...og einn talandi páfugl á grein*
Í gær fór ég í fyrsta prófið mitt, í kvikmyndafræði. One down, two to go. Þreytti það í Miðjunni í Háskólabíói. Gekk þokkalega, held ég bara. Sem ég þreytti þetta próf fékk ég lifandi sönnun þess að bankanum er sama um mann. Einhver snillingurinn hafði fengið þá hugmynd að fá hóp af krakkarassgötum til að jarma jólalög. Söngurinn barst MJÖG vel í gegn og get ég ekki alveg sagt að hann hafi komið mér í jólaskap, þar sem ég var að reyna með sveittann skallann að einbeita mér. Þvert á móti var þetta að gera mig brjálaðann. Talandi um góða tímasetningu og tillitsemi við námsmenn.
Sko, þegar prófum lýkur skríð ég eflaust úr grábjarnarhamnum og verð jólabarn á ný en ÞEGAR ÉG ER Í FOKKINGS PRÓFI VIL ÉG LíKA FÁ FOKKINGS VINNUFRIÐ!
Eftir prófið bað ég bankastarfsmann afar vinsamlega um að koma þeim skilaboðum á framfæri við aðstandendur að þetta hefði virkað einkar truflandi, í þeirri von að slíkt færi ekki að endurtaka sig.
Þúst... þið getið fokkað ykkur og þessum helvítis talandi páfugl á grein!
* Ekki það að ég hafi rekist á marga talandi páfugla um æfina. Páfagaukana hefur ekki vantað en ég enn ekki séð einn einasta talandi páfugl. Ah, live and learn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli