þriðjudagur, desember 05, 2006

Ég er enn í ritgerðarvinnu, allav. 7 bls. fræðileg úttekt á Bókinni Kúreki norðursins - Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, sem ég á að skila á morgun. Bókin er um margt áhugaverð, en ég er núna að lesa um tilraunamyndirnar hans, og sá lestur er kannski nokkuð þurr. Skemmtilegast og jafnframt áhugaverðast fannst mér að lesa viðtalið við Frikka og umfjöllun Björns Þórs Vilhjálmssonar um Rokk í Reykjavík og íslenska pönkmennningu. Í því samhengi leigði ég mér líka aftur hina bráðskemmtilegu og fræðandi mynd Pönkið og Fræbblarnir. Tók mér reyndar líka Rokksögu Íslands á bókasafninu í sama tilgangi, gagn og gaman, sumsé. Maður er alveg í fílingnum núna. Fræbbblarnir, Utangarðsmenn og The Clash hafa líka fengið að hljóma mikið í græjunum.
Æi, demitt, ég myndi mun fremur fíla viðræður eða munnlegt próf, þegar kemur að kvikmyndum en skriflegt, þar væri ég fremur á heimavelli.

Lag dagsins: London Burning með The Clash af plötunni The Clash.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.