Ríkishryðjuverk á Gaza
Ehud Olmert hefur gerst sekur um glæp gegn mannkyni með heiftarlegum land-og loftárásum á Palestínska alþýðu á Gaza sem eiga einskis að gjalda. Vitað er um að alla vega 44 Palestínumenn hafi nú fallið og einn ísraelskur hermaður. Árásir hafa beinst gegn borgurum á Gaza, að raforkuverinu, svo nú er bæði rafmagnslaust og vatnsskortur, sprengjum hefur verið varpað á opinberar byggingar og ríkisstjórn Palestínu óstarfhæf vegna þess að Ísraelsher hefur handtekið ráðherra hennar. Má svo rétt gera sér í hugarlund hersu rétttmæt réttarhöld þeir fengu þar, ef þeir yrðu yfirleitt ákærðir. Það skal enginn segja mér að slíkar aðgerðir séu til þess fallnar að reyna að tryggja líf ísraelska hermannsins sem nú er stríðsfangi, þvert á móti stefna aðgerðirnar lífi hans í hættu, lífi folks á Gaza og lífi Ísraela, því þess má vænta að árásarinnar verði hefnt. Hefði Olmert verið umhugað um líf hermannsins hefði hann samið við hreyfinguna sem hélt hermanninum föngum. En hann lýsti því yfir að engir samningar yrðu og gerðist sekur um stríðsglæpi, ég leyfi mér að kalla þetta ríkishryðjuverk. Ætlunin er að veikja Palestínumenn og stjórn þeirra sem mest. En hörmungar eru líklegar til að þjappa þjóðinni fremur saman gegn andstæðingnum og fylkja sér bak við leiðtogann. Það verður aldrei friður nema að Ísraelar séu reiðubúnir að ræða við ríkisstjórnina, komi til móts við réttmætar kröfur Palestínumanna og virði mannréttindi þeirra.
Árás af þessum skala er ekki "hefnd fyrir hermanninn", hún krefst miklils undirbúnings og hefur verið skipulögð löngun fyrir fram. Hermaðurinn varð hins vegar ísraelskum stjórnvöldum kjörið skálkaskjól til að hrinda árásunum í framvæmd. Hermaðurinn er stríðsfangi, handamaður í átökum, en ef hann er tekinn af lífi er það hins vegar augljóslega brot á lögum um meðferð strísfanga.
Mér þykja kröfur Palestínumannana sem halda hermanninum föngnum fyllilega réttmætar, þ.e. að konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Um 600 börn hafa verið handtekin á ári frá árinu 2000. Þar er ekki tekið tillit til alþjóðalaga um réttindi barna. Auk þess hafa komið upp margar kærur um illa meðferð og misþyrmingar.
Nú reynir Olmert að telja fólki trú um að hann hafi haft í huga aðsleppa föngunum áður en ísraelski hermaðurinn var tekinn höndum. Þvílík tilviljun að Palestínumenn skyldu þá taka hann til fanga og binda enda á öll slík áform, hmm? Kommon, á maður virkilega að gleypa við þessu? 'I kröfunni um að föngunum sé sleppt felst krafa um að Ísraelar virði alþjóðalög. Ekki er hægt að segja að Oolmert hafi þá beinlínis verið að flýta sér. Aðgerðir og ummæli Olmerts hingað til hafa sýnt að honum er hvorki umhugað um að sleppa föngunum né um líf hermannsins. Þetta er ódýrt áróðursbragð til að klína allri skuldinni á Palestínumenn, og sér í lagi Hamas. Hvað Quassam-eldflaugarnar varðar er líklegast að að þær muni fremur aukast en annað, massívar hernaðar aðgerðir gegn saklausum borgurum draga ekki úr skæruhernaði eða hryðjuverkum, heldur eru olía á eldinn.
Ég óttast um framtíð Palestínumanna og ég óttast um líf hins 18 ára gamla hermanns, sem ég veit ekki enn hvort hefur verið tekinn af lífi eða ekki. Ef svo er mun bæði hreyfingin sem tók hann til fanga og Olmert bera ábyrgð á dauða hans. Ég óttast þær hörmungar sem bitna á Palestínsku þjóðinni og að þær muni aukast til muna. Ég óttast að Intifada kunni að brjótast út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli