föstudagur, september 08, 2006

Et tu, Brute?
- Nebbzkvebbz o.fl.



Bölvað skítaveður úti. Kjeppz er kominn með nefnkvef sem virðist ætla að ágerast. Gaman að því.

Hef stundað kvikmyndahátíðina af áfergju og það ekkert lát á því. Fer á Beowulf And Grendel á eftir. Svo verður líklegast haldið á einhverja knæpuna.

Í þessu skítaveðri er gott að fá sér góðan kaffibolla, sitja með köttinn á löppunum og hlusta á 1. kafla 25. sinfóníu Gottlieb og 5. sinfóníu gamla góða Ludwig Van. Kíki ef til vill eitthvað í kaflana í Bjólfskviðu fyrir skólann, þýdda af Seamus Heaney. Er annars líka enn að lesa Ofvitann, svo það verður annað hvort.

Ákvað að ota mínum tota aðeins með því að skella hlekk á ljóð ungskáldsins, sem nú má finna beint fyrir neðan prófælinn.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.