miðvikudagur, júní 27, 2007

Lag dagsins: The Bewlay Brothers með David Bowie af plötunni Hunky Dory.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Niðurgangurinn ágerist. En hvað með börnin?

Ég hélt satt að segja ekki að margt gæti toppað saur Stubbana (kannski að risaeðlunni Barney frátaldri) en eftir að nafni minn og vinur Jóhannesson benti mér á eftirfarandi myndband í kommentinu við þarsíðustu færslu gætum við verið komin með nýjan sigurvegara. Eins og ég komst að orði í svari við kommentinu hans, þá er þetta eins og einhvers konar úrkynjað útfrymi Stubbanna og Barbapabba. Grátbroslegt, eins og þegar trúður deyr en um leið býsna óhugnarlegt. Ég er býsna hræddur um að þetta helvíti sé forheimskandi.

Bú-ba!

.

Eitt og annað

Tilvitnanirnar eru í fokki. Djöfull þoli ég ekki þetta andskotans helvítis bloggerdrasl.

Í gær reit ég eilítinn pistil um ástandið í Palestínu, sem ég er að hugsa um að senda e-um fjölmiðlinum. Mun svo væntanlega skella honum hingað inn í kjölfarið.

Eins og stendur er ég að lesa Platero og ég: Harmljóð frá Andalúsíu 1907-1916 eftir spænska skáldið Juan Ramon Jimenez í þýðingu Guðbergs Bergssonar, en ég spændi jafnframt í mig War's End - Profiles From Bosnia 1995-1996 eftir meistara Joe Sacco (höfund Palestine og Safe Area Goražde) sem ég rakst á, mér til ánægju á bókasafninu í gær. Fyrri söguna í bókinni skrifaði hann um dvöld sína í Bosníu og kynni hans af rokkaranum, listamanninum og stríðshetju samalanda þess síðarnefnda, Soba og öðrum íbúum Sarajevo. Seinni sagan segir frá því þegar Sacco og kollegar hans í fjölmiðlabransanum eru á höttunum eftir Radovan Karadzic, sem þá er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi.

Mig langar svo þónokkuð að lesa Zadig, eða örlögin eftir Voltaire sem var að koma út sem Lærdómsrit hins íslenska bókmenntafélags. Miðað við hversu ég hafði gaman að Birtíngi þá á ég von á því að mér gæti líkað þessi. Annars hefur mér alltaf þótt þessi útgáfa sérlega snotur.
Það sama má svo segja um nýútkomna bók Khaleds Hosseini, A Thousand Splendid Suns dauðlangar að lesa hana líka.

Ég keypti mér nýju bókina hans Hugleiks Dagssonar, Ókei, bæ um daginn og finnst hún bráðskemmtielg, rétt eins og mér hfur þótt með aðrar bækur Hugleiks. Ég er ekki frá því að honum láti betur að skrifa lengri sögur, þó einrömmungarnir séu oftast góðir líka. Svo þykir mér Hugleikur njóta sín sérlega vel á sviði, eins og sannaðist með verkunum Forðist okkur og Legi, en mér er til efs að ég sjá margar sýningar á árinu sem munu toppa þá síðari í huga mínum.

Lag dagsins að þessu sinni er Gimme Shelter með The Rolling Stones af plötunni Let It Bleed.

Ég rakst á ágæta tilvitnun í Voltaire á netinu sem ég snaraði yfir á íslensku og læt fljóta hér:

„Það tekur tuttugu ár fyrir mann að rísa upp úr grænmetisástandinu sem hann er í í legi móður sinnar og upp úr hinu hreina ástandi dýrsins sem er hlutskipti frumbernsku hans, yfir að ástandinu þegar þroski skynseminnar tekur að birtast. Það hefur þurft þrjátíu aldir til að fræðast um uppbyggingu hans. Það þyrfti heila eilífð til að kynnast nokkru um sál hans. Það þarf ekki nema örskotsstund til að drepa hann.“

sunnudagur, júní 24, 2007

Sjónvarpsefni frá helvíti - raunasaga frá Svíþjóð

Eitthvað leiðinlegasta sjóvarpsefni sem andaktungurinn hefur horft á er Teletubbies, a.k.a Stubbarnir, hváru nafni þeir mun gegna það sem eftir er færslunnar.
Jävla helvete hvað andaktungurinn fékk mikla viðurstyggð á þessum þáttum úti í Svíþjóð. Þar var andaktungurinn skikkaður til að horfa á þetta krapp með systursyni sínum, Valla, þar eð andaktungurinn var að passa hann. Andaktungurinn hélt að hann (a. það er að segja) myndi naga af mér fótinn af einskærum leiðindum. Djöfull eru þetta grútleiðinleg kvikindi (stubbarnir þ.e.as. og allt þeirra hyski, systursonur andaktungsins er indæll strákur).

Þátturinn var eitthvað á þessa leið:

Glottandi krakkrassgatssólin skríkir.

Enter Tinky-Winky og Pó (guð, ég veit meira að segja hvað þau heita, ARG!).

Þau standa svo þarna þögul eins og þvörur.

Þá mælir Tinky-Winky af munni fram: Tinky-winky.

Og hverju haldið þið að Pó svari, íbyggin á svip?: Pó.

Rör kemur upp úr jöðrinni og gefur frá sér óþolandi útvarpstruflanasurg.

Rör: (í geðveikt sló-mó án nokkurs undirspils) Hööööööfuð ...... herðar.... KNÉ..og.. tær ... KNÉ -Og TÆR.

Andaktungurinn hugsar með sjálfum mér: Hversu mikið verra getur þetta orðið?

Tinky Winky og Po: Aftur,aftur, aftur!

Rörið endurtekur sömu línu á sama hátt ca. 3-4 sinnum sökum áskoranna kvikindanna.

"Jæja, nú getur þetta ekki orðið mikið verra" hugsar andaktungurinn.

Víkur þá sögunni að hinum tveimur kvikindunum sem eru heima í húsi. Þau eru kynnt til sögunnar á sama hátt og fyrri kvikindin:

Lala: Lala.
Dipsy: Dipsy.

Sprettur þá samskonar rör og áður upp úr jörinni og syngur (ef hægt er að kalla þetta nágaul söng) á svipaðann hátt og rörsystkini þess: Auuuugu.... eyyyyru.... muunnur... -OG - NEF.

Andaktungur: Urrghhhh....

Kvikindin í kór: Aftur, aftur aftur.

Sami söngur endurtekinn þrisvar.

Á meðan andaktungurinn hugsar "Guð, taktu mig núna" safnast kvikindin öll saman og birtist skjár með krökkum að leika sér.

Krakkar: Halló, halló, halló

Stubbakvikindin: Halló, halló, halló.

Súmmað inn á krakkanna þar sem þeir fara að syngja "Höfuð-herðar kné og tær" hraðar og hraðar og hraðar og ég hélt að þau ætluðu aldrei að halda kjafti.

Þegar þessum kvölum var lokið þurftir systir mín svo endilega að vera að syngja þetta lag fyrir strákinn. Ég fékk ekki einungis viðbjóð á þessum þáttum heldur líka laginu.

Neyddist þó til að horfa á 2-3 þætti í vibót af þessu helvíti. Já, þið megið vorkenna mér.

föstudagur, júní 22, 2007

Þreyttur eftir vaktina í dag. Ég vann á fimmtudag vakt sem ég var víst ekki skráður á. Er ergo skráður á vaktir um helgina: morgunvakt á morgun til fjögurleitis og á sunnudag er ég á kvöldvakt frá hálf fjögur til hálf tólf. Ég samdi hins vegar um að fá þá frí á mánudag og þriðjudag í komandi viku. Vinn svo miðvikudag til föstudag, ekki enn ráðið hvort það verða morgunvaktir og/eða kvöldvaktir.
Vinnan gengur annars fínt, held ég bara.
Hins vegar er ekki ólíklegt að ég taki vaktir hjá símaverinu á mánudag og þriðjudag. Lágmark er að taka eina vakt þar í viku, upp í fjórar. Vinnan er frá sex um kvöld til tíu.

Ég kláraði The Kite Runner eftir Khaled Hosseini í gær. Ég var mjög hrifinn af henni og fær hún hrein og klár meðmæli frá andaktunginum. Er líka spenntur fyrir nýju bókinni hans, A Thousand Splendid Suns.

Ég fagna því að Hjálmar séu komnir aftur saman. Hyggst skella mér á tónleikana með þeim, Megasi og KK á morgun. Hjálmar eru líka langbestir á tónleikum, sérstaklega í fjölmennu og þröngu rými, helst reykmettuðu. þó því síðasta verði varla að heilsa úr þessu. T.d. hafa þeir verið í essinu sínu í Stúdentakjallaranum og eins á Nasa.

Lag dagsins: Take The Long Way Home með Supertramp. Eitt af eftirlætislögum mínum eð þeirri ágætu sveit. Myndbandið hefur lítið með lagið að gera, sýnist mér. E-ð samanklipp úr Princess Monoke. Þar hafið þið það.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Tækifæriskveðskapur

Tækifæriskveðskapur getur verið mjög skemmtilegur þó hann sé mis merkilegur pappír. Undanfarið hef ég ort smá af slíku. Fyrsta vísan á sér þá sögu að Vésteinn sagði mér frá því þegar hann og Bessi rákust á sameiginlegan kunningja okkar um árið þar sem sá sat einn á Grand Rokk í horni og sötraði kakó. Nokkuð dapurleg sjón. Skoruðum við bræður svo hvor á annan að yrkja nú vísu um þetta. Ég man ekki Vésteins utan að en hér er mín:

Kneyfar kakó
kútur stíft
svellur sveini ásmegin
Hvað er dapurra
dreng ungum
hímandi í horni


Út frá færslu Unu um Teflon, sem hvorki ég né Grjóni skildum varð svo þetta til þegar ég hafði mælt svo um að ég hefði greinilega búið undir steini:

Blággrýti í blænum
blundaði þar undir
grámyglulegur greppur
greinilega Einar
Heiti kennat hót
hatrammur vill rata
Gref ég mig í grufli
grunar lítið, Una

Teflon téð(an?)
trauðla þekki
Engu vís að viti
Herm mér, hláfdís
heitis meining
sefa þú mitt sinni

Í teiti með kórnum var farið í ratleik og ein af þrautunum fólst í að semja klúra vísu. Það gerði ég og tókst ágætlega upp. Verst er að ég hripaði hana bara á eitthvað snifsi og er ekki viss um hana og man hana ekki nógu vel, því er nú verr og miður. Finni ég snifsið eða rifjist vísan upp fyrir mér mun ég pósta honum, takandi þá áhættu að lesnendur andaktungsins telji hann óforbetranlegan sordóna. Það væri þó aðeins hálfsannleikur. Rekist ég á fleira skemmtilegt eða fljóti fleira af vörum mínum eru góðar líkur á að ég muni pósta fleiru.

Lag dagsins:

Hurt í flutningi Johnny Cash* af plötunni American IV: The Man Come Around


*Upprunaleg útgáfa með Nine Inch Nails

mánudagur, júní 18, 2007

Gleðilega nýliðna þjóðhátíð.

Þar eð ég er að fara á kvöldvakt eftir örskamma stund verður þessi færsla ekki mikið lengri. Nóg að gera. Blogga meira við betra tækifæri.
Nettengingin hér heima er í einhverjum bölvuðum ólestri. Get t.d. hvorki gúglað né opnað Emilinn minn. Fjárans vesen, alltaf hreint.

Ykkur til yndisauka er lag dagsins að þessu sinni Steady As She Goes með The Raconteurs:


Ég er annars forvitinn um nýju White Stripes-plötuna. Mér skilst að hún sé góð.

laugardagur, júní 16, 2007

Lag dagsins:

Knowing Me Knowing You með ABBA

föstudagur, júní 08, 2007

Af bernskubrekum brjótsmylkings í blautu barnsbeini

Sjö ár eru liðinn og ég var rétt farinn að ganga. Er ég að verða svona gamall í hettunni? Eða er það bara mín gamla sál sem er hrum fyrir aldur fram?

Alltént bar það til tíðinda um daginn að ég rakst á gamalt ljóð eftir sjálfan mig á internetinu sem ég var búinn að steingleyma. Ég rak upp sívaliturnsaugu líkt og hundurinn í Eldfærunum þegar ég las ljóðið. Hvur þremillinn* var nú þetta? Svo fór þetta hægt og hægt að rifjast upp fyrir mér.

Þetta ofursúra ljóð hafði ég ort í eu semi-flippi í Hagaskóla í faginu "Reykjavík 2000" (já hlæið bara, helvítin ykkar!).
Ég veit ekki alveg á hverju ég var, ég tók svona hitt og þetta úr umhverfinu, meðal annars geisladiskinn/tölvuleikinn Ed Hunter með Iron Maiden og sauð þennan sýruvaðal úr því. Voða “ungskáldalegt” e-ð. Ég held að það sé óhætt að segja að skáldskap mínum hafi farið aðeins fram síðan þarna.
Sem betur fer.
Ljóðið getið þið lesið hér.

Hlæið bara. Sama er mér.


*sem minnti mig svo aftur á Þremil þyrniber úr Smjattpöttunum. Hvar er hann núna? Ó hvar?

fimmtudagur, júní 07, 2007

Em ek veikr heima með hálsbólgu og hita. Þó á batavegi, held ég. Skárri í dag en í gær allav.

Tímarit Félagsins Ísland-Palestína er komið út. Ansi hreint veglegt, finnst mér.

Að öðru ótengdu, get ég ekki orða bundist hversu snotrar mér þykja auglýsingarnar frá Hamborgarabúllunni, en þar, ásamt Vitabar hef ég snætt ljúffengustu hamborgara sem ég hef fengið í bænum. Ekkert óþarfa málskrúð eða lýðskrum. Týpísk auglýsing hljómar svona: ”Hamborgarabúlla Tómasar. Hamborgari hamborgari. Hamborgarabúlla Tómasar.” Þetta er nánast eins og lítið ljóð, svo stílhreint í einfaldleika sínum. Mínímalískt. Fallegt. Klassískt. Segir einfaldlega allt sem segja þarf.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Af hernámi, útlegð og endurkomu

Í gær voru fjörtíu ár liðin frá Sex-daga stríðinu þegar Ísrael lagði núverandi herteknu svæðin undir sig, auk Sínaí-skaga, en honum var skilað að fullu 1979. Að öðru leiti stendur hernámið enn yfir með tilheyrandi landtökubyggðum sem stækka og fjölga sér ár eftir ár á skjön við alþjóðalög, að ógleymdum múrnum

Á morgun mega félagar í Íslandi-Palestínu (en undirrritaður er, sem flestir vita, í þeim hópi) að öllum líkindum eiga von á nýjasta tímariti félagsins, sem tileinkað er hernáminu. Þar má m.a. finna þrjár afbragðs greinar í þýðingu minni. Sú fyrsta, “Við sigruðumst á ótta okkar” eftir Jameelu ‘al-Shanti birist fyrst á íslensku, í þessari sömu þýðingu minni, í Morgunblaðinu í fyrra. Hinar greinarnar eru “Hefnd barns” eftir Uri Avnery og “Menntun eða hugsýking?” eftir Nurit Peled-Elhanan.

Rétt er svo að benda á að núna er hægt að lesa alla áðurnefnda rökræðu Ilan Pappe og Uri Avnery um Eins- eða Tveggja ríkja-lausnina á heimasíðu Gush Shalom.

Ég er að les afar áhugaverða bók núna eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Barghouti. I Saw Ramallah heitir hún. Hún hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaorðuna. Mourid varð flóttamaður í kjölfar Sex-daga stríðsins og það var ekki fyrr en þrjátíu árum seinna að hann fékk að snúa aftur til Ramallah á Vesturbakkanum. Hann skrifar einstaklega vel og lýsir á áhrifaríkan hátt tilveru Palestínumanna. Fyrst og fremst beinir hann þó sjónum að stöðu flóttamannsins, minningunum frá því áður en hann varð útlægur, hvernig er að vera í útlegð og þeim blendu tilfinningum sem skapast við að hafa ekkert öruggt heimili og geta ekki tengst neinum stað endanlegum böndum. Að sama skapi er bókin blönduð gleði og trega og honum tekst á næman hátt að lýsa þeim ótalmörgu tilfinningum sem bærast í brjósti manns við slík tækifæri. Þessi bók er í senn persónuleg og almenn, lýrísk og djúp, og þýðing Ahdad Soueif úr arabísku er rituð á sérlega fallegri ensku. Palestínsk-Bandaríski fræðimaðurinn Edward Said (þekktastur fyrir bók sína um Orientalisma) ritar inngang og ferst þessi orð í upphafi inngangsins “This compact, intensely lyrical narrative of a return from protraced exile abroad to Ramallah on the West Bank in the summer of 1996 is one of the finest existencial accounts of Palestininan displacement that we now have”. Mourid veit að ekkert verður nákvæmlega eins og það var. Á einum stað í bókinni segir hann “It is enough to be uprooted once to be uprooted forever” og á öðrum stað “Displacement is like death. One always thinks it happens to someone else.” Mér varð óneitanlega hugsað til svipaðara orða Stephans G. “En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland”. Þrjátíu ár hafa skilið Mourid og föðurlandið að. Þó telur hann fremur glæp hernámsins felast í því að hefta þróun palestínsks samfélags af sjáfsdáðum, að halda því föstu í viðjum fortíðar. Eins og gefur að skilja er líka dágóð pólítík í bókinni en ekkert um fram það sem eðlilegt má teljast og ekkert óhlutbundið eða bundið stjórnmálastefnum, heldur sprottið af þeim raunveruleika sem Palestínumenn búa við og öll bókin er skrifuð af miklu innsæi, í raun mun betur en flestir stjórnmálaskýrendur myndu gera, oft varpar Mourid líka fremur fram spurningum og skoðar hlutina heldur en að bjóða e-r töfralausnir. “Life will not be simpified” segir hann oftar en einu sinni í bókinni. Meðal þess sem hann bendir á í bókinni er að þrátt fyrir hörmungarnar sem palestínska þjóðin hefur þolað megi það ekki skila sér eingöngu í harmrænum bókmenntum og ljóðum, Palestínumenn þurfi líka gleði og kómedíu, og bókmenntirnar megi ekki vera of fullar af beinni pólitík. “The Palestinian has his joys too. He has his pleasures alongside his sorrows. He has the amazing cotnradictions of life, because he is a living creature before being the son of the eight o’ clock news”. Ég leyfi mér svo að birta lengri tilvitnun í hann, sökum þess hversu góð mér þykir hún:

How did I sing for my homeland when i did not know it? Should I be raised or blamed for my songs? Did I lie a little? A lot? Did I lie to myself? To others?
What love is it that does not know the beloved? And why were we not able to hold on to the song? Because the dust of fact is more powerful than the mirage of an anthem? Or because the myth had to descend from its lofty peaks to this real alleyway?
Israel succeeded in tearing away the sacred aspect of the Palestinian cause, turning it into what it is now – a series of “procedures” and “schedules” that are usually respected only by the weaker party in the conflict.
But what remains to the exile except this kind of absentee love? What remains except clinging on to the song, however ridiculous or costly it may be? And what about entire generations, born in exile, not knowing even the little that my generation knows of Palestine?
It is over. The long Occupation that created Israeli generations born in Israel and not knowing another “homeland” created at the same time generations of Palestinians strange to Palestine; born in exile and knowing nothing og the homeland except stories and news. Generations who posess an intimate knowledge of the streets of their faraway exiles, but not of their own country. Generations that never planted or built or made their small mistakes in their own country. Generations that never saw their grandmothers squatting in front of the ovens to present us with a loaf of bread to dip in olive oil, never saw the village preacher in his headdress and Azhari piety hiding in a cave to spy on the girls and the women of the village when they took off their clothes and bathed, naked, in the pool of ‘Ein al-Deir. Yes, the preacher steals the clothes and hides them in the bramble tree so he may gaze long and hard at the tempting beauty of the women. Never in his life will he see temptation like this: not in the nightclubs of Europe, or his gradsons’ louche parties at Lumumba University and various western capitals, or the sex shops in Pillage and St. Denis, or even in the swimming-pools of Ras Beirut and Sidi Busa’id.
The Occupation has created generations without a place whose colors, smells and sounds they can remember; a first place that belongs to them, that they can return to in their memories in their cobbled-together exiles. There is no childhood bed for them to remember, a bed on which they forgot a soft cloth doll, or whose white pilloes – once the adults had gone out of an evening – where their weapons in a battle that had them shrieking with delight. This is it. The Occupation has created generations of us that have to adore an unknown beloved: distant, difficult, surrounded by guards, by walls, by nuclear missiles, by sheer terror.
The long Occupation has suceeded in changing us from children of Palestine to children of the idea of Palestine. I only started to believe in myself as a poet when I discovered how faded all abstracts and absolutes were. When I discovered the accuracy of the concrete detail and the truthfulness of the five senses, and the great gift, in particular, of sight. When I discovered the justice and genious of the language of camera, which presents its view in an amazing whisper, however noisy this view was in fact or in history. Then I made the effort necessary to get rid of the poem that was an easy accompaniment to the anthem, to get rid of the badness of beings.


Þessi bók er ein þeirra sem maður gæti vitnað lengi og víða í. Ég var ekki síður hrifinn af mörgum ljóða Mourids, sem birtast hér og þar í bókinni. Ég enda þessa umföllun með ljóði sem Mourid tileinkar móður sinni. Hann lýsir henni sem umhyggjusamri, fórnfúsri og metnaðarfullri konu sem vill allt hið besta fyrir fjölskylduna og er alltaf með stórar áætlanir á prjónunum. Vegna þess að hún ein er skráð sem íbúi á hernumdu svæðunum, börn hennar eru dreifð hér og þar og Ísrael takmarkar ferðafrelsi, hittist fjölskyldan kannski á 5-10 ára fresti, og það er alltaf óróleiki í loftinu, vitneskjan um að endurfundirnir verða stuttir en aðskilnaðurinn langur.
Ég mæli svo óhikað með þessari bók. Áhugasamir gætu þurft að panta hana í gegnum netið. Sjálfur kom ég fyrst auga á hana á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum og keypti mér hana í kjölfarið. Sé ekki eftir því.

She wants to go to a planet away from the earth
Where the paths are crowded with people running to their rooms
And Where the beds in the morning are chaos
And the pillows wake up crumpled,
Their cotton stuffing dripping in the middle.
She wants the washing lines full and much, much rice to cook for lunch
And a large , large kettle boiling over the fire in the afternoon
And the table for everyone in the evneing, its tablecloth dripping with the sesamese of chatter.
She wants the smell of garlic at noon to gather the absent ones
And is surprised that the mother’s stew is weaker than the power of governments and that her pastry in the evening
Dries on a sheet untouched by any hand.
Can the earth contain
The cruelty of a mother making her coffee alone
On a Diaspora morning?
She wants to go to a planet away from the earth
Where all directions lead to the harbor of the bosom,
The gulf of two arms
That receive and know no farewells.
She wants airplanes to come back only.
Airports to be for those returning,
The planes to land and never leave again.

föstudagur, júní 01, 2007

But I'm just a soul who's intentions are good, Oh Lord, please don't let me be misunderstood

Þó á We´re Only In It For The Money með Frank Zappa & The Mothers kannski alveg jafn vel við.Ég gerðist símasöludama í fyrradag. Eða svona næstum því. Ég starfa hjá Securitas við að redda heimsóknum fyrir öryggisfulltrúa, þar sem þeir fara yfir öryggismál heimilisins með húsráðanda og kynna ýmsar lausnir sem Securitas er með í boði. Engar kvaðir fylgja heimsókninni, hún er frí, en ég græði auðvitað meira á því að heimsóknin leiði til sölu, rétt eins og öryggisfulltrúarnir og fyrirtækið.
Ég fékk óneitanlega snert af Dilbert-fíling þegar ég kom inn. “Welcome to Cubicle Paradise”. Þetta er samt ekki beinlínis afgirt eins og kassi, ekki veggir, sumsé. Þetta er kannski líkara Chandler. Maður heyrir ágætlega í kollegum og pikkar kannski upp kjú þaðan.
Róm var ekki byggð á einni nóttu og fyrsta kvöldið tókst mér að bóka eina sölu, hins vegar kom sér vel að það ég bókaði í fyrstu hringingunni. Næsta dag voru þær þrjár, þó verður að geta þess að þorrinn var ekki við. Ef litið er á björtu hliðarnar jók ég umsvif mín um 200%, sem getur varla talist amalegt. Gaurinn sem réð mig var líka ánægður, að sögn.
Ég hef svo störf á Kleppi á mánudag. Gangi mér vel í báðum vinnum ætti ég að geta skrapað saman dálitlum aur.
Ég kvaddi reykingarnar með kurt og pí í gær á Stúdentakjallaranum og ölkorfaðist eilítið af því tilefni. Skemmtilegt kvöld og góður ljóðalestur, þar sá ég Ingólf,,, Steinar Braga, Arngrím, Kristínu Svövu og stúlka sem ég man ekki hvað heitir, en ku varaþingmaður Vinstri-Grænna. Kannski var hápunkturinn þegar hún fór með tregafullt á starljóð til Agga, sem hún hafði ort á unglingsárum, ef ég man rétt.

Út er komin ljóðabókin Á mörkum eftir föður minn, skáldið og lækninn Valgarð Egilsson, hjá JPV útgáfu. Ég mæli með þeirri góðu bók. Þið getið lesið nánar um hana hér.


"Sjálfstæð markmiðssetning"? Hoo boy...

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.