miðvikudagur, október 04, 2006

Nokkur orð sem mér finnst plebbaleg



Barnafólk
Hvað er að foreldrum, forráðamönnum eða jafnvel fólk sem á börn/ er með börn á framfæri/ hefur fyrir börnum að sjá o.s.frv., hvers vegna þarf alltaf að vera að að búa til svona vandræðaleg samsett nafnorð? Ég meina, hvað er barnafólk? Fullorðin börn? Dvergar?

Byssumaður

Hvað er að því að segja maður vopnaður byssu/skotvopni? Byssumaður finnst mér alltaf hljóma eins og vondi karlinn í Löggu og bófa “Vondi byssumaðurinn”, hljómar býsna barnalega í mínum eyrum.

Högnun
Úff, hvar á ég að byrja? Manni dettur til að mynda í hug orðið hagnaður, og að hagnast. Enska orðið er arbitrage. Ég er kannski að bera í bakkafullan lækinn, hafandi áður lýst vanþóknun minni á þessu orði, en það fer ávallt um mig megn aulahrollur þegar ég hugsa til þessa orðskrípis. Þetta er eitt af mörgum hryllilegum dæmum um nýyrðasmíði í viðskiptafræði og ku lýsa þeirri aðgerð þegar einstaklingur kaupir vöru á einum stað og selur á öðrum fyrir hærra verð, þegar gengisbreytingar hafa ekki náð að samræmast á seinni staðnum, ef ég man rétt. Jafnvel eftir þessa útskýringu hljómar þetta orð illa. Hljómar frekar eins og æxlun katta: Þá gæti högnin “högnað” læðuna, eða að þetta vísi til kynlífs samkynheigðra högna. Hvort sem væri hefði þá "högnun átt sér stað".

Spekileki
Umm... já... viðskiptafræðikennarinn minn í MR snaraði með þessum hætti hugtakinu "brain drain". Þetta er nú fyrst og fremst fyndið.

“Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður” (úr frétt á heimasíðu RÚV) í dag
Þarf ég að segja eitthvað meira?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.