miðvikudagur, apríl 30, 2008

"I think the phrase rhymes with 'clucking bell'..." -- Blackadder

Ég uppgötvaði mér til hrellingar í dag að prófið sem ég hef verið að læra fyrir, í kvikmyndasögu er ekki á morgun heldur á mánudag en heimildamyndaprófið er á morgun, sem ég er ekki byrjaður að læra fyrir. Minnti nefnilega að þetta væri öfugt og að heimildamyndirnar væru á mánudaginn.
T-Ý-P-Í-S-K-U-R É-G

Ég ræddi við kennarann minn og ég mun geta tekið endurtökupróf í ágúst, en stendur til boða að láta á þetta reyna núna. Ætli ég reyni það ekki en þá þarf ég sannarlega að læra eins og móðurserðir. Eða eins og Peaches orðaði það: Are the motherfuckers ready for the fatherfuckers? Are the fatherfuckers ready for the motherfuckers?.
Það verður því nóg að gera, enda gríðarmikið efni. Ekki síst erfitt að trunta sér í gegn um Bill "Tyrfing" Nichols.

Sem ég er að truntaðist við að læra fyrir próf í kvikmyndasögu (en það sóttist full hægt) rifjaðist upp fyrir mér kvikmynd sem ég heillaðist af í fyrra, þegar hún var sýnd á vegum japanska sendiráðsins og Japan Foundation í Norræna húsinu á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hún nefnist Nótt á vetrarbrautinni og er leikstýrt af Gisaburo Sugii. Ég má því til með að mæla heilshugar með þessu gullfallega meistaraverki við lesendur. Tveir vinir (í kattarlíki) halda í dularfulla ferð með lest út í geiminn og eins og komist er að orði á heimasíðu hátíðarinnar er þetta "falleg og tímalaus saga um lífið, dauðann, vináttu og missi". Myndin mun jafnframt byggja á einni vinsælustu barnabók japanskrar bókmenntasögu, sem ber sama nafn og er eftir Kenji Miyazawa. Ég veit ekki hversu auðvelt eða erfitt er að nálgast myndina hér heima, en mæli með Laugarásvídeó og Aðalvídeóleigunni.

Meira um hana hér.

Ég horfði líka á Cobra Verde eftir Werner Herzog og var hrifinn af henni. Sérstaklega er endasenan með þeim allra mögnuðustu endasenum sem ég hef séð í nokkurri kvikmynd, og þó víðar væri leitað. Þetta er jafnframt ein magnaðasta sena sem ég hef séð í Herzog-mynd eða Herzog/Kinski-mynd, og er þó af nógu að taka. Hún skipar sér á listann með t.d. endanum í Planet of the Apes. Sjáið endilega allar þrjár.

Sororicide í Hemma Gunn



zxcv1258 veitti þessar upplýsingar á jútjúb:

-Hemmi bjóst við "vinsælli unglingahljómsveit" en ekki hardcore dauðarokki og slammandi krökkum. því er klippt stuttu eftir að lagið byrjar á Örn Árna og Ladda.
-lagið heitir held ég "open abyss" og þetta er stúdió upptaka en ekki live úr þættinum -> ath lip sync rugl 0.30-0.40 ;)

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!

Í tilefni dagsins:

Big Brother flytja Summertime eftir George Gershwin


Og hér eru þau á Monterey Pop-hátíðiðinni:


Black Betty með Ram Jam.


Summer in the City með The Lovin' Spoonful.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Hver er konan?


Af gamni ákvað ég að skella hér inn myndum af nokkrum frægum konum frá æskuárum þeirra. Ef menn geta frætt mig um hverjar þetta eru (bannað að svindla) skal ég bjóða viðkomandi upp á pylsu. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ég á ekki endalausan pylsupening.








...

Lag dagsins: The Seeker með The Who.

Einu sinni var...

Það er oft gaman að hlusta á gamalt efni með hljómsveitum og tónlistarmönnum, ekki síst er áhugavert að sjá hvernig tónlistarmenn og sveitir þróast og að bera saman nýrra efni og eldra. Svo er líka gaman þegar sveitir hafa prófað ólíkan stíl. Merkilegt hvað margt hefur elst vel. Oft hugsar maður líka, "djöfull voru þeir/þær/þau ungir/ungar". Hér fylgja nokkrar góðar upptökur, misþekktar.

Judas Priest flytja Rocka Rolla af samnefndri fyrstu plötu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Rob Halford síðhærðan. Klæðaburður þeirra átti líka eftir að breytast eilítið.



Jeff Beck-grúppan: Shapes of Things. Söngvarinn er Rod Stewart og bassaleikarinn er Ron Wood, sem seinna fór í The Rolling Stones.


The High Numbers (a.k.a. The Who) flytja Ooh Pooh Pah Doo og I Gotta Dance to Keep from Crying á Railway Hotel árið 1964:


In another land með The Rolling Stones af plötunni Their Satanic Majesty's Request frá árinu 1967. Hér voru þeir í flower-power gírnum og gerðu mörg afbragðs lög, þar á meðal þetta en höfðu líklega aldrei hljómað jafn ólíkt sínu "dæmigerða" sándi. Eitt af fáum dæmum um það að Bill Wyman bassaleikari syngi, en hann samdi lagið.

Ice Cream Man með Tom Waits af plötunni Closing Time.

Arnold Layne með Pink Floyd


David Bowie: When I'm Five


Alice Cooper-grúppan flytur Is It My Body árið 1972



Deep Purple flytja Hush.



The Jacksons: Can You Feel It?



Iron Maiden: Women In Uniform.


Hawkind: Silver Machine. Söngvarinn og bassaleikarinn er Lemmy Kilmister, sem seinna stofnaði Motörhead, sem hann hefur farið fyrir síðan.


The Birthday Party: Nick The Stripper.. Jamm, þetta er Nick Cave sem syngur.

og síðast en ekki síst; Flower People með Spinal Tap: :)


mánudagur, apríl 21, 2008

"Hamas viðurkennir ekki Ísrael"

Eða því er haldið fram á forsíðu netmoggans.

Þessi fyrirsögn þykir mér misvísandi og til þess fallin að endurtaka gamla tuggu.Khaled Meshaal fer einfaldlega fram á meira en að væntanlegt Palestínuríki verði grundvallað á landamærunum 1967. Hann leggur sumsé einnig áherslu á rétt flóttamanna til að snúa aftur. Kolbrjáluð krafa, ekki satt? Að öðru leiti þá er þetta alveg í samræmi við það sem var nefnt í færslunni á undan. Hvernig ættu leiðtogar Palestínu að geta horft fram hjá rétti flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu, rétti sem eru skýlaus mannréttindi þeirra samkvæmt alþjóðalögum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 194 frá 11. desember 1948 var samþykkt að Palestínumenn hefðu rétt til að snúa til heimkynna sinna og alþjóðaþingið árið 1974 úrskurðaði sama þing það "skýlausan rétt" ("inalienable right") þeirra. Hins vegar virðast ályktanir alþjóðaþingsins ekki vera bindandi skv. alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn frá 1949 styður einnig rétt þeirra. Ályktun öryggissráðsins nr. 242 leggur áherslu á "mikilvægi þess að leysa flóttamannavandann". Alþjóðasáttmáli um borgaraleg og pólitísk réttindi kveður á um að "engan skuli svipta rétti sínum til að koma inn í sitt eigið land". Í kafla 13.2 í Mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna segir:"(1) Allir hafa rétt til að vera frjálsir ferða sinna innan landamæra hvers ríkis
(2) Allir hafa rétt til að yfirgefa hvaða ríki sem er, þar með talið þeirra eigið, og til að snúa aftur til heimalands síns."
Ísraelar neita Palestínumönnum um bæði.

Ég birti svo grein 49 í 4. Genfarsáttmálanum hér á ensku:

"Individual or mass forcible transfers, as well as deportations of protected persons from occupied territory to the territory of the Occupying Power or to that of any other country, occupied or not, are prohibited, regardless of their motive.

Nevertheless, the Occupying Power may undertake total or partial evacuation of a given area if the security of the population or imperative military reasons do demand. Such evacuations may not involve the displacement of protected persons outside the bounds of the occupied territory except when for material reasons it is impossible to avoid such displacement. Persons thus evacuated shall be transferred back to their homes as soon as hostilities in the area in question have ceased (leturbreyting mín).

The Occupying Power undertaking such transfers or evacuations shall ensure, to the greatest practicable extent, that proper accommodation is provided to receive the protected persons, that the removals are effected in satisfactory conditions of hygiene, health, safety and nutrition, and that members of the same family are not separated.

The Protecting Power shall be informed of any transfers and evacuations as soon as they have taken place.

The Occupying Power shall not detain protected persons in an area particularly exposed to the dangers of war unless the security of the population or imperative military reasons so demand.

The Occupying Power shall not deport or transfer parts of its own civilian population into the territory it occupies."

Hér má lesa sáttmálann í heild sinni.

Þið getið lesið nánar um rétt Palestínumanna til að snúa aftur til heimkynna sinna á Wikipediu. Það sem á eftir fylgir (á ensku) er tekið þaðan:

"Akram states that since 1948, the principles of the internationally binding right of return have been strengthened by their inclusion in numerous treaties, many of which bind Israel as a signatory. The right of return is expressly recognized in most international human rights instruments, including, Article 13.2 of the Universal Declaration of Human Rights (1948); Article 12.4 of the ICCPR; Article 5.d.ii of the CERD, 7 March 1966; Article VIII of the American Declaration of the Rights of Man, Organization of American States (OAS), Res. XXX, OAS Official Records, OEA ser. L/w/I.4 (1965), Article 22.5 of the American Convention on Human Rights, 1144 UNTS 123, 22 November 1969; Article 12.2 of the African Charter on Human and Peoples' Rights, 1981, 21 ILM 59, 1982; and Article 3.2 of Protocol 4 of the European Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, 213 UNTS 221, 1950."

...

Andaktungurinn mælir með kvikmyndinni Get Carter frá árinu 1971. Michael Caine hefur að mínu viti aldrei verið svalari. Ekki spillir frábær tónlist Roy Budd, ekki síst upphafsstefið. Ekki sjá endurgerðina. Hún sökkar. Andaktugurinn lætur hér fylgja byrjunarsenuna:

Ég fékk það staðfest hjá Golla, mér til ánægju, að leikstjóri ísraelsku kvikmyndarinnar "Heimsókn hljómsveitar", sem sýnd er á Græna ljósinu, sé andstæðingur hernámsins. Þetta þykja mér sannarlega gleðifréttir, því mér sýnist þetta afar áhugaverð mynd og get ég nú farið á hana í bíó með góðri samvisku. Ég hef ekki fengið svipaða staðestingu um leikstjóra Beaufort, og þykir einhvern veginn ólíklegra að svo sé, en komi það á daginn skal ég alveg greiða aðgang að henni. Þangað til mun ég annað hvort sniðganga hana eða redda mér henni með öðrum hætti. Sá galli er á niðurhali af netinu er að hún verður þá væntanlega textalaus á hebresku.

Uri Avnery skrifar góða grein þar sem hann rekur uppruna og sögu gyðinga, og reynir að greina sagnfræði frá goðsögnum. Hann veltir fyri sér stöðu ísraela í dag og brýnir mikilvægi þess að gera greinamun á þessu tvennu til að ísraelar geti fundið sér stað meðal nágranna sinna og átt eðlileg samskipti við þá. Greinin nefnist The Lion and the Gazelle.

Uppfært kl. 18:26, samdægurs:

Mér þykir frétt að Mahmoud Abbas sé staddur hér á landi og muni funda með Ingibjörgu Sólrúnu á morgun. Miðað við heimsókn Ingibjargar til Ísraels og Vesturbakkans þá geri ég mér þó engar gyllivonir um að mikið komi út úr þeim fundi. Ég vonast hins vegar til þess að Sveinn Rúnar, formaður Íslands-Palestínu geti hitt Abbas að máli. Fyrirvarinn er hins vegar stuttur, svo ekki er víst að það náist.
Mér er engin launung á því að mér þykir Abbas gjörspilltur quislingur, sem hefur svikið þjóð sína og gerst samverkamaður hernámsins. Á hinn bóginn er hann enn löglega kjörinn fulltrúi þjóðar sinnar og mér þykir betra að haft sé samband við hann en engan, en auðvitað þykir mér að hafa þurfi samband við löglega kjörna leiðtoga Palestínu og þá fulltrúa hennar sem eiga fylgi að fagna, og því þýðir ekki að hundsa Hamas. Mér þykir líka besta mál að mannréttindamál beri á góma, en spyr mig hvort eigi ekki jafnt yfir aðra leiðtoga að ganga. Báru mannrétindamál mikið á góma í samræðum Ingibjargar Sólrúnar og Condoleezu Rice? Nú, eða á Nato-fundinum? Spyr sá sem ekki veit.

Talandi um það, þá erþetta ekki ný frétt, það er langt síðan að fulltrúar Hamas lýstu yfir þessari afstöðu. Það hefur hins vegar ekki átt mikið upp á pallborðið hjá vestrænum fjölmiðlum að skýra frá þessu. Jafnvel Fatah gæti ekki farið fram á minna en Palestínuríki byggt á landamærunum 1967, og dirfist ekki heldur að gera annað, þar sem það er lágmarkið sem Palestínumenn geta sætt sig við. Það er líka í samræmi við viðhorf Sameinuðu þjóðanna og við alþjóðalög, þar sem hernámið er skilgreint sem ólöglegt. Við þetta má bæta að þátttaka í kosninugnum, sem grundvölluðust á Oslóar-samkomulaginu er de facto viðurkenning á Ísraelsríki. Ég minni einnig á að Ísrael hefur aldrei fallist á tilverurétt frjáls lífvænlegs Palestínuríkis.

Ég má til með að blása í eigin lúður í þessu samhengi og benda á grein sem ég skrifaði um þetta efni, bæði afstöðu Hamas, landráð Fatah, hvernig Ísraelsk stjórnvöld heltu olíu á eldinn og mikilvægi þess að rétt sé við lögmætt kjörna fulltrúa palestínsku þjóðarinnar undir nafninu "Að deila og drottna", en hún birtist í lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 28. júlí 2007.

Loks vil ég minna á að á miðvikudaginn, 23. apríl (ekki á morgun heldur hinn), munu Vésteinn bróðir og Rósa halda erindi í Friðarhúsi kl. 20:00, þar sem þau segja frá 6. Cairo-ráðstefnunni um frið og lýðræði í Mið-Austurlöndum, sem þau sóttu í lok mars sl. Eftir erindið verða umræður og spurningar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Viva il Comunismo e la Liberta!

Tók þetta pólitíska próf á netinu og reynist ég vera vinstra megin við lóðrétta ásinn og fyrir neðan þann lárétta. Samkvæmt prófinu er ég frjálslyndur sósíalisti social libertarian) og held ég að sú skilgreining sé ekki fjarri lagi. Frægir menn sem skipaðir hafa verið í þann flokk eru Ghandi, Dalai Lhama og Nelson Mandela. Samkvæmt ásnum virðist Dalai Lhama ámóta frjálslyndur og ég en ég vera vinstrisinnaðri en hann og um leið frjálslyndari og vinstrisinnaðri en Mandela. Mamoud Abbas lenti í authoritarian left og það gerði Joseph Ratzinger, a.k.a. Benedikt páfi XVI líka. Romano Prodi, José Zapatero, Ehud Olmert, Nichlas Zarkosi, Silvio Berlusconi, Gordon Brown, Jose Maria Aznar, George W. Bush og Angela Merkel voru öll í hópi authoritarian left. Merkilegt nokk sá ég engan í hópi libertarian right.

Niðurstöðuna má sjá hér:



Lög dagsins:Hallowed Be Thy Name með Iron Maiden, af plötunni The Number of The Beast, Melancholy með Iced Earth og

Love you to Death með Type O Negative



Ég átti einu sinni bol með sömu mynd og fylgir Hallowed Be Thy Name (þ.e. Bruce Dickinson rekinn í gegn með þríforki af Eddie í djöfulsmynd), en hann keypti ég á Wacken árið 2001. Hann endaði með því að rifna og man ég ekki betur en að mig að bolurinn hafi sungið sitt síðasta á Iron Maiden-tónleikunum í Egilshöll. Hann var hálf rifinn í sundur svo ég fór bara alla leið með það, Hulk Hogan-style. Verður það að teljast glæsilegur og viðeigandi endir fyrir bol þennan sem hafði þjóðnað mér vel og lengi. Mér þótti hann nógu töff til að ég kynni að fá mér annan sams konar.

Ég fylgdi líka ráði Mokka á blogginu hennar, og hef legið yfir myndböndum með Ný Dönsk. Nánar tiltekið eru það Nostradamus, Frelsið, Alelda og Horfðu til himins. Að sama skapi hef ég legið yfir Jet Black Joe myndböndum;Higher and Higher, Never Mind, Fallin' og Big Fat Stone. Allt saman gott stöff.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Nýr dagur...

Og ég er að fara í háttinn. Þið sem lesið þetta í dagrenningu; Það er til margt verra en að byrja daginn með World Shut Your Mouth með Julian Cope. Þessi míkrófónstandur er líka alveg að gera sig.

Mun statististastastast um tíuleitið fyrir Spaugstofuna, sýnist að ég muni verða múmía. It's the part I was born to play, baby! Hver sem hefur séð mig snemma morguns, nú, eða eftir ærlegt fyllerí getur staðfest það. Þátturinn verður á laugardaginn. Boris Karloff, hvað?

Bjórsmökkun hjá Vésteini í gær, ásamt Rósu, Söru, Eyjó og Bessa, þar sem færeyskt öl var korfað. Það var aukin heldur nokkur huggun harmi gegn, því ég hafði komið nógu seint sem áhorfandi í Svalbarða til þess að allar veitingarnar (þá ekki síst bjórinn) væru búnar. Sérlega skondið að sjá myndband af bróa og Erpi þar sem báðir fleppuðu kjeppzarnir eru alveg halaðir á balanum. Meðal íþrótta sem iðkaðar voru það kvöldið voru shakeskin-myndatökur (immer gleich schön), þar sem Bessi átti vinninginn, og leit út eins og Fílamaðurinn, en við bræður fylgdum fast á eftir og mun ég reyna að skella mínum hér inn við fyrsta tækifæri. Sömuleiðis ánægjulegt kvöld með Vésteini, Rósu, þeim gömlu og ömmu í kvöld þar sem við fengum ferðasögu Rósu, Vésteins og Særósar frá Egyptalandi. Vésteinn og Rósa verða svo með fyrirlestur um friðarráðstefnuna sem þau sóttu þar í Friðarhúsinu í næstu viku.

Óhugnarlega stutt í ritgerð og próf. Lars Göran virðist annars mjög ánægður með Bergman-ritgerðina mína um Edvard Vergerus i Fanny och Alexander og séra Tomas Ericsson í Nattvardsgästerna, sem ég gaf nafnið "Reach out and touch faith" í höfuðið á laginu Personal Jesus með Depeche Mode af plötunni Violator, og virtist hún almennt leggjast vel í fólk. Það þykir mér vænt um. Þetta er búinn að vera afar skemmtilegur og áhugaverður kúrs.

Kristín Svava skrifar góða grein um Jóhannes úr Kötlum á Hugsandi. "Fáeinir óreiðukenndir kaflar um Jóhannes úr Kötlum og brjóstvit alþýðunnar" nefnist hún.

mánudagur, apríl 14, 2008

Þrennu ber að fagna:

Ég skilaði af mér með lokaritgerðinni í Ingmar Bergman. Á reyndar heimildaskrána og klára yfirferð á ritgerð bekkjarbróður. Þá bíður mín ritgerðin um Mein liebster Fiend fyrir heimildamyndir, sem ég á að skila 25. apríl. Ég er enn að bíða eftir bókinni um Klaus Kinski sem ég pantaði af netinu. ekki bætir úr skák að hún er á þýsku.

Hins vegar er Vésteinn bróðir loksins kominn heim. Er það vel.

Í þriðja lagi býðst mér að vera meðal gesta í e-um þætti á morgun og skilst að þar sé frír bjór í boði. Ekki amalegt, það. Svo á ég náttúrulega inni bjórsmökkun og ölkorf með Vésteini.


Tvö góð grínatriði:

Fry & Laurie - Mr. Burmie



George Carlin fjallar um 3 manngerðir


Uppfært 15. apríl kl. 00:12


Mismæli dagsins:


Ég: "Ég þarf að senda sjálfum mér greinina á sms, nei, hérna, DVD, nei... rtf."

Það er gott er að slappa af með Neil Young og The Rolling Stones á fóninum.

laugardagur, apríl 12, 2008

Ég veit að þetta er bara rokk og ról...

...en ég fíla það.
Í tætlur.

Andaktungurinn bendi öllum alvöru rokkhundum á að skella sér á Shine a Light, tónleikamynd Martin Scorcese um The Rolling Stones. Þetta er fyrst og fremst tónleikamynd en skartar inn á milli viðtölum af löngum ferli þeirra. Unun fyrir gallharðan Stóns-aðdáanda eins og andaktunginn að hlýða og horfa á eina eftirlætis sveitina sína, en andaktungurinn álítur The Rolling Stones e-a bestu rokksveit allra tíma. Alltaf skulu þeir vera jafn æðislegir.
Andaktungurinn bendir einnig lesendum á að sjá þá mögnuðu mynd Gimme Shelter.

Andaktungurinn fagnar því að annar sjálfra Maysles-bræðra, Albert, (en þeir bræður gerðu m.a. Gimme Shelter og Salesman) skuli vera heiðursgestur heimildamyndahátíðarinnar á Patreksfirði í næsta mánuði. Maysles-bræður voru helstu talsmenn þeirrar stefnu að kvikmyndagerðarmaðurinn skyldi hafa sem minnst afskipti af viðfangsefninu, vera "fluga á vegg", boðuðu cinema vérité í heimildamyndum. Andaktungurinn þangað.

Lög dagsins: Beast of Burden, af plötunni Some Girls, Sweet Virginia og Loving Cup (þau tvö síðstnefndu komu út á eðalplötunni Exile on Main Street, þessar tónleikaupptökur er frá 1972) með The Rolling Stones.



föstudagur, apríl 11, 2008

Ljóðabréf til lítillar stúlku

Gaman er að ganga á fund við gleði þína
og láta hana á sálu sína
sumarlangan daginn skína.

Þú ert aðeins ofurlítil yngismeyja
- en þeir sem tímann hjá þér heyja
hugsa ekki til að deyja.

Það er líkt og ljósið streymi úr lófa fínum
þegar þú hvítum höndum þínum
hjúfrar upp að vanga mínum.

Og þá glingrið grípur þú úr gullastokkum
björt og sæl, í bláum sokkum,
bragar af þínum silkilokkum.

Þegar ég horfi í þessi augu þýð og fögur
finnst mér eins og láð og lögur
leysist upp í kvæði og sögur.

Upp á hól þú hleypur þar og hoppar niður;
kringum þig er frelsi, friður,
fuglar, blóm og lækjarniður.

Þar er allt, sem illska minnar aldar smáði,
allt, sem skáldsins andi dáði,
allt, sem móðurhjartað þráði.

Ríktu þar á rauðum kjól, mín rós og lilja,
þar til allar þjóðir vilja
þína veröld sjá og skilja.


-- Jóhannes úr Kötlum, Sól tér sortna, 1945.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Einbeittur brotavilji

Eins og mér þykir Græna ljósið teoretískt ómerkilegt (kvikmyndahússeigendur sem liggja á haug af myndum, láta flatneskjuna dynja á okkur allt árið um kring og henda svo nokkrum myndum í pakka og kalla það kvikmyndahátíð) þá eru ýmsar myndir á "hátíðinni" sem mér sýnist forvitnilegar. Þar á meðal tvær myndir frá Ísrael.
Sökum pólitískra skoðanna minna og andstöðu við hernám Israela á Palestínumönnum, kúgun og mannréttindabrot, þá hef ég kosið að sniðganga ísraelskar vörur í lengstu lög, alltént að sniðganga fjárhagslega, nema að ég viti að aðstandendur séu andstæðir hernáminu og gagnrýnir á það.

Oft fær maður smá slæma samvisku af ólöglegu dánlódi. Sjaldan mun ég geta dánlódað mynd með jafn góðri samvisku og núna. Uppfylli hún hins vegar fyrrnefnd skilyrði fyrir greiðslu, mun ég verða við henni. Ég hvet lesendur sem eru áhugasamir um myndirnar til að fara að því dæmi.

Djöfull er annars orðið hunddýrt í bíó. Blessunarlega fæ ég 2 miða á verði eins á Græna ljóss-myndirnar sem félagi í Rýni, félagi kvikmyndafræðinema við H.Í.

Uppfært föstudaginn 11. apríl kl 01:36

Hvernig væri svo að kvikmyndahúsin færu t.d. að sýna einhverjar skandinavískar myndir? Sé það ekki Lars von Trier þá er ekki séns myndin rati hingað öðruvísi en í besta falli á kvikmyndahátíð. Jórunn systir er t.d. gáttuð á því Sä som i himmelen hefur tialdrei verið sýnd í kvikmyndahúsi hérlendis.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Speki dagsins

Because God helps those that help themselves,
And those that don't try to do so are silly elves.


- úr ljóðinu The Collision in the English Channel eftir William McGonnagall.

mánudagur, apríl 07, 2008

Ég mæli með því að þið lesið afbragðsgóða grein Uri Avnery, "Not You! You!!!" Í henni fjallar Avnery um frelsisbaráttu Tíbeta og lýsir stuðningi við hana en gagnrýnir hvernig fjölmiðlar og stjórnvöld sýna henni athygli á meðan þau hundsa á sama tíma frelsisbaráttu annars staðar í heiminum. Avnery telur viðbrögð stjórnvalda og fjölmiðla einkennast af hræsni. Hann fer fram á að ekki sé gert upp á milli þjóða sem berjast fyrir frelsi sínu heldur ættu sömu grundvallarreglur að ganga yfir alla:

I would propose a pragmatic moral principle: Every population that inhabits a defined territory and has a clear national character is entitled to independence. A state that wants to keep such a population must see to it that they feel comfortable, that they receive their full rights, enjoy equality and have an autonomy that satisfies their aspirations. In short: that they have no reason to desire separation.

Charlton Heston

Mér þykir óneitanlega missir af Charlton Heston. Heston hefur löngum verið æskuhetja í ljósi þess hversu magnaður mér þykir hann á hvíta tjaldinu (ég fæ t.d. jafnan hrifningarhroll þegar ég horfi á lokasenu Planet of the Apes), fremur en sem hægrimaðurinn og forseti NRA. Þeim sem hafa séð Bowling for Columbine hafa t.a.m. eflaust tekið eftir því að í senum með Heston urðu bæði Moore og Heston sér til minnkunnar.
Þeim sem vildu minnast Hestons er sérlega bent á kvikmyndirnar Planet of The Apes (eldri útgáfuna, þá fyrstu frá 1968) :



og Ben Hur (1959):

sunnudagur, apríl 06, 2008

Helvítis drasl alltaf hreint

Ég get ekki opnað hotmail í tölvunni minni. Veit ekki hvort það er arfaslök nettengingin eða e-ð með síðuna sjálfa. Ef lesendur nota hotmail þætti mér vænt um að vita hvort þeir eru að lenda í þessu sama.

Tónleikar

Hananú. Þá er verið að flytja Paul Simon til landsins. Það er gott og blessað og ég kynni alveg að fara á tónleika með honum, nema þá kannski fyrir þá sök að það verður eflaust hunddýrt á þá.
Það er virðist hins vegar nokkur lenzka nú í seinustu tíð að flytja inn eldri hetjur sem langt er liðið síðan að áttu sín mektarár, hversu góðar sem þær eru nú. Gjarnan eru þetta líka tónlistarmenn sem eru frægastir fyrir veru sína í hljómsveitum sem þeir eru ekki lengur í. Roger Hogdon úr Supertramp, Paul Simon úr Simon & Garfunkel, John Fogerty úr Creedence Clearwater Revival. Söngvarinn úr Uriah Heep og Uriah Heep án gamla söngvarans. Bíddu, áttu Rolling Stones ekki annars að koma einhverntíman til landsins? Það var byrjað að tala um það á 7. áratugnum að þeir væru “alveg að koma”.
Ef flytja á inn inn gamalgróna tónlistarmenn væri ég t.d. alveg til í að fá Stóns, Judas Priest, AC/DC og Tom Waits.
Eins þætti mér vænt um að fá hingað sveitir á borð við Radiohead og Smashing Pumpkins. Það væri flott að fá Apocalypticu á Listahátíð.

Nú er svo spurningin: Á maður að fara á Rufus Wainwright? Það sem ég hef heyrt með honum hefur mér þótt mjög gott en finnst engu að síður hunddýrt á tónleikana.

Ég á minningartónleika um Bergþóru Árnadóttur í gær. Ég verð að játa það að ég var ekkert kunnugur tónlist hennar áður utan 2-3 lög kannski. Kristján bauð mér, og ég þakka aftur fyrir mig. Tónleikarnir voru frábærir, sannarlega falleg stund, og jafnt því að hrífast af ljóðunum sem hún samdi lög sín við og tónlistinni fannst mér tónlistarmenn sem fluttu lögin hennar afbragð. Mér varð hugsað til ömmu, eins og Bergþóra var lengi eina konan sem var vísna- og söngvaskáld var amma lengi eina konan sem var tónskáld á Íslandi. Báðar bjuggu þær líka yfir þeirri náðargáfu að geta fangað anda ljóðanna sem þær sömdu við í tónlistinni. Það er sannarlega ekki öllum gefið. Ég keypti mér í kjölfarið 5-diska safnið hennar.

Ég hef mestmegnis verið að hlusta á lagið Frá liðnu vori, Svavar Knútur flutti það á tónleikunum en á Bergmáli er það Ólafur Þórarinsson, “Labbi”. Ætli þetta sé ekki lagið sem snart mig hvað dýpst af þeim sem ég hlýddi á á tónleikunum. Bæði ljóðið eftir Tómas Guðmundsson, lag Bergþóru og flutningurinn, allt er þetta yndislegt og ég má til með að skella ljóðinu hér:


Frá liðnu vori

Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum,
hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin.
Og hikandi ég beið þess þá, að bærðust gluggatjöldin,
og brjóst mitt hefur skolfið af þungum æðaslögum.
 
Og hvítir armar birtust, og hjartað brann af gleði,
og hjartað brann af sorg, ef þeir fólu sig í skuggann.
Því hún var bara fimmtán ára og fyrir innan gluggann
og fallegust af öllu því, sem nokkru sinni skeði.
 
Og vorið kom í maí, eins og vorin komu forðum,
með vængjaþyt og sólskin og næturkyrrð og angan.
Og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vangann.
Það kvöld gekk lítið hjarta í fyrsta sinn úr skorðum.
 
Já, skrítið er að hafa verið ungur eini sinni,
og að það skuli hafa verið þessi sami heimur.
Því þá var bara heimurinn handa okkur tveimur,
og hitt var bara ástin, sem brann í sálu minni.
 
Og stundum enn, er byrjar að vora um vesturbæinn,
mér verður á að reika þangað einsömlum á kvöldin.
En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin,
og húsið verður sjálfsagt rifið einhvern næsta daginn.


-- Tómas Guðmundsson

laugardagur, apríl 05, 2008

Hey, you wanna hear the most annoying sound in the world?*

Ég hef kynnst því hjá öðrum Bítlaaðdáendum hveru gjarnt er að þeim sé í nöp við Yoko Ono. Lengi vel hefur mér þótt skítkastið út í hana vera full hart og minna mig á hvernig íslendingar argnúuðust út í Tyrkja-Guddu og að Yoko væri gerður samnefnari fyrir alla misklíð hjá Bítlunum og gerð að grýlu.
Eftir að hafa hlustað á þessa upptöku þá er ég ekki jafn viss:



Sjitt, hvað voru þau að reykja (réttara væri hvað voru þau EKKI að reykja?)? Ég hef heyrt yndislegri hljóð í steypubor. Revolution nr. 9 er eins og Agnus Dei í Requiem eftir Fauré í samanburði. Hvað var Lennon að hugsa? Var hann virkilega að fíla þetta eða var hann svona eins og foreldrar barns í Susuki-skólanum sem sargar á fiðlu eins og hún væri sög, en reyna að halda andliti vegna þess að þetta er elsku litla sæta barnið þeirra sem er að spila?

Þetta minnti mig jafnframt á eftirfarandi senu úr Dumb and Dumber. Að mínu mati er þetta meira að segja meira pirrandi heldur en þessir ágætu félagar, og fjandakornið fyndnara líka, með fullri virðingu fyrir þessari ágætu mynd.

.

* Lloyd í Dumb and Dumber

Lag dagsins: Zombie Stomp með Ozzy Osbourne, af pötunni No More Tears.

föstudagur, apríl 04, 2008

Föstudagssíðdegi

Setið að kaffidrykkju sem endranær og hlustað á safndiskinn Remasters með Led Zeppelin og lesið í Film History: An Introduction. Tókst að gleyma Representing Reality eftir Bill Nichols á kóræfingu í gær og þarf því að reyna að nálgast hana í dag. Týpískur ég. Í augnablikinu er ég að hlusta á All of My Love.

Bill Nichols er einn af fjölmörgum brillíant fræðimönnum sem lætur afar illa að setja mál sitt fram á skýran og greinagóðan hátt. Óttalega fræðilegur fræðimaður, uppskrúfað málfar, langar heimspeki- sálfræði- og tilvistalegar vangaveltur, lopinn teygður í tyrfnum vaðli. Ég er ekkert viss um að þetta sé meðvitað hjá karlinum, sýnist þetta fremur vera útbreiddur fræðimannafaraldur, og þetta er býsna skæður andskoti. Ég ítreka að ég er ekki einn um þessa skoðun í bekknum, við eigum flest í dágóðu basli við bókina. Á slíkum stundum er maður þakklátur fyrir fræðimenn á borð við Magnús Þorkel Bernharðsson eða Þorstein heitinn Gylfason.

Þegar ég les Nichols og ýmsa aðra fræðimenn af áðurnefndum toga, verður mér jafnan hugsað til grínsins með Stephen Fry og Hugh Laurie þar sem þeir ræða tungumálið. Sjá neðra myndbandið í færslunni "Balls in the sense of balls" frá föstudeginum 22. febrúar 2008 á þessu bloggi.

Ég er hæstánægður með að hafa eignast dágott safn af myndum Werners Herzogs, og þakka Kristjáni fyrir millgöngu sína (ég á sumsé ekki kreditkort). Í öðrum pakkanum eru allar myndirnar sem Herzog gerði með Klaus Kinski; Nosferatu - Phantom des Nachts, Aguirre, der Zorn Gottes, Fitzcarraldo, Cobra Verde og Woyzeck auk myndar Herzogs um samband sitt og Kinski; Mein liebster Fiend. Í hinum pakkanum er Auch Zwerge haben klein Angefangen, Jeder für sich und Gott gegen alle, Fata Morgana, Herz aus Glas og Stroszek.

Að sama skapi er ég ánægður með kaup mín á þremur bókum Kurt Vonnegut; Cat's Cradle, Palm Sunday og Breakfast of Champions.

Fyrir tónlistarfanatíker eins og mig er sérlega skemmtilegt að rekast á þessa þessa upptöku af John Bonham í stúdíói að spila trommulínu fyrir All of My Love. Þvílíkt über-þönder og þvílík innlifun hjá manninum! Það heyrist svo jafnframt í hljóðunum og umlinu sem hann gefur frá sér þegar hann spilar. :)
Mæli með að þið blastið þessu.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

The kindness of strangers...

Britney boðið hlutverk í London

Britney Spears hefur sumsé verið boðið að leika Blanche DuBois í A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Williams.

Kommon, er ekki í lagi???

Þetta fólk virðist vera með afar kaldhæðinn að ég segi ekki sjúkan húmor. Gálgahúmor, mætti segja. Plús það auðvitað að Britney Spears gæti ekki leikið þó henni væri borgað fyrir það, sem sannast best á því sem hún hefur leikið og verið borgað fyrir það. Vilji hún og annað frægt fólk leika væri kannski sterkur leikur að reyna að læra eitthvað í leiklist. “Hahahahíhíhíharrarrar, Britney notar nottla bara method-acting eins og Brando gerði í Streetcar, úff, djöfull erum við ógisslega fyndin!”.

Það er einfaldlega ógeðslegt að sparka í liggjandi manneskju. Helvítis nekrófílar, þarna.

Ég mæli með Southpark-þættinum um Britney-málið. Hann segir í raun allt sem segja þarf.

Í spilaranum: Punchdrunk Lovesick Singalong með Radiohead.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.