Nú þarf maður að fara að læra. Og fá mér meira að eta. Hef setið og blaðað í Mogganum, litið á netið, sötrað kaffi, snætt brauð með gráðaosti og hlustað á þann ágæta disk Remember Cat Stevens – The Ultimate Collection. Mér finnst eiginlega öll lögin á disknum frá því að vera góð yfir í að vera frábær. Sísta lagið finnst mér (Remember The Days Of The) Old School Yard af plötunni Izitso. Lagið alls ekki slæmt í sjálfu sér, en útsetningin finnst mér dálítið cheesy. Svo veit ég varla með Here Comes My Baby, af plötunni Matthew And Son . Það er svona allt í lagi, en ekkert spes, útsetningin er dálítið „ho-hum“. Það ætti hins vegar ekki að fæla fólk frá þeirri plötu, titillagið er frábært, þekki ekki önnur.
En þetta er nú sparðatíningur og fær diskurinn lof að öðru leiti.
Svo hef ég líka verið að hlusta smá á Ashes To Ashes með David Bowie. Það er góður diskur.
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli