fimmtudagur, janúar 31, 2008

Heillahamingjuóskir

fá Jaako og Elina, en þeim var að fæðast dóttirin Veera og Lisa og Roman sem giftust nú í mánuðinum. :)

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Dansið með Laibach

Lög dagsins eru þrjú að þessu sinni og öll með Laibach. Þau eru:


Geburt einer Nation (A.K.A. One Vision í uprunalegum flutningi Queen):




Life is Life: (Upprunalega með hljómsvetinni Opus)




Tanz Mit Laibach:



Bendi jafnframt áhugasömum á heimasíðu Laibach, heimasíðu heimsríkisins NSK (Neue Slowenische Kunst, en Laibach er tónlistararmur NSK) og góða íslenska heimasíðu um Laibach

"Áróður hættir að virka um leið og hann verður sýnilegur"
-- Hermann Göring

--Við þekkjum vald fjölmiðlanna, hvernig þeir hagræða raunveruleikanum. Við ætlum að nota þetta vald sjálfir.
--Laibach

List er öfgastefna sem krefst diplómasíu
-- Laibach

Sjálfur upplifði ég tónleika Laibach á NASA 2006. Þeir voru magnaðir.

Space Queen

Dottið úr mér hvað sveitin hét sem átti þann ágæta slagara um árið. Þeir sem muna það mega gjarnan fríska upp á minnið mitt.
Ursa la forca, Luke!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Egyptar senda Palestínumenn aftur til Gaza, sem Mogginn í dag segir að Hamas stjórni „í trássi við vilja alþjóðasamfélagsins“.

Getur einhver sagt mér hverjir skipa það blessaða „alþjóðasamfélag“? Eru það Ísrael og bandamenn? Er þetta kannski hin vel þekkta „fólk segir“-aðferð sem hefur blómstrað hvað mest á Fox? Hvað finnst Mogganum og „alþjóðasamfélaginu“ um það að verið sé að svelta hálfa milljón manns í stærsta fangelsi í heimi? Hvað finnst þeim um að Egypsk stjórnvöld og Fatah kói með hernámsliðinu? Hvað fannst þeim um að stríðsherrran Mohammed Dahlan, Fatah-liði og taglhnýtingur Ísraels og Vesturlanda reyndi að leggja Gaza undir sig en Hamas urðu fyrri til?
Þar til ég fæ svar við þessu geta Mogginn og „alþjóðasamfélagið“ étið skít.

Í framhaldi af skrifum mínum um Gaza bendi ég á góða grein sem Uri Avnery skrifar um atburðina þar, Worse than a Crime.

mánudagur, janúar 28, 2008

No Peace Without Justice - fyrirlestur Nurit Peled-Elhanan í St. Andrew's Wesley Church í júní 2006





Nurit Peled-Elhanan er tungumálakennari við hebreska háskólann í Jerúsalem. Dóttir hennar, Smadar var myrt í sjálfsmorðsárás í september árið 2007. Nurit og eiginmaður hennar, Rami er meðal stofnanda Harmsleginna fjölskyldna í Palestínu og Ísrael fyrir friði.
Sjálfur hef ég þýtt annan afbragðs fyrirlestur hennar, sem nefnist Menntun eða hugsýking? fyrir Frjálsa Palestínu 2007 og hana má finna á bls. 8-10. Mæli þá einnig með hinni greininni sem ég þýddi fyrir sama blað, Hefnd barns eftir Uri Avnery og er á bls. 6-7. Svo á ég sjálfur tvö ljóð á bls. 18.
Blaðið er annars yfirleitt vel heppnað og vel þess virði að lesa.

George Habash, stofnandi PFLP (Popular Front for the Liberation of Palestine) er látinn.

Hvar er nú Stebbi Fr.?

Gott er að eiga góða að...

Ég rambaði inn á heimasíðu um daginn þar sem bloggari sem nefnir sig Calvin skrifar um morð á líbönskum þingmanni, Pierre Amine Gemayel undir fyrirsögninni Vinur Ísraels og Vesturlanda myrtur í Líbanon
Nú skal strax tekið fram að ég þekki ekki mikið til þessa tiltekna stjórnmálamanns annað en það sem ég hef ráðið úr skrifum téðs Calvins.
Ég er líka ekki viss hvað hann á við með einkunninni sem hann gefur þingmanninum í fyrirsögninni og hvort ég teldi það manninum til hróss eins og Calvin virðist nota það, það eru t.d. ekki endilega bestu vinir Ísraels sem styðja áframhaldandi hernám, stríð og mannréttindabrot. „Vinur Vesturlanda“ getur oft merkt „taglhnýtingur vestrænnar heimsvaldastefnu“.
Það vakti hins vegar athygli mína að bloggari segir hins vegar þingmanninn hafa verið í „stjórnmálaflokki kristinna“ en að flokkurinn hafi jafnframt verið „á móti íslömskum og trúarlegum stjórnarháttum“ (leturbreyting mín). Þetta virkar nú á mig eins og dálítil mótsögn. En athygli mín jókst þegar ég las að flokkurinn sem maðurinn tilheyrði er enginn annar en Falangistar. Kannast lesnendur við hrottaleg Fjöldamorðin í Sabra og Shatila? Bloggarinn kallar morðingjana hryðjuverkamenn sem séu „líklega gerðir út af sýrlenskum stjórnvöldum“. Gott og vel. Hvað myndi hann hins vegar kalla fjöldamorðingjana og þá sem stóðu að baki? Hvað finnst honum um aðild Ísraels? Ariel Sharon var t.a.m. fundin persónulega ábyrgur og vikið úr embætti varnarmálaráðherra.

Hvað sem öðru líður er alla vega alltaf gott að vita að maður á góða að.

Annars hefur saga átakana verið ógeðfelld og hrottaleg fjöldamorð og níðingsverk hafa viðgengist á báða bóga, svo sem Karantina- og Damour-fjöldamorðin.

föstudagur, janúar 25, 2008

Mér þykir vert að benda lesendum á góða grein Guðbergs Bergssonar um Jóhannes úr Kötlum sem birtist upphaflega sem Kjallaragrein í DV þann 11. desember í fyrra. Það hefur varla farið fram hjá lesendum þessa bloggs að ég met Jóhannes og verk hans mikils og þykir miður, ef rétt er að hann sé hálf gleymdur í dag.
Þó verður að mæla á móti meintri gleymsku að jólavísurnar hans hafa reynst afar lífsseigar, en e.t.v. fleiri sem kannast við þær en vita að þær eru eftir hann.
Ég bý svo vel að eiga ljóðasafnið hans en ég er ekki viss um að þar séu öll ljóðin hans, sýnist þetta fremur vera úrval. Auk ljóðanna er þar að finna ritgerðasafnið Vinaspegil. Ég hef skyggnst fyrir eftir Verndarenglunum en hvergi fundið.

M.a. segir Guðbergur í greininni:

Mig grunar að í verðandi en tímabundnu gægjulífi munum við fremur leita til skrifa skálda en stjórnmálamanna eða sagnfræðinga. Það er einhvern veginn þannig að skáldin segja mestan sannleika, jafnvel þótt hann beri keim af lygum.

Ég held að ég geti vel tekið undir þann grun.

Enn fremur: Bestu næringu er að finna hjá gleymda eða hálfgleymda jálkinum sem hélt sínu striki, var útigangshross en samt nægilega mikið með afturfæturna og taglið á línunni innan um gæðinga í haga að hann gat hneggjað út úr sér innsýn í tvo heima.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Það á sko bara að siga lögreglunni á þetta helvítis mótmælendahyski.

Break on through to the other side

Frétt á Rúv:

Egyptaland:Þúsundir yfir landamærin

Íbúar Gazasvæðisins hafa í hundraða þúsunda tali farið yfir landamæri Gaza og Egyptalands í dag til að birgja sig upp af nauðsynjavörum. Sumir hafa farið nokkrar ferðir. Neyðarástand ríkir, eftir að Ísraelsstjórn lokaði öllum umferðaræðum milli Gaza og Ísraels.

Grímuklæddir menn komu snemma í morgun fyrir 17 sprengjum undir múrnum sem skiptir bænum Rafah í tvennt. Um það bil tveir þriðju hlutar múrsins féllu þegar þær sprungu. Síðar í morgun komu Palestínumenn með jarðýtu og ruddu brautina þannig að hægt er að aka á milli bæjarhlutanna.

Egypskir landamæraverðir aðhöfðust ekkert þannig að íbúar Gazasvæðisins áttu greiða leið yfir í egypska hlutann í Rafah til að birgja sig upp af matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Yfirvöld Egyptalandsmegin telja að síðdegis hafi 200.000 Palestínumenn verið komnir yfir landamærin.

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að þeir hafi verið mun fleiri, eða allt að 350.000. Ísraelska dagblaðið Ha'aretz segir á fréttavefsíðu sinni að stjórnvöld í Ísrael ætli ekkert að aðhafast vegna málsins. Egyptar verði að greiða úr því.

Ísraelsmenn reistu múrinn árið 2004, árið áður en ísraelska herliðið var kallað frá Gazasvæðinu og ísraelskir landtökumenn fluttir á brott. Hamas samtökin segjast ekki hafa staðið að því að landamæramúrinn var sprengdur í morgun.

Lögreglulið Hamas tók að sér gæslu við múr-leyfarnar eftir að ljóst varð að Eyptar gerðu ekkert til að stöðva fólksstrauminn yfir landamærin. Lögreglumenn hafa kannað af handahófi hvað fólk hefur með sér heim frá egypska hlutanum í Rafah.

Í einu tilfelli llögðu þeir hald á sjö skammbyssur sem einn íbúinn flutti með sér. Dæmi eru um að sumir hafi farið allt að þrisvar sinnum yfir til Egyptalands í dag til að birgja sig upp. Ísraelsstjórn ítrekaði í dag að ekki stæði til að opna fyrir umferð milli Ísraels og Gazasvæðisins nema að mjög takmörkuðu leyti.



Þetta þykja mér vægast sagt góðar fréttir. Sannarlega stórglæsilegt.
Hundruðir þúsunda, það er ekki annað! Þetta er nokkur huggun harmi gegn, en óvíst hvort dugi til. Vonandi að þetta verði Ísrael og öðrum þjóðum þrýstingur um að ljúka umsátrinu. Mennirnir sem sprengdu múrinn og aðstandendur eru hetjur og ef ég ætti hatt myndi ég taka ofan fyrir þeim. Það er spurning hversu lengi hægt er að herða sultarólina hjá fólki áður en það annað hvort kafnar eða bítur frá sér. Þessi aðgerð er í senn lógísk, réttmæt og aðdáunarverð.
Ég sé nú ekki af hverju er verið að taka fram að mennirnir hafi verið grímuklæddir? Er það ekki nokkuð lógískt? Á þetta að gera þá e-ð tortryggilegri?
Það er vonandi að Ísrael muni ekki aðhafast, en ég óttast þó að þeir muni hefna sín grimmilega og að þessi aðgerð verði þeim réttlæting eða skálaskjól fyrir frekari voðaverkum gagnvart íbúm Gazasvæðisins.
Það kemur mér sannarlega ekki á óvart að egypskir landamæraverðir hafi ekkert aðhafst. Áttu þeir að meina arababræðrum sínum að ná sér í nauðsynjar þegar verið er að svelta þá? Hvernig hefði það svo litið út í augum annara arabaríkja?

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Nokkuð seint að minanst á þetta en ég var býsna sáttur við skaupið. þar voru mörg bráðfyndin atriði.
Meðal slíkra sem mér fannst æðislegt en fór e.t.v. ekki mikið fyrir er atriðið sem hefst á 0.5:49. Benedikt Erlingsson fer á kostum. Þessi maður er þjóðargersemi. Þið sem hafið ekki séð Mr. Skallagrímsson skuluð endilega drífa ykkur í Borgarnes að sjá þá afbragðs sýningu.

mánudagur, janúar 21, 2008

Lag dagsins: Idiot Wind með Bob Dylan, af plötunni Blood On The Tracks.

(Uppfært 11. 44)

Lag dagsins, Opus II: Eye of the Tiger með Survivor.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Persepolis - viðbót

Ég gleymdi að nefna í fyrri færslunni að auk þess að sjá og lesa Persepolis skuluð þið lesa Embroideries og Chicken With Plums eftir Marjane Satrapi.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Lag dagsins er hið íðilfagra lag Kvöldklukkur í flutningi Ivan Rebroff, ásamt bakraddakór. Raddsviðið hjá Rebroff er ótrúlegt.

Uppfært 22:59

Lag dagsins opus II nefnist á ensku Oh Field, my field og er einnig rússneskt, hér í flutningi Kórs Rauða hersins. Fann þessa ágætu tónleikaupptöku með þeim á youtube.

mánudagur, janúar 14, 2008

"Ha, kynvilla?"

Ef ekki væri fyrir umfjöllun Richie Unterberger á allmusic.com hefði ég ekki haft hugmynd um að hinn svokallaði "Krummi" í Mínus héti í raun Katie Jane Garside og væri jafnframt meðlimur í Daisy Chainsaw og Queenadreena.

Hér getið þið séð Katie/"Krumma" í góðra vina hópi. Krummi er annar frá vinstri.



Allmusic er annars alla jafna prýðis síða.

Frétt á mbl.is:

Íran „ógnar öryggi allra“.

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að Íran ógnaði öryggi í öllum heiminum, og að Bandaríkjamenn og arabískar bandalagsþjóðir þeirra yrðu að taka höndum saman og stemma stigu við ógninni áður en það yrði um seinann.
Bush sagði að Íran fjármagnaði öfgasinnaða hryðjuverkamenn, græfi undan friði í Líbanon, sendi vopn til talíbana, reyni að valda skelfingu í nágrannaríkjunum með ögrandi orðfæri, virði Sameinuð þjóðirnar að vettugi og draga úr stöðugleika hvarvetna í austurlöndum með því að neita að gera hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.
Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
í dag. „Aðgerðir Írana ógna öryggi allra þjóða í heiminum,“ sagði Bush.

Á blogginu sínu bendir bróðir minn á að það sé alveg rétt að Íranir fjármagni Hizbollah og veiti þeim vopn. Það sama geri Bandaríkin fyrir Ísraela og spyr hver munurinn sé?

Við þetta má bæta:

Fyrst Bush kemur inn á Afghanistan er rétt á að benda á að Bandaríkin fjármagna alræmda öfgasinnaða stríðsherra/hryðjuverkamenn (og ekki í fyrsta sinn) þar sem saman eru kallaðir Norðurbandalagið. Þeir þykja ekki hótinu betri en Talibanar. Ekki er svo langt síðan að Bandaríkin studdu sjálf Talibana.

„Valda skelfingu... með ögrandi orðfæri“. Kannski rétt í sjálfu sér, að því leiti að Ahmadinejad er stór í kjaftinum, en það eru fleiri og margur heldur mig sig. Ég held að stjórnvöld í Íran séu fyrst og fremst ógn við eigin landa.

„Virði sameinuðu þjóðirnar að vettugi“. Það hafa Bandaríkin gert þegar þeim hefur hentað, hunsað alþjóðasáttmála og ályktanir öryggisráðsins og alþjóðaþings, ekki síst þegar lítur að Ísrael, eða þegar Bandaríkin fóru í stríð við Írak í trássi við vilja Sameinuðu þjóðana og þau hafa margbrotið gegn mannréttindasáttmálanum, svo eitthvað sé nefnt.

„Græfi undan friði í Líbanon“. Hmm... hverjir studdu Ísraela í stríðinu við Líbanon?

Svo er rétt að minna á skýrslu Bandarísku leyniþjónustunnar um að Íranir hafi hætt við að vinna að smíð kjarnokrusprengju fyrir fjórum árum síðan.

Og svona mætti halda áfram...

Bush stendur höllum fæti og hann veit það. Þetta er aum tilraun til að klóra í bakkann og ég efa að hún muni skila tilætluðum árangri.
... ég vona alla vega og bið að hún muni ekki gera það.

Lög dagsins: The Continuing Story of Bungalow Bill með Bítlunum og Know your Enemy með Rage Against The Machine

sunnudagur, janúar 13, 2008

George Carlin um tungumálið



Lag dagsins er Heartache Tonight með The Eagles. Hvað myndina varðar veit ég ekki heldur hvurnin Pokémon-dreki tengist laginu. :S

föstudagur, janúar 11, 2008

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Persepolis

Á morgun hefst frönsk kvikmyndahátíð, samstarfsverkefni Allance Francaise og Græna ljóssins. Af þeim myndum sem þar verða sýndar er ég strax harðákveðinn að sjá Persepolis eftir Marjane Satrapi og Vincent Paranaud, byggða á æðislegri samnefndri myndasögu Marjane Satrapi. Trailerinn lofar svo sannarlega góðu:



Kæru lesendur, ef þið sjáið einhverja mynd á hátíðinni, jafnvel á árinu, gerið mér og ykkur þá þann greiða að sjá Persepolis. Lesið líka myndasöguna. Þið munuð ekki sjá eftir því.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Síminn minn...

...hefur ítrekað í hótunum við mig. Hann hótar iðulega að stytta sér aldur án þess að láta fyllilega að því, er ávallt kominn á fremsta hlunn, jafnvel andarslitrunum en tórir þó jafnan.
Það vildi ég að andskotans rafhlaðan gæti þá bara fjandakornið klárast í stað þess að vera alltaf aaaaaaaaalveg að klárast.
Síminn minn má sannarlega muna fífil sinn fegri. Að aldri undanskildum hef ég líka misst hann í jörðina nokkrum sinum og svona. Draslið öðru megin á hliðinni brotnaði e-n tímann, skjárinn er máður og óskýr, lýsingin e-ð stórfurðuleg, samband tíðum slæmt og hljóðgæðum ábótavant, ekki sýst hljóðstyrk.
Ég er hins vegar of nískur til að kaupa mér nýjan, námsmaðurinn og ódýra vinnuaflið hjá ríkinu.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Það er ágætt viðtal við Ali Zbeidat á bls. 12 í Fréttablaðinu í dag. Hvet lesendur til að lesa það.
Sjálfur tók ég viðtal við Ali í gær og stefnt er á að það birtist seinna á árinu í Frjálsri Palestínu.
Það var gefandi og áhugavert að taka þetta viðtal við Ali, sem og að ræða við hann og sitja fundinn um daginn, það var mér það bæði ánægja og heiður.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Guns 'N' fuckin' Roses



Hef verið með Use Your Illusion II með Guns 'N' Roses í spilaranum í dag. Í heild lætur hún afar vel í eyrum og inniheldur ýmis bestu lög Guns 'N' Roses en vissulega eru nokkur lög líka með því versta sem þeir hafa gert. Blessunarlega er meira um fyrrnefnd en síðarnefnd og lögin á milli eru almennt góð. Meðal verstu lagana eru My World (wtf?) Get In The Ring er nokkuð kjánalegt (textinn þ.e.a.s., lagið er fínt), So Fine sleppur fyrir horn en er býsna slappt (ekki síst er það drulluvæmið), en til góðra til æðislegra laga teljast Estranged (úff, já), Civil War, 14 Years, You Could Be Mine (Ah-nuld), Yesterdays, coverið af Knockin' On Heaven's Door (toppar ekki originalinn en er engu að síður drullugott), Pretty Tied Up og Shotgun Blues (í annars góðu lagi er þó yrkisefnið á ný dáldið sillí, fyrst og fremst niðurlagið).
Breakdown, Locomotive og Don't Cry eru líka fín lög og vel það en komast ekki alveg í sama klassa og þau fyrrnefndu, að mínu mati.

Lag dagsins er Estranged af téðri plötu.

laugardagur, janúar 05, 2008

Heimsókn Ali Zbeidat til Íslands

Opinn fundur í Alþjóðahúsinu í dag - Laugardaginn 5. janúar, kl 14.00
Félagið Ísland-Palestína hefur starfsemi sína á nýju ári með heimsókn blaðamannsins og aktivistans Ali Zbeidat til Íslands og opnum fundi með honum í Alþjóðahúsinu, laugardaginn 5. janúar. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Aðgangur er öllum opinn
.

Ali Zbeidat er fyrrum pólitískur fangi sem í áraraðir barist fyrir mannréttindum Palestínumanna sem búa innan landamæra Ísraels (stundum kallaðir ísraelskir arabar). Hann hefur ísraelskan ríkisborgararétt og er búsettur í bænum Sakhnin, sem í dag liggur innan landamæra Ísraelsríkis.

Rúmlega milljón Palestínumenn búa innan landamæra Ísraels við ýmisskonar mismunun. Staða þeirra er þó önnur en landar þeirra handan viðurkenndra landamæra Ísraels búa við á Vesturbakkanum og Gaza, þó Ísraelsmenn ráði þar einnig lofum og lögum. Sakhnin er stærsta byggð Palestínumanna í Norður-Galíleu, ekki ýkja langt frá Nazaret, þar sem íbúarnir eru bæði múslimar og kristnir. Þar hefur löngum verið mikil andspyrna gegn hernámi Ísraelshers 1948 og afleiðingum þess.

Sakhnin er umkringd ísraelskum landsetubyggðum og hafa íbúarnir bæjarins orðið fyrir bæði skipulegu landráni og eyðileggingu heimila sinna þegar landsvæði eru lögð undir landsetubyggðir gyðinga. Þann 30. mars árið 1976 drápu ísraelskar öryggisveitir sex íbúa bæjarins er þeir mótmæltu ráni á ræktarlandi sínu og urðu þessir atburðir kveikjan að árlegum mótmæla- og samstöðudegi, Land deginum, meðal Palestínumanna innan landamæra Ísraels sem annarstaðar.

Í upphafi fundarins verður sýnd 25 mínútna heimildarmynd um skipulega eyðileggingu á íbúðarhúsum Palestínumanna - en fjölskylda Ali sjálfs hefur átt á hættu að missa heimili sitt eftir að það var úrskurðað ólöglegt af ísraelskum yfirvöldum. Að sýningu lokinni flytur Ali ræðu um Palestínumenn í Ísrael, það er hlutskipti íbúa palestínsku svæðanna sem hertekin voru 1948 og innlimuð í Ísraelsríki. Þá mun hann fjalla um pólitíska fanga í Ísrael, en um ellefu þúsund Palestínumenn; karlar, konur og börn eru nú í ísraelskum fangelsum. Að lokinni ræðu hans verða fyrirspurnir og umræður.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt ár!

Takk fyrir allt gamalt og gott. :)

PS Ef einhver tölvuleikjafróður getur sagt mér hvernig ég losna við waste í borgum í Civilization II, væri það afar vel þegið.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.