miðvikudagur, maí 27, 2009

Zits/Nabbi/Gelgan






Lag dagsins: Nobody Told Me með John Lennon.

Af heimsmálum

John Pilger skrifar um Tamíla í Sri Lanka: Distant voices, desperate lives

Noam Chomsky skrifar um pyntingaskjölin sem Hvíta húsið birti:The Torture Memos

Það eru ljótu fréttirnar af því hvernig Avigdor Lieberman reynir sífellt að ota sínum tota í Ísrael með últrafasískri stefnu sinni. Þetta boðar sannarlega ekki gott. Lieberman vill að ísraelskir borgarar sverji "lýðræðis-gyðingaríkinu Ísrael" hollustueið eða tapi kosningarétti sínum, en þetta vegur þegar, eðli sínu samkvæmt, að stöðu annara en gyðinga í landinu og þeir fyrrnefdu verða þá annars flokks þegnar, þegar landið er skilgreint sérstaklega sem svo að það tilheyri öðrum en þeim. Reyndar hefur Lieberman líka einfaldlega lagt til að þeir sem ekki séu gyðingar verðis sviptir ríkisborgararétti í Ísrael.
Lieberman vill einnig geta svipt þá Ísraela ríkisborgararétti sem neita að gegna herþjónustu. Hann vill banna Palestínumönnum að minnast opinberlega hörmungana sem þeir sættu 1948 við stofnun Ísraels, þegar þeir voru ýmist hraktir á brott eða flúðu hernað og ofsóknir. Þetta er maður sem talar fyrir þjóðernishreinsum, fjöldabrottflutningum á Palestínumönnum og földamorðum eins og ekkert sé eðilegra, stríðsæsingamaður sem lætur ofsækja mótmælendur og friðarbaráttufólk og vegur að tjáningafrelsi hvernig sem hann getur. Hann fyrirlítur síðan "elítur" í Ísrael og allt sem tengist stofnendum ríkisins. Það er óhugnarlegt hve sterk staða Libermans er, ekki nóg með að Liberman hafi verið skipaður í sæti utanríkisráðherra (sem er mögulega versta PR-múv hjá Ísrael nokkurn tímann) heldur hefur hann líka sterk ítök hjá lögreglunni og dómstólum, hafandi skipað innanríksráðherrana öryggismála (internal security minister) og dómsmálaráðherrann.


Ég bendi á nokkrar góðar greinar sem Uri Avnery hefur skrifað á undanförnu um ástand mála: The Emperor's New Clothes um ráðherraskipanir Netanyahu og áætlanir hans eða kannski er réttara að segja áætlanaleysi skv. Avnery, nema helst stefnuna "NEI", s.s. við friði, samningaviðræðum með nokkru markmiði og brottflutningi landtökumanna, hvað þá að enda hernámið. Og auðvitað stefnuna þar sem krafist er viðurkenningar Ísraels sem "ríki gyðinga" (State of the Jewish People). Sir Winston Peres um tilraunir Shimon Peres til að líkja Ahmadinejad Íranforseta. Quarrel on the Titanic um ósamtöðu Palestínumanna, þar sem Ísrael ber mikla ábyrgð, hafandi stundað stefnuna að deila og drottna um langt skeið (sbr. grein mína í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 28. júlí 2007, sem síðar birtist í tímariti Frjálsrar Palestínu (sama ár, minnir mig)). Calm Voice, big Stick, um fund Netanyahu og Obama.

Ein frétt er þó sannarlega ljóstýra í myrkrinu sem ríkir á Gaza og í málefnum Palestínu, en það er vel heppnuð för 8 manna hóps til Gaza með gerfilimi handa fólki þar.

Ekki fást neinar áreiðanlegar tölur um fjölda þeirra sem þurfa gervilimi, en eitt þúsund manns var talan sem nefnd var á Gervilimastöðinni í Gazaborg (ALPC). 123 manns misstu útlimi í síðustu árásarlotu Ísraelshers sem stóð frá jólum til 18. janúar.

Þrír stoðtækjasmiðir á vegum OK PROSTHETICS (Össur Kristinsson og félagar) og Félagsins Ísland-Palestína héldu til Gazaborgar en það var Neyðarsöfnunin fyrir Gaza sem stóð undir efniskostnaði vegna þessa verkefnis. Það tókst að smíða 26 gervilimi á 24 manns á þremur dögum. Framkvæmdin tókst afspyrnu vel og mikil gleði ríkti þegar fólk sem bundið hafði verið hjólastól stóð á fætur og tók að ganga að nýju.

Tveir heimildakvikmyndagerðarmenn voru með í för og er meðal annars að vænta efnis fyrir sjónvarp frá þeim.

Hópurinn sem er alls átta manns var kvaddur með viðhöfn af borgarstjóra og haldinn var blaðamannafundur við Ráðhúsið þar sem flestir þeirra sem fengið höfðu gervilimi voru mættir. Mikið þakklæti var látið í ljós á báða bóga og vonir standa til að framhald verði á þessu verkefni.

Neyðarsöfnunin fyrir Gaza heldur áfram á vegum FÍP, kt. 520188-1349, bankanr. 0542-26-6990

Hópurinn kemur heim núna í kvöld.



Ég vil loks benda á að enn eru nokkrar sýningar eftir á Orbis Terrae í Þjóðmenningarhúsinu. Þetta er áhrifamikil, áleitin og lifandi sýning sem blandar saman mörgum ólíkum miðlum, varpar fram spurningum um þjóðmenningu og stríðsmenningu, vekur athygli á stöðu flóttafólks og hælisleitenda og á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Fébókarvinir grúppunar fá góðan afslátt á sýningunni. Ég bendi jafnframt á hlekkinn til hægri á þesari bloggsíðu, á Félag hælisleitenda.

Fons

Ég get ómögulega skilið hvernig fyrirtæki með þessu nafni getur farið á hausinn.


Whoa! Aaay!

laugardagur, maí 23, 2009

miðvikudagur, maí 20, 2009

Prison

Man said:
Blessed are the birds in their cages
for they, at least,
know the limits
of their prison.


-- Mourid Barghouti (ensk þýðing: Radwa Ashour)

þriðjudagur, maí 19, 2009

Af gefnu tilefni...

Bill Hicks - Drugs and Music

Gunnar Gunnarsson 120 ára

Ég fagna 120 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar, bölva því í sót og ösku að hafa sést yfir málþingið um hann í gær en fagna því aftur að RÚV bjóði upp á allan upplestur Gunnars á Svartfugli í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson á hlaðvarpinu. Á málþinginu var m.a. rætt um Brimhendu, Vikivaka og Aðventu. Allt góðar sögur og fólk gæti gert margt vitlausara en að bregða sér með eina þeirra út í sólina.
Mæli sömuleiðis með Sælir eru einfaldir, Blindhúsum (í Landnámuútgáfunni er sú saga í sama bindi og Vikivaki) og hinum 5 bindum Fjallkirkjunnar; Leik að stráum, Skipum heiðríkjunnar, Nótt og draumi, Óreyndum ferðalangi og Hugleik í þýðingu Halldórs Laxness eða gömlu góðu dönskunni (þannig las ég Svartfugl).

föstudagur, maí 15, 2009

Repúblikanar ásaka demókrata um hræsni varðandi pyntingamálið

Ég legg til að fólk lesi fyrirsögnina nokkrum sinnum yfir svo þetta síist nú örugglega inn.


Ég held að ég sleppi öllum kaldhæðnum kommentum í þetta sinn. Þessir kónar virðast fullfærir um þetta sjálfir.

Betra er brjóstvit en bókvit

Fyrr í kvöld sendi ég tölvupóst til kennarans míns, Jay D'Arcy, varðandi nokkur vafamál hvað viðvék uppsentingu og forsmkröfum BA ritgerðarinnar minnar. Rétt áður en ég sendi póstinn áttaði ég mig á að í stað "titles" hafði ég skrifað "tits".
Ætli þetta sýni ekki best forgangsröðina hjá mér.

Samber að e-n tíman í MR ætlaði ég að slá inn vefslóð heimasíðu Framtíðarinnar, en sló hins vegar inn www.framridin.is

miðvikudagur, maí 13, 2009

Enn um gras

Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.

Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
- en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.

Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.


-- Jóhannes úr Kötlum, Ný og nið, 1970.

Tími Tveggja ríkja lausnarinnar liðinn? - 60 mínútur fjalla um málefni Palestínu og Ísrael á óvenju hreinskilinn hátt*

Bandaríski fréttaskýrendaþátturinn 60 mínútur fjallaði nýlega á um lífið í hertekinni Palestínu og hvaða áhrif landránsbyggðir Ísraela hafa á friðarhorfur á svæðinu. Í óvenju hreinskilinni umfjöllun um deilur Palestínumanna og Ísraela er komið inn aðskilnaðarstefnuna sem ríkir á palestínsku herteknu svæðunum og af hverju 15 ára samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna hafa ekki skilað þeim síðarnefndu frelsi eða eigin ríki.

Sístækkandi landránsbyggðir á herteknu svæðunum og vegir til þeirra, sem aðeins eru ætlaðir ísraelskum landránsmönnum, skera í sundur landsvæði Palestínumanna. Múrar og vegatálmar hernámsliðsins koma í veg fyrir að fólk komist leiðar sínar, bændur þurfa fara í gegnum hlið til að komast að bújörðum sínum og landránsmenn fá mun meira vant til notkunar en innfæddir Palestínumenn. Fram kemur að til að einhver möguleiki eigi að vera á friði verði Ísraelar að draga herlið sitt frá Vesturbakkanum og Gaza - en þar sem landráðsmenn hafi lagt undir sig stóran hluta svæðisins sé spurning hvort tími tveggja ríkja lausnarinnar sé liðinn.

Samkvæmt umfjöllun 60 mínúta hafa Ísraelar 3 kosti:
Að beita þjóðernishreinsunum, þar sem Palestínumenn yrðu reknir frá Vesturbakkanum
Að veita Palestínumönnum kosningarrétt, sem væri lýðræðislegur kostur en myndi þýða endalok Ísraels sem gyðingarríki.**
Innleitt Apartheid (aðskilnaðarstefnu) þar sem minnihluta Ísraelsmanna ræður yfir meirihluta Palestínumanna.***

>> Við mælum með að sem flestir sjái þessa 13 mínútna umfjöllun 60 mínútna<<

Þátturinn var sýndur á CBS í Bandaríkjunum og nýlega á Stöð 2 á íslandi.
Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér:




* Fékk þetta sent á póstlista fólksins, fyrir hönd Félagsins Ísland-Palestína, og birti hér.

**Ísrael lítur á sig sem sérríki gyðinga, Palestínumenn eru flestir kristnir og múslimar og því líta ráðamenn þar á það sem vondan kost að veita þeim sömu réttindi og gyðingar.
*** Eins og kemur fram í þættinum er þetta kerfi, aðskilnaðarstefna, við líði í hertekinni Palestínu í dag.

ATH! Eina leiðréttingin sem þarft er að koma á framfæri; Ísraelsk hernámsyfirvöld eru ekki að reisa Aðskilnaðarmúr milli Vesturbakkans (hertekin Palestína) og Ísraelsríkis, heldur liggur stærstur hluti múrsins á herteknu palestínsku landi - og víða teygir hann sig langt inn á Vesturbakkann, yfir bújarðir og kringum byggðir Palestínumanna.

mánudagur, maí 11, 2009

Sletta úr skál reiðinnar


Menn sem gefa út heimilda- og fræðibækur með ófullkomnu efnisyfirliti, hvað þá þegar efnisyfirlitið hreinlega vantar, ætti að setja í gapastokk og bjóða æstum múg að grýta með kókoshnetum.
When I am king, they will be first against the wall.



...

Uppfært 24:32 á þriðjudegi.

Jæja, náði e-ð 6-8 tíma törn í dag (man ekki hvað klukkan var þegar ég byrjaði) og átti ágætis spjall við Jay um uppsetningu og þess háttar. Hafði ágætis sándtrakk við skriftir, sem var e-ð á þessa leið:

Ballad of a Thin Man með Bob Dylan
Blackhole Sun með Soundgarden
There Goes My Hero með Foo Fighters
Das alte Leid með Rammstein
Hip Priest með The Fall
U.S. 80's-90's með The Fall
Bullet In the Head með Rage Against the Machine
Breed með Nirvana
All Apologies með Nirvana
Heart Shaped Box Nirvana
Taboo með Tim Minchin
The Gnu Song með Flanders and Swann
Old English Folk Song með Bob Saget
Weird Al Showtheme með Weird Al Yankowitz
Axel F. eftir Harold Faltermeyer, úr kvikmyndinni Beverly Hills Cop.
Fly Away m. Lenny Kravitz
All Along The Watchtower m. Bob Dylan
Our House með Madness
Parklife með Blur
Honky Tonk Women með The Rolling Stones
Dirty Diana með Michael Jackson
Common People með Pulp
Shot Down in Flames með AC/DC
Rock 'N' Roll Singer með AC/DC.
If You Want Blood (You've Got It) með AC/DC

mánudagur, maí 04, 2009

Thin Lizzy flytur Still in Love With You á tónleikum árið 1977:


Upptökur frá þessu tónleikaferðalagi enduðu svo á tónleikaplötunni Live and Dangerous. Mögnuð plata.

laugardagur, maí 02, 2009

En þá gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni*

“About astrology and palmistry: they are good because they make people vivid and full of possibilities. They are communism at its best. Everybody has a birthday and almost everybody has a palm” -- Kurt Vonnegut

Eins og ég virði David Lynch sem kvikmyndagerðarmann (hef raunar held ég aðeins séð Elephant Man, sem er frábær mynd, en átta mig jafnframt á hversu stórt framlag hans til kvikmyndalistarinnar er og langar mikið að sjá fleiri myndir eftir hann) þá gef ég ekki mikið fyrir þessa hugleiðslu sem hann er að boða.

Finnst þetta hljómar óttalega Pollýönnulegt eitthvað.

Kurt Vonnegut kom einhvern tíman með þá nýstárlegu kenningu að Marx hefði ekki beinlínis verið að fordæma trúarbrögð þegar hann hélt því fram að trúarbrögð væru ópíum fólksins. Vonnegut benti á að á tímum Marx hefði þetta ekki bara verið myndlíking, að á þessum tíma hefði ópíum verið hér um bil eina verkjastillandi lyfið sem í boði var, og Marx hefði sjálfur haft not af því í þessu skyni og verið þakklátur þeirri ró sem það veitti honum.
Það má því segja að svona dót virki í besta falli eins og plástur á báttið. Það getur kannski hindrað blæðingu en þýðir ekki endilega að maður nái sér af sárunum. Það er skammgóður vermir að pissa í skóna, eins og kerlingin sagði (Jón Árnason sagði að sumir héldu því fram að kerlingasögur ættu sér hliðstæðu í karlasögum, jafnvel upprunar þaðan en bætti við að "það tölum við ekki um", eða eitthvað þvíumlíkt).

Þó að manni líði e.t.v. skár með því að kjósa að horfast ekki í augu við andann, þá hverfur vandinn ekki fyrir því. Það er hins vegar fremur von að hægt sé að slá á vandann með því að bjóða honum byrgin.

Í bókinni Cat's Cradle eftir Vonnegut koma fram trúarbrögðin Bokononismi, þar sem Bokonon boðar þessa reglu: “Live by the foma** that make you brave and kind and healthy and happy.” Á forsíðu Bóka Bokonons segir jafnframt “Don't Be a Fool! Close this book at once! It is nothing but foma!" Það er skemmtileg þversögn í bókinni að fylgjendurnir áttar sig á að þetta eru blekkingar en kjósa samt að blekkja sig .Enda var raunveruleikinn, alltént hjá í búum San Lorenzo of hráslagalegur til að þeir kysu að horfast í augu við hann. Hver sá sem hefur lesið bókina áttar sig einnig á því að Bokononismi reynist tvíeggja sverð, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Þessi hugleiðsla sem Lynch kennir var kynnt Vesturlandabúum af Maharishi Yogi. Þegar hann ferðaðist um Bandaríkin með þetta fagnaðarerindi var Vonnegut að skrifa greinar fyrir Esquire, hitti þá Maharishi og skrifaði um hann greinina Yes, We Have No Nirvanas, sem síðar birtist í greina- og ræðusafninu Wampeters, Foma & Granfallons. Þar segir hann m.a.:

(Maharishi var spurður um af stöðu sína gagnvart borgaralegum réttindum)
“What
are they?" he asked.
Civil rights were explained to him in terms of black people who, because they were black, couldn't get nice houses or good educations or jobs.
Maharishi replied that any oppressed person could rise by practising Transcendental Meditation. He would automatically do his job better, and the economy would pay him more, and then he could buy anything he wanted. He wouldn't be oppressed anymore. In other words, he should quit bitching, begin to meditate, grasp his garters, and float into a commanding position in the marketplace, where transactions are always fair.
And I opened my eyes, and I took a hard look at Maharishi. He hadn't wafted me to India. He had sent me back to Schenectady, New York, where I used to work as a public relations man – years and years ago. That was where I had other euphoric men talk of the human condition in terms of switches and radios and the fairness of the marketplace. They, too, thought it was ridiculous for people to be unhappy, when there were so many simple things they could do to improve their lot. They, too, had Bachelor of Science degrees. Maharishi had come all the way from India to speak to the American people like a General Electric engineer.
Maharishi was asked his opinions of Jesus Christ. He had some. He prefaced them with this dependent clause: “From what people have
told me about him -”
Here was a man who had unselfishly spent years of his life in American and northern European hotel rooms, teaching Christians how to save the world. There had to be Gideon Bibles in most of these rooms, Yet, Maharishi had never opened one to find out what Jesus said, exactly.
Some searching mind."

...

“I went outside the hotel after that, liking Jesus better than I had ever liked him before. I wanted to see a crucifix, so I could say to it, “You know why you're up here? It's your own fault. You should have practised Transcendental meditation, which is easy as pie. You would also have made a better carpenter.”

* Megas, "Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu".
**Harmless lies

föstudagur, maí 01, 2009

Thin Lizzy: Dancing In The Moonlight

1. maí

Ég óska landsmönnum til hamingju með Alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins.

Vésteinn bróðir skrifar á Eggina: Verkalýðshreyfing í kreppu?.

Maístjarnan eftir Halldór Laxness birtist fyrst í æskulýðsblaði á þessum degi árið 1922. Laxness gaf það síðar út í Kvæðakveri og lagði það einig í munn Ólafs Kárasonar Ljósvíkings í Heimsljósi. Þetta fallega lag og ljóð finnst mér alltaf jafn hrífandi og gaman að syngja. Það á líka vel við:

Maístjarnan

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.