miðvikudagur, desember 06, 2006

Hananú, nú er ég loks búinn með þessa blessuðu ritgerð, (með öllum sínum göllum). Það er eins og Purkurinn sagði, það er ekki spurning um að geta heldur gera. Nú falla líka vötn öll til Dýrafjarðar og ágætt að vera búinn að rubba þessu af. Vakti í alla nótt við að trunta mér í gegn um þetta og er ekkert búinn að sofa. Það er svona næst á dagskrá. Svo bíður mín auðvitað allur hinn lærdómurinn fyrir komandi próf og svona.
Ég kunngjöri hér með að ef það er eitthvað sem mér leiðist við ritgerðasmíðar þá er það:

a) að þurfa að stytta ritgerðir
b) Helvítis moðerfokkíng footnotes í heimildaritgerðum.

Humm, já, og að þurfa að hanga við skrifin í þessari helvítis kjallarakatakompu við tölvu sem er annað eins helvítis rusl og þessi og algert svefnleysi um nóttina er svo ekki alveg beinlínis mín uppskrift að góðu teiti...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.