fimmtudagur, desember 30, 2010

Heiðarleiki og skilvirkni í fyrirrúmi

Þann 10. desember var seinasti vinnudagurinn minn sem stuðningsfulltrúi á Kleppi, en ég missti vinnuna sökum sparnaðar hjá Landspítala.
Vinnumálastofnun sendi mér póst í dag, viku frá því að ég sendi inn atvinnu- og atvinnuleysisbótaumsókn um að ég þurfi að mæta í seinasta lagi á morgun á skrifstofu þeirra til að staðfesta umsóknina skriflega og afhenda "viðeigandi gögn", annars verður hún tekin niður. Andskotinn hafi það, þetta er það fyrsta sem ég heyri frá þeim um þetta, auk þess sem ekki er tiltekið hvaða "viðeigandi gögn" þeir þurfa, síðast þegar ég talaði við þjónustufulltrúa sagði hann að stofnunina vantaði aðeins staðfestingu frá vinnuveitanda um síðustu þrjá starfsmánuði og það er ég búinn að senda þeim.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.