fimmtudagur, október 26, 2006

Í nýjustu grein sinni, Ehud von Olmert, fjallar Uri Avnery um stöðu Avigdor Lieberman, og flokks hans, “Ísreal er heimili okkar”, sem Ehud Olmert ætlar nú að veita aðgöngu í ríkisstjórn sinni, og þá hættu sem steðjar að lýðræði í Ísrael með þeirri ákvörðun. Flokkurinn hefur harðari stefnu en bæði Jorg Haider í Austurríki og Le Pen í Frakklandi. Lieberman er líklega sá ísraelski stjórnmálamaður sem kemst næst því að vera hreinræktaður fasisti. Avnery vitnar í því samhengi í ágætan bandarískan frasa: If it walks like a duck and talks like a duck it is a duck.“ Lieberman vill „hreinsa“ Ísrael af aröbum og að Ísrael verði „hreint gyðingaríki“.
Avnery er hugfast hvað gerðist í Þýskalandi þegar von Papen sá sér hag í að sannfæra Hindenburg um að skipa Hitler ríkiskanslara; Nasistar voru vinsælir og vonuðust þessir tveir stjórnmálamenn til að tryggja sér fylgi með því að hleypa Hitler innfyrir og töldu sig geta haft hemil á honum og nýtt sér hann. Annað kom á daginn.
Avnery óttast jafnframt að ef Olmert verður minnst fyrir eitthvað þá kynni það einmitt að vera fyrir að hafa gengt sama hlutverki og von Papen.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.