miðvikudagur, júlí 30, 2008

Radovan Karadzic o.fl.

Frétt síðustu viku var án efa handtaka Radovan Karazdic. Á meðan ég fagna því að sjálfsögðu að hann hafi verið handtekinn fyrir stríðsglæpi sína þykir mér dapurlegt að aðrir stríðsglæpamenn leiki enn lausum hala og sé jafnvel hampað sem hetjum. Það er auðvitað líka magnað hvað honum tókst að dyljast lengi; eigandi vini á réttum stöðum sem þar biðu hans í röðum.
Vésteinn bróðir var staddur úti í Serbíu þegar Karadzic var handtekinn og upplifði mótmælagöngu serbneskra þjóðernissinna í Belgrad. Hann fjallar um handtökuna og mótmælin á moggablogginu sínu. Tékkið á því.
Undarleg samblanda af manni, annars, hann Karadzic. Geðlæknir, ljóðskáld, öfgaþjóðernissinni, stríðsglæpamaður og hrotti og nú síðast hómópati. Og það verður ekki af karlinum skafið að hann hafði mikla persónutöfra.
Í þessu sambandi mæli ég eindregið með að lesendur kynni sér hin einstöku meistaraverk fréttamannsins og myndasöguhöfundarins Joe Sacco um Bosníu, en hann dvaldist fjóra mánuði í Bosníu, frá 1995-1996 og svo aftur eftir það og skrásetti upplifanir sínar og frásagnir fólksins í myndasöguformi. Verkin eru Safe Area Goražde - The War in Eastern Bosnia 1992-5, safnið War's End (ekki síst Christmas With Karadzic) og The Fixer.
Ég mæli svo jafnframt með að lesendur lesi Palestine, eftir sama höfund. Bækurnar fást í Nexus og eflaust er líka hægt að finna þær í Mál og menningu og/eða Eymundsson. Svo er auðvitað alltaf hægt að tékka Borgarbókasafnið.
Við tækifæri ætla ég mér svo að lesa With Their Backs to the World - Portraits from Serbia eftir Åsne Seierstadt.

Ég kláraði nýlega Glass eftir Eyvind P. Eiríksson og fannst hún mjög fín. Hún hefur ekki fengið þá athygli sem hún á skilið, og eftir ótruelgt vesen í útgáfumálum og kostuleg svör frá útgáfunum endaði Eyindur með því að gefa bókina sjálfur út. Vésteinn bróðir ritaði hinn ágætasta ritdóm um hana á Eggina, þann eina sem ég hef séð um bókina, og mæli ég með ritdómnum og bókinni
sjálfri.

Sem stendur er ég á kafi við að lesa Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og finnst hún frábær það sem af er liðið lestri.

Lög dagsins; Midt om natten og Susan himmelblå með Kim Larsen, af plötunni Midt om natten.

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Lög dagsins eru bæði með AC/DC. Svona, ef einhver var að velta því fyrir sér, þá elska ég þessa sveit. Lögin eru

Let There Be Rock, af samnefndri plötu


og If You Want Blood (You've Got It) af plötunni Highway to Hell.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Og skítt með Vodafone

... þá er ég búinn að létta aðeins á skrápnum.

Fáðu þér símaáskrift og látu "Manninn" hafa það svo um munar. :P

Eða svo vitnað sé í Rass sjálfa: "Það er sami rassinn undir þeim öllum".

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Fésbók

Andaktungurinn er nýkominn með fésbók sem hann mun vinna að eftir nennu. Andaktungurinn verður að auki eflaust e-n tíma að læra nánar á þetta apparat þar eð andaktungurinn er náttúrulega svoddan fornaldardýr þegar kemur að hvers konar tækni:

Batman: Aukapæling

Núna þætti mér forvitnilegt hvort Nolan & co tækist að gera flottan/flotta* Robin. Að sama skapi velti ég fyrir mér hvaða leikari/leikkona kæmi þá helst til greina. Tek á móti uppástungum.

* Sjá Batman: The Dark Knight Returns eftir Frank Miller.

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Batman í fáum orðum og Bandcamp

Trúið lofinu sem þið hafið heyrt um The Dark Knight. Fór á hana í gær og hún er æði.

...

Brá mér í sveitta útileigu í Þrastalund með Háskólakórnum núna um helgina og skemmti mér hið besta. Sex, beer and rock 'n' roll basically, djammað kyrjað og djúsað langt fram eftir nóttu. Ég þakka kórfélögum og öðrum sem áttu leið um lundinn góða kærlega fyrir. Maginn minn var raunar gjörsamlega í hnút/hélt ég myndi fríka út á sunnudeginum og hausinn nokkuð þungur. Gítarar voru líka með í för sem sjá má:

Sömuleiðis var gaman með kórnum á Siglufirði tveimur helgum áður. Var að auki afar ánægður með ferðafélaga mína í bílnum;Kristján, Colin, Carl og Sverri. Tónleikarnir heppnuðust afar vel og þótti mér gaman að hitta þar minn góða vin Svein Rúnar Hauksson. Birna og Einar héldu svo afbragðs partý á ættaróðali Birnu. Djammaði með kórfélögum og Ungfónum. Fór á tónleika með Ungfóníu þar sem þau léku Appalachian Spring eftir Aaron Copeland, nýtt verk eftir Benna Hemm Hemm, sem þau léku ásamt sveit hans og skosku sinfóníuna eftir Mendelsohn. fór líka á ball með sænskri Balalaika-sveit. Í þynnkunni á sunnudeginum þeim var ljúft að ganga Hvanneyrarskál í góða veðrinu og horfa yfir fagran Siglufjörðinn með mínum ágætu áðurnefndu ferðafélögum. Carl gerði líka heiðarlega tilraun til “skinny dipping” í ánni en hún var jökulköld og bergmáluðu kveinstafirnir svo dvergar rumskuðu fyrir steindurum. ;)

sunnudagur, júlí 20, 2008

Heyriði það! Hættið að hlæja að bónernum hans Jókers!Annars skal hann sko sýna ykkur hversu oft hann getur fengið holdris.


Myndmálið og textinn er tekið óbreytt úr Batman-sögunni The Joker's Comedy of Errors. Eins og nafn sögunnar vísar til, þá var orðið "Boner" á árum áður notað yfir mistök. Tímarnir breytast og slangrið með.Þetta verður svo bara sífellt betra...

miðvikudagur, júlí 16, 2008

5-7 dagar og ég tel niður dagana...Það styttist í næstu Batman-mynd, nánar tiltekið verður hún frumsýnd 23. júlí en Nexus verður með forsýningu þann 21. og stefni ég að öllum líkindum á hana. Hún verður ótextuð og ekkert hlé og sýnd 22:20 í sal 1 í Kringlubíói.
Ég er alltént orðinn ansi spenntur. Var hæstánægður með síðustu mynd og trailerarnir fyrir þessa lofa svo sannarlega góðu:


Ég hyggst jafnframt hita mig vel upp fyrir þessa. Sá Batman eftir Tim Burton aftur eftir langt hlé um daginn og fannst hún eðlilega afbragð. Þá er að horfa aftur á Batman Returns. Batman Forever var svona hvorki fugl né fiskur, god nok en ekkert über hrífandi (aðallega að ég hrifist af Nicole Kidman). Því minna sem sagt er um Batman og Robin, því betra. Þó er varla annað hægt en að hafa gaman að Ah-nuld sem Mr. Freeze: “Væ dont jú kúúúl id” eða (eftir minni):
- Holy floor, Batman!
- What?
- It's a.. floor. And it has HOLES in it.
Sem stendur er ég að lesa The Dark Knight Returns eftir Frank Miller (t.d. Sin City, Ronin, Daredevil, 300), myndasöguna sem hleypti aftur kúlinu í Batman (hver fílar ekki geðstirðan miðaldra bad-ass Batman?) og er hún allav. hingað til frábær. Hyggst svo snúa mér að Batman:Year One eftir Miller, þar sem kafað er dýpra í uppruna Batman. Mæli líka eindregið með The Killing Joke eftir Alan Moore (t.d. Watchmen, V for Vendetta og From Hell). Þarf svo að horfa aftur á Batman Begins.
Að sjálfsögðu ætla ég líka að horfa á gömlu Batman-myndina með Adam West frá 1966 og mæli með því að lesendur geri slíkt hið sama. Simpsons spúfið “Jimminy jelikers, Radioactive Man, it's the worst villain of them all; The Scout-master” var í raun ekki fjarri lagi. :S

Kynningarmyndband fyrir Batman The Movie, frá 1966

Uppfært fimmtudaginn 17. júlí:

Fer á forsýninguna. Úje.

mánudagur, júlí 14, 2008

Einn sáttur

Eftir rabb okkar strákana um myndarlegar leikkonur er ég sannfærður um að ég myndi hljóma nokkurn veginn svona ef mér byðist að sænga hjá blómarósum eins og Halle Berry eða Jessicu Alba:

free video hosting
Free Video Hosting


01:14-16 fangar þetta sérlega vel.

Penninn er fyndnari en sverðið...

Khalil Bendib er ekki fæddur í Bandaríkjunum og getur því ekki orðið forseti þar í landi, sem er synd, því hann er annars sterkur kandídat og slær mörgum öðrum ref fyrir rass, að mínu mati. Ég hefði að sjálfsögðu einnig verið tilbúinn að styðja Stephen Colbert eða Jon Stewart, þó svo að George Carlin hefði pottþétt átt stuðning minn vissan, hefði hann lifað og boðið sig fram.
Jamm, það er jafnan svo að þeir sem ég hefði verið tilbúinn að kjósa eru sjaldnast kosnir. "Prez in the fez" er samt grípandi, ekki satt? :)
Ég minni á heimasíðu Khalil Bendib, en ég er með hlekk á hana hægra megin á blogginu.

sunnudagur, júlí 13, 2008

Sá loksins School of Rock og fannst hún auðvitað frábær. Sendi straum um gamla rokkhundshjartað mitt, sannarlega mynd sem lætur manni líða vel. :)

Lag rísandi dags: It's A Long Way To The Top If You Wanna Rock 'N' Roll með AC/DC:


(Og ef einhver hélt að sekkjapípur væru ekki töff, þá ætti þetta lag endanlega að afsanna það!).

laugardagur, júlí 12, 2008

Euro-English

Mútta sendi mér þetta:

The European Commission has just announced an agreement whereby
English will be the official language of the European Union rather
than German, which was the other possibility.

As part of the negotiations, the British Government conceded that
English spelling had some room for improvement and has accepted a 5-
year phase-in plan that would become known as "Euro-English".

In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will
make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in
favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have
one less letter. There will be growing publik enthusiasm in the sekond
year when the troublesome "ph" will be replaced with "f" This will
make words like fotograf 20% shorter.

In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted
to reach the stage where! more komplikated changes are possible.

Governments will enkourage the removal of double letters which have
always ben a deterent to akurate speling.

Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag
is disgrasful and it should go away.

By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th"
with "z" and "w" with "v".

During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords
kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensi bl
riten styl.

Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu
understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru.

Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in
ze forst plas.

...

Lag dagsins: How Soon is Now? með The Smiths, af plötunni Meat is Murder:

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ég bendi lesendum á nýja og fróðlega grein Noam Chomsky um Íraksstríðið; It's the oil, stupid!

Lög dagsins eru nokkur: Lean on Me með Bill Withers, Sirenesangen með Gasolin' og Midt om natten með Kim Larsen, I Heard it Through the Grapevine og Long as I Can See the Light með Creedence Clearwater Revival.

Ég hafði verið að skeggræða fyrr um gærdaginn við Skúla um ágæti hljómsveitarinnar Joy Divison og sameiginlegt dálæti okkar á sveitinni og um kvöldið las ég með hryllingi, sorg og reiði fréttirnar um raskið á gröf Ian Curtis, fyrrum söngvara Joy Division. Legsteininum hans var s.s. stolið. Ég hef áður tjáð mig hér á blogginu um dapurleg örlög hans og aðdáun mína á honum sem tónlistarmanni og á Joy Division Eftir að hafa átt svo stormasama æfi, eftir að hafa hellt sér af lífi og sál í tónlistina og gefið heiminum svona mikið með tónlistinni sinni, eftir að hafa bundið endi á eigið líf með því að hengja sig aðeins 24gjra ára gmall, má hann þá fjandakornið ekki einu sinni fá að hvíla í friði???!!!
Ég er ekki vanur að óska öðrum ófarnaðar en get ekki annað en hugsað þessum grafarröskurum þegjandi þörfina. Ég meina, hvers konar menn gera annað eins, djöfulinn hafi það?! Helvítis andskotans ræflar. Ég myndi alltént vilja beita Bowel Disruptor á þá, á la Transmetropolitan:

...handheld "bowel disruptor," which uses brown noise to cause instant and painful loss of bowel control, with various settings that allow him to vary the level of pain and discomfort the device will inflict, ranging from simple diarrhea to complete rectal prolapse. At a much harsher level, the victim has a bowel movement so dramatic and agonizing that it induces unconsciousness. While never used in the series, it is revealed through dialogue that the gun can be set to 'Fatal Intestinal Maelstrom'. Spider prefers this weapon because, despite being illegal, it is (usually) non-lethal and its effects are untraceable. His assistants, Channon and Yelena, have also been armed with bowel disruptors during The Cure arc. (tekið af Wikipediu)

Mér finnst raunar einnig fáránlegt að gæslan í garðinum hafi ekki verið betri.
Ég minni á lagið Decades með Joy Division, sem ég vísaði í í marsfærslunni, af plötunni Closer. Frábært lag.
Mæli sömuleiðis eindregið með Transmetropolitan fyrir hvern þann sem ekki hefur lesið þá ágætu myndasögu.

Að endingu ítreka ég löngun mína til að sjá þessa heimildamynd um Joy Division, samnefnda sveitinni:

TÓNLEIKAR FYRIR PALESTÍNU - Í kvöld, fimmtudaginn 10. júlí - á Organ, Hafnarstræti 1-3 (bakhús)

Fram koma:
Gunnar Jónsson
History Sound
Númer Núll
Morðingjarnir
Viðurstyggð

Auk þess verður fluttur hljóðskúlptur eftir Varða

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00

Enginn aðgangseyrir!
Frjáls framlög renna til stuðnings palestínskra flótamanna.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Eillítið meira um flóttafólk

Við mál Pauls Ramsesar má bæta að mér þykir skömm að því að frá upphafi virðist aðeins einn maður hafa fengið pólitískt hæli á Íslandi. Það er greinilega ekki það sama Jón og séra Jón, annar var skásnillingur og staðfesti okkur á kortinu en hinn er nottla bara einhver halanegri. Að sjálfsögðu skipta reglugerðir og formsatriði líka meira máli en mannúðarsjónarmið.

Og ef út í það er farið þá finnst mér líka skömm að því hve maldað er í móinn með að hleypa palestínsku flóttafólki frá Írak hingað til lands. Við berum náttúrulega enga ábyrgð, hafandi stutt innrásina í Írak. Þess má annars geta að það var fulltrúi Íslands, Thor Thors sem lagði fram tillöguna um skiptingu Palestínu í tvö ríki; ríki gyðinga og ríki araba hjá Sameinuðu þjóðunum. Eflaust hefur hann gert það af góðum hug, í ljósi sögu gyðinga, ofsókna á hendur þeim og nýafstaðinnar helfarar, en í ljósi þess sem síðar hefur gerst má alveg líka spyrja sig hvaða ábyrgð Ísland beri gagnvart Palestínumönnum. Á heimasíðu Samfélags trúaðra má finna fína umfjöllun um aðkomu Íslands að stofnun Ísraelsríkis.

Ég vona að sem flestir hafi horft á Kastljósið í gær. Lögfræðingur Pauls stóð sig vel að mínu mati og það var hreinlega sárt að hlýða á Paul Ramses lýsa ástandinu í Kenýa og þeim örlögum sem geta beðið hans. Steingrímur stóð sig líka fínt. Sigurður Kári undirstrikaði sig þar einnig sem þann smjörkúk sem hann er.

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Andaktungurinn er farinn til Siglufjarðar yfir helgina, en þar mun Háskólakórinn koma fram á þjóðlagahátíð.

Hin frábæra sveit Creedence Clearwater Revival er mikið í spilun hjá andaktungnum og lag dagsins er jafnframt með henni; Who Will Stop The Rain?

Ég hvet lesendur til að kynna sér mál Paul Ramses Odour, en Aggi er meðal þeirra sem hefur ritað um málið á bloggsíðunni sinni. Á morgun, 4. júl, á milli 12:00 og 13:00, verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Þar verður þess krafist að Paul Ramses verði snúið aftur til Íslands og fjallað um mál hans hér. Mætið og látið í ykkur heyra.

Sjálfur verð ég farinn úr bænum, eins og áður er getið, en ég sendi hugheilar baráttukveðjur.

Að baki

Að baki hins sturlaða stríðs
dylst fræið sem firn eigi granda
það sýgur þar jarðbrjóstin svöl
við uppsprettu og ós

af hörmungum hugstola lýðs
rís fórn þeirra fálamandi handa
er græða vort beiskasta böl
með rúgi eða rós

úr helfjötrum haturs og níðs
brýst ástúð þess leitandi anda
er kveikir á hnattarins kvöl
hið langþráða ljós

-- Jóhannes úr Kötlum, Tregaslagur, 1966.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Í minningu Guðrúnar Guðjónsdóttur, enskukennara í Hagaskóla:

When I'm Sixty-Four með Bítlunum:


Ég á góðar minningar um Guðrúnu frá Hagaskóla. Ég játa að maður var e.t.v. eilítið smeykur við hana fyrst í stað og ímyndaði sér að hún væri afar ströng en svo kynntumst við bekkurinn henni og maður fann að hún hafði stórt hjarta en sárnaði ólæti og metnaðarleysi, þar sem hún vildi veg nemenda sinna sem bestan og hafði metnað fyrir þeirra hönd. Þegar kynnin urðu nánari eftir því sem leið á veturinn urðu samskiptin með besta móti og minnir mig að bekkurinn hafi sömuleiðis vandað sig betur, svona almennt allav. Okkur varð vel til vina. Mér er t.d. sérlega minnistætt þegar hún spáði í lófa fyrir okkur (þó að ég muni ekkert hver mín spá var) og þegar hún spilaði þetta, eftirlætis Bítlalagið sitt, fyrir bekkinn og bað okkur, þegar fram liðu stundir, að minnast samferð okkar þegar við heyrðu lagið.
Það geri ég svo sannarlega og þakka fyrir ánægjulega samfylgd. Hvíl í friði.

...

Út er komið fyrsta tölublað nítjánda árgangs Frjálsrar Palestínu og óska ég öllum félagsmönnum til hamingju með það. Blaðið þykir mér sérlega veglegt og það spannar nú 24 síður. Þar má m.a. á bls. 7-10 finna viðtal sem undirritaður tók við palestínska mannréttindaaktívistann Ali Zbeidat, en hann hefur verið framarlega í baráttu gegn niðurrifi Ísraela á palestínskum húsum, nokkuð sem hann þekkir af eigin raun. Ég þýddi jafnframt grein Uri Avnery um 1948 og hans reynslu af því, en á þeim tíma barðist hann í Frelssisstríðinu/Naqba (Hörmungnum) með vélvæddu herdeildinni Refum Samsons, en greinin er á bls.22-23. Ég mæli sterklega með báðum sem og fjölda annara áhugaverðra greina og viðtala í blaðinu.
Grein Avnery má einnig finna hér á ensku.

Ég mæli einnig með þremur nýlegum greinum um skammlíft vopnahléið á Gaza: Rays of hope from the Gaza ceasefire, eftir Ali Abunimah sem birtist 20. júní sl. á Electronic Intifada (s.s. áður en Ísraelar rufu vopnahléið) og tvær greinar Avnery;All Quiet on the Gaza Front og Ole- Ole, Ole, Ole, sú fyrri rituð áður- og sú síðari eftir að vopnhléið var rofið.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Hetjan Ignaz Semelweiss

Í dag eru 190 ár liðin frá fæðingu eðlisfræðingsins og hetjunnar Ignaz Semelweis. Hann benti læknum á að þrífa hendur sínar þegar þeir unnu með barnshafandi konum. Margir læknarnir höfðu t.a.m. komið beint af líkhúsum á fæðingardeildirnar. Dauðshrinum á fæðingardeildinni lauk í kjölfarið.
Læknastéttin hæddist að Semelweiss og reiddist honum og tókst að flæma hann úr starfi. Hann féll fyrir eigin hendi árið 1865. Framlag hans til læknavísindanna verður seint ofmetið.
Meira um hann hér.

"Vort líf, vort líf, Jón Pálsson..."
Þá er ég helst að hugsa um línur á borð við "vor list var lítils metin/ og launin eftir því" fremur en að verk Semelweis hafi í raun verið lök, þvert á móti. Sumt í fyrri erindunum á því síður við en þegar líður á ljóðið passar það betur við:

Vér áttum kannske erfitt
og athvörf miður hlý.
Og naumt varð oft að nægja
til næsta dags. Ojæja,
vor list var lítils metin,
og launin eftir því.

Um það er bezt að þegja
og þreyta ei fánýtt hjal.
Það snertir einskis eyra,
og öðrum bar víst meira,
því það er misjafn máti,
hve mönnum gjalda skal.

Og sízt vér munum syrgja,
hve smátt að launum galzt.
Án efa í æðra ljósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt


Mönnum svipar svo sannarlega enn í Súdan og Grímsnesinu, svo vitnað sé í skáldið Tómas Guðmundsson.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.