laugardagur, september 09, 2006

Ljóðið Víg Þráins á höfuðísum, eftir undirritaðan var valið ljóð dagsins á ljod.is

Er að hlusta á Queen sem stendur, plötuna A Night At The Opera. Fyrir fjórum dögum hefði Freddy Mercury orðið sextugur, hefði honum enst aldur. Blessuð sé minning hans.

Hugsa að ég tékki á sándtrakkinu við Flash Gordon. Doddi segir mér að það sé gott. Skeggræddum líka um þá ágætu mynd The Highlander. Tvær senur finnst mér bera af í myndinni. Sú fyrri er opnunarsenan þegar Queen glymur þessa mögnuðu harmóníu í Princes Of The Universe: HERE WE ARE o.s.frv.

Hin senan er sú þegar Connor veit að hann mun lifa að eilífu en hans ástkæra eiginkona, Heather mun deyja. Tíminn sést líða, við sjáum stundir þeirra saman sem styttast óðfluga, stórfenglegt landslag ber fyrir augu, uns komið er að dauðastundinni, þar sem hún biður hann um að kveikja einu sinni á ári á kerti til minningar um hana, á afmælisdegi hennar, sem hann lofar henni að hann muni gera. Yfir þessu öllu syngur Freddy Mercury með fulltyngi Queen lagið Who Wants To Live Forever?
Sá sem er ekki snortinn af þessari senu hlýtur hreinlega að vera gersneiddur tilfinningum.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.