fimmtudagur, janúar 29, 2009

"Ró færist yfir Gasa á ný"

...er fyrirsögn fréttar í Fréttablaðinu í dag.

"Síðdegis virtist sem ró væri að komast á á nýju" segir svo fréttamaðurinn knái hjá Fréttablaðinu um stríðsástandið.

Öllu má nú nafn gefa. Sér er nú hver róin. Þvílíkt og annað eins endemis kjaftæði.

Gaza er hertekið svæði. Innviðir Gaza eru í molum. Rúmlega þúsund hafa verið myrtir, þar af þriðjungur börn. Enn fleiri særðir. Gaza er í herkví og skortir lífsnauðsynjar, svo sem mat, rafmagn og lyf, en allur aðgangur að slíku er háð duttlungum Ísraels. Ísraelsher áskilur sér svo rétt til að ráðast á Gaza reglulega til að sýna þeim hver ráði og þannig hyggjast jafnframt stjórnmálamenn krækja sér í auka atkvæði.
Þangað til þessu ástandi linnir verður engin ró á Gaza.

laugardagur, janúar 24, 2009

Í byltingu er barn oss fætt...

Barn oss fætt
því fagnar gjörvöll Vésteins/Rósu ætt


Aðfaranótt laugardagsins 24 janúar fæddist Vésteini bróður mínum og Rósu yndisleg lítil dóttir. Hún vegur 17 merkur og er 52 cm.
Fór eftir vinnu og heimsótti nýbakaða foreldrana og dótturina. Fröken Vésteinsdóttir er stór og falleg og undurspök (ég verð líka alveg meyr þegar kemur að krúttlegum kornabörnum). Sé fram á að ég muni fljótt vera skikkaður í pössun og bleyjuskipti (á dótturinni, sumsé, ekki mér). Stefni á að dekra krílið og vera skemmtilegi frændinn, "go'e gamle onkel Einar" sem lætur henni eftir það sem hún fær ekki heima fyrir. Foreldrarnir sitja svo uppi með afleiðingarnar, hehe. Svo mun ég auðvitað móta hana í minni mynd. Það gengur ágætlega með hin 2 míní-míin hennar Jórunnar systur. ;)

...

Hér er svo einn góður sem mamma sendi mér, hann er auðskiljanlegri þeim sem eldri eru:

Blonde goes to work after many years:

mánudagur, janúar 19, 2009

Bush og Obama

Þökk mun gráta þurrum tárum brottför Bush. Þar held ég að flestir muni vera sammála mér. Það er sannarlega erfitt að vera verri forseti en fráfarandi fosetadrusla. Í sjálfu sér er ekkert að því að drekka hestaskál yfir að 8 hryllileg ár Bush-stjórnarinnar sé loks á enda.
En er víst að breytingarnar verði jafn miklar og er búið að lofa okkur? John Pilger er meðal þeirra sem hafa fylgt kosningabaráttunni eftir og hann færir góð rök fyrir því í greinum sínum að rétt sé að vera á varðbergi og fagna ekki of snemma. Ekki er áframhaldið sýnna en svo. Maður hefur á tilfinningunni að hann verði meira í líkingu við Clinton. Clinton komst upp með margt misjafnt út af sjarmanum "he knew better how to cover his ass" eins og menn myndu orða það þar vestra og ekki ólíklegt að Obama gæti þetta líka, ef honum sýndist svo. Ekki get ég sagt að mér þyki skipan ríkisstjórnar hans lofa góðu, svo vægt sé til orða tekið , eða þögn hans vegna Gaza.
Á morgun hættir Bush og Obama verður foseti. Lesið í millitíðinni grein Pilgers frá 11. desember; Beware of Obama's Ground Hog Day.

Stephen Colber(t) fer svo yfir forsetatíð Bush.

Þriðja grein Uri Avnery um stríðið á Gaza; The Boss Has Gone Mad. Lesið hana.

...

Kominn heim úr Skálholti eftir bandcamp. Alltaf gaman í bandcamp. Eins og einu sinni, í bandcamp...;





...

Lag dagsins: Crazy með Patsy Cline.

föstudagur, janúar 16, 2009

Mótmælafundur í Háskólabíói- Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza - Sunnudagurinn 18. janúar - kl. 15



Fjölmörg félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök gangast fyrir mótmælafundi í Háskólabíói á sunnudaginn undir kjörorðinu: ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDMORÐUNUM Á GAZA.

Ræður flytja:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur
Fundarstjóri er Arnar Jónsson leikari


Fjölbreytt tónlistardagskrá verður á fundinum:

Barnakór Kársnes
Lay Low
Hulda Björg Garðarsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Trio Nordica
... og fleiri

Eftirtaldir hafa nú þegar staðfest aðild að fundinum:


ASÍ
BSRB
Félagið Ísland-Palestína
Frjálslyndi flokkurinn

Landssamband sjálfstæðiskvenna
SFR
Samiðn
Samfylkingin
Starfsgreinasambandið
Vinstri-Grænir

Boð um aðild að fundinum hefur verið sent fjölda félagasamtaka og búist er við að fleiri eigi eftir að tilkynna þátttöku, enda öll félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök hvött til að vera með.


>> Mótmælin á Facebook (látum erindið berast, sendum áfram): http://www.facebook.com/event.php?eid=44664483250

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Í kærri minningu George Carlin:



Hans er sárlega saknað.

Ef þetta var "bara vinsamleg ráðlegging" hjá Ingibjörgu Sólrúnu...

...hvers vegna taldi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir þá ástæðu til að hafa orð á þessu á borgarafundinum?
Ef þetta voru vinsamleg tilmæli hjá Ingibjörgu, treystir hún þá sem sagt fagmennsku og skynsemi vinkonu sinnar ekki betur en þetta?
Bara spyr.

Sendinefnd Evrópuþingsins komin til Gaza & tvær afbragðs greinar

Þetta eru svo sannarlega stórkostlegar fréttir og ljóstýra í myrkrinu:

Átta manna sendinefnd frá Evrópuþinginu er komin inn á Gaza þar sem Luisa Morgantini, varaforseti þingsins er í broddi fylkingar. Þau ætla að vera til 13. janúar og gefa þá skýrslu í Brussel. Heimsækja flóttamannabúðir, sjúkrahús osfrv. Egyptar hleyptu þeim í gegnum um Rafah.

Fréttayfirlýsingin er svohljóðandi:


"WE ENTERED IN GAZA STRIP"
Luisa Morgantini
EP VP

PRESS- Immediate release


Luisa Morgantini, Vice President of the European Parliament, and the MEPs delegation entered to Gaza Strip, today 11th January 2009, through Rafah border crossing.

The delegation – that is composed by 8 MEPs belonging to different political groups and by one Member of the Italian Senate- will stay in Gaza Strip from Saturday 10 to Tuesday 13 January, when the MEPs will come back to Strasbourg to report back about the situation to the Plenary session of the EU Parliament and they will hold a press conference.
In Gaza the delegation will be staying with UNRWA and visit refugee camps, hospitals and towns.
The MEP are grateful to the Egyptian Authority and Unrwa for their cooperation and support.



MEPs Participants:

Luisa Morgantini (Italy)
David Hammerstein Mintz (Spain)
Hélène Flautre (France)
Véronique de Keyser (Belgium)
Miguel Portas (Porturgal)
Feleknas Uca (Germany)
Chris Davies (UK)
Kyriacos Triantaphyllides (Cypre)

and

Alberto Maritati (Italy) Member of the Italian Senate

INFO Luisa Morgantini 0039 348 39 21 465 (Italian mobile)

Francesca Cutarelli 00 39 340 56 49 335



Luisa Morgantini +972 547271742 (Orange number) o 0039 348 39 21 465 (numero Italiano)


...


Ég fagna sömuleiðis nýrri og langrþráðri grein eftir John Pilger um Gaza; Holocaust denied: the lying silence of those who know og nýjustu grein Uri Avnery; How many divisions?.

...

Lag dagsins: Born on the Bayou með Creedence Clearwater Revival.

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Börn falla ekki í árásum

Þau eru myrt.

mánudagur, janúar 12, 2009

I'm Explaining a Few Things

You are going to ask: and where are the lilacs?
and the poppy-petalled metaphysics?
and the rain repeatedly spattering
its words and drilling them full
of apertures and birds?
I’ll tell you all the news.

I lived in a suburb,
a suburb of Madrid, with bells,
and clocks, and trees.

From there you could look out
over Castille’s dry face:
a leather ocean.
My house was called
the house of flowers, because in every cranny
geraniums burst: it was
a good-looking house
with its dogs and children.
Remember, Raul?
Eh, Rafel? Federico, do you remember
from under the ground
my balconies on which
the light of June drowned flowers in your mouth?
Brother, my brother!
Everything
loud with big voices, the salt of merchandises,
pile-ups of palpitating bread,
the stalls of my suburb of Arguelles with its statue
like a drained inkwell in a swirl of hake:
oil flowed into spoons,
a deep baying
of feet and hands swelled in the streets,
metres, litres, the sharp
measure of life,
stacked-up fish,
the texture of roofs with a cold sun in which
the weather vane falters,
the fine, frenzied ivory of potatoes,
wave on wave of tomatoes rolling down the sea.

And one morning all that was burning,
one morning the bonfires
leapt out of the earth
devouring human beings –
and from then on fire,
gunpowder from then on,
and from then on blood.
Bandits with planes and Moors,
bandits with finger-rings and duchesses,
bandits with black friars spattering blessings
came through the sky to kill children
and the blood of children ran through the streets
without fuss, like children’s blood.

Jackals that the jackals would despise,
stones that the dry thistle would bite on and spit out,
vipers that the vipers would abominate!

Face to face with you I have seen the blood
of Spain tower like a tide
to drown you in one wave
of pride and knives!

Treacherous
generals:
see my dead house,
look at broken Spain :
from every house burning metal flows
instead of flowers,
from every socket of Spain
Spain emerges
and from every dead child a rifle with eyes,
and from every crime bullets are born
which will one day find
the bull’s eye of your hearts.

And you’ll ask: why doesn’t his poetry
speak of dreams and leaves
and the great volcanoes of his native land?

Come and see the blood in the streets.
Come and see
The blood in the streets.
Come and see the blood
In the streets!


-- Pablo Neruda. (Ensk þýðing e. Nathaniel Tarn, þeir sem vilja lesa frumtextann á spænsku geta gerð það hér.
frumtextann).

Gaza á Íslandi

Uppfært mánudaginn 12. janúar kl. 7:32 - Aðgerðin hefst kl 8:00 að morgni

Ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að fordæma fjöldamorð Ísraela á þann hátt sem Ísraelska ríkisstjórnin skilur. Á mánudagsmorgun ætlar aðgerðahópurinn "Gaza á Íslandi" að sýna ráðamönnum það sem þeir vilja ekki sjá. Aðgerðin verður við stjórnarráðið kl. 8 núna um morguninn, mánudaginn 12. janúar.

Beinskeytt mótmæli.
Komum öll með hvít lök í bögglum eða dúkkur í barnastærð, rauðan matarlit eða annað gerviblóð eða annað til að búa til sterka mynd af slátruninni sem nú stendur yfir í Gaza.

Þeir sem eiga afganga af kínverjabeltum eða þvíumlíku, geta komið með þá til að búa til þann hljóðheim sem fólk á Gaza býr við hvern einasta dag. Blys má nota til að búa til reyk.

Þeir sem hafa áhuga á að leika mæður, feður eða lík vinsamlegast sendið mér skilaboð.

Þetta eru beinskeytt en friðsamleg mótmæli. Við hvetjum alla sem ekki vilja taka beinan þátt í gjörningnum til að sýna stuðning með því að mæta sem áhorfendur.

Tímasetningin er lauslega miðuð við að ráðamenn þurfi að ganga gegnum átakasvæðið, en þeir sem þurfa að mæta í vinnu geta mætt snemma og hjálpað til við undirbúning gjörningsins.

Stöðvum morðin!


Sendið skilaboð hingað: http://www.facebook.com/profile.php?id=634356211 eða á netfangið
jonth@hive.is ef þið viljið leika hlutverk.
http://www.facebook.com/profile.php?id=634356211

...

Lag dagsins: Where to the Children Play? með Cat Stevens. Hér tekur hann það á tónleikum árið 1976:

sunnudagur, janúar 11, 2009

Viðtal við Dr. Nurit Peled-Elhanan og eiginmann hennar, Rami

Ég fékk sendan hlekk á viðtal við Dr. Nurit Peled Elhanan og eiginmann hennar, Rami í gegn um póstlistann The Other Israel, sem ég er áskrifandi að. Dr. Nurit Peled-Elhanan er prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem. Dóttir hennar, Smadar var myrt í sjálfsmorðsárás í september árið 2007. Nurit og eiginmaður hennar, Rami er meðal stofnanda Harmsleginna fjölskyldna í Palestínu og Ísrael fyrir friði.
Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim hjónum, sbr. fyrri skrif mín um Nurit, hlekkinn á fyrirlestur hennar í Conneticut-Hákólanum og þýðingu mína á fyrirlestri hennar, Menntun eða hugsýking, sem birtist á bls. 8-10 í júníhefti Frjálsrar Palestínu árið 2007.

Mér fannst þess virði að lesa viðtalið út frá því sem þau höfðu að segja.Viðtalið sjálft er hins vegar afar illa tekið. Blaðamaðurinn gerir sitt besta við að reyna að gera hana tortryggilega með ýmis konar dylgjum strax frá upphafi, draga upp mynd af henni sem anti-semíta, Palestínusleikju, uppstökkann og móðursjúkan fanatíker, draumóramanneskju o.s.rfv. og ekki fær maðurinn hennar mikið betri útreið. Þau láta hins vegar ekki slá sig út af laginu.
Það getur verið erfitt að vera rödd skynsemi, friðar og réttlætis, hvað þá sannleika. Í tilfelli Elhanan-hjónanna kemur bæði til þeirra eigin harmsaga og viðhorf samfélagsins.
Blaðamaðurinn leyfir sér líka að hagræða sannleikanum þegar lýtur að stuðningi við stríðið. Ég er ekki viss hvort hans eigin fordómar valdi eða ekki, s.s. hversu meðvitað þetta er eður ei, en ég kem með nokkur dæmi um þessi vinnubrögð hans:

"She grew up in a home with a staunchly leftist outlook"
Kommúnistadjöfull

Dr. Peled Elhanan is a fervent and active representative of a minority that belongs to the margins of the margins of the radical left. Since the beginning of the action in Gaza her positions have been perceived as particularly utopian. “
og “There will be those who will disagree with you historically. “

Gamla Fox-aðferðin. “People are saying...”.


"Why not? They are guests in a state that is defending itself. "
Endurtekur sömu tuggur og ríkisstjórnin.

“At this stage of the interview Peled Elhanan’s tone rises. She is getting agitated, angry, her eyes blaze angrily at the questions. The tension reaches its height”
Reið var þá Freyja og fnasaði. Ólíkt yfirvegaða prófesjónal blaðamanninum. :P

“After a few soothing words, Peled Elhanan was placated.”
Karlinn að róa hysterísku kerlinguna. Viljið þið ekki bara gefa henni rítalín líka?

“Your identification with them is total. What is happening to the residents of the south does not seem to interest you. It’s just them, them and them. “
Elhanan hjónin misstu sjálf dóttur sína á táningsaldri í sjálfsmorðsárás. Sýndu smá háttvísi.

"You seem like people who do not at all know where you live. It seems to me that you are living on another planet and do not recognize that the world is much less ideal than your meetings with the Forum."
Þetta eru bara krútt.

"At this point Rami’s temper rose. He pointed a threatening finger at me. “Now open your ears well,” he said in a half-violent tone.

I haven’t finished talking.

“No, no. Be quiet a moment and listen.”

You see, now you are turning violent.

“Because you have finally irritated me.”

I’m very glad."

Hvur andskotinn. Ég held að þessi sena útskýri sig nú bara sjálfa.

I understand your anger, but you are using a weapon that I have no ability to contend with.

“I hope you never have such weapons.”


To them it is permitted
"Vopnið" sýnist mér s.s. vera morðið á barninu þeirra. Jamm, hann er smekklegur, blaðamaðurinn.
Í lokin furðar svo blaðamaðurinn sig á því að Nurit hafi svona mikla trú á farsælli sambúð með Palestínumönnum þegar hún hafi enga trú á blaðamanninum.
Það er sannarlega skrýtið...

föstudagur, janúar 09, 2009

Innifundur í vegna fjöldamorðanna á Gaza - Sýnum samstöðu - stöðvum fjöldamorðin

Félagið Ísland-Palestína boðar til fundarins og hann verður í Iðnó, Vonastræti 3, kl. 16:00 á morgun.

Dagskrá:

* Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, segir frá lífi og starfi bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie sem lét lífið á Gaza-svæðinu 16. mars 2003 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana. Þóra Karítas fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie“ sem frumsýnt verður 19. mars.

* Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, flytur ræðu.

* Nokkrar staðreyndir um Gaza.

* Tekið verður viðal við Jean Calder, ástralska konu sem býr og starfar í Khan Younis á Gaza-ströndinni. Jean Calder hefur unnið í þrjá áratugi að endurhæfingu fatlaðra á vegum Palestínska rauða hálfmánans í Líbanon, Egyptalandi og á Gaza síðustu 13 árin.

* Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, flytur ræðu.

* Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Von er á frumflutningi lags um fjöldamorðin á Gaza.

* Kertafleyting á Tjörninni til minningar um fórnarlömb fjöldamorðanna á Gaza.

Fundarstjóri:

* Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

Lög dagsins: I Just Don't Want to Be Lonely með The Main Ingredient og upprunalega útgáfan af Louie Louie. Hljóðgæðin mættu vera betri en þessi útgáfa er engu að síður frábær.

Motörhead-útgáfan er svo ekkert slor. :)

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Mótmælum stuðningi BNA við fjöldamorðin á Gaza

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi 21 á morgun, fimmtudaginn 8. janúar kl. 5, þar sem stuðningi ríkistjórnar BNA við fjöldamorðin á Gaza verður mótmælt. Flutt verður stutt ræða og lesin upp yfirlýsing sem svo verður afhent starfsfólki sendiráðsins.

...

Ron Asheton, gítarleikari The Stooges er látinn. Það þykir mér miður. Hann var fantaflottur gítarleikari og gífurlega áhrifamikill í rokksögunni ásamt félögum sínum í The Stooges. Ekki endilega alltaf flóknustu riffin en djöfull andkoti voru þau töff. Ég nefni sem dæmi opnunarriffið í Now I Wanna Be Your Dog,1969, 1970 og No Fun.
Mæli með að fólk sem vill heiðra minningu hans skelli fyrstu tveimur plötunum með upprunalegu The Stooges, þeirri samnefndri sveitinni og Funhouse á fóninn og spili á góðum styrk. Hrátt Detroitbílskúrsblússprotopönkrokk eins og best verður á kosið. Þriðja platan, Raw Power er líka góð, en þá var Ron kominn á bassa og James Williamsson tekinn við. Hann er góður líka, bara öðruvísi og sándið þar með.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá The Stooges með upprunalegri liðsskipan (að bassaleikaranum Dave Alexander undanskildum, hann var dáinn) með Ron í Listasafni Reykjavíkur árið 2006 og er það með magnaðri rokktónleikum sem ég hef farið á. Ég þakka fyrir mig.

Lag dagsins: Dirt með The Stooges af plötunni Funhouse.

The Daily Show með Jon Stewart um nýja árið og Gaza




þriðjudagur, janúar 06, 2009

Miriam Shomrat

Átti afar ánægjulegt kvöld í matarboði hjá Lovísu frænku minni með familíunni. Snæddum dýrindis ýsu og spiluðum púkk. Fæ þá skilaboð um að það sé viðtal við Miryam Shomrat í sjónvarpinu. fyrst var ég ekki viss hvort hún væri stödd hér á landi eða ekki. Kemst svo að því núna að viðtalið er tekið áður en "nýjustu átökin urðu á Gaza" eins og það var orðað í fréttinni. Ekki það að ég harmi sérstaklega að missa af málsvara lyga, morða, hernáms og kerfisbundinna mannréttindabrotna vera að reyna að afsaka þá stefnu eða að ég sé hrifin af því að henni sé veittur ræðupallur hér og boðið í kaffi og kleinur eins og fínni frú og fái silkihanskameðferð, hvort sem um er að ræða fundi eða viðtöl: "Sumum finnst að viðbrögðin við árásum Hamas séu ef til vill full harkaleg" og þar fram eftir götum (minni á Ha'aretz-fréttina sem ég vísaði á hér að neðan). Fyrr má nú rota en dauðrota. Kalli Ísraelar þetta þetta "vörn" (sem það er ekki) þá myndi ég ekki vilja sjá hvað þeir kalla "árás". Það er líka ekki eins og áróður Ísraelsstjórnar fái ekki nægan vettvang annars staðar.
Öryggisráðið er að fara að funda og vonandi að skýr krafa verði sett á Ísrael að láta af fjöldamorðunum, að umsátrinu verði aflétt þegar í stað, að hernámi Ísraels á palestínsku landi linni, réttur palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar verði virtur og réttur flóttafólks til að snúa heim aftur verði virtur í samræmi við alþjóðalög um mannréttindi og mannúð.
Ég óttast að Bandaríkin og Bretland muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eitthvað gagngert verði gert í málinu.
Ísland þarf þarf að tilkynna Ísrael að láti Ísraelar ekki af fjöldamorðum muni Ísland slíta stjórnmálasambandi. Það dugar ekkert minna núna. Eindregin fordæming hrekkur ekki til ef henni er ekkert fylgt eftir. Ísrael hefur hundsað allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstólsins og mannréttindahreyfinga, en þetta er sterkt pólitískt vopn og myndi hafa fordæmisgefandi áhrif. Ísrael er annt um stjórnmálatengsl sín og það er góðs viti að Tyrkland, sem hingað til hefur verið bandamaður þeirra gagnrýni árásirnar, en betur má, ef duga skal. Á meðan fjölgar þeim hundruðum palestínumanna sem er verið að slátra og þúsundum særðra og einnig ísraelskum borgurum og nú eflaust hermönnum líka. Þegar þetta er skrifað hafa(skv. nýjustu tölum mínum) um 550 manns verið drepnir á Gaza. 4 ísraelskir hermenn eru að auki fallnir og 2 ísraelskir borgarar (hafi þeim fjölgað frá síðustu tölum, biðst ég velvirðingar).
Áður en nokkuð annað gerist verður þessu að linna. Gagnkvæmt vopnahlé þarf að komast á en það mun hvorki komast á né vara á meðan engri af ofangreindum grundvallarmannréttindakröfum Palestínumanna er fullnægt. Hvað þurfa margir að vera drepnir og særast í viðbót áður en fólk áttar sig á því?

Það er alveg sniðugt að hafa augun opinn ef Shomrat skyldi koma hingað. Diplómatar gera sjaldnast opinberlega boð á undan séð, hvað þá ef þeir hafa slæman eða umdeildan málstað að verja.

"Óvæntur stuðningur" segir Mogginn. Öllu má nú nafn gefa. Ekki get ég allav. að hann hafi verið mér "óvæntur", þó mér þyki það ekkert síður viðurstyggilegt fyrir vikið. Það er alveg ljóst hvar aum og gjörspillt stjórn Egyptalands stendur í þessum efnum. Hún færi aldrei setja sig gegn vilja Vesturveldanna á meðan hún treystir á efnahags- og heraðstoð frá þeim, sbr. grein Robert Fisk sem ég vísa á hér að neðan; The Rotten State of Egypt is too Powerless and Corrupt to Act.

sunnudagur, janúar 04, 2009

Ég bendi á góða grein Kára Páls Óskarssonar á Smugunni um Harold Pinter og um fjöldamorðin á Gaza; Það sem aldrei gerðist - Fáein orð til minningar um Harold Pinter.

Keypti mér annars nýju ljóðabókina hans Kára, Með villidýrum, um daginn. Hún er mjög góð það sem af er liðið lestri.

föstudagur, janúar 02, 2009

Góðar og athyglisverðar greinar sem varpa ljósi á atburðina á Gaza

Hátt í 500 Palestínumenn hafa nú verið drepnir í árásum Ísraela, meira en 2000 særst og 4 Ísraelar hafa dáið af völdum Qassam-eldflauga Palestínumanna, þegar þessi færsla er skrifuð og Ísraelar hyggst herða árásirnar til muna, segja að þetta sé "bara forsmekkurinn".
Hvað þurfa margir að deyja í viðbót áður en Ingibjörg Sólrún og ríkisstjórn Íslands "geta komið auga á rök fyrir að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael", eins og sú fyrrnefnda sagðist ekki geta í viðtali?
Ég minni svo á það að þar sem sjúkrahúsin á Gaza skortir rafmagn, lyf og aðrar nauðþurftir þá eru ekki miklar líkur á að þeir sem eru alverlega særðir lifi lengi.

The Gaza Strip Fact Sheet
Stutt en gott yfirlit um Gaza og íbúa svæðisins frá Palestine Monitor, uppýsingaveitu frjálsra félagasamtaka í Palestínu (Palestinian NGO Network)

Það var þess virði að bíða í viku eftir nýrri og frábærri grein Uri Avnery um Gaza; Molten Lead. Mæli alveg sérstaklega með þessari grein;

"...As a matter of fact, the cease-fire did not collapse, because there was no real cease-fire to start with. The main requirement for any cease-fire in the Gaza Strip must be the opening of the border crossings. There can be no life in Gaza without a steady flow of supplies. But the crossings were not opened, except for a few hours now and again. The blockade on land, on sea and in the air against a million and a half human beings is an act of war, as much as any dropping of bombs or launching of rockets. It paralyzes life in the Gaza Strip: eliminating most sources of employment, pushing hundreds of thousands to the brink of starvation, stopping most hospitals from functioning, disrupting the supply of electricity and water.
Those who decided to close the crossings – under whatever pretext – knew that there is no real cease-fire under these conditions.
That is the main thing. Then there came the small provocations which were designed to get Hamas to react..."


ATH! Hér kemur m.a. fram að ráðamenn í Ísrael hófu undirbúning að alþjóðlegri PR/fjölmiðlavinnu fyrir árásina á Gaza fyrir sex mánuðum, þrátt fyrir að tilgreind ástæða núverandi árása sé sú að Hamas hafi neitað að endurnýja vopnahlé í síðasta mánuði.
Israel claims success in the PR war
Anshel Pfeffer, The Jewish Cronicle.

ATH ATH! Ísraelska dagblaðið Ha'aretz fjallar um hvernig byrjað var að skipuleggja núverandi aðgerðir á Gaza fyrir sex mánuðum síðan. Greinin staðfestir að aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki neyðar- og skyndiviðbrögð við smáskærum Hamas. Þetta var allt saman þaulskipulagt og vopnahléð bara sýndarmennska og blekkingarleikur af hálfu Ísraels.

Það væri óskandi að þetta yrði til þess að Ingibjörg Sólrún kyngdi tuggunum um "rétt Ísraels til að verja sig" og "svör við eldflaugaárásum" og taki upp nýja stefnu, og það sama má segja um fjölmiðla sem einatt éta þessar tuggur eftir áróðursmaskínu Ísraelsstjórnar. Hvort það gerist getur maður samt ekkert vitað, og því miður má vel vera að það haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.

The Rotten State of Egypt is too powerless and corrupt to act og
Why Bombing Ashkelon is the Most Tragic Irony
Robert Fisk, The Independent

Gaza: the logic of colonial power
Grein bandaríska blaðamannsins Nir Rosen, Guardian, birt mánudaginn 29. desember 2008.

To be in Gaza is to be trapped
Grein frá Peter Beaumont, ritstjóra erlendra frétta hjá Guardian.

Palestine's Guernica and the Myths of Israeli Victimhood
Dr. Mustafa Barghouti

Israel's War Crimes
Richard Falk, Mannréttindatalsmaður Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum

Party to Murder
Chris Hedges, commodreams.com

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Skrabbl

Náði að koma öllum 7 stöfunum út í orðinu "múrlosið". Ég vil þó meina að bæði "rúmlosið", "klómörg" og "ásérklómörg" sé til og sé svo ekki ætti það að vera til.

Gleðilegt ár

Takk fyrir það gamla, með öllum sínum hæðum, lægðum og hægðum.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.