sunnudagur, desember 10, 2006

Leikgerð Fjallkirkjunnar í útvarpinu.



Ég mæli með leikgerð Jóns Hjartarsonar upp úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarsonar , sem Útvarpsleikhúsið flytur nú kl. 13:00 á hverjum sunnudegi. Ég gerði mér för í Gunnarshús á Dyngjuvegi um daginn og hlýddi á uppfærsluna upp úr 3. bindi, Nótt og draumi. Skemmst er frá því að segja að ég hafði mjög gaman að, prýðileg uppfærsla,og lífleg og vel leikin. Allt þetta kvöld var hið ánægjulegasta, spjallaði við mikið af góðu fólki, bæði leikara, Gunnar, langafabarn skáldsins og Skúla Björn, forstöðumann Skriðuklausturs, og gaman að þeir mundu báðir eftir mér, en ég hef ég spjallað við þá áður, enda sjaldan látið mig vanta á viðlíka viðburði. Sötraði líka mikið af rauðvíni sem þar var í boði.
Að sama skapi mæli ég að sjálfsögðu með lestri Fjallkirkjunnar, og nú, þar sem líður að jólum, tel ég einnig þjóðráð að lesa Aðventu, ég las hana í fyrra og hyggst lesa hana aftur, enda er hún í senn stutt bók og æðisleg.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.