur í tönnum. Hvernig væri að nefna hlutina réttum nöfnum? Flest er þetta fólk sem berst í örvæntingu gegn hernámsliði Bandaríkjamanna sem hefur rænt þá landinu, menn sem lifa við kúgun og undirokun þeirra og leppstjórnarinnar, menn sem þrá frelsi og að hörmungunum linni í landi þeirra. Leppstjórnin var skipuð af Bandaríkjamönnum og er til staðar til að þjóna hagsmunum þeirra. Hundrað þúsunda manns eru nú taldir hafa fallið í Írak eftir að stríðið hófst. Því er ekki lokið og lýkur ekki á meðan landið er hersetið. Hvernig á hersetið land að geta verið frjálst? Bandaríkjastjórn kallar alla frelsisbaráttumenn hryðjuverkamenn og segja að þeir séu að reyna að tryggja lýðræði. Ekki hlusta á hvað þeir segja heldur hvað þeir gera! Þeir tala fjálglega um frelsi á meðan þeir stunda fjöldamorð í Fallujah. Sagt er að 600 hermenn fallið og við vitum ekki um tölur myrtra borgara en getum ímyndað okkur að það sé há tala miðað við það sem á hefur gengið. Allir vopnfærir menn teknir höndum! VopnFÆRIR. Óbreyttir borgarar sem GÆTU hleypt af byssu. Leit á Sky News þar sem var fjallað um þetta, fréttamaðurinn hljómaði sem væri hann nokkuð hallur á hægri væng en myndir af staðnum sögðu langt um meira en mörg orð. Hér má sjá nokkrar. Íslenskir fjölmiðlar eru gagnsýrðir af áróðri Bandaríkjastjórnar, éta upp það sem þeir segja og reyna svo að mata lýðinn, eða réttara sagt heilaþvo hann. Sorglegast þykir mér hve margir trúa lyginni.
Ég tek ofan fyrir Þráni Berterlssyni sem fer enn á ný á kostum í grein sem birtist á baksíðu Fréttablaðsins miðvikudaginn 10. nóvember. Hún nefnist „Friðarins menn?“.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Vegna tæknilegra örðugleika frestast blogg mitt um samráð olíufélaganna og stöðu fyrrum borgarstjóra til morgundags. Nú er auk þess ráð að ganga til náða, því ég rís árla til verks. Skal nú lesið í 100 ára einsemd eftir Gabriel García Márquez og síðan farið að sofa.
Góða nótt.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Hugleiðingar um forsetakosningar í Bandaríkjunum

Í dag eru forsetakosningar í Bandaríkjunum. Maður er á báðum áttum, eða réttara sagt á hvorugri. Því ég hef hvorki velþóknun á George Bush né John Kerry, sem virðast ætla að berjast um hásætið. En myndi mikið breytast ef Kerry kæmist til valda? Mér þykir nokkuð greinilegt að Kerry sé betur gefinn en Bush (Bush hefur reyndar nóg af haukum til að hugsa fyrir sig) en stefna þeirra virðist ekki svo ólík. Fremur virðist það vera spurning um útfærslu. John Kerry er einnig öflugur talsmaður í ,,baráttu gegn hryðjuverkum”, tengsl hans við Bandaríska iðnjöfra eru einnig sterk, hann styður Ísraela í baráttu þeirra og Palestínumanna, m.ö.o. hann mun styðja Ariel Sharon og félaga hans sem vilja viðhalda stríði. Hann hefur svipaða stefnu í málefnum Írak, en hefur þó sagt að hann vilji meira samstarf milli þjóða. Read: að Bandaríkin geti hafi meiri áhrif á þær þjóðir.
Mér þykir það sorgleg tilhugsun að það er ekki ólíklegt að atkvæðafjöldi muni ekki ráða úrslitum. Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush. En þá komu sér vel þær úreltu talningavélar sem voru í ýmsum fylkjum, sambönd og klíkuskapur sem fengu fram endurtalningu á endurtalningu ofan til að þæfa málið sem lengst uns hæstiréttur úrskurðaði George Bush forseta. Við það bætist að það er ekki beint lýðræði í kosningum, því fyrst eru kjörmenn kosnir sem svo kjósa forseta. Að ógleymdum þeim þúsundum atkvæða sem ,,týndust”.

Ég sel myndbandið með meintum Osama Bin Laden ekki dýrara en ég keypti það. Það lyktar langar leiðir af óhreinu mjöli. Það kom á einkar heppilegum tíma. Eins og alltaf. Undarlegt hvernig svona myndbönd birtast alltaf þegar hentar best núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. George Bush, rétlætisriddarinn fyllist þá fanatískum eldmóði og jarmar um samstöðu og traust. Maður sem hefur byggt stjórnartíð sína á lygum, svikum og blekkingum og verið aktífur að skerða mannréttindi eigin þjóðar og undiroka eigin þegna sem og hertekin lönd og leppríki. Og hvernig það virkar til að beina augum almennings frá ringulreið og ódæðum stjórnarinnar. Og þegar upp kemst um það þarf enginn að borga brúsan nema fórnarlömbin.
Nú hef ég séð þetta myndband og lesið það sem þar mun verið að segja.
Í þessu myndbandi sést maður, sem á að vera Osama Bin Laden játa í fyrsta skipti aðild sína að árásunum 11. september og útskýra orsakir þeirra. Hvers vegna fyrst núna, ef hann hefur neitað því áður? Svo hefur hann áróður gegn Bush, ,,auga fyrir auga, tönn fyrir tönn”. Einhvern veginn náði hann ekki að sannfæra mig. Kannski af því að þetta er einstaklega klisjukennt, mér er nær að segja formúlukennt og hljómar ekki eins og eitthvað sem ég myndi ímynda mér að Osama Bin Laden myndi segja. Fremur hljómar þetta eins og einhver hafi skrifað niður nákvæmlega þau orð sem eiga að koma sér vel fyrir Bush.
Þetta er nefninlega öfug sálfræði af ódýrustu gerð. Osama Bin Laden að segja Bandaríkjamönnum að kjósa ekki Bush. ,,Ok. Osama, þá gerum við það ekki, heldur kjósum Kerry. Gerum eins og góði hryðjuverkaleiðtoginn segir okkur.” Slíkur hefur verið áróðurinn gegn manninum að menn hugsa Osama í sömu andrá og ömmu skrattans. Og ef þeir fara ekki eftir hollráðum Osama frænda, hvern kjósa þeir þá, hmm?
Fjölmiðlar éta upp eftir hvor öðrum að Osama Bin Laden hóti nýjum árásum. Ekki varð ég var við það. Og fullyrða að sjálfsögðu að þetta sé hann, en skýla sér á bak við aðra fréttaskýrendur.
Á morgun, þegar ég vakna verður búið að kjósa forseta. Þangað til býð ég ykkur góða nótt.

fimmtudagur, október 28, 2004

Ég er lémagna eftir vinnuna í dag. Gott er því að geta nú hvílt lúinn bein. Blogga eflaust meira í kvöld. Fæ afrakstur erfiði míns á mánudaginn. Þá verður gaman.
...og Tante Trine piller bare næse med et træben.

þriðjudagur, október 26, 2004

Og Natten gik. Denne Nat, der var som et Dyb af Elendighed, gennem hvis blodtætte Mørke Haab og Tro kun svagt glimtede, som fjerne Stjerner; som disse frosne og glødende Kloder, vore blinde Drømme og svagtseende øjne fortvivlet omfamler.

Fyrir nokkrum dögum kláraði ég Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Ég var mjög hrifinn af bókinni en hana las ég á dönsku. Gunnar samdi verk sín á dönsku, enda náði hann til stærri hóps þannig og fannst mér viss áskorun að ætla mér að lesa hann á dönskunni. Nú bjó ég vel að hafa lesið Andrés Önd frá unga aldri á dönsku, sem og að vera einlægur aðdáandi Olsen-Banden myndanna, sem og að hafa lesið þunglyndislegar sögur um fólk í tilvistarkreppu í Kristianiu.

Sagan er byggð á þekktu morðmáli sem átti sér stað um 1800 á Rauðasandi á Vestfjörðum. Þá var Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur stefnt fyrir dóm fyrir að hafa myrt maka sína, Guðrúnu Egilsdóttur og Jón Þorgrímsson.

Í upphafi sögunnar rifjar séra Eyjólfur Kolbeinsson, eftir missi sonar síns, upp þá ógnarlegu atburði sem áttu sér stað 17 árum áður, þegar hann var ungur. Hann rifjar upp þátt sinn í dómsmálinu og ásakar sjálfan sig vegna þeirra áhrifa sem orð hans og gjörðir hafi haft á málið.

Sagan er, líkt og Fjallkirkjan skrifuð af dýpt og mannþekkingu. Andrúmsloftið sem mér fannst ég skynja í bókinni mætti lýsa sem ,,myrkri nótt sálarinnar”. Hér lýsir vofeiflegum glæp í afskekktri byggð og í bókinni kafar Gunnar í djúp mannsálarinnar. Hann kannar þann breyskleika, girnd, kvöl og syndir sem geta sprottið í fylgsnum hjartans og haldast í hendur. Hann fjallar um hvernig rógur getur myrkvað og eitrað hugi fólks og um það vald sem mennirinir taka sér yfir lífi og dauða náungans í nafni Réttvísi.
Varð mér við lesturinn sterklega hugsað til þessara orða sem stóðu í Fjallkirkjunni, þar sem fólk á bæ einum hafði stolið sauð og etið í neyð sinni. Það hafði verið gripið og var nú fordæmt og útskúfað:

Sú bróðernishugsjón sem menn játast svo óðfúsir stendur að jafnaði nokkuð grunnt. Að minnsta kosti vörumst við að láta hana taka til fallinna bræðra okkar og systra. Væri samt ekki nær að fara læknishöndum um meiðsl sálarinnar eins og gert er við líkamleg sár? Einn misstígur sig og fótbrotnar, annar fargar ,,í misgripum” kindum nágranna sinna. Vér sjáum þeim sem varð fyrir hinu minna tjóni fyrir sjúkrahússvist og aðhjúkrun, hinum köstum vér í fangelsi og brennimerkjum hann. Það er grunnt á tárunum hjá mannfólkinu, lengra til vorkunnarinnar. Verulegri náð mæta hinir bágstöddu ekki nema í moldinni þar sem Guð mun geyma okkar allra að síðustu uns hann vekur okkur frá dauðum skírri en fyrr.

Því teflir höfundur móti bölinu samúðinni, og samkenndinni. Örlög allra manna eru samofin. Þeir verða að taka ábyrgð á sjálfum sér og hver á öðrum, gæta bróður síns og koma honum til bjargar ef hann misstígur sig eða líf hans myrkvast.
Og þrátt fyrir sorgir og dimm örlög má skynja trú á lífið og sigur þess. Því vil ég ljúka þessari umfjöllun á eftirfarandi tilvitnun í Svartfugl:

Meget tydeligt huskede jeg den Dag, Bjarni talte om . . . En svimlende, havpisket Bjergvæg, der set nedefra, fra en gyngende Baad ligesom groede ind i Himlen. Et Uvejr af larmende Fugle - et hvidglimtende og sortgnistrende Skum af Svartfugl, der som en Fortsættelse af Brændingen, hvirvlede op ad den sorte Klippe og blev borte i Bjergets Taager. Da jeg som Barn første Gang saa dette Syn, havde jeg ikke et Øjeblik tvivlet om, at det var selve det troldske Hav, som i vild Leg sprængte vingede Fisk af sin Bug. Endnu i Fjor var det kriblet koldt igennem mig, ved Mødet med Fuglebjergets fantastiske, naadeløse, uudryddelige Liv; denne Storm af Liv, hvor i Larm og Stank og Snavs Tilværelsen triumferer, Livet fornyr sig - springer ungt og friskt og blodvarmt af den golde Klippe. Hver Sommer!

sunnudagur, október 17, 2004

Það er alltaf gaman að lesa góðar myndasögur. Ég keypti mér bráðskemmtilegt hefti í fyrradag, The Amazing Screw-On Head eftir Mike Mignola. Hún er mjög skondin og er gerð í þessum frábæra myrka og drungalega stíl hans, sem einkennir einnig Hellboy, en þær ágætu sögur eru einnig eftir hann.

Með morgunkaffinu: Slátta eftir Jórunni Viðar og Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson

laugardagur, október 16, 2004

Ég ritaði ljóð í sandinn
hvíslaði það í vindinn
hjó það út í hamrana
harmabjörg hjarta míns
Huginn, heyrirðu raust mína
sem bergmálar þögul
syng þína fegurstu söngva
flyttu ljóð mitt, bróðir um víða veröld
lofgjörð lífsins
glæð þjáð brjóst mannana funa okkar
og sefa hjörtu þeirra

þriðjudagur, október 12, 2004

Verður er verkamaður launa sinna

laugardagur, október 02, 2004

Hið unga hjarta er líkt hafinu með myrkum harmadjúpum – það vakna gárar á því undan örveikum vindblæ hugarins, stormar þránnar koma róti á það – og á þetta haf skína hinar fyrstu ástir eins og ljós frá sólu, ýmist léttir sólstafir eða þung sólarbreyskja, hverful stund skín snögglega í hættulegu litaflúri, löðrið sem uppþeytist af losta og sársauka, freyðir og hjaðnar í sólundunarsamri helbirtu
Fjallkirkjan – “Nótt og draumur” eftir Gunnar Gunnarson, bls. 374, þýðing Halldórs Laxness

Í dag kláraði ég Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson. Hún er eflaust ein besta bók sem ég hef lesið. Ávallt setur að manni vissan söknuð og trega þegar maður hefur lokið við bók sem hefur hrifið mann með sér.
Ég hef áður bloggað um þessa bók og birt tilvitnanir í færslum 18. ágúst 2004 og 30. júlí 2004
Fjallkirkjan skiptist í 5 bindi. Þau eru ,,Leikur að stráum”, ,,Skip heiðríkjunnar”, ,,Nótt og draumur”, ,,Óreyndur ferðalangur” og ,,Hugleikur”. Fjallkirkjan er mjög innblásin af ævi Gunnars sjálfs og rekur þroskasögu Ugga Greipssonar, frá því hann elst upp ungur og saklaus drengur á Austfjörðum, þa4r til hann heldur til náms í Danmörku og fylgir svo erfiðum árum hans þar, þar sem hann reynir að draga fram lífið við ritstörf, uns hann öðlast viðurkenningu fyrir verk sín.
Það sem stendur mest upp úr við lesningu þessarar bókar er fegurðin, stílsnilldin og innlifunin sem maður finnur hjá Gunnari, þetta andrúmsloft sem hann nær að skapa, svo það verður ljóslifandi fyrir manni og samlíðunin sem hann vekur. Bókin er bæði tilvistarleg og heimspekileg og veltir einnig fyrir sér guðdómnum, en slík lýsing væri þó engan veginn tæmandi fyrir hana.
Gunnar lagði í fyrstu upp með að skrifa bók um lífið og margvíslegar myndir þess, að svo miklu leiti sem hann taldi sér fært að skynja það og skilja. Þó að saga Ugga verði rauði þráðurinn finnst mér Fjallkirkjan ekki síst fjalla um þetta. Leit mannsins að sjálfum sér, tilgangi og réttlætingu lífsins.
Gunnar lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Halldór Laxness þýddi bókina óaðfinnanlega og maður getur skynjað hrifningu hans á verkinu af þeirri álúð og nærgætni sem hann hefur sýnt þýðingunni, hann hefur vegið og metið hvert orð svo að þeir töfrar sem í verkinu eru kæmust sem best til skila.
Það sem hreif Laxness ekki síst var að hér fjallaði Gunnar um íslenskt alþýðufólk og lýsir lífi þeirra, gleði og sorgum í þaula.
Ég vil ljúka þessari umfjöllun með eftirfarandi tilvitnun sem finna má á bls. 832 í Hugleik: Í þöglum, niðurbældum söknuðinum sindrar löngunin til að endurlifa hið leikandi líf, sjá aftur hina sólglöðu daga sem minningin geymir, hitta aftur þann sem maður hitti einu sinni, endur fyrir löngu...

miðvikudagur, september 29, 2004

Nordisk Panorama

NB Leiðrétting á tímasetningu á myndunum í portinu í kvöld; það er 21:00 til 22:30. Þar verður sýnd verðlaunamyndin og nokkrar aðrar. Þegar þetta er skrifað veit ég enn ekki hver var valin besta myndin.

Regnboginn hefur verið mitt annað hemili síðan á laugardag. Nú þegar litið er um öxl þykir mér þetta hafa verið afar skemmtileg hátíð, ég hef séð ógrynni úrvalsmynda og einnig þótti mér ánægjulegt hve vel hún var sótt. Þó svo að vissulega hafi verið ergilegt ef salurinn fylltist og maður komst ekki inn.
Það eru margar myndir sem standa upp úr fyrir mér...

Myndin Through my thick glasses er frá Noregi, byggð á sannri sögu og gerð með leirkarla/trölladeigstækni. Litla barnabarnið vill ekki fara í hlý föt áður en það fer út í snjóinn svo afinn segir því frá þegar hann var lítill drengur á stríðsárunum og reyndi að ganga í andspyrnuhreyfinguna.

Exit er dönsk leirkarlamynd í anda mynda eins og Matrix og Vanilla Sky. Leigumorðinginn skaut feita forstjórafíflið fullkomnu skoti í hnakkann. En mörvambinn deyr ekki...

Who´s Barði var “mockumentary” um Barða Jóhannson í Bang Gang. Ímynd hans á að vera andlega þenkjandi heilsufríks en í myndinni virðist hann fremur sleazy fáviti. Snilldarmynd.

Einnig voru góðar heimildarmyndir.

Myndin My Grandad´s Murderer hafði djúpstæð áhrif á mig. Afi annars leikstjórans var myrtur í stríðinu af 3 dönskum nastistum. Móðir leikstjórans, Søren Fauli, ber enn sár í hjarta vegna þessa. Einn morðinginn er enn á lífi í Þýskalandi og hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Søren vill hitta hann og reyna að fyrirgefa honum og gera upp fortíðina og að morðinginn
viðurkenni tilveru hans og fjölskyldu hans, vita hvort hann sjái eftir gjörðum sínum og reyna að fá friðþægingu fyrir fjölskyldu sía.

War Children fjallar um þegar finnskum börnum er komið undan til Svíþjóðar í kjölfar innrásar Rússa í Finnland. Talað er við fólk sem var í hópi þessara barna, um sársaukan sem fylgdi viðskilnaðinum við foreldrana og seinna við fósturforeldrana. Fæst börnin vissu hvert væri verið að senda þau, ímynduðu sér jafnvel að það ætti að senda þau í fangabúðir í Rússlandi og ætti að drepa þau. Myndin lýsir svo samlífinu með fósturforeldrunum, hvernig börnin þurfa að aðlaga sig nýju lífi og skipta um tungumál. Þegar stríðinu lýkur eru börnin send heim og þurfa að þola sáran viðskilnað við fólkið sem hafði gengið þeim í foreldra stað, margir sneru heim í fátækt, og höfðu gjarnan kynnst betra lífi í Svíþjóð.
Því miður missti ég af enda myndarinnar og þykir það grábölvað. Vonandi að maður geti nálgast hana einhvern veginn.



Auk þess sá ég ýmsar góðar stuttmyndir frá Balkanskaga. sérlega skemmtileg var tölvuteiknaða myndin Plasticat. Allir eru kattmenni og einn þeirra gengur framhjá betlara og finnur síðan pening. birtast honum þá vættirgóðrar og slæmrar samvisku og setjaupp reikningsdæmi, hvernig hann gæti varið aurnum. En þar er ekki öll sagan sögð, það koma fleiri og fleiri vættir og hver með fáránlegri hugmyndir uns örlögin leysa úr málunum...

Ég var sleginn eftir að hafa séð heimildamyndina The day I'll Never Forget, um umskurð kvenna í Sómalíu. Það er hræðilegt þegar rótgrónar kreddur sem þessi ráða ríkjum og valda fólki hræðilegum sársauka og skaða. Og þegar þetta er orðið svo meitlað í hugsunarhátt eldri kynslóða að þau hlusta ekki þó að öll rök séu á móti, og jafnvel ef þau vita það viðhalda þau sjálfsblekkingunni. ,,Svona hefur þetta alltaf verið”, ,,guð segir það” o.s.frv. Ég held ekki að þetta fólk sé illt í eðli sínu, en það viðheldur fáfræðinni, og lítur á þetta sem spurningu um heiður. Einn ætlaði t.d. að losa saumanna sjálfur, því kona hans, ung stúlka vildi losna við þá þó svo að hann hefði enga menntun eða reynslu í því, þrátt fyrir fortölur hjúkrunarkonu. Að þetta væri spurning um heiður, trú og sið, vinir hans myndu hæða hann ef hann gerði þetta ekki, það væri skylda hans. Nefndi meira að segja Kóraninn til sönnunar, en gat ekki sagt hvar það stóð.
Sannur Tómás trúir ekki þótt hann sjái naglaförin.
Stúlkurnar þora ekkert að segja, og verða að bæla sársaukan eftir getu, læra að taka þessu og venjast uns hætt er við því að þau verði sjálf ónæm og byrgja þetta inni, og hætt við að þau telji sér loks trú um að þetta sé besta leiðin, eða beygja sig alla vegana undir þessa kreddu, láta hana viðgangast eða framkvæma jafnvel sjálfar.
Það versta er kannski að þegar einhver gagnrýnir þennan sið tekur fólkið því sem árás á menningu sína og trú, ,,vesturveldin nota þetta til að ná meiri völdum yfir okkur og gera okkur vestræn” og þess háttar, og gætu tengt við hnattvæðingu kapítalismans, sem vissulega má gagnrýna. Þetta er svo hamrað í þau að þau geta/vilja ekki horfast í augu við sjálf sig og spurt sig hvort þessi aðferð sé réttlætanleg. Menning er ekki yfir gagnrýni hafin og menning Sómala hrynur ekki þótt þeir láti af þessum pyntingum sem þeir reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum með ýmsum hætti. Menning þeirra stæði þvert á móti sterkari eftir ef þeir létu það standa sem er þeim til góða en legðu niður það sem veldur illu.
Auk þess er umskurður ekki uppruninn hjá Sómölum heldur hefur borist þeim frá Egyptum, en hvaðan þeir fengu þetta veit ég ekki.

Annað umfjöllunarefni var ekki síður átakanlegt; þegar ungar stúlkur eru gefnar eldri mönnum gegn vilja þeirra. Og vilji þær ekki beygja sig undir vilja þeirra eru þær teknar með valdi.

Það er fjarri mér að ætla að ráðast á Sómala, og fjarri mér að gagnrýna menningu þeirrafremur en menningu annara þjóða sem stunda svona nokkuð. En ég er mótfallinn hvers konar lögum, siðum, trú og kreddum sem valda þjáningu, sársauka og pyntingum, og jafnvel dauða saklauss fólks. Á þetta að vera vilji guðs?

Þó að kreddan hafi verið í þúsundir ára þarf það ekki að réttlæta hana. Hví ætti guð að vilja að ungar stúlkur þjáist? Og ef hann vildi það, ætti hann skilið að við tilbiðum hann? Finnur hann ekki þjáninguna, heyrir hann ekki neyðaróp stúlknanna? Getur hann ekkert gert? Eða vill hann það ekki? Þetta voru spurningar sem ég spurði mig eftir að hafa séð þessa mynd.
Eftir að hafa séð þessa mynd langar mig að gera eitthvað. Ég veit ekki alveg hvernig, en maður getur ekki horft á þetta, og vitað af þessu og setið aðgerðarlaus. Maðurinn getur meira en hann vill og trúir sjálfur, og ef einn maður ákveður að gera eitthvað, ákveður ef til vill annar að gera eitthvað, þeir geta myndað bandalag, og svo bætist við annar... og annar... og annar. Maður ætti aldrei að vanmeta mátt fólksins. Það vona ég að raddir sem flestra fái að hljóma í þessu máli sem öðrum og geti breytt veröldinni til hins betra. Hvernig sem fer þá hafa menn reynt, jafnvel þúsund kílómetra leið hefst á einu skrefi og að lokum kemst maður á leiðarenda.



þriðjudagur, september 28, 2004

Senn líður að lokum stutt-og heimildamyndahátíðarinnar Nordisk Panorama. Er ég búinn að vera þar mikið um helgina, hef skemmt mér konunglega og búinn að sjá margar afbragðsgóðar myndir. En fyrir þá sem vilja ná í skottið á henni þá eru síðustu myndirnar sýndar í dag og e-ar snemma næsta morgun. Svo verða á morgun sýndar vinningsmynd í hópi stuttmynda ásamt nokkrum öðrum áhugaverðum stuttmyndum. Sýningarnar verða í Regnboganum en verðlaunamyndin og félagar verða sýndar í Listasafni Reykjavíkur frá 19:30 til 22:30.
Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar, bendi ég á www.nordiskpanorama.com, kíkja í Regnbogann eða aftan á stólbök í strætisvögnum, en þar má fræðast nánar um dagskrána.
Jæja, þarf að rjúka. Sæl að sinni.

föstudagur, september 24, 2004

Aaaahhh... helgi :)
Ég vaknaði klukkan 20 mínútur í sex að harka í vinnu úti í þeim grábölvaða rokrassi Skerjafirði. Rok rigning og hagl. Það bregst ekki að það er ávallt vont veður þegar við komum á föstudögum í Skerjafjörð. Blessunarlega búinn snemma. Já, það er ekki slæmt að hvíla lúin bein í hægindastól undir teppi, fá sér kakó með sykurpúðum og hnoðninga, hlýða á ljúfa tóna og lesa síðustu kafla Fjallkirkjunnar. Svo er það gamandávaldurinn Sailesh í kvöld. :D

sunnudagur, september 19, 2004

Áströlsk frumbyggjatónlist og íslensk þjóðlög

Í fyrradag upplifði ég einstakan atburð er ég fór á tónleika í salnum.
Dagskráin var áströlsk frumbyggjatónlist og íslensk þjóðlög.

Upphaflegir fiðlu- og sellóleikarar og söngkonur forfölluðust og man ég því miður ekki nöfn þeirra sem komu í staðinn.
Fyrst lék stengjakvartett fjögurra stúlkna lag sem ég man því miður ekki hvað heitir, en mun vera eftir Jón Ásgeirsson, úre Sölku Völku.
Síðan sungu söngkonurnar María meyjan skæra og Ísland farsælda frón.

Fyrstur steig á stokk Diddi fiðla. Hann var bráðskemmtilegur og sýndi listir sínar er hann lék nokkur íslensk þjóðlög á langsspil og íslenska fiðlu með miklum ágætum.
Næstur var Steindór Andersen og tóku þeir Diddi eitt fimmundarlag saman. Þetta er textinn:
Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman

Var Steindór líka hress og gamansamur eins og venjulega og notaði tækifærið að auglýsa nýútkomna bók Kvæðamannafélagsins Iðunnar, þar sem voru diskar með upptökusafni frá þriðja áratugnum, textar og nótur. Hann kvað svo sjálfur nokkrar vel valdar rímur. Við eina lék ástralinn Buzby Birchall með honum á didgeridoo, en Birchall er einn af þeim sem stendur að komu ástölsku fumbyggjanna hingað. Það hljómaði þokkalega en var fyrst og fremst virðingarverð tilraun að samræma ólíka menningarheima. Við þriðju vísuna hafði Himar Örn Hilmarsson útsett tónlist við og lék hann undir ásamt strengjasveitinni. Magnað verk, fékk mig til að hugsa um kaldar öræfanætur í auðn á Íslandi dimmt haf og sjóreka.


Eftir hlé gerði Birchall áhorfendum grein fyrir samstarfsverkefni þessu og kynnti tónlistarmennina.
Voru þar komnir þrír menn af Yolgnu-ættstofni í Arnem í Ástralíu að leika tónlist fólks síns.
Yirryirrngu Ganambarr, helgiathafnasöngvari, Mirrwatnga Munyarryun, hátíðar yidiaki (didgeridoo)-spilari, og Ngongu Ganambarr, yidiaki-smiður.
Tilheyrðu þessir menn Yolngu-ættflokki sem býr í Arnhem-landi í Ástralíu. Skiptist hann svo í marga minni, Yirryirrngu og Ngongu munu vera af Datiwuy-ættbálki en Mirrwatnga afWangurri-ættbálki.
Þessi tónlist og dans er eflaust þau elstu sem til eru í heiminum í dag.
Kallaðist helgiathöfnin Bunggul sem þeir sýndu sem byggðist á söng Yirryirrngu sem einnig lék á tréstúfa, en hinir tveir léku á yidiaki. Svo steig annar, mikill maður og holdugur dans við söng og undirleik hinna. Merkilegt hve fjölbreytilegan og framandi hljóm er hægt að gera með yidiaki og hvað maður skynjar mikið í því. Sama gilti einnig um hina miklu rödd Yirryirrngu og ótrúlegan limaburður dansarans. Tungumálið heillaði mig einnig og hljómfall þess, og allt þetta magnaða samspil söngs, dans og hljóðfæraleiks.
Ég fylltist lotningu og hrifningu fannst einstakt að fá að upplifa þetta, þessa fornu, fjarlægu og framandi menningu sem er svo ólík öllu sem við eigum að þekkja á vesturlöndum og kynnast viðhorfum þeirra til lífsins. Sérlega í ljósi þess að frumbyggjar yfirgefa nær aldrei heimkynni sín og eru þeim sterkt bundnir. Undrar mann ekki að þeir séu komnir með heimþrá, hafandi verið 3 vikur í burtu. Jeremy Cloake, sérfræðingur í tónlist þeirra segir að þessi forna tónlist tjái í senn, tengsl við náttúru, landið, fólk og dýr, fortíð og uppruna, guði og alheiminn. Las einnig í efnisskráni minni að Youlgnu fólkið trúir því að alla sköpun megi rekja til samhangandi athafna frá forsögulegum tíma. Forfeður þeirra úr andaheiminum ferðuðust um auðn og skópu alla hluti hins efnislega heims, þar á meðal Yolngu og málýskur þeirra
Þetta virðist þeirra óður til lífsins, og þessi goðsögn og saga þeirra og menning er varðveitt með söngvum og dönsum gegn um kynslóðirnar.
Þar skipar didgeridoo stóran sess og mun það sérlega heilagt frumbyggjum.
Ekki stóð á viðtökunum, salurinn réð sér varla fyrir hrifningu og var þeim klappað lof í lófa. Fólk reis úr sætum. Tóku þeir lokalagið aftur og kvöddust áhorfendur og flytjendur með gagnkvæmri gleði og þökk.
Ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið að njóta þessa einstaka atburðar, en þeir sem misstu af þurfa ekki að örvænta, því Smekkleysa stefnir á útgáfu tónlistar þeirra og verður einnig gerð heimildamynd um ferð þeirra.

fimmtudagur, september 16, 2004

Vangaveltur um heilaga ritningu

Alltaf er jafn gaman að rökræða trúmál við strangtrúaða bókstafstrúarmenn. Kunningi minn er hvítasunnumaður og átti ég skemmtilegar og skondnar rökræður við hann í dag.
Var þetta vissulega augnablik þar sem best hefði verið að vera á staðnum, en skal ég þó rekja í stuttu máli það helsta sem bar á góma.
Fór ég að nefna það að Biblían væri ekki hafin yfir gagnrýni, að sérlega í gamla testamentinu birtist guð oft sem duttlungafullur, hefnigjarn og grimmur. Og tók ég ýmis dæmi. Meðal þess má nefna Jesajabók þar sem spámaðurinn spáir fyrir eyðingu Babýlon í eldi og brennisteini og skal öll ætt þeirra farast í vítislogum. Dálítið brútalt, hmm?
Og mér er spurn, hvers áttu saklaus börnin að gjalda, og konur þeirra? Voru þetta allt antíkristar, eða hvað?
Sama er svo uppi á teningnum í Nóaflóðinu. Alltént á ég erfitt með að sjá að hver einasti maður, kona og hvítvoðungur hafi átt skilið að farast í flóðinu.

í Mósebók fyrirskipar Faraó það voðaverk að deyða skuli alla frumburði Ísraels. En gerir það Guð eitthvað betri en faraó þegar hann lætur engil dauðans myrða alla egypska frumburði? Hvers áttu blessuð börnin að gjalda, murkað úr þeim lífið fyrir synd eins manns?

Einnig er staður þar sem maður eða menn (örugglega heiðinn Fílísteahundur) brjóta gegn Ísraelsmanni/mönnum, ef ég man rétt. Skal því konu mannsins nauðgað af... hvað... 9 manns?
Og hví að refsa þeim sem ekkert hefur til saka unnið?

Einnig bar á góma fórn Abrahams, þegar hann var tilbúinn að fórna syni sínum fyir guð, bara því guð segir honum það. Vissulega var guð að testa hann, en Abraham vissi ekkert um það.
Hefðuð þið viljað vera Ísak? ég spurði kunningja minn hvort hann væri tilbúinn að fórna fjölskyldu sinni á altari fyrir drottinn (vitandi ekki um fyrirætlanir guðs) ef guð bæði hann um það? Það var hann ekki.

Kemur svo ekki upp úr kafinu að maðurinn er fæddur vondur. Jæja, þá skilur maður kannski betur morðin á ungbörnunum. Hmm... erfðasynd eða hvað?
Ef Jesús dó á krossinum fyrir syndir okkar, þurfum við þá að líða fyrir erfðasynd?
Nýfætt barn sem enn hefur ekki gert neitt í hinni nýju veröld þess, hvernig getur það verið syndugt af einhverju sem það hefur ekki einu sinni náð að framkvæma, hvað þá hugsa?

Einnig ræddum við um lífsins táradal. Nú er ég ekki að segja að heimurinn sé alslæmur, síður en svo. En margir eru þeir sem hafa ekki upplifað jörðina sem annað en helvíti frá fæðingu.
Er þess virði að búa í eymd og nauð og upplifa helvíti á jörð til að fá loks frið eftir dauðann? Hvernig eiga menn að elska guð ef þeir hafa aldrei kynnst öðru en eymd og grimmd og guð virðist hvergi nærri? Þá er erfitt að þakka guði ef ekkert finnst til að þakka og aldrei gefur hann svör.
Maður getur aldrei vitað hvort guð sé til, maður getur sannfært sig um það, en það gerir hann ekkert raunverulegri. Og ef maður getur í raun aldrei vitað það, er þá ekki sjálfsblekking að sannfæra sig um að eitthvað sé til sem kannski er ekki til?

Best var þó þegar hann sagði að hann tryði ekki á þróunarkenninguna. Og þvertók fyrir að við ættum nokkurn skyldleika með öpum. Virtist jafnvel vera tilbúinn að trúa að jörðin væri ca. 7000 ára.
Ég benti honum á hluti eins og... hmmm... risaeðlur? Steingervinga, leifar frummanna, hvernig mætti rekja hæga þróun lífs með misgömlum steingervingum, svipaða beinabyggingu apa og manna. Þegar hann virtist ekki vera sannfærður um áreiðanleika vísindanna og kolefnagreiningar benti ég honum á að þetta væri enn það áreiðanlegasta sem við hefðum og flest rök hnigu að þessu og væri mun áþreifanlegra heldur en orð 2000 ára gamallar bókar.
Ég spurði hann ef hann fengi lungnabólgu, hvort hann myndi fremur treysta lækni sem byggði á menntun sinni og reynslu í vísindum eða manni sem myndi láta hann fá e-a plöntu og segja að máttur guðs byggi í þeim.

Gleymdi reyndar bestu spurningunni. Hvort hann tryði á algóðan almáttugan guð. Því algóður guð getur ekki viljað illt, og hið illa getur ekki átt sér stað án hans vilja, sé hann almáttugur.

Getur guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki sjálfur lyft honum?
Alltaf jafn gaman að þessu.
Góðar stundir.

laugardagur, september 11, 2004

Ég er kominn með nýtt netfang: einarsteinn@hotmail.com

föstudagur, september 10, 2004

Hér er ánægjuleg frétt í Morgunblaðinu; Í dag kl. 5 verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins sýningin ,,Skáld mánaðarins" og er það að þessu sinni sjálfur skáldjöfurinn Gunnar Gunnarsson. Tekur Stofnun Gunnars Gunnassonar þátt í þessu samstarfsverkefni og í vetur verður smærri sýning á Skriðuklaustri um hvert skáld. Verður farið yfir verk meistarans sem m.a. skrifaði Fjallkirkjuna (sem er ein besta bók sem ég hef lesið!), Svartfugl og Aðventu.
Ég hvet áhugasama að mæta á Hverfisgötu 15 kl. 5. Einnig má fræðast um skáldið á www.skriduklaustur.is - Gunnar skáld

mánudagur, september 06, 2004

Hélt upp á afmælið mitt um daginn. Við áttum við ánægjulegt kvöld yfir tónlist, snæðingi, spjalli og öli og nutum samvista hvors annars. Afar góðmennt var þetta kvöld, en þar voru saman komin Arnljótur, Jenný, Aggi, Alli og Tóta, Bragi, Biggi, Loftur, Helga Lára, Ragna, Lóa og Einar nafni.
Fékk nokkrar góðar gjafir frá þeim.

Frá Einari fékk ég kvikmyndina City of God, Frá Braga fékk ég diska með Elvis og Frank Sinatra, Alli og Tóta færðu mér rauðvínsflösku, Biggi og Loftur gáfu mér ,,100 ára einsemd” eftir Gabriel Garcia Marquez, Lóa og Freyr gáfu mér Höfund Íslands eftir Hallgrím Helgason, Ragna gaf mér Rolling Stones-húfu, Arnljótur gaf mér kvikmyndirnar The 7th Voyage of sinbad og The Golden Voyage of Sinbad, Helga gaf mér Öxina og jörðina eftir Ólafur Gunnarsson og Doddi gaf mér safn Carl Barks-sagna ásamt Duck Tales-myndinni um leitina að töfralampanum. Mig langar til að þakka ykkur öllum aftur fyrir frábært kvöld og góðar gjafir. :)

laugardagur, september 04, 2004

Pétur W. Kristjánsson tónlistarmaður er fallinn frá, 52. ára að aldri. Hann fékk hjartaslag og lést á Landspítalanum. Pétur var táknmynd hins íslenska rokkanda og er löngu orðinn goðsögn í íslensku tónlistarlífi. Blessuð sé minning hans.

föstudagur, september 03, 2004

Þjóðminjar

Við bræður vorum boðflennur við opnun Þjóðminjasafnsins í fyrradag og fórum ásamt föður okkar. Það var mikil athöfn, þegar við komum kvað Steindór Andersen rímur við undirleik Hilmars Arnar Hilmarssonar. Þorgerður Katrín hélt þokkalegt erindi en þrátt fyrir áhersluna á 60 ára afmæli lýðveldisins fannst manni fullmikið að bíða í 6 ár eftir að húsið dratthalaðist loks í lag. Nokkrir af framamönnum þjóðarinnar fluttu svo ávarp auk forstöðumanns þjóðminjasafns Dana. Guitar Islancio lék nokkur lög. Guðrún María Jóhannsdóttir söng einnig nokkur lög og í ,,Húsgangi" eftir Jónas Hallgrímsson söng skólakór Kársness með, undir stjórn Þórunnar Björnssdóttur, betur þekkt sem Tóta. Sá líka Marteini bregða fyrir. Þegar Guðrún söng ,,Hvert örstutt spor" úr Silfurtúnglinu eftir Halldór Laxness játa ég að ég klökknaði og felldi tár. Því þetta ljóð og lag finnst mér með þeim fallegustu, ljúfsárustu og einlægustu sem samin hafa verið á íslensku.
Húsið er orðið mjög álitlegt, mikill tvöfaldur salur og tröppur upp sem leiddu okkur á kjarnasýninguna, þjóð verður til. Þótti okkur bræðrum hún afar glæsileg. Ekki var svo amalegt að geta gætt sér á snittum, víni og sódavatni og spjallað við fræga fólkið. :)

Það er hræðilegt að hugsa til þess að á meðan við erum að opna safnið okkar eru mörg helstu menningarverðmæti heims ýmist glötuð, eyðilögð eða í útrýmingarhættu. Í Írak, hinni fornu Mesópótamíu, vöggu menningar hefur verið unnið stöðugt að því að brjóta niður sögu mannkynsins alls. Söfn hafa verið rænd án þess að hersetuliðið hafi nokkuð gert til að koma í veg fyrir það, þyrlupallur yfir forn jarðlög með ómetanlegum fornleifum, fornt leikhús notað sem vélageymsla, grafið í hauga o.s.frv.
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fjallar um þetta í afar góðri grein á bls. 20 í Fréttablaðinu í dag. Mæli með að fók lesi hana.
Sjálfur fjallaði ég dálítið um þetta í grein sem ég skrifaði í íslensku í vetur. Pósta henni við tækifæri.

Mæli með kvikmyndinni Coffee And Cigarettes sem er hluti af Bandarískum indí-dögum í Háskólabíói. Í grófum dráttum eru þetta litlar sjálfstæðar senur þar sem fjöldi frægra leikara koma fram, leika ýktar útgáfur af sjálfum sér spjallandi yfir kaffi og sígarettum. Og þessi mynd er hreinasta snilld. Meðal þeirra sem koma fram eru Tom Waits, Iggy Pop, Alfred Moligna, Steve Coogan, RZA, GZA, Bill Murry og Cate Blanchett.

Fór með Dodda og Mossa á tónleika James Brown í Laugardalshöllinni um daginn. Áttum allir miða í stæði. Fyrst steig hin frábæra sveit Jagúar á stokk og hreif okkur með sér í sjóðheitt fönk.

Eftir Jagúar steig bandið á sviðið, skipuð trompetleikara, saxófónleikara, tveimur gítarleikurum, hljómborðsleikara, og tveimur trommuleikurum ásamt kynni, fjórum bakraddasöngkonum og tveimur dönsurum. Hver og einn kynntur sérstaklega, maðurinn auðvitað með toppmenn. Eftir magnaða sveiflu var maðurinn klappaður upp og þarna mætti hann. James Brown. Konungur sálartónlistarinnar. Og þetta kvöld sýndi hann og sannaði hví hann hefur þennan titil. Hann sparaði sig við snúninga og mjaðmahnykki enda að verða sjötugur en röddin var enn óaðfinnanleg, tilfinningin og gleðin og gamanið ljómaði af honum og bandinu, hann var sannarlega í essinu sínu. Sérstaklega í lögum eins og Soul Man, I Got You (I Feel Good) og Sex Machine fékk maður nánast tónlistarlega fullnægingu. (Reyndar gætu lögulegir dansararnir hafa hjálpað til með það ;)
Sumsé hin besta skemmtan. Jagúar og James, þökk fyrir mig!

Ps. Teiknaði mynd af kallinum um daginn, eftir ljósmynd. Reyni kannski að skanna hana inn.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004


Áðan sá ég yndislega kvikmyndaklassík á Þjóðarbókhlöðunni. Það var meistaraverkið Faust eftir F.W. Murnau frá árinu 1926. Murnau er þekktastur fyrir annað meistaraverk; Nosferatu-Eine Symhonie des Grauens (hryllingssynfonía), sem var ein fyrsta vampírumyndin og ein eftirlætismyndin mín. Faust hefur nú bæst í þann hóp. Hefði Murnau einungis gert Nosferatu hefði það samt nægt til að nafn hans lifði að eilífu. En hann lét sér greinilega ekki eitt meistaraverk nægja. Eins og nafnið ber til kynna segir sagan hina klassísku táknrænu dæmisögu um baráttu góðs og ills yfir mannssálinni. Og hver er betur til þess fallinn að takast þetta verk á hendur en Murnau, meistari myrkurs og ljóss, fegurðar og dramatíkur, einn mesti meistari, frumkvöðull og sjáandi kvikmyndasögunnar. Sýn hans á verkið og meðferð er stórfengleg sem og máttur hans til að vekja dýpstu tilfinningar manns. Ég vil ekki spilla fyrir ykkur sögunni um of en segi ykkur þó að í bestu atriðum myndarinnar, byrjuninni, og þegar dramatíkin, myrkrið og harmurinn stigmagnast eftir því sem líður á og sérstaklega í ógleymanlegri endasenunni, stendur maður á öndinni.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ég var visið laufblað
sem barst með haustvindinum
ég var sjóreka skip
sem rak stefnulaust á ógnarbylgjum hafsins
og skolaði á strönd eilífðar
ég var reikandi vofa
hljóður skuggi
sem féll um stund
á ísað vatnið sem glitraði svo fagurt í nótt

Tónlist dagsins: Tónlist Mikis Theodorakis við Zorba The Greek. Er einmitt að hlusta á Zorba's Dance núna. Dásmleg tónlist. :)

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Lag dagsins: The Ship Song með Nick Cave

Loks gladdi það mitt gamla hjarta að hitta kórinn aftur og einnig raddaður afmælissöngurinn og hlýjar hamingjuóskir. Við sungum svo við Skólasetninguna í dag. Kl. 8 borðaði svo fjölskyldan dýrindis máltíð á Horninu og átti notalega kvöldstund saman.

A day in the life.. (ok. 3 þá!)

Mál er að linni að sinni. Góða nótt. :)

Í gær skrapp ég svo í Listasafn Reykjavíkur og sá sýninguna ,,Kenjarnar” eftir Fransisco De Goya.
Fáum eitt strax á hreint. Goya var SNILLINGUR. Þessi myndaröð markaði tímamót og frumkvöðlaverk í svartlist. Í genni kannar Goya kenjar mannsins, hinar myrku hliðar, og duttlunga sálarinnar, hins margbrotna mannshugar og samfélagsins. Hann veitti sér hér listrænt frelsi og braut af sér hlekkina sem hann hafði verið í þegar hann málaði eftir pöntunum. Honum er ekki margt heilagt nema að sýna samfélagið, þrátt fyrir afskræmingu, djöful- og skrípaleik,og martröð er myndirnar um leið í raun næstum óiþægilega raunsæar, eitthvað sem við könnumst öll við. Myrkar og draumenndar en eru þó skuggsjá mannlífsins og óra okkar. Ég var sleginn og heillaður í senn og leið áfram í andakt milli mynda en eftir ca. 24. myndina var verið að loka. Keypti mér hins vegar bók um verkin eftir Guðberg Bergsson þar sem hann fjallar um þau og túlkar.
Goya kynntist ég annars fyrst eftir að hafa séð afbragðs kvikmynd eftir spænska leikstjórann Carlos Saura fyrir þónokkrum árum á kvikmyndahátíð. Mæli eindregið með henni. Annars ættu ýmsir að aknnast við olíumáverkið ,,Krónos étur börnin”.

Um kvöldið skrapp ég svo með Agga á Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í flutningi Landleiks. Að honum standa 7 Mr-ingar, mér að góðu kunnir. Ég hafði lesið bókina eftir Finnan Arto Paasilinna og finnst hún bráðskemmtileg. Það reyndist einnig vera með leiksýninguna sem var afar vel heppnuð og ánægjuleg. Auk frábærrar frammistöðu aðstandenda, sem ég vil sérlega óska til hamingju með afrekið, fannst mér tónlistin setja alveg sértakan blæ á sýninguna. Þar var finnsk gleðitónlist og Tango.

Enginn skyldi vanmeta Borgarbókasafnið. Þangað fór ég í dag og fékk 5 afbragðs diska. Alice með Tom Waits, Unknown Pleasures með Joy Division, In Rock með Deep Purple, safndiskinn The World of Klezmer og Sei mir gezunt með Schpilkas.

Einnig eru ýmsar myndasögur sem ég hlakka til að lesa. Sérlega líst mér vel á Buddha eftir Osamu Tezuka. Langar líka að lesa Hellboy, Sleeper, Bones, The Invisibles, Filth o.s.frv.

Síðasta ,,graphic novel” sem ég las var eflaust Isaac the pirate eftir Cristophe Blain. Hreinasta listaverk. Mæli eindregið með þeirri frábæru sögu. Sjálfur get ég varla beðið eftir hinum tveimur bókunum.

Og talandi um myndasögur; Mogginn fær stórt prik hjá mér fyrir að birta Kalvin & Hobbes. Gargandi snilld.

Það er yndisleg tilfinning að vera orðinn tvítugur. Samt er eins og maður sé varla búinn að venjast því (enda er ég einungis búinn að vera tvítugur frá því í gær). 18 er flott tala, 17 sleppur en þegar maður segir 19 ára, segir maður og hugsar um leið ,,að verða tuttugu”. Einkar plebbaleg tala e-ð og þetta er sannarlega ,,að verða tuttugu” aldurinn, maður telur niður dagana.
Skal nú rekið gróflega það helsta sem á daga mína dreif síðustu 3 daga.

Menningarnótt
Föstudag var Menningarnótt og rölti ég um bæinn með Dodda og Mossa að soga í mig menninguna. Nokkrir atburðir eru sérlega minnisstæðir. Fyrst hittumst við Doddi á pallborðsumræðum um myndasögur á Borgarbókasafninu. Hinni bráðskemmtilegi snillingur Hugleikur Dagsson stýrði umræðum, 5 fulltrúar ólíkra staða og sjónarmiða ræddust við og svöruðu spurningum úr sal. Var þetta í alla staði mjög skemmtilegt og fræðandi.

Á einhverjum tímapunkti áður en við Doddi hittum Mossa man ég að hungrið svarf að. Gladdi það glyrnur okkar að landssamband Kúabænda var með ókeypis heilgrillað naut og hugðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við höfðum loks brotist gegn um mikla þvögu fengum við að vita að þeir voru í klukkutíma hléi.

Einnig bera að geta málverkasýningar sem við Doddi sáum sem var úti í garðinum á Fríkirkjuvegi 11. Það vildi ég óska að ég myndi hvað málarinn heitir því þessar olíulandslagsmyndir hans voru hrífandi. Hrifnastir vorum við Doddi eflaust af sólarlagsmynd frá Drangey og næturmynd af Kapelluhrauni. Græn birta á þeirri síðarnefndu og draugaleg stemmning.

Þaðan héldum við aftur að grillinu og vonuðumst nú eftir vænni flís. Við sáum tannstöngla út undan okkur á borðinu.
Það boðaði ekki gott...
Þetta voru sumsé pínu-réttir og við Doddi urðum bara að gera sem best úr því. Kjötið var lygilega gott og því synd að skömmtun var ekki mikil á mann. Er við vorum í matarleit hittum við Mossa og bróður hans og fengum okkur vænan Nonna.

Í e-u porti rétt hjá Þjóðleikhúsinu (veit ekki hvað það heitir) léku Schpilkas gyðinga-og þjóðlagatónlist, Klezmer. Einstaklega skemmtileg, falleg og grípandi tónlist, ómögulegt annað en að dansa við hana, sem við og gerðum af miklum móð. Ég hafði mikla unun af þessari tónlist, finnst Klezmer frábær auk þess sem greinilegt var hversu miklir fagmenn voru á ferð sem spiluðu af tilfinningu og ástríðu. Slavnesk tónlist og sígaunatónlist heilla mig mjög mikið. Ragnheiður Gröndal söng nokkur lög með þeim og gerði það óaðfinnanlega.

Skildum við bróður Mossa ekki löngu síðar og erum þá þremenningar.

Við sáum eilítið af Egó. Fyrst tóku þeir fínt lag sem ég þekkti ekki. Svo tóku þeir Utangarðsmannalagið ,,Kyrlátt kvöld við fjörðinn” í nokkuð frjálslegri útgáfu, sem mér fannst ekki taka frumgerðinni fram. Sérlega fannst varð ,,jojó-ið” hans Bubba í tíma og ótíma fljótt þreytt og ég saknaði sárlega síðara gítarsólósins. Mun betur hljómaði svo sóló-lagið ,,Það þarf að mynda hana” sem bandið tók með miklum krafti, tilfinningu og tilþrifum”. Við piltarnir röltum í burt og fengum þá að heyra ,,Stórir strákar fá raflost” sem lét ljúft í eyrum.

Jagúar voru sjóðheitir í Pósthússtræti og nam okkur fljótt í trylltan dans. Frábærir tónleikar með frábærri hljómsveit.

Loks hugðumst við hlýða á Megas og Súkkat. Mætum á svalir Kaffihússsins við Tjörnina, þar sem þeir áttu að spila, kaupum veigar og fáum þessi líka fínu sæti. Okkur er þá tjáð að það verði auka 45 mínútur eða svo í meistarann (ekki í fyrsta sinn;). Þá var flugeldasýningin hafin og við kíktum auðvitað á hana (það gerði meistarinn líka). Hún var mjög glæsileg, fallegt að sjá reykmettaðan himininn upplýstan og sérlega fallegt að sjá reykinn sjálfan lýsa grænum og rauðum litum. Hungur var sigið á afmælisbarnið og fengum við okkur Pizzu á Pizza Pronto. Þegar við komim til baka voru svalirnar orðnar fullar og hætt að hleypa inn. Við hlýddum á nokkur lög og virtum fyrir okkur hnakka hljómlistarmannana og héldum svo í burt. Kvöddumst við fóstbræður svo með virktum og héldum hver sína leið.

Meira seinna

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ferðasaga

Um daginn hélt ég með Jórunni systur minni, föður mínum og Arnari mági mínum til Skagafjarðar þar sem ætlunin var að fara í dags gönguferð. Við áðum í Varmahlíð og gistum í góðu yfirlæti á gistiheimili hjá ættfólki mínu (í móðurætt), Indu og Jósafat. Eru þau eitt mesta sómafólk sem ég hef kynnst. Í næsta dag lögðum við svo í hann í mesta blíðviðri, sól og hlýja allan daginn. Við lögðum upp frá Kolbeinsdal og gengum þaðan upp hálsinn, Heljardalsheiðina yfir í Svarfaðardal. Áðum oft á leiðinni og nutum veðursins og stórbrotinnar náttúrunnar. Norðlenskir hamrar og basaltfjöll eru í senn voldug, hrikaleg og falleg og má með sanni segja að ég hafi verið bergnuminn yfir mikilfengleik þeirra. Við vorum auk þess með eitt besta nesti sem maður getur haft með sér; kaffi, flatbrauð með osti og kæfu, lifrarpylsu og harðfisk. Rammíslensk og stolt af! ;)
Þórir frændi minn (í föðurætt) var svo höfðinglegur að sækja okkur svo á bíl og keyrði okkur til baka. Kemst að því að Jósafat og Inda eru tengdarforeldrar hans. Við erum bræðrasynir. Jamm, heimurinn er lítill. :) Hann sagði okkur frá Fiskideginum mikla á Dalvík sem hafði víst verið daginn áður, heppnast með eindæmum vel og mættu um 30.000 manns. Ekki örgrannt um að maður hefði viljað vera þar.
Fýsti okkur mjög í væna máltíð eftir vel heppaðað dag en það var hætt að framreiða mat á hótelinu og grillið lokað í sjoppunni svo það endaði með einni með öllu. Reyndar hesthúsaði ég þremur. Fengum okkur svo öl og skáluðum við fyrir förinni.
Loks var afar kærkomið að geta hvílt lúin bein í heita pottinum áður en gengið var til náða.
Næsta dag skruppum við í Byggðasafnið í Glaumbæ og skoðuðum torfbæinn þar. Þar skoðaði ég hvern krók og kima, varð að vita allt um hvern einasta smáhlut. Hjá andyrrinu var fjöldi mynda af framamönnum úr nágrenninu og fann ég mér til ánægju mynd af langalangalangafa mínum, Einari á Hraunum, þingmanni Skagfirðinga, og hangir sama mynd upp á vegg heima.
Hrifning mín á safninu olli þó því að mér dvaldist ef til vill helsta lengi þar og fjölskylda mín var orðin nokkuð óþreyjufull þegar ég loksins kom til baka.
Næst skoðuðum við kirkjuna á Reynistað og fundum leiði Reynistaðabræðra sem urðu úti á Kili 1780 of fundust ekki fyrr en um 60 árum seinna, fyrir tilviljun. Systir þeirra var langalangalangalangamma mín. Jón Helgason orti um skelfileg örlög þeirra í ljóði sínu, Áföngum;

Liðið er hátt á aðra öld
enn mun þó reimt á Kili
þar sem í snjónum bræðra beið
beysklegur aldurtili
skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur þar einn með hærusekk
hverfur í dimmu gili

Loks ber að nefna að við skoðuðum safnið á Reykjum í Hrútafirði, en það er minjasafn um Hákarlaöldina og bar þar hæst eina heila hákarlaskipið sem varðveitt er á Íslandi, Ófeig. Má segja að hákarlaöldin hafi verið eins konar Klondike-ástand, reyndi mjög karlmennsku og hetjulund. Þar var tækifæri til að þéna vel en því fylgdi mikil hætta og mannskaði.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ég bið lesendur mína innilega afsökunar á löngu og dæmalausu bloggleysi mínu. Í augnablikinu er ég þó full syfjaður til að fjalla um það sem á daga mína hefur drifið og flogið hefur í gegn um hug minn á meðan því stóð. En ég vil leyfa ykkur að njóta með mér annarar tilvitnunnar í Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson, sem er áreiðanlega ein besta og fegursta bók sem ég hef lesið, í þýðingu Halldórs Laxness. Þetta er úr annari bók, "Skip heiðríkjunnar";

Undarlegir eru mennirnir, hræðilegir sakir dularinnar sem sveipar þá, djúpir eru brunnar sálar þeirra, uppsprettur þols þeirra ríkar, undraverður hæfileiki þeirra til stuttrar gleði og langra ólíkindaláta, leyndra þjáninga og blóðdöggvaðs lífs þeirrar rósar sem springur út á næturþeli

föstudagur, ágúst 06, 2004

Nóttin eins og dökkhærð stúlka
djúp augu og myrk
leiftrandi sjáöldur
blóðrauðar varir
roðaglóðin lýsir í brosi hennar
og tunglið er hrímhvítur fákur
með silfraða spora
norðurljósin ólgandi bylgur
reikandi sála í faxi hans
kaldar lýsa stjörnurnar
í augu hennar

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Jæja, Clint á sér þó nokkra jafnoka í svalleika. Nick Cave til dæmis. Fékk Murder Ballads á bókasafninu. Stórkostleg plata. Tom Waits er einnig svellkaldur. Ég hef mest hlustað á Franks Wild Years og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér, wunderschön.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Ég hef ávallt verið unnandi góðrar tónlistar. Í augnablikinu er Ennio Morricone efst á baugi og keypti ég mér safndisk með tónlist úr ýmsum kvikmyndum hans úti. Í augnablikinu hljóma magnþrungnir tónar The Good The Bad And The Ugly í hlustum mér auk laga úr For A Fistfull Of Dollars.

Sá loksins For A Fistfull Of Dollars í gær. Hún var afbragð. Þeir gerast ekki mikið svalari en Clint Eastwood sem The man with no name.

Einnig langar mig til að viða að mér tónlist Roy Budd. Hann hefur samið tónlist við fjölda mynda enn þekktust og eftirminnilegust er þó líklega tónlist hans við myndina Get Carter sem skartaði Michael Caine sem hinum ískalda og miskunarlausa Carter. Aðalstefið er sérstaklega eitursvalt; Carter takes a train með dynjandi og grúví bassalínu, lestarhljóði, bongótrommu og bergmálandi hljómborðinu sem Budd spilar sjálfur á. Glæpadjass eins og hann gerist bestur.

föstudagur, júlí 30, 2004

Þau ár þegar ég enn var ungur og saklaus að erfðasyndinni undanskilinni; þau ár þegar viðburðir lífsins miðluðu mér reynslu sem var laus við beyskju; þau ár þegar vorkunn mín með öllu kviku var ógagnrýn og einlæg; þau ár þegar Guð stóð mér fyrir hugskotssjónum sem örlátur og vingjarnlegur föðurafi, Fjandinn eins og dálítið varasamur og duttlungafullur móðurafi en undir niðri heimskur og meinlaus; þau ár þegar ljósið var í senn bæði ljós og sigursælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með með einu faðirvori eða signingu; þau ár þegar ég grillti ekki kvöldið á morgnanna og sat öruggur í skjóli undir grasi grónum moldarvegg og lék mér að stráum; þau ár eru liðin og koma aldrei aftur.
Og það voru ekki árin ein sem liðu, margt af fólki þess tíma er nú ekki lengur, en sumt komið á tvist og bast, jafnvel minning þess lýsir stopulu ljósi eins og stjarna sem gægist fram annað kastið úr rofi


Þannig hljóðar upphaf fyrstu bókar Fjallkirkjunnar, Leikur að stráum eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Bók þessa fékk ég upphaflega í fermingargjöf frá Jórunni og Arnari. En þá var ég lítill krakkaormur sem kunni ekki gott að meta eins og er algengt á þessum árum og má teljast gott að ég hafi ekki af visku minni skipt henni fyrir bland í poka.
Nú, mörgum árum seinna þegar ég er orðin eldri og þroskaðri kviknaði áhugi minn fyrir henni, og glæddist mjög við kynni mín af honum í bókmenntasögunni. Nú er ég í 2. bók af 5 sem nefnist Skip Heiðríkjunnar. Hinar eru Nótt og draumur, Óreyndur ferðalangur og Hugleikur. Ég er gjörsamlega heillaður af þessari bók enda er hún eitt af meistaraverkum norrænna nútímabókmennta. Fjallar bókin um uppvaxtarár Ugga Greipssonar frá því að hann er ungur og saklaus piltur á Austfjörðum uns hann er kominn út til Kaupmannahafnar að leita gæfunnar. Skáldið byggir söguna á eigin ævi. Bókin er einstaklega vel skrifuð og ég verða að taka undir með þýðanda; það sem sterkast er í bókinni er... hugblærinn, þetta andrúmsloft sem Gunnar skapar, dramatísk, oft hnyttin, myndræn heimspekileg og falleg. Hann hrífur mann með sér. Málið er líka svo hljómfagurt. Mitt eintak prýða svo ljómandi fagrar myndir eftir son skáldsins, Gunnar yngri listmálara.Þeim sem vilja kynna sér fremur ævi og störf Gunnars Gunnarssonar bendi ég á http://www.skriduklaustur.is/ -Gunnar skáld

mánudagur, júlí 26, 2004

Kemur á daginn að heimspressan hafði rangt fyrir sér um að Brando rambaði á barmi gjaldþrots. Hann átti feykinóg af eignum, átti til dæmis eyju einhvers staðar. Heimildin var víst komin úr einhverri ævisögu Brando, hvort hún var authorized veit ég ekki. Aldeilis að menn vinna vinnuna sína. 
Sýnir manni bara enn fremur að maður getur ekki treyst öllu sem maður les í fjölmiðlum. Bið ykkur afsökunar á þessari staðreyndarvillu.

Komið þið sæl. Ég er risinn upp sem Lasarus eður kolbítur úr öskustó.
Ég bið dygga lesendur velvirðingar á löngu bloggleysi mínu. Orsakaðist það af leti, andarteppu og önnum. Sorgaratvik sem ég kæri mig ekki um að fara út í kom einnig upp á og dró úr mér andlegan mátt til skrifa. Nú hef ég einnig verið 3 vikur erlendis og ekki heft mikinn aðgang að neti hingað til.

Til að bæta ykkur missinn þá er hér ,,þýskur” brandari úr Monty Python:

Die ist ein Kinnerhunder und zwei Mackel uber und der bitte schon ist den Wunderhaus sprechensie. 'Nein' sprecht der Herren 'Ist aufern borger mit zveitingen'.
 
Ég er hér í góðu yfirlæti á Frederiksbersvegen 40 E í Skövde í Svíþjóð hjá systur minni, Jórunni og mági mínum Arnari. Kem heim seint á Laugardag. Veðrið er búiðað verta vott, skýjað og rár himinn flesta daga en þó einstaka dagar með góðru veðri.
Þannig var það til dæmis um daginn þegar við fórum í tjaldferð til Visingsö.  Það er afar falleg eyja sem er staðsett í næststærsta vatni Svíþjóðar,Vättern og vinsæll ferðamannastaður. Tjölduðum rétt hjá róló þar sem krakkarnir (Valli og Katrín, systurbörn mín) gátu leikið sér, nálægt vatninu.
Visingsö var aðsteur fyrsta konungs allrar Svíþjóðar og út við sjó sáum það sem eftir var af kastalanum þar sem konungarnir höfðu setið Nes, sem Magnus Ladelos lét byggja á 12. öld. Fátt stóð eftir nema hluti af útveggjum, kastalinn hafði verið brenndur af óvilarmönnum konungs og seinna hefur sjórinn sorfið það sem eftir stóð.
Snorri Sturluson heimsótti þennan kastala og er hennar getið í Formannasögum. Það ku vera eina ritaða heimildin um tilvist þessa kastala. Einnig var tilkomumikið að sjá kastala Brahe-hertogaættarinnar, hann hafði einnig brunnið enn stóð þó enn að mestu, utan þakið sem vantaði. Sæú ætt réð lögum og lofum á eyjunni og hafði sterk ítök í Svíþjóð. Af þeirri ætti var t.d. stjörnufræðingurinn Tycho Brahe. Arnar tók ýmsar myndir og getur vonandi sent mér og ég þá póstað á bloggið. Fórum svo í skoðunarferð með krökkunum í hestvagn og höfðu þau gaman að. Það hafa eflaust verið 16 manns í vagninum og þetta voru tveir hestar látnir draga. Go figure.
Við vorum sumsé þarna fram á annan dag og héldum svo í átt heim. Stoppuðum í Gränna sem er heimabær hvít-og rauðröndóttu sykurstanganna og stafanna sem maður fær t.d. á jólunum, og auðvitað gert mikið út á það, allt morandi í sælgætisbúðum. Mér leið eins og... tja, barni í sælgætisbúð?
Þaðan héldum við í snoturt gamaldags þorp með fallegum gömlum byggingum sem minntu mig óneitanlega á Emil í Kattholti og fengum okkur afbragðsgott kaffi og heimalagaðar kökur á miðaldalegri krá (hún minnti mig á krána í Bróður mínum ljónshjarta). Að lokum er vert að minnast gamallar steinbrúar sem við ókum framhjá. Hún virtist ævaforn og lá í boga yfir litla á sem rann þar með vatnaliljum, umkrngd grösugum túnum og faellegum gömlum bóndabæum. Allt minnti þetta mig á Astrid Lindgren.

Daginn eftir skruppum við svo á jarðaberjaakur og tíndum e-ð 5-7 kíló. Þá var Adam kominn í paradís.

Margt fleira höfum við brallað; skruppum t.d. í bústað til vinafólks J. Og A. Sem var við vatn, einnig mjög Astrid Lindgren-legt, akkkúrat svona vatnið sem krakkarnir baða sig í á sumrin í sumarbústað, veiða  og róa út á bát. Við skruppum einmitt út á vatn í mótorbát og Valli fékk að stýra! :)
Það verður þó gaman að koma heim aftur á Laugardaginn.
Kveðja
Einar

laugardagur, júlí 03, 2004

Marlon Brando látinn

Eftirlætis leikari minn og besti leikari sem Bandaríkin hafa alið, Marlon Brando er látinn, áttræður að aldri. Hann . Það má segja að hann hafi markað nýja leikstefnu, alltént í kvikmyndum. Svokallað ,,method acting" sem byggðist á djúpri túlkun og innlifun persónanna og er uppruninn hjá rússanum Stanislavsky.

Meðal þeirra mynda sem munu halda nafni hans á lofti eru A Streetcar Named Desire, þar sem hann markaði djúp spor í kvikmyndasöguna með ógleymanlegri túlkun sinni á rustamenninu Stanley Kowalski í kvikmyndun Elia Kazaan á leikriti Tennessee Williams. Eins er með On The Waterfront sem Kazaan leikstýrði einnig, en Brando fékk óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki sem uppþornaði fyrrum hnefaleikakappi Terry Malloy, sem lendir í sálarkreppu þegar hann þarf að velja um að hylma yfir morðingjum og glæpamönnum sen hann og bróðir hans starfa fyrir eða hlýða kalli samviskunnar. Hann varð einnig fulltrúi hinnar villtu uppreisnargjörnu æsku í Wild One. Einnig var hann frábær sem Emiliano Zapata í Viva Zapata! þar sem hann lék á móti öðrum afbragðs leikara, Anthony Quinn, sem lék bróður hans. Brando leikstýrði líka sjálfur vestranum One Eyed Jacks. Enn vakti hann athygli í hinni opinskáu Last Tango In Paris eftir Bernando Bertolucci. En þó er hann eflaust frægastur fyrir leik sinn í Guðföðurnum, er hann lék sjálfan Vito Corleone.

Marlon Brando var baráttumaður allt sitt líf og gaf lítið fyrir gróðamaskínu Hollywood og glyslífið. Hann lét sig málefni minnihlutahópa og kúgaðra varða, sérlega indíána, en hann neitaði að taka í eigin persónu við óskarnum fyrir Guðföðurinn í mótmælaskyni við meðferð Bandarískra yfirvalda á frumbyggjum og hvernig þeir voru sýndir í kvikmyndum.

Brando átti ekki sjö dagana sæla síðustu árin. Auk óholls lífernis var hann orðin stórskuldugur og lífsþreyttur. Sonur hans afplánar dóm fyrir morð á unnusta hálfsystur hennar.

Nú hefur hann vonandi fengið ró.
Hvíl í friði.

Ég held að fegurstu eftirmælin sem hann gæti fengið sé þessi tilvitnun í hann sjálfan:

To me, fair friend, you never can be old. For as you were when first your eye I eyed. Such seems your beauty still.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Hugleiðing um málefni Íraks


Í gær hlustaði ég á fréttaflutning ríkissjónvarpsins. Fjallað var um mál Saddams Hussein. Var talað um að nú ætti að framselja hann til dómstóls bráðabirgðastjórnarinnar í Írak. Lofað væri að hann fengi sanngjörn réttarhöld. Síðan voru talin upp ódæði hans.
Hvergi minnst á ódæði Bandaríkjastjórnar. Reyndar var fréttin sett upp þannig að halda mætti að verið væri að réttlæta gjörðir hennar.
Svo sem ekkert nýtt af nálinni, þetta er sá áróður sem Bandaríkjastjórn hefur ávallt beitt. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Saddam er vondur, þess vegna skiptir svíðingsskapur Bandaríkjastjórnar engu máli. Þeir eru hinir hvítþvegnu krossriddarar gegn hryðjuverkum, leiðtogar hins frjálsa heims; komnir til að leiða villuráfandi sauðina til ljóssins.
Komi eitthvað babb í bátinn mun sagan fyrirgefa þeim.
Ekki misskilja mig, Saddam Hussein hefur skelfilega hluti á samviskunni. En ef við viljum draga menn fyrir dóm ættu engir málsaðilar að vera dregnir undan, það ætti ekki að hylma yfir með neinum. Í sanngjörnum réttarhöldum væru CIA og bandarísk yfirvöld látin svara til saka fyrir að útvega Saddam og Baath-flokknum eiturgas og efnavopn. Til hvers? Til að hafa sem garðskraut? Aldeilis ekki. Til að beita þeim gegn Írönum og þáverandi illmenni, Ayatollah Khomeni. Seinna skerst í odda með Bandaríkjastjórn og Íraksstjórn og þá verður Saddam vondi kallinn. Rétt eins og Stalín, bin Laden, Khomeini og Castro og fleiri á undan.
Við þurfum alltaf að hafa einhvern óvin. Ef hann fyrirfinnst ekki, búum við hann til.
Auk þess eru þeir fyrirtaks blórabögglar.
Bandaríkjastjórn þyrfti að svara til saka fyrir ólögmætt stríð, háð í skjóli lyga og blekkinga. Gereyðingarvopn sem fundust aldrei. Meint tengsl Saddams við Al-Qaida sem hafa heldur aldrei sannast.
Bandaríkjastjórn þyrfti þá einnig að svara til saka fyrir margítrekuð brot á Genfarsáttmála um meðferð stríðsfanga. Það var ekki fyrr en seint og um síðir að hin allra mildasta ríkistjórn hins frjálsa heims lýsti Saddam Hussein stríðsfanga. Það var eftir að þeir sýndu myndir af honum þar sem hann er dreginn upp úr holu og myndir þar sem rifið er upp á honum ginið og þar sem hann er aflúsaður eins og rakki
Ekki einungis er þetta óviðeigandi og siðlaust heldur brýtur það á réttindum stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmála að niðurlægja hann, . Samt birtist ekki sú frétt um Saddam að þessar myndir séu ekki enn notaðar.
Í réttarríkjum er miðað við að sé maður tekinn fastur eigi hann rétt á að vera ákærður og umsvifalaust sé réttað í máli hans. Máli Saddams hefur hins vegar verið skotið á frest býsna lengi

Væri Bandarískum stjórnvöldum raunverulega umhugað um að Saddam Hussein fengi sanngjörn réttarhöld hefðu þeir ekki tvínónað við að draga hann fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Í stað þess framselja þeir hann dómstól með vægast sagt vafasama lögsögu og lög að baki sér. Hann er seldur í hendur óvina sinna og það hlakkar í þeim við tilhugsunina um höfuð hans á stjaka.


Loks þyrfti Bandaríkjastjórn að svara til saka vegna atburðanna í Abu Ghraib-fangelsinu. Heimsbyggðin hryllti sig af viðbjóði þegar myndirnar þaðan birtust. Það er þó ekki einsdæmi, né verk nokkurra ruglaðra fangavarða. Það er fyrir löngu sýnt og sannað. Skýrsla Amnesty sýnir að þetta hefur viðgengist lengi, enn fremur hafa játningar málsaðila staðfest þetta. Þetta eru í raun „hefðbundin vinnubrögð“
Samanbergrein Uri Avnery „Busharon: „Niðurtalningin“, sem Morgunblaðið birti á miðopnu 29. maí sl. Enginn virðist þurfa að súpa seyðið af þessu. Allir þvo hendur sínar. „Við vissum ekki“, „þetta voru mistök“, „...fylgdum fyrirmælum“. Eða; „Gott og vel, við erum sekir en komumst upp með það“. Rumsfeld, sem auðvitað er sekur, verður blóraböggull allrar stjórnarinnar, en hinir sleppa. Hann tekur á sig syndir þeirra án þess að þurfa að sæta viðurlögunum og heldur embætti.
Í Nürnbergréttarhöldunum var staðfest að ódæðismenn gætu ekki firrt sig ábyrgð með því að segjast einungis hafa hlýtt fyrirmælum.
Ef rétta á yfir Saddam Hussein skulu allir sekir vera dregnir fyrir lögmætan dómstól og látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar.



Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.