Í eftirmælum sínum um frænda sinn spyr félagi Þórður góðrar spurningar, hvers vegna jarðarfarir geti ekki verið skemmtilegar, og vísar þar í útför Graham Chapman, Monty Python-liða. Ég tek þar undir með honum. Þessi jarðarför er í senn einhver sú fallegasta og fyndnasta sem ég hef séð, og þegar kemur að mér, myndi ég sjálfur vilja hafa jarðarförina mína eitthvað á þessa leið. Þá er ekki úr vegi að vísa á The Parrot Scetch, sem John Cleese minnist á í ræðunni sinni, en á undan honum er teiknimynd eftir Terry Gilliam og brandaranum fylgir svo The Lumberjack Song. Njótið vel.
Raunar birtist ræða Cleese ekki öll í myndbandinu, en textan við hana í heild sinni má finna hér.
Og fyrst minnst var á Llamadýr áðan, má ég til með að láta þetta fljóta með. :)
mánudagur, desember 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli