Í nýjustu grein sinni, Ehud von Olmert, fjallar Uri Avnery um stöðu Avigdor Lieberman, og flokks hans, “Ísreal er heimili okkar”, sem Ehud Olmert ætlar nú að veita aðgöngu í ríkisstjórn sinni, og þá hættu sem steðjar að lýðræði í Ísrael með þeirri ákvörðun. Flokkurinn hefur harðari stefnu en bæði Jorg Haider í Austurríki og Le Pen í Frakklandi. Lieberman er líklega sá ísraelski stjórnmálamaður sem kemst næst því að vera hreinræktaður fasisti. Avnery vitnar í því samhengi í ágætan bandarískan frasa: If it walks like a duck and talks like a duck it is a duck.“ Lieberman vill „hreinsa“ Ísrael af aröbum og að Ísrael verði „hreint gyðingaríki“.
Avnery er hugfast hvað gerðist í Þýskalandi þegar von Papen sá sér hag í að sannfæra Hindenburg um að skipa Hitler ríkiskanslara; Nasistar voru vinsælir og vonuðust þessir tveir stjórnmálamenn til að tryggja sér fylgi með því að hleypa Hitler innfyrir og töldu sig geta haft hemil á honum og nýtt sér hann. Annað kom á daginn.
Avnery óttast jafnframt að ef Olmert verður minnst fyrir eitthvað þá kynni það einmitt að vera fyrir að hafa gengt sama hlutverki og von Papen.
fimmtudagur, október 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli