sunnudagur, desember 27, 2009

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza verður haldinn í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu) sunnudaginn 27. desember kl. 16


Ræðumenn: Rawda og Muhamed Odeh frá Jerúsalem

Þann 27. desember er eitt ár liðið frá því að Ísraelsher hóf stórfelldar og grimmilegar árásir á Gazasvæðið. Á þremur vikum féllu meira en 1400 Palestínumenn í valinn, flestir óbreyttir borgarar, þar á meðal 414 börn og unglingar undir 18 ára aldri. Þrettán Ísraelsmenn féllu þar af tíu hermenn. Stríðsglæpum Ísraelsstjórnar verður mótmælt víðs vegar um heim á sunnudaginn, þriðja í jólum, og um leið verður þess krafist að ómannúðlegri herkví um Gaza verði aflétt.

Kjörorð dagsins eru: Munum Gaza, rjúfum umsátrið!

föstudagur, nóvember 27, 2009

Frjáls Palestína

Fyrsta tölublað 20. árgangs Frjálsrar Palestínu, málgagns Félagsins Ísland-Palestína kom út í dag í ritstjórn minni. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem ég ritstýri blaði. Blaðið er glæsilegt og ekki laust við að maður sé stoltur. Ég þakka stjórn félagsins, öllum sem lögðu fram efni, þýddu og lásu yfir, Prentmeti, Hauki Má Haraldssyni uppsetjara, Katrínu Mixa og Hjálmtý Heiðdal, sem sitja með mér í ritstjórn, kærlega fyrir samstarf og framlag við tilurð blaðsins.

Þeim sem vilja nálgast blaðið en eru ekki í félaginu er að sjálfsögðu ráðlagt að ganga í félagið, en það verður einnig til sölu á e-ð 4-500 kr. á fundinum á sunnudaginn.
Einnig býst ég við að það komi á pdf-formi á heimasíðu félagsins, svo sem verið hefur undanfarin ár, en rekstur síðunnar hefur reyndar verið niðri um hríð, þó það standi nú til bóta. Einhver töf gæti því verið á því.

fimmtudagur, nóvember 26, 2009

Félagið Ísland-Palestína: Samstöðufundur með Palestínu



Alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni er haldinn að undirlagi Sameinuðu þjóðanna þann 29. nóvember ár hvert.

Dagskrá verður í Norræna húsinu á sunnudaginn og hefst kl. 15:

Ávarp dagsins: Ögmundur Jónasson alþingismaður

Björn Thoroddsen og félagar í Guitar Islandicio flytja nokkur lög

Anna Tómasdóttir hjúkrunarnemi flytur erindi og sýnir myndir: Mannréttindabrot í skjóli meints öryggis. Reynsla sjálfboðaliða í hertekinni Palestínu.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

miðvikudagur, nóvember 18, 2009



Samstöðu- og styrktartónleikar Félagsins Ísland-Palestína:

Miðvikudaginn 18. nóvember á Batteríinu (Gamla Organ)

Fram koma hljómsveitirnar:

Útidúr

Reykjavík!

For a Minor Reflection

Retro Stefson

Aðgangseyrir er 1000 kr - sem renna beint í neyðarsöfnun FÍP til Gaza

Fjölmennum og sýnum málstað Palestínumanna samstöðu, styrkjum neyðarsöfnun til nauðstaddra íbúa Gaza og hlustum á frábæra tónlist.

Niður með aðskilnaðarmúrinn - Frjáls Palestína!

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Af mönnum og álfum

Ekkillinn

Uppi í háa hamrinum býr huldukona,
það veit enginn Íslendingur
annar en ég, hvað vel hún syngur.

Eitt sinn hvarf hann ekkillinn frá Álfahamri,
það var ekki allt með felldu,
eftir því sem sumir héldu.

Leitað var hans út með á og upp við hamra,
en allir höfðu öðru að sinna,
ekkilinn var hvergi að finna.

Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa
heyrt hann glöggt á hljóðri vöku
í hamrinum syngja þessa stöku.


--Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


Karl sat undir kletti

Karl sat undir kletti
og kordur sínar sló,
hann hafði skegg svo skrítið
og skögultönn og hló,
hann hafði skegg svo skrítilegt
og skögultönn og hló.

Huldan uppí hamri
heyrði ljúfan klið,
hún læddist út úr hamri
og lagði eyrun við,
hún læddist út úr hamrinum
og lagði eyrun við.

Síðan hefur hvorugt
hér um slóðir sést.
Sá gamli var víst ekki
eins gamall og hann lést.
sá gamli var víst ekki nærri
eins gamall og hann lést.


-- Halldóra B. Björnsson

mánudagur, nóvember 09, 2009

Stríðið

Spurt hef ég tíu milljón manns
sé myrtir í gamni utanlands:

Afturámóti var annað stríð
undir grjótkletti forðum tíð,
það var allt útaf einni jurt
sem óx í skjóli og var slitin burt.

því hvað er auður og afl og hús
ef engin jurt vex í þinni krús.


-- Halldór Laxness, ort í orðastað Bjarts í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Alþjóðlegur baráttudagur gegn aðskilnaðarmúrnum

Dagskrá á Café Kúltúra - mánudaginn 9. nóvember - klukkan 19.00

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn aðskilnaðarmúrnum mánudaginn 9. nóvember mun Félagið Ísland-Palestína standa fyrir kvikmynda- og fræðslukvöldi á Café Cultura, Hverfisgötu 18.

Dagskráin hefst klukkan 19.00. Allir velkomnir!


DAGSKRÁ:

Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi og stjórnarmeðlimur FÍP mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Mannréttindabrot í skjóli öryggis“ þar sem fjallað verður um aðskilnaðarmúrinn, landtökubyggðir, frelsisskerðingu og önnur mannréttindabrot sem framin eru gegn palestínsku þjóðinni og hljóta þögult samþykki umheimsins.

Sýnd verður myndin The Iron Wall en eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða heimilidarmynd um aðskilnaðarmúrinn í hertekinni Palestínu.

mánudagur, nóvember 02, 2009

Roman Polanski-málið

Einn eftirlætis kvikmyndaleikstjórinn minn, Roman Polanski, hefur verið mikið í fréttunum vegna kynferðisafbrotsins sem hann hefur nú verið handtekinn, fyrir, rúmlega 30 árum eftir afbrotið.
Nú kemur í bíó heimildamynd um hann, eða réttara sagt réttarferlið gegn honum.
Mér sýnist þetta svo sem alveg forvitnileg mynd, og hún hefur fengið góða dóma. Þess vegna tel ég góðar líkur á að ég tékki á henni.
Þó er rétt að hafa góðan fyrirvara. Samkvæmt því sem ég hef lesið mér til fylgist myndin fyrst og fremst með lagaferlinu og virðist komast að þeirri niðurstöðu að þrá dómarans eftir sviðsljósi og fjölmiðlafár hafi fremur ráðið hvernig málið þróaðist en krafan um réttlæti.
Það má svo sem alveg vera. Af lýsingum að dæma virðist hins vegar umfjöllunin um sjálfan glæpinn víkja til hliðar og Polanski birtast manni sem hálf leyndardómsfull persóna.
Gott og vel. Fjölmiðlafár er mikið í Bandaríkjunum. Réttarferlið er rotið. Gasp. Hver hefði nú trúað því?
Það breytir hins vegar engu um glæpinn og það er mergur málsins. Roman Polanski svaf hjá 13 ára stúlku, undir lögaldri og ósjálfráða. Það nefnist statuary rape á ensku, og hann játaði það. Hann kynni jafnvel að hafa nauðgað henni, þ.e. sofið hjá henni án ennar samþykkis, þó það komi nú eiginlega í sama stað niður, þar sem stúlkan er lögum samkvæmt ekki álitin hafa þroska til að geta gefið fullt meðvitað samþykki. Hann flúði svo af hólmi. Hér gerist hann í senn sekur um níðingsskap og heigulshátt. Þar gildir litlu hvort réttarhöldin hefðu verið sanngjörn. Í stað þess að gangast við glæp sínum og leita þess réttar sem hann kynni að telja sig hafa haft, þá flúði hann. Getur hann því fyrst og fremst sjálfum sér um kennt hvernig komið er fyrir honum núna. Vissulega voru kringumstæður handtökunnar lúalegar, en varla þó jafn lúalegar og hans eigin glæpur.
Það að hann missti foreldra sína í útrýmingabúðum, og var þar sjálfur fangi í bernsku,, og að konan hans var myrt á hrottalegan hátt er harmleikur, svo sannarlega, og ekki ætla ég að gera lítið úr því. En að reyna að nota það sem útskýringu eða réttlætingu á glæpnum er á siðferðislega hálum ís, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ekkert réttlætir nauðgun, og ekkert réttlætir að serða barn.
Roman Polanski er stórkostlegur kvikmyndagerðarmaður, en hann er líka níðingur. Blessunarlega birtist níðingsskapurinn ekki í myndum hans, sem eru sömu listaverkin og áður og ég mun njóta þeirra jafn mikið. Framlag hans til heimslistarinnar er vissulega dýrmætt. Hann á hins vegar ekki að fá silkihanskameðferð fyrir það, staða hans sem listamanns breytir engu um glæp hans. Ef ég hefði drýgt sama glæp (engar áhyggjur) þá væri mér smalað í steininn og yrði úrhrak meðal fanganna, þeir kynnu að hafa bútað móður sína, en ég væri sko ógeð. Fáir glæpamenn eru jafn fyrirlitnir innan fangelsismúra, ef ekki bara líka sem utan og barnaníðingar.
Auðvitað er egórúnkarinn í mér pínu fúll yfir að fá ekki fleiri gæðamyndir frá honum. En þegar málið snýst um glæpi og níðingsverk þá á ekki að gera undantekningu á fólki vegna framlags þeirra á öðrum sviðum. Níðingsskapur er níðingsskapur. Réttlætiskennd mín er því hér egórúnkinu yfirsterkara.
Þeir listamenn sem vilja að hann verði látinn laus gera sér aðeins skömm til. Það væri annað ef hann fengi heiðarleg réttarhöld eða ef einhver leið væri á endurhæfingu. Þeir ættu alltént að spyrja sig hvort þeir myndu bregðast eins við ef þeirra eigin börn hefðu verið fórnarlömbin.

fimmtudagur, október 29, 2009



Fleiri myndir á heimasíðu Khalil Bendib, sjá hlekk til hægri.

mánudagur, október 26, 2009

Einar velvakandi

Í dag brá ég mér á Bókasafnið í Kringlunni.
Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema að ég hef aldrei farið á bókasafnið þar áður.
Vissi ekki það væri til.
Svo segir Doddi mér að það hafi verið þarna í svona tíu ár eða meira.
Touché.
Mér til varnar virðist það eiginlega vera eitt best geymda leyndarmál Kringlunnar. Þetta er í gömlu Borgarkringlunni, sem eitt sinn hét. Maður gengur ganginn út í horni hjá Subway og þar er lítið óáberandi skilti sem rennur nánast saman við vegginn og tjáir manni að maður eigi að ganga ganginn í átt að bókasafninu. Þegar komið er á enda gangsins eru tröppur niður og þar niðri er Bókasafnið.
Að því sögðu sótti ég mér bunka af góðu efni, allt geisladiska. Safndiska með Edith Piaf, Ray Charles, Roy Orbinson, Kim Larsen, The Cure og Willie Nelson auk The Boatman's Call með Nick Cave & The Bad Seeds, Toys in the Attic með Aerosmith og Ten með Pearl Jam.
Mér líst líka alveg asskoti vel á kvikmyndasafnið þeirra.

þriðjudagur, september 22, 2009

"Aðkomuherinn"?!

Er það það sem þeir kalla hernámsliðið í Afghanistan núna?! (sjá bls. 10 í Fréttablaðinu í dag).

"Eh, já, við erum bara í heimsókn. Don't mind us. Þúst, látið bara eins og heima hjá ykkur."

miðvikudagur, september 09, 2009

Saknaðarljóð

Mér finnst hafa vaxið vandi
versnað allra kjör.
Burt af okkar litla landi
lagðir þú í för.
Þó ég sjálfur hugann hafi
hjá þér ástin mín.
Á því lengur enginn vafi
allir sakna þín.

Döpur ský í hlíðum hanga
í húsum slokkna ljós.
Blómálfar með vota vanga
verma hnípna rós.
Sveipuð dökkum silfurröndum
sumarnóttin dvín.
Einhversstaðar úti í löndum
ertu, stúlkan mín.

Ár til sjávar ennþá renna
aftur dagur rís.
Fuglar ungum flugið kenna
framtíðin er vís.
Glóa rósir gulli fegri
glitrar lindin tær.
Þær væru eflaust yndislegri
ef þú værir nær.

Þú ert okkur bundin böndum
við bíðum eftir þér.
Þó þú unnir öðrum löndum
áttu rætur hér.
Þú átt fullt af vildarvinum
við þér gæfan skín.
Ásamt mér og öllum hinum
Ísland bíður þín.


-- Hákon Aðalsteinsson, Oddrún, 1995.

mánudagur, september 07, 2009

Language announcement: すみません。日本語わかりません。

To clarify a misconception that seems to have risen in the comments on this blog: I do not speak Japanese or any other Asian language for that matter, I'm sorry to say. If you want to comment here, I would prefer if you could do it either in Icelandic or English, since I would like to understand the worlds, and would believe that a blog commentor would have it in mind that the host could read the comment. If you are a non-Icelandic/English speaker je parle un petit francais, ich spreche etwas deutsch, jag prätar svenska, jeg taler dansk, jeg tala norsk, dico latinam og ég get skilið føroyska.
Merci, danke, tak, tak, tak, gratias vobis ago.

That being said, according to a free internet-translator the comments thus far have been as follows:

"The man with the amateur host of the leading part, just healing the body of the woman can receive large amount reward.The frustration human wife and the man the woman who does not have the coming out meeting seeks the man with this site and others the [tsu] plain gauze is.The one which has interest please from the TOP page"

and

"For the woman it doesn't try doing the business trip delivery host with the manners sight? It is large amount part-time job of hourly wage 20,000 Yen.After doing no charge register, because it just waits for the call from the woman, also the trial register is welcome.Interest the one which leaned now immediately please."

I'm still not quite sure I understand this... :P

mánudagur, ágúst 17, 2009

Hvalreki

Sem ég las grein Doktor Gunna um framsækið rokk í Grapevine þá sá ég í enda hennar að hann vísaði á heimasíðu þar sem hann sagði að væri hægt að hlusta á dágóðan slatta af þessu dóti. Ég ætlaði varla að trúa því, og hugði að böggull hlyti að fylgja skammrifi. En viti menn; þarna voru 13 sígildar plötur úr íslenskri poppsögu, en sumar hefur verið ill-eða ófáanlegar í langa tíð, til að mynda hafa sveitirnar Náttúra og Icecross enn ekki verið endurútgefnar á geisladisk, ég hafði þó fundið Magic Key með Náttúru á vínyl á Bókasafninu en hvergi getað fundið Icecross og ekkert heyrt með sveitunum. Nánar tiltekið eru plöturnar á þessari síðu Lifun og Mandala með Trúbrot(i/um?), Hinn íslenski Þursaflokkur, samefnd sveitinni,What's Hidden There? með Svanfríði, Sturla með Spilverki þjóðanna og plata samnefd sveitinni, Óðmenn, Mánar, Icecross og Jónas og Einar eru einnig með plötur samnefndar flytjendum, þá er þarna platan Uppteknir með Pelican og Hríslan og straumurinn með Eik.
Ég skellti hlekk á síðuna, www.icelandprog.com hægra megin á bloggsíðunni. Platan sem þá byrjar í spilun er sú ágæta plata ...Lifun með Trúbrot. Það er annars skömm af því hversu lítið af þessari tónlist hefur verið endurútgefið á geisladisk, því hún er afspyrnu góð.
Hlustið og njótið.

fimmtudagur, júlí 23, 2009

Wacken-minningar og endurfundir eða: LASS ROCK SEIN.




Í ár fer ég í á 20 ára afmæli stærstu þungarrokkshátíð Evrópu, Wacken Open Air í Þýskalandi. Þetta verður önnur för mín á Wacken, fyrri ferðin var 2001.
Meðal þeirra sem ég sá þá spila voru Motörhead, Eiríkur Hauksson með Artch, Saxon, Dimmu Borgir, Rage (ekki þó Against The Machine), Helloween, Therion, Overkill og Sodom. Það munaði líka litlu að við sæum gamla brýnið hann Paul Di'Anno, fyrrum söngvara Iron Maiden, en heyrðum í fjarska lokatóna hans þegar við vorum að tjalda. Ég tapaði gleraugunum mínum á Motörhead, en hinir ágætu þungarokkarar í þvögunni voru það elskulegir að hjálpa til við leitina, og þrátt fyrir að gleraugun reyndust vera í rúst þegar þau fundust þótti mér vænt um viðleitnina. Almennt var mikill andi félagsskapar og bræðralags yfir hátíðinni, og vænsta fólk sem maður spjallaði við, enda þungarokkarar alla jafna valmenni. Sérlega gaman að skemmta sér með drukknum þýskum þungarokkurum, en sá munur er á að í ár get ég drukkið líka (ég var sextán ára snáði og undraheimar ölkorfsins höfðu enn ekki opinberast mér). Mér er sérlega minnisstætt þegar við sáum Eika Hauks í Partýtjaldinu, veifandi íslenska fánanum og jakkanum hans Daða þar sem var slegið saman fánanum og Reykjavíkurmerkinu, stóðum fyrir "crowd-surfi", hrópandi "Eiki! Eiki! Eiki rauði, Gaggóvest!" og þar fram eftir götum. Hann tók reyndar ekki Gaggó Vest en glotti við tönn og lét sér vel líka. Við hittum hann síðan í þvöguni á leið á Motörhead og tókum honum opnum örmum, og var það gagnkvæmt.
Á Motörhead-tónleikum var náunga hleypt upp á svið og bað hann sína heittelskuðu þar um að giftast sér. Það er ekkert sem segir rómantík eins og bónorð á Motörhead tónleikum. Hvernig átti hún auk þess að segja "nei"?
Einnig er minnisstæð hellidemban sem við lentum í á brottfarardegi, og hef ég ekki upplifað annað eins á minni hunds- og kattartíð, enda rigndi nánast hundum og köttum. Sem og tjaldið sem ég tapaði. Kebabarnir og Bradwurst kalla jafnframt vatn fram í munninn, að ógleymdu ölinu (þó að gengið í ár sé reyndar einkar óhagstætt, fjárans fjárferði). Af Iron Maiden bolnum sem ég keypti á Wacken (en þar sést lukkdýr hljómsveitarinnar, Eddie, í djöflaham reka Bruce Dickinson í gegn með þríforki) er það að segja að hann rifnaði fyrir miðju og rifan ágerðist uns ég reif hann í tvennt, að hætti Hulk Hogan, á Maiden tónleikunum í Egilshöll, svo hann varð Iron Maiden vestið mitt í staðinn. Geymdi þetta í smá tíma sem minjagrip en fleygði loks, en hef alveg hug á að fá mér annan. Nú hef ég líka kost á að fá mér alvöru Wacken-armband, en síðast voru þau búin og ég fékk bara eitthvað plastdarsl í staðinn.

Ég er þarna einhvers staðar í skaranum í tónleikaflutningi eftirfarandi laga:

Dimmu Borgir - Spellbound


Motörhead - Ace of Spades


Saxon - The Eagle Has Landed


Sodom - Code Red


Therion - Wine of Aluqah


Hér er svo ljósmynd frá tónleikum Artch undir forystu Eiríks Haukssonar í partýtjaldi Wacken árið 2001. Það sést í hnakkann á Vésteini bróður í Motörhead-gallavesti en það er ég sem held á íslenska fánanum:


...

Ég flýg út á sunnudag. Meðal þeirra sem ég er forvitinn að sjá (auk endurfunda við Motörhead, Saxon og e.t.v. Rage) eru Onkel Tom Angelripper (en hann sá ég síðast spila með Sodom), Anthrax, Heaven and Hell (Black Sabbath með Ronnie James Dio), Machine Head, Amon Amarth, In Flames, Bon Scott (AC/DC-tributeband, hvað get ég sagt? Ég elska AC/DC). Gæti einnig alveg hugsað mér að tékka á UFO, Napalm Death og In Extremo, GWAR... þarf bara að sjá hversu miklu ég næ, því vel getur verið að einverjar sveitir rekist á. Næ svo nokkrum dögum í Köben áður en ég held heim.

miðvikudagur, júlí 22, 2009

Í Unuhúsi

Upp þetta dimma sund; þar lá mín leið
mart liðið kvöld;
og sæi ég ljós, þá var sem vanda og neyð
væri nú lyft af heilli öld.

Hér beið mín eftir amstur dags og önn
- eða utanför -
sú fyllíng vona er fæstum verður sönn,
að fá af vini örugg svör,

svo létti vafa af öllum ugg af þér
sem átt þar hlé;
hver þögn fær óm; hvert orð ber epli í sér.
Ymur hið forna saungna tré.

Þar drífa guðir og gamlir prestar inn
og gyðjur lands,
afbrotamenn og börn fá bolla sinn
af besta vini sérhvers manns.

Og Steinar Steinn sem ljóðin las mér fyrr
án lífsfögnuðs,
kom handkaldur uppsundið, drap á dyr
og drakk úr kaffibolla Guðs.*

Ó mildu vitru augu, augna hnoss,
umliðna stund
þess ljóss er brann, sjá enn lýsirðu oss
upp þetta dimma sund.


-- Halldór Laxness


* Laxness lét fylgja sem skýringu í Kvæðakveri að það hefði verið "siður Erlendar að setja fram einu bollapari fleira en gestirnir voru við borðið 'bolla guðs' sem við kölluðum."

Þess má geta að amma mín, Jórunn Viðar, samdi afar fallegt lag við þetta ljóð sem er á sönglagadisk hennar Únglingurinn í skóginum, en lagið syngur Jón Þorsteinsson. Ég hef unað mér síðustu daga við að hlusta á það og önnur lög á disknum.

þriðjudagur, júlí 14, 2009

We are one people... :)

George Carlin fjallar um það sem sameinar fólk:

fimmtudagur, júlí 09, 2009

A Coat

I MADE my song a coat
Covered with embroideries
Out of old mythologies
From heel to throat;
But the fools caught it,
Wore it in the world’s eyes
As though they’d wrought it.
Song, let them take it
For there’s more enterprise
In walking naked.


-- W. B. Yeats

fimmtudagur, júní 25, 2009

Að forsendum slepptum

Rétt í þessu heyrði ég á RÚV að starfsfólk fréttatímans hefðu leitað bankalegs álits á Icesave-deilunni, “að pólitísku, siðferðislegu og lagalegu áliti slepptu” (orðað eftir minni mínu).
Þá er nú búið að setja helvíti mikinn fyrirvara, þykir mér, en kannski viðeigandi, þar sem ekki er að sjá að siðferði, lög eða pólitískur fýsileiki (allav. til langs tíma litið) hafi verið sett í fyrsta sæti þegar fræjunum var sáð fyrir þessa stöðu.
Þannig varð mér hugsað til ummæla Halldórs Laxness um Stalín í Skáldatíma:

“Það verður aldrei tölum talið hvað Stalín var skrýtinn maður; - og skemtilegur ef öll siðferðisvandlætíng er látin lönd og leið; í rauninni ekki ólíkur einhvers konar þussa" (leturbreytingar mínar).

miðvikudagur, júní 24, 2009

Þessir Rómverjar eru klikk!

...

Annars er gaman að geta þess að ég á tvær vísur um pólitíkina í Vísnahorninu í Laugardagsmogganum, en þær hafa áður birst hér á blogginu ("Icesave").

miðvikudagur, júní 17, 2009

Köttur í sekk

Skáldum tekst oft öðrum fremur að komast að kjarna hlutana, eða þá að orða hlutina betur en flestir aðrir. Stundum er það inspírasjón, stundum er það hreinlega gífurleg þolinmæði sem þarf til þess að slípa og finna besta orðalagið. Gjarnan er þetta blanda af þessu tvennu.

Oft hefur verið vitnað til orða Arnae Arnae í Íslandsklukkunni við Úffelen. ég ætla að gera það líka. Mér til varnar segi ég að ég tel þessi orð eiga jafn mikið ef ekki hreinlega meira við í dag en þegar þau voru skrifuð á stríðsárunum (þar að auki hef ég þó alltént lesið bókina sem er meira en margir tilvitnendur gera, þó ég hafi nú satt að segja ekki lesið ýkja mikið annað eftir Laxness, utan slatta af smásögum hans og ljóð, nokkuð sem ég hyggst bæta):

„Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því í armslengd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni eins og því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún gleypt í einum munnbita. Ég veit að þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."

Jónas E. Svafár yrkir svo árið 1967:

Klettabelti fjallkonunnar

ráðherra viðskiptanna telur
að vegurinn til velgengi sé
að fórna efnahag og sjálfstæði
með köldu blóði eins og þorskur

sá frumstæði í forsætinu segir
að trúin á landið sé lík
og trúin á stokk og steina

þeir nota gjaldeyri ríkiskassans
til að drepa niður framleiðsluna

þeir eru að reisa við erlenda stjórn
yfir klettabelti fjallkonunnar


og 1962:

Efnahagsmál

hleypur kvikfjárræktin af sér hornin
yfir hersveitir landbúnaðarins

setja hraðfrystihúsin við sjávarútveginn
heimsmet í fjárdrætti á hlaupareikning

græðir verzlunin sóttkveikjurnar
þegar grefur í gjaldþrota verðbólgu

hittir iðnaðurinn naglann á höfuðið
með fjárfestingu líkkistunnar


Ég óska Evu Joly annars alls hins besta og vona að íslenskir kerfiskallar og kellingar geti andskotast til að leifa henni að vinna við viðunandi aðstæður til að ráða fram úr þessu helvítis fokking fokki fremur en að reyna að nota hana sem einhvers konar hljóða puntbrúðu.

Gleðilega þjóðhátíð.

mánudagur, júní 08, 2009

Icesave

Ég hvet fólk til að koma niður á Austurvöll núna og ganga til liðs við mótmælendur gegn Icesave-samningnum.

Hér eru tvær vísur sem ég orti í dag:

Icesave-skuldum íslenskir
óvíst valda.
Búast má við byltingu
búsáhalda.

Hvort mun þjóð á Fróni frjáls?
Í frera hrærist vagga.
Kornabarni hýru' um háls
hengjum skuldabagga.

laugardagur, júní 06, 2009

Ræða Obama í Kaíró: Nokkur sjónarmið frá friðar- og réttindabaráttufólki

Uri Avnery skrifar á Gush Shalom: The Tone and the Music.

Ali Abunimah skrifar á Electronic Intifada: Obama in Cairo: A Bush in Sheep's Clothing?.

Medea Benjamin skrifar einnig á Electronic Intifada: Obama Should Visit Gaza.

fimmtudagur, júní 04, 2009

"Everything was beautiful and nothing hurt" -- Kurt Vonnegut

Ég er kominn heim eftir frábæra kórferð á Snæfellsnes.
"Vitjað hef ég á vinamót / á vinamót sem á mér sér /reynt af mörgum hýrlegt hót / og vel sé þeim sem veitti mér" -- Hallgrímur Pétursson

Eftir að hafa gengið milli Heródesar og Pílatusar í endalausu tækniveseni við að reyna að prenta BA-ritgerðina mína út er ég nú loks búinn að binda um alla hnúta. Hef skilað ritgerðinni, hún er prentuð og útbundin og ég útskrifast 20. með fyrstu einkunn og 9 fyrir BA_ritgerðina. Ritgerðin er komin upp í skemmu. Nú á ég svo sannarlega skilið einn kaldan.

Í ritgerðinni minni, The Madness of Sanity: A Study of Kurt Vonnegut's Mother Night, rannsaka ég skáldsöguna Mother Night eftir Kurt Vonnegut í ljósi spurninga um ábyrgð, sjálf og siðferðislegan geðklofa, meðvitund og sjálfsblekkingu. Ég færi rök fyrir því að að tilraunir aðalpersónunnar, Howard W. Campbell yngri til að halda sönsum við gefnar aðstæður (hann er njósnari fyrir Bandaríkin í Þriðja ríkinu) kunni vel að vera nokkurs konar geðveiki. Ég skoða enn fremur hárfín skilin milli þess sem gæti virst andstæður,eins og geðheilsu og geðveiki, og hvernig Vonnegut sýnir firringu, hvernig menn blokkera eða búa til múr þar á milli, t.d. milli tilfinninga annars vegar og skynsemi og samvisku hins vegar. Á meðan þessi eiginleiki getur verið af hinu góða undir vissum kringumstæðum, þá getur hann líka haft skelfilegar afleiðingar, eftir því hvernig menn breyta eftir honum. Ég held því fram í ritgerðinni að Campbell sé afbragðs dæmi um þetta þema og Vonnegut sé hér að benda á tvíræðni þess að þröngva vitund eða samvisku út í horn, ekki beinlínis þannig að maður þurki þær út en allav. þannig að maður ýti þeim nógu langt frá sér til að geta gert hluti sem séu andstæðir þeim. Ég held því fram í ritgerðinni að Vonnegut sé með þessu að benda á afar mannlegan þátt sem býr með okkur öllum, og minni okkur á að taka ekki skynjun okkar á hlutunum sem gefinni. Þessi þáttur er sérlega mikilvægur í ljósi reynslu Vonneguts í seinni heimsstyrjöldinni, þegar hann upplifði það að landar hans í Bandaríska flughernum jöfnuðu Dresden við jörðu, þar sem hann var þá stríðsfangi.
Á endanum tel ég að þessi þáttur og innri og ytri áhrif hans sé það sem skiptir máli, fremur en hvort þátturinn sé góður eða slæmur í sjálfu sér. Ég tel að allir hafi getu til að breyta svipað og Campbell og fleiri sögupersónur bókarinnar gera, án þess að það hreinsi hann eða okkur af ábyrgð á gjörðum okkar eða aðgerðaleysi (því ég held að bæði hafi, þegar allt kemur til alls, áhrif á umheiminn).

Einhliða fréttaflutningur?

Af hverju fæ ég á tilfinninguna að "öfgasinnaðir múslimar" séu fyrst og fremst þeir sem segja ekki jájá og lof sé Allah við ummælum Obama?

Ritdómur Kristjáns Albertssonar um BA-ritgerðina mína (með eilitlum lagfæringum)*

Kristjáns Albertsson skrifar (með eilitlum lagfæringum) um ritgerðina mína: "Loksins, loksins, tilkomumiki(l) (BA-ritgerð), sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenzk(ra) (ritgerða) síðustu ára! Ísland hefir eignazt ný(an) stór(ritgerðarsmið), það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það með fögnuði. (Einar Steinn Valgarðsson) hefir ritað þessa (BA-ritgerð sína) á 2(5.). aldursári sínu. Ég efast um að það komi fyrir einu sinni á aldarfjórðungi að (höfundur) á þeim aldri semji jafn snjallt verk og þessi (ritgerð) hans er. Á 64. gráðu norðlægrar breiddar hefir það aldrei fyr gerzt".

*Upprunalegur dómur Kristjáns, (fyrir lagfæringar mínar) fjallaði um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Kiljan Laxness. Ég fékk aftur á móti 9 fyrir ritgerðina mína.

miðvikudagur, júní 03, 2009

Samdi áðan örljóð sem ég tel að lýsi flestu fremur krísu 21. aldar mannsins.


Tölvuóður

Kommon
Vertu nú næs
AAAARRRGGGHHH!

miðvikudagur, maí 27, 2009

Zits/Nabbi/Gelgan






Lag dagsins: Nobody Told Me með John Lennon.

Af heimsmálum

John Pilger skrifar um Tamíla í Sri Lanka: Distant voices, desperate lives

Noam Chomsky skrifar um pyntingaskjölin sem Hvíta húsið birti:The Torture Memos

Það eru ljótu fréttirnar af því hvernig Avigdor Lieberman reynir sífellt að ota sínum tota í Ísrael með últrafasískri stefnu sinni. Þetta boðar sannarlega ekki gott. Lieberman vill að ísraelskir borgarar sverji "lýðræðis-gyðingaríkinu Ísrael" hollustueið eða tapi kosningarétti sínum, en þetta vegur þegar, eðli sínu samkvæmt, að stöðu annara en gyðinga í landinu og þeir fyrrnefdu verða þá annars flokks þegnar, þegar landið er skilgreint sérstaklega sem svo að það tilheyri öðrum en þeim. Reyndar hefur Lieberman líka einfaldlega lagt til að þeir sem ekki séu gyðingar verðis sviptir ríkisborgararétti í Ísrael.
Lieberman vill einnig geta svipt þá Ísraela ríkisborgararétti sem neita að gegna herþjónustu. Hann vill banna Palestínumönnum að minnast opinberlega hörmungana sem þeir sættu 1948 við stofnun Ísraels, þegar þeir voru ýmist hraktir á brott eða flúðu hernað og ofsóknir. Þetta er maður sem talar fyrir þjóðernishreinsum, fjöldabrottflutningum á Palestínumönnum og földamorðum eins og ekkert sé eðilegra, stríðsæsingamaður sem lætur ofsækja mótmælendur og friðarbaráttufólk og vegur að tjáningafrelsi hvernig sem hann getur. Hann fyrirlítur síðan "elítur" í Ísrael og allt sem tengist stofnendum ríkisins. Það er óhugnarlegt hve sterk staða Libermans er, ekki nóg með að Liberman hafi verið skipaður í sæti utanríkisráðherra (sem er mögulega versta PR-múv hjá Ísrael nokkurn tímann) heldur hefur hann líka sterk ítök hjá lögreglunni og dómstólum, hafandi skipað innanríksráðherrana öryggismála (internal security minister) og dómsmálaráðherrann.


Ég bendi á nokkrar góðar greinar sem Uri Avnery hefur skrifað á undanförnu um ástand mála: The Emperor's New Clothes um ráðherraskipanir Netanyahu og áætlanir hans eða kannski er réttara að segja áætlanaleysi skv. Avnery, nema helst stefnuna "NEI", s.s. við friði, samningaviðræðum með nokkru markmiði og brottflutningi landtökumanna, hvað þá að enda hernámið. Og auðvitað stefnuna þar sem krafist er viðurkenningar Ísraels sem "ríki gyðinga" (State of the Jewish People). Sir Winston Peres um tilraunir Shimon Peres til að líkja Ahmadinejad Íranforseta. Quarrel on the Titanic um ósamtöðu Palestínumanna, þar sem Ísrael ber mikla ábyrgð, hafandi stundað stefnuna að deila og drottna um langt skeið (sbr. grein mína í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 28. júlí 2007, sem síðar birtist í tímariti Frjálsrar Palestínu (sama ár, minnir mig)). Calm Voice, big Stick, um fund Netanyahu og Obama.

Ein frétt er þó sannarlega ljóstýra í myrkrinu sem ríkir á Gaza og í málefnum Palestínu, en það er vel heppnuð för 8 manna hóps til Gaza með gerfilimi handa fólki þar.

Ekki fást neinar áreiðanlegar tölur um fjölda þeirra sem þurfa gervilimi, en eitt þúsund manns var talan sem nefnd var á Gervilimastöðinni í Gazaborg (ALPC). 123 manns misstu útlimi í síðustu árásarlotu Ísraelshers sem stóð frá jólum til 18. janúar.

Þrír stoðtækjasmiðir á vegum OK PROSTHETICS (Össur Kristinsson og félagar) og Félagsins Ísland-Palestína héldu til Gazaborgar en það var Neyðarsöfnunin fyrir Gaza sem stóð undir efniskostnaði vegna þessa verkefnis. Það tókst að smíða 26 gervilimi á 24 manns á þremur dögum. Framkvæmdin tókst afspyrnu vel og mikil gleði ríkti þegar fólk sem bundið hafði verið hjólastól stóð á fætur og tók að ganga að nýju.

Tveir heimildakvikmyndagerðarmenn voru með í för og er meðal annars að vænta efnis fyrir sjónvarp frá þeim.

Hópurinn sem er alls átta manns var kvaddur með viðhöfn af borgarstjóra og haldinn var blaðamannafundur við Ráðhúsið þar sem flestir þeirra sem fengið höfðu gervilimi voru mættir. Mikið þakklæti var látið í ljós á báða bóga og vonir standa til að framhald verði á þessu verkefni.

Neyðarsöfnunin fyrir Gaza heldur áfram á vegum FÍP, kt. 520188-1349, bankanr. 0542-26-6990

Hópurinn kemur heim núna í kvöld.



Ég vil loks benda á að enn eru nokkrar sýningar eftir á Orbis Terrae í Þjóðmenningarhúsinu. Þetta er áhrifamikil, áleitin og lifandi sýning sem blandar saman mörgum ólíkum miðlum, varpar fram spurningum um þjóðmenningu og stríðsmenningu, vekur athygli á stöðu flóttafólks og hælisleitenda og á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Fébókarvinir grúppunar fá góðan afslátt á sýningunni. Ég bendi jafnframt á hlekkinn til hægri á þesari bloggsíðu, á Félag hælisleitenda.

Fons

Ég get ómögulega skilið hvernig fyrirtæki með þessu nafni getur farið á hausinn.


Whoa! Aaay!

laugardagur, maí 23, 2009

miðvikudagur, maí 20, 2009

Prison

Man said:
Blessed are the birds in their cages
for they, at least,
know the limits
of their prison.


-- Mourid Barghouti (ensk þýðing: Radwa Ashour)

þriðjudagur, maí 19, 2009

Af gefnu tilefni...

Bill Hicks - Drugs and Music

Gunnar Gunnarsson 120 ára

Ég fagna 120 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar, bölva því í sót og ösku að hafa sést yfir málþingið um hann í gær en fagna því aftur að RÚV bjóði upp á allan upplestur Gunnars á Svartfugli í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson á hlaðvarpinu. Á málþinginu var m.a. rætt um Brimhendu, Vikivaka og Aðventu. Allt góðar sögur og fólk gæti gert margt vitlausara en að bregða sér með eina þeirra út í sólina.
Mæli sömuleiðis með Sælir eru einfaldir, Blindhúsum (í Landnámuútgáfunni er sú saga í sama bindi og Vikivaki) og hinum 5 bindum Fjallkirkjunnar; Leik að stráum, Skipum heiðríkjunnar, Nótt og draumi, Óreyndum ferðalangi og Hugleik í þýðingu Halldórs Laxness eða gömlu góðu dönskunni (þannig las ég Svartfugl).

föstudagur, maí 15, 2009

Repúblikanar ásaka demókrata um hræsni varðandi pyntingamálið

Ég legg til að fólk lesi fyrirsögnina nokkrum sinnum yfir svo þetta síist nú örugglega inn.


Ég held að ég sleppi öllum kaldhæðnum kommentum í þetta sinn. Þessir kónar virðast fullfærir um þetta sjálfir.

Betra er brjóstvit en bókvit

Fyrr í kvöld sendi ég tölvupóst til kennarans míns, Jay D'Arcy, varðandi nokkur vafamál hvað viðvék uppsentingu og forsmkröfum BA ritgerðarinnar minnar. Rétt áður en ég sendi póstinn áttaði ég mig á að í stað "titles" hafði ég skrifað "tits".
Ætli þetta sýni ekki best forgangsröðina hjá mér.

Samber að e-n tíman í MR ætlaði ég að slá inn vefslóð heimasíðu Framtíðarinnar, en sló hins vegar inn www.framridin.is

miðvikudagur, maí 13, 2009

Enn um gras

Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.

Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
- en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.

Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.


-- Jóhannes úr Kötlum, Ný og nið, 1970.

Tími Tveggja ríkja lausnarinnar liðinn? - 60 mínútur fjalla um málefni Palestínu og Ísrael á óvenju hreinskilinn hátt*

Bandaríski fréttaskýrendaþátturinn 60 mínútur fjallaði nýlega á um lífið í hertekinni Palestínu og hvaða áhrif landránsbyggðir Ísraela hafa á friðarhorfur á svæðinu. Í óvenju hreinskilinni umfjöllun um deilur Palestínumanna og Ísraela er komið inn aðskilnaðarstefnuna sem ríkir á palestínsku herteknu svæðunum og af hverju 15 ára samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna hafa ekki skilað þeim síðarnefndu frelsi eða eigin ríki.

Sístækkandi landránsbyggðir á herteknu svæðunum og vegir til þeirra, sem aðeins eru ætlaðir ísraelskum landránsmönnum, skera í sundur landsvæði Palestínumanna. Múrar og vegatálmar hernámsliðsins koma í veg fyrir að fólk komist leiðar sínar, bændur þurfa fara í gegnum hlið til að komast að bújörðum sínum og landránsmenn fá mun meira vant til notkunar en innfæddir Palestínumenn. Fram kemur að til að einhver möguleiki eigi að vera á friði verði Ísraelar að draga herlið sitt frá Vesturbakkanum og Gaza - en þar sem landráðsmenn hafi lagt undir sig stóran hluta svæðisins sé spurning hvort tími tveggja ríkja lausnarinnar sé liðinn.

Samkvæmt umfjöllun 60 mínúta hafa Ísraelar 3 kosti:
Að beita þjóðernishreinsunum, þar sem Palestínumenn yrðu reknir frá Vesturbakkanum
Að veita Palestínumönnum kosningarrétt, sem væri lýðræðislegur kostur en myndi þýða endalok Ísraels sem gyðingarríki.**
Innleitt Apartheid (aðskilnaðarstefnu) þar sem minnihluta Ísraelsmanna ræður yfir meirihluta Palestínumanna.***

>> Við mælum með að sem flestir sjái þessa 13 mínútna umfjöllun 60 mínútna<<

Þátturinn var sýndur á CBS í Bandaríkjunum og nýlega á Stöð 2 á íslandi.
Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér:




* Fékk þetta sent á póstlista fólksins, fyrir hönd Félagsins Ísland-Palestína, og birti hér.

**Ísrael lítur á sig sem sérríki gyðinga, Palestínumenn eru flestir kristnir og múslimar og því líta ráðamenn þar á það sem vondan kost að veita þeim sömu réttindi og gyðingar.
*** Eins og kemur fram í þættinum er þetta kerfi, aðskilnaðarstefna, við líði í hertekinni Palestínu í dag.

ATH! Eina leiðréttingin sem þarft er að koma á framfæri; Ísraelsk hernámsyfirvöld eru ekki að reisa Aðskilnaðarmúr milli Vesturbakkans (hertekin Palestína) og Ísraelsríkis, heldur liggur stærstur hluti múrsins á herteknu palestínsku landi - og víða teygir hann sig langt inn á Vesturbakkann, yfir bújarðir og kringum byggðir Palestínumanna.

mánudagur, maí 11, 2009

Sletta úr skál reiðinnar


Menn sem gefa út heimilda- og fræðibækur með ófullkomnu efnisyfirliti, hvað þá þegar efnisyfirlitið hreinlega vantar, ætti að setja í gapastokk og bjóða æstum múg að grýta með kókoshnetum.
When I am king, they will be first against the wall.



...

Uppfært 24:32 á þriðjudegi.

Jæja, náði e-ð 6-8 tíma törn í dag (man ekki hvað klukkan var þegar ég byrjaði) og átti ágætis spjall við Jay um uppsetningu og þess háttar. Hafði ágætis sándtrakk við skriftir, sem var e-ð á þessa leið:

Ballad of a Thin Man með Bob Dylan
Blackhole Sun með Soundgarden
There Goes My Hero með Foo Fighters
Das alte Leid með Rammstein
Hip Priest með The Fall
U.S. 80's-90's með The Fall
Bullet In the Head með Rage Against the Machine
Breed með Nirvana
All Apologies með Nirvana
Heart Shaped Box Nirvana
Taboo með Tim Minchin
The Gnu Song með Flanders and Swann
Old English Folk Song með Bob Saget
Weird Al Showtheme með Weird Al Yankowitz
Axel F. eftir Harold Faltermeyer, úr kvikmyndinni Beverly Hills Cop.
Fly Away m. Lenny Kravitz
All Along The Watchtower m. Bob Dylan
Our House með Madness
Parklife með Blur
Honky Tonk Women með The Rolling Stones
Dirty Diana með Michael Jackson
Common People með Pulp
Shot Down in Flames með AC/DC
Rock 'N' Roll Singer með AC/DC.
If You Want Blood (You've Got It) með AC/DC

mánudagur, maí 04, 2009

Thin Lizzy flytur Still in Love With You á tónleikum árið 1977:


Upptökur frá þessu tónleikaferðalagi enduðu svo á tónleikaplötunni Live and Dangerous. Mögnuð plata.

laugardagur, maí 02, 2009

En þá gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni*

“About astrology and palmistry: they are good because they make people vivid and full of possibilities. They are communism at its best. Everybody has a birthday and almost everybody has a palm” -- Kurt Vonnegut

Eins og ég virði David Lynch sem kvikmyndagerðarmann (hef raunar held ég aðeins séð Elephant Man, sem er frábær mynd, en átta mig jafnframt á hversu stórt framlag hans til kvikmyndalistarinnar er og langar mikið að sjá fleiri myndir eftir hann) þá gef ég ekki mikið fyrir þessa hugleiðslu sem hann er að boða.

Finnst þetta hljómar óttalega Pollýönnulegt eitthvað.

Kurt Vonnegut kom einhvern tíman með þá nýstárlegu kenningu að Marx hefði ekki beinlínis verið að fordæma trúarbrögð þegar hann hélt því fram að trúarbrögð væru ópíum fólksins. Vonnegut benti á að á tímum Marx hefði þetta ekki bara verið myndlíking, að á þessum tíma hefði ópíum verið hér um bil eina verkjastillandi lyfið sem í boði var, og Marx hefði sjálfur haft not af því í þessu skyni og verið þakklátur þeirri ró sem það veitti honum.
Það má því segja að svona dót virki í besta falli eins og plástur á báttið. Það getur kannski hindrað blæðingu en þýðir ekki endilega að maður nái sér af sárunum. Það er skammgóður vermir að pissa í skóna, eins og kerlingin sagði (Jón Árnason sagði að sumir héldu því fram að kerlingasögur ættu sér hliðstæðu í karlasögum, jafnvel upprunar þaðan en bætti við að "það tölum við ekki um", eða eitthvað þvíumlíkt).

Þó að manni líði e.t.v. skár með því að kjósa að horfast ekki í augu við andann, þá hverfur vandinn ekki fyrir því. Það er hins vegar fremur von að hægt sé að slá á vandann með því að bjóða honum byrgin.

Í bókinni Cat's Cradle eftir Vonnegut koma fram trúarbrögðin Bokononismi, þar sem Bokonon boðar þessa reglu: “Live by the foma** that make you brave and kind and healthy and happy.” Á forsíðu Bóka Bokonons segir jafnframt “Don't Be a Fool! Close this book at once! It is nothing but foma!" Það er skemmtileg þversögn í bókinni að fylgjendurnir áttar sig á að þetta eru blekkingar en kjósa samt að blekkja sig .Enda var raunveruleikinn, alltént hjá í búum San Lorenzo of hráslagalegur til að þeir kysu að horfast í augu við hann. Hver sá sem hefur lesið bókina áttar sig einnig á því að Bokononismi reynist tvíeggja sverð, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Þessi hugleiðsla sem Lynch kennir var kynnt Vesturlandabúum af Maharishi Yogi. Þegar hann ferðaðist um Bandaríkin með þetta fagnaðarerindi var Vonnegut að skrifa greinar fyrir Esquire, hitti þá Maharishi og skrifaði um hann greinina Yes, We Have No Nirvanas, sem síðar birtist í greina- og ræðusafninu Wampeters, Foma & Granfallons. Þar segir hann m.a.:

(Maharishi var spurður um af stöðu sína gagnvart borgaralegum réttindum)
“What
are they?" he asked.
Civil rights were explained to him in terms of black people who, because they were black, couldn't get nice houses or good educations or jobs.
Maharishi replied that any oppressed person could rise by practising Transcendental Meditation. He would automatically do his job better, and the economy would pay him more, and then he could buy anything he wanted. He wouldn't be oppressed anymore. In other words, he should quit bitching, begin to meditate, grasp his garters, and float into a commanding position in the marketplace, where transactions are always fair.
And I opened my eyes, and I took a hard look at Maharishi. He hadn't wafted me to India. He had sent me back to Schenectady, New York, where I used to work as a public relations man – years and years ago. That was where I had other euphoric men talk of the human condition in terms of switches and radios and the fairness of the marketplace. They, too, thought it was ridiculous for people to be unhappy, when there were so many simple things they could do to improve their lot. They, too, had Bachelor of Science degrees. Maharishi had come all the way from India to speak to the American people like a General Electric engineer.
Maharishi was asked his opinions of Jesus Christ. He had some. He prefaced them with this dependent clause: “From what people have
told me about him -”
Here was a man who had unselfishly spent years of his life in American and northern European hotel rooms, teaching Christians how to save the world. There had to be Gideon Bibles in most of these rooms, Yet, Maharishi had never opened one to find out what Jesus said, exactly.
Some searching mind."

...

“I went outside the hotel after that, liking Jesus better than I had ever liked him before. I wanted to see a crucifix, so I could say to it, “You know why you're up here? It's your own fault. You should have practised Transcendental meditation, which is easy as pie. You would also have made a better carpenter.”

* Megas, "Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu".
**Harmless lies

föstudagur, maí 01, 2009

Thin Lizzy: Dancing In The Moonlight

1. maí

Ég óska landsmönnum til hamingju með Alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins.

Vésteinn bróðir skrifar á Eggina: Verkalýðshreyfing í kreppu?.

Maístjarnan eftir Halldór Laxness birtist fyrst í æskulýðsblaði á þessum degi árið 1922. Laxness gaf það síðar út í Kvæðakveri og lagði það einig í munn Ólafs Kárasonar Ljósvíkings í Heimsljósi. Þetta fallega lag og ljóð finnst mér alltaf jafn hrífandi og gaman að syngja. Það á líka vel við:

Maístjarnan

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

fimmtudagur, apríl 30, 2009

Danny Boy

...er lag dagsins. Rakst á þennan fallega flutning á laginu á netinu:

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Glæpir og pópúlismi

Ísrael, Egyptaland, Bandaríkin og ESB halda Gaza áfram í herkví og hjálpargögnum er haldið frá fólkinu. Matur, lyf, teppi og önnur gögn sem hugsuð voru fyrir 1,5 milljón íbúa Gaza, hrannast upp og eru geymd í vöruhúsum, á bílastæðum, leikvöngum og á flugstöðum og fá ekki að fara inn á Gaza, og í milltíðinni rotna matvælin. Mannréttindasamtök víðs vegar um heim hafa þegar fordæmt þennan hrottaskap og bent á þátt fyrrnefndra ríkja í honum, hvernig þetta stríðir í senn gegn alþjóðasamþykkt frá 2005 um ferða- og aðgangsfrelsi og hvernig þetta brýtur auðvitað gegn almennum mannréttindum Palestínumanna, sem eru þegar fótum troðin á degi hverjum. Meira um þetta hér.

Landránsbyggð er að rísa í A-Jerúsalem, á herteknu landi Palestínumanna (hertekið í Sex daga-stríðinu, árið 1967) í trássi við alþjóðalög, og, eins og talsmaður Peace Now bendir á, þá virðist þetta vera gert til þess að grafa undan kröfu Palestínumanna um að fá A-Jerúsalem sem höfuðborg, ef sjálfstætt ríki Palestínumanna yrði að veruleika.

Uri Avnery skrifar um ráðstefnuna um rasisma sem var haldin í Genf, ummæli Mahmoud Ahmadinejad þar í garð Ísraels og ber saman við Avigdor Lieberman. Avnery vill meina að þeir þrífist hvor á öðrum pólitískt; Ahmadinejad nýtir sér hótanir Ísraela og Lieberman nýtir sér kjarnorkuáætlanir Írans. Greinin nefnist Can Two Walk Together?. Ég minni jafnframt á eigin skrif um Ahmadinejad, hér neðar á síðunni.

Það er annars gaman frá því að segja að ég hef nú tekið sæti í stjórn Félagsins Ísland-Palestína.

Loks skrifar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína greinina "Enginn friður án Hamas", sem birtist á bls. 28 í Morgunblaðinu í dag, og ég hvet fólk til að lesa.

sunnudagur, apríl 26, 2009

Lag dagsins: Young Lust með Pink Floyd, af plötunni The Wall. Hér taka þeir það á tónleikum árið 1980:

laugardagur, apríl 25, 2009

Hér sé rokk

Rose Tattoo: Scarred For Life

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Memories...

Mæli með því að lesendur smelli á hlekkinn í fyrirsögninni og hafi lagið í bakgrunni á meðan þeir horfa á myndbandið fyrir neðan til að fá nú rétta fílinginn, en Hannes er þarna gestur Íslands í dag árið 2007:



The Way We Were
Memories light the corners of my mind
Misty water-colored memories of the way we were
Scattered pictures of the smiles we left behind
Smiles we gave to one another for the way we were

Can it be that it was all so simple then
Or has time rewritten every line
If we had the chance to do it all again
Tell me, would we?
Could we?

Memories may be beautiful and yet
What's too painful to remember
We simply choose to forget
So it's the laughter we will remember
Whenever we remember...
The way we were...
The way we were...

Spjallið með Sölva...

er bráðhnyttið. Hér ræðir hann við talsmann efnahagsbrotadeildar:


Þorleifur Arnarson leikari fer sífellt á kostum.

Gleðilegt sumar.

Einar Már Guðmundsson skrifar: Tímarnir eru að breytast - Búsáhaldabyltingin besta landkynningin.

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Torture and Blubber

Nú, þegar búið er að aflétta skjölum sem lýsa pyntingaraðferðum CIA, þegar Spánn vill að þeir sem eiga hlut að máli með beitingu pyntinga verði færðir fyrir stríðsglæpadómstól, þegar Obama Bandaríkjaforseti segir að hann muni tryggja öryggi CIA manna, þá tel ég vert að gefa gaum að pistli sem rithöfundurinn Kurt Vonnegut skrifaði í New York Times árið 1971, og fjallaði þá um pyntingar af hálfu Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu og eðli pyntinga almennt. Pistilinn var seinna gefinn út í ritgerða- og ræðusafninu Wampeters, Foma & Granfalloons og ég mæli með þeirri bók. Þennan pistil tel ég eiga jafn vel við í dag og fyrir 38 árum:


Torture and Blubber.

When I was a young reader of Robin Hood tales and “The White Company” by Arthur Conan Doyle and so on, I came across the verb “blubber” so often that I looked it up. Bad people in the stories did it when good people punished them hard. It means, of course, to weep noisily and without constraint. No good person in a story ever did that.
But it is not easy in real life to make a healthy man blubber, no matter how wicked he may be. So good men have invented appliances which make unconstrained weeping easier–the rack, the boot, the iron maiden, the pediwinkis, the electric chair, the cross, the thumbscrew. And the thumbscrew is alluded to in the published parts of the secret Pentagon history of the Vietnam war. The late Assistant Secretary of Defense, John McNaughton, speaks of each bombing of the North as “. . .one more turn of the screw.”
Simply: we are torturers, and we once hoped to win in Indochina and anywhere because we had the most expensive torture instruments yet devised. I am reminded of the Spanish Armada, whose ships had torture chambers in their holds. Protestant Englishmen were going to be forced to blubber.
The Englishmen refused.
Now the North Vietnamese and the Vietcong have refused. Plenty of them have blubbered like crazy as individuals, God knows–when splattered with jellied gasoline, when peppered with white phosphorus, when crammed into tiger cages and sprinkled with lime. But their societies fight on.
Agony never made a society quit fighting, as far as I know. A society has to be captured or killed–or offered things it values. While Germany was being tortured during the Second World War, with justice, may I add, its industrial output and the determination of its people increased. Hitler, according to Albert Speer, couldn’t even be bothered with marveling at the ruins or comforting the survivors. The Biafrans were tortured simultaneously by Nigerians, Russians and British. Their children starved to death. The adults were skeletons. But they fought on.
One wonders now where our leaders got the idea that mass torture would work to our advantage in Indochina. It never worked anywhere else. They got the idea from childish fiction, I think, and from a childish awe of torture.
Children talk about tortures a lot. They often make up what they hope are new ones. I can remember a friend’s saying to me when I was a child: “You want to hear a really neat torture?” The other day I heard a child say to another: “You want to hear a really cool torture?” And then an impossibly complicated engine of pain was described. A cross would be cheaper, and work better, too.
But children believe that pain is an effective way of controlling people, which it isn’t–except in a localized, short-term sense. They believe that pain can change minds, which it can’t. Now the secret Pentagon history reveals that plenty of high-powered American adults things so, too, some of them college professors. Shame on them for their ignorance.
Torture from the air was the only military scheme open to us, I suppose, since the extermination or capture of the North Vietnamese people would have started World War III. In which case, we would have been tortured from the air.
I am sorry we tried torture, I am sorry we tried anything. I hope we will never try torture again. It doesn’t work. Human beings are stubborn and brave animals everywhere. They can endure amazing amounts of pain, if they have to. The North Vietnamese and the Vietcong have had to.
Good show.
The American armada to Indochina has been as narrow-minded and futile as the Spanish Armada to England was, though effectively more cruel. Only 27,000 men were involved in the Spanish fiasco. We are said to have more dope addicts than that in Vietnam. Hail, Victory.
Never mind who the American equivalent of Spain’s Philip II was. Never mind who lied. Everybody should shut up for a while. Let there be deathly silence as our armada sails home.

Fleira fyndið dót

A Bit of Fry and Laurie: The understanding Barman.

...

Í innganginum að smásagnasafninu Armageddon in Retrospect eftir Kurt Vonnegut, en sonur hans, barnalæknirinn Mark Vonnegut skrifaði innganginn, rakst ég á þessa skemmtilega sögu af Kurt Vonnegut:

"When I was sixteen, he couldn't get a job teaching English at Cape Cod Community College. My mother claimed that she went into bookstores and ordered his books under a false name so the books would at least be in the stores and maybe someone would buy them. Five years later he published Slaughterhouse-Five and had a million-dollar multibook contract. It took some getting used to. Now, for most people looking back, Kurt's being a successful, even famous, writer is an "of course" kind of thing. For me it looks like something that very easily might have not happened.

He often said he had to be a writer because he wasn't good at anything else. He was not good at being an employee. Back in the mid-1950s, he was employed by Sports Illustrated, briefly. He reported to work, was asked to write a short piece on a racehorse that had jumped over a fence and tried to run away. Kurt stared at the blank piece of paper all morning and then typed, "The horse jumped over the fucking fence," and walked out, self-employed again."

Gamanmál og tónlist

George Carlin: People are Boring .

Lög dagsins eru þrjú að þessu sinni og öll með Led Zeppelin: Celebration Day,

Dazed and Confused (tónleikar í London árið 1969):


og The Rain Song (tónleikar í Earl's Court árið 1975):

þriðjudagur, apríl 21, 2009

6000 afleidd störf Sjálfstæðismanna

Smugan skrifar. Náttúruverndarsamtök Íslands spyr hvaðan orkan eigi að koma; hvað eigi s.s. að virkja.

Seiseijú.
Stríð skapa líka mörg störf.

Eins og Alcoa ætti að vita manna best, hafandi ekki látið sitt eftir liggja í hergagnaframleiðslu.

Ahmadinejad og Ísrael

Ég las í Mogganum í dag frétt um að Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hefði úthúðað Ísrael á ráðstefnu um kynþáttafordóma í Genf og var forvitinn um hvað hengi á spýtunni.

Í sjálfu sér hefur Ahmadinejad í mörgu rétt fyrir sér, miðað við fullyrðingar hans sem vitnað er til í Mogganum. Ísraelsstjórn ER grimm og þar RÍKIR kynþáttahatur í garð Palestínumanna. Það er kannski full langt seilst að segja að “Ísraelsmenn” hafi “sent innflytjendur frá Evrópu og Bandaríkjunum (...) til að koma á stjórn kynþáttahaturs á hernumdu svæðunum í Palestínu”. Ísraelsmenn voru til að byrja með ekki til sem slíkir á þessum tíma, heldur voru gyðingar dreifðir um Evrópu og zíonisminn spratt upp samhliða öðrum þjóðernisstefnum á 19. öld, en skírskotaði til harmsögu gyðinga og þeirra ofsókna sem þeir höfðu þurft að þola svo öldum skipti. Zíonisminn tók hins vegar ekki tillit til íbúanna sem fyrir voru, þó að Theodor Herzl, upphafsmaður zíonismans hafi áttað sig á veru þeirra og hafi viljað að gyðingar eignuðu sér landið með góðu eða illu. Ég er hins vegar óviss um að hinn almenni gyðingur hafi litið svo á, fyrir honum hefur fyrst of fremst vakað að koma á nýjan stað, þar sem hann hefur viljað leggja sitt af mörkum við að byggja nýtt og betra samfélag. Menn eru gjarnir á að réttlæta ýmislegt fyrir sjálfum sér, og blekkja sig ef þess þarf, og hafa líklega fremur kosið að líta framhjá stöðu þeirra sem fyrir voru í landinu.
“Vesturlönd hefðu gert heila þjóð, það er Palestínumenn, heimilislausa undir yfirvarpi þjáninga gyðinga í í síðari heimsstyrjöldinni. Þá hefðu síonistar og bandamenn þeirra í Bandaríkjastjórn skipulagt innrásina í Írak.”
Fólksflutningar gyðinga til Palestínu voru hafnir löngu fyrir helförina en auðvitað ágerðist vandinn eftir hana. Enginn skyldi gera lítið úr þeim ólýsanlegu hörmungum sem gyðingar sættu með Helförinni og ljóst er að Evrópa var haldinn djúpri sektarkennd fyrir aðgerðir sínar og aðgerðaleysi. “Yfirvarp þjáninga” er því í hæsta lagi óviðeigandi orðalag, svo ekki sé meira sagt. Hvað Írak varðar, þá verð ég að játa að ég þekki ekki nógu vel til til að geta sagt til um réttmæti eða rangmæti þessarar fullyrðingar, þó ég hafi svo sem heyrt þetta víðar.
Segja má hins vegar að ýmis ríki hafi viljað friða samvisku sína með stuðningi við Ísraelríki eftir heimsstyrjöldina og ýmsir jafnvel viljað “losna við gyðingana”, því kynþáttahatur dó því miður ekki með Helförinni. Aftur á móti held ég líka að mörgum hafi gengið gott eitt til, ekki síst þeim sem minni hlut áttu að máli svo sem Íslandi, en fulltrúi Íslands, Thor Thors lagði til skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba, sem gekk þó ekki eftir. Helsti glæpur Íslendinga gagnvart gyðingum var sú að vilja ekki taka á móti flóttamönnum, sem hefðu þá getað forðast þann hrylling sem beið þeirra. Aftur á móti hlutu Palestínumenn sannarlega þau hlutskipti sem Ahmadinejad lýsir.

Gallinn með gaura eins og Ahmadinejad, sem virðast fyrst og fremst pópúlistar (en ég tel Ahmadinejad sannarlega í þeim hópi og mörg dæmi eru því til stuðnings), er hins vegar sá að það verður erfitt að taka mark á þeim, jafnvel þegar þeir segja eitthvað að viti, því þeir hafa þegar gert það margt sem annað hvort virkar út á við heimskulegt eða hatursfullt til þess að afla sér í fylgis meðal hópa þar sem þeir vita að slík ummæli munu eiga hljómgrunn. Þá er oft höfðað til lægsta samnefnara. Fyrir stuðningsmönnum Ahmadinejads verður hann "karl í krapinu" sem þorir að standa upp í hárinu á Vesturveldum, sem hafa sannarlega leikið Íran grátt í gegn um söguna.
Minnisstæðasta dæmið um ódýran og ógeðfelldan pópúlisma Helfararráðstefnan svokallaða, sem fékk hljómgrunn meðal ýmsra sem báru kala til Ísraels, ekki síst vegna meðferðar þeirra á Palestínumönnum og vegna ósigra arabaríkjanna í stríðum við Ísrael, þá ekki síst eftirmálinn af friðarsamningum Ísraels og Egyptalands, þar sem miklar kvaðir voru settar á Egyptaland svo Egyptaland er nú háð Bandaríkjunum og Bandarísk hervera þar bætir ekki úr skák. Þó er einnig stutt í beina fáfræði og fordóma fyrir þá sem þekkja ekki meira til Ísraela og gyðinga en til þessarar neikvæðu birtingarmyndar, sem svo blandast margvíslegum gróusögum svo ekki verður auðvelt að greina sannleika frá uppspuna. Sökum þess að helförin hefur oft verið notuð pólitíkst þá er því miður útbreytt að íbúar Mið-Austurlanda hafi enga eða takmarkaða þekkingu og skilning á Helförinni og því ginnkeyptari fyrir áróðri. Ráðstefnan varð gróðrarstía fyrir rasisma enda var henni út á við beint gegn Helförinni, en virðist þó fyrst og fremst hafa verið ódýrt trikk til að krækja sér í fylgi á afmörkuðum stöðum og þá lítið skeytt um álit umheimsins.
Ég veit svo sem ekkert hvort Ahmadinejad sé í sjálfu sér sérlega umhugað um málefni Paestínu. Honum er hins vegar pottþétt umhugað um hvort kjósendum hans sé umhugað um Palestínu.

Stjörnu-mamma

Ég hef móður mína sterklega grunaða um að rita stjörnuspána í Moggann, að minnsta kosti fyrir ljónið. Hér eru dæmi um spána sem ég hef fengið undanfarið:


Í gær : "Félagar þínir sína þér mjög mikinn skilning. Ef þú stefnir á langtímamarkið, er gott að skammta orkuna og einbeita sér að því sem lætur verkið rúlla og þróast."
Laugardagur: "Einbeittu þér að því sem þú ert að gera og láttu engan trufla þig á meðan."

...

Vésteinn bróðir skrifar ritdóm um skáldsöguna It Can't Happen Here eftir Sinclair Lewis á Eggina.

mánudagur, apríl 20, 2009

"Eins og það var orðað"?

laugardagur, apríl 18, 2009

Ekki refsað fyrir pyntingar

Í dag afhentu starfsmenn Hvíta hússins þolendum pyntinga af hálfu CIA skaðabætur sem Obama forseti sendi þeim; sjálfshjáparbókina Shut The Fuck Up, við hátíðlega viðhöfn. Voru þolendurnir í kjölfarið vinsamlegst beðnir að víkja af vetfangi af öryggissveitum sem beittu táragasi og kylfum til að dreifa mannföldanum. Aðspurður sagði talsmaður sérsveitarinnar að ástæða aðgerðarinnar væri að þolendurnir hefðu ekki látið sér segjast þegar þeir voru beðnir um að víkja til hliðar, þar sem þeir skyggðu á framfaraljómann.
Heimildamaður hjá Hvíta húsinu hefur eftir forsetanum að hann hafi brýnt fyrir þolendunum "að muna fjölskyldulegu gildin".


Hvað fullyrðingar um að vantsdýfingar séu ekki pyntingar, þá minni ég á sýnikennslu Samtaka hernaðarandstæðinga í vatnsdýfingum, þar sem sjálfboðaliðar fengu að prufa þetta, en gátu gefið merki þegar þeir þyldu ekki meira. Bróðir minn entist ca. 15 sekúndur.
Íslenskum ráðamönnum og Condoleezu Rice, sem var þá stödd hérlendis og er ein þeirra sem hefur haldið fyrrnefndri fullyrðingu fram, var boðið að prófa þessar vatnspyntingar sem Bandarísk yfirvöld og fylgisnatar þeirra halda fram að séu ekki pyntingar. Enginn þeirra þáði boðið.

Uri Avnery skrifar góða grein um hættuna sem Ísrael stendur af fasisma: A Little Red Light.

Lag dagsins: Jeanny með Falco

sunnudagur, apríl 12, 2009

Orðið tónlist: Jórunn Viðar




Ég bendi áhugasömum á að kl. 19:25 í kvöld verður sýnd heimildamynd Ara Alexanders Ergis um líf og list ömmu minnar, Jórunnar Viðar tónskálds.
Sjálfur sá ég myndina í fyrra á níræðisafmæli ömmu og varð djúpt snortinn, enda yndisleg mynd um yndislega konu og tónsnilling.

...

Ég bendi jafnframt á nýja grein Uri Avnery: "Rest has Come to the Weary".

laugardagur, apríl 11, 2009

Hústaka, heimsmál, rokkari og rithöfundar

Ég bendi á umfjöllun á vefsíðunni Nei! um hústökuna á Vatnsstíg.
Sjálfum finnst mér þetta flott framtak. Ég þáði heimboð hópsins (en hann var með opið hús) í gær og mér líst bara vel á. Fasteignafélagið var eitt margra sem kaupir hús og lætur þau vísvitandi grotna niður til þess að geta látið rífa þau til að fyrirtækin geti reist eitthvað rusl í staðinn, verslunarmiðstöð eða álíka. Þetta var fallegt gamalt hús sem var nú vísvitandi komið í niðurníðslu og stóð autt, engum til góðs nema þeim sem höfðu beinan hag á að láta það rotna.
Ég fagna því að þetta hús sé þá fremur nýtt í eitthvað. Ég tek undir með bróður mínum að sá sem lætur hús standa tóm og drabbast niður á ekki skilið að eiga það.
Bendi jafnframt á góðan pistil Tinnu Gígju um hústökulög og fínar hugmyndir sem hún kemur með.

...

Bendi svo á tvær góðar greinar:

John Pilger skrifar: Fake Faith and Epic Crimes.

Uri Avnery skrifar: Who's Boss Who's The Boss?.

...

Á þessum degi 1961 hófust réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem. Las bók Hönnuh Arendt um réttarhöldin um daginn og fannst hún mjög áhugaverð. Mother Night kemur óbeint inn á réttarhöldin þar sem Howard W. Campbell ræðir við Eichmanní fangelsinu í Jerúsalem.

...

Ítalski gyðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi lést þennan dag árið 1987. Sumir telja að það hafi verið sjálfsvíg. Hann ritaði eina frægustu bók sína If This Is a Man/The Truce (er í raun 2 bindi) um upplifun sína í útrýmingarbúðum nasista. Ég er að hugsa um að nýta mér formálann og eftirmálann í ritgerðina mína. Bókin hefst með þessum ljóðlínum:


If This Is a Man

You who live safe
In your warm houses,
You who find, returning in the evening,
Hot food and friendly faces:
Consider if this is a man
Who works in the mud
Who does not know peace
Who fights for a scrap of bread
Who dies because of a yes or a no.
Consider if this is a woman,
Without hair and without name
With no more strength to remember,
Her eyes empty and her womb cold
Like a frog in winter.
Meditate that this came about:
I commend these words to you.
Carve them in your hearts
At home, in the street,
Going to bed, rising;
Repeat them to your children,
Or may your house fall apart,
May illness impede you,
May your children turn their faces from you.


...

Loks á sá ágæti bassaleikari Oliver Riedel í Rammstein afmæli í dag.

...

"And even Vonnegut is dead" söng kvartanakórinn frá Búdapest.

Þessi eftirlætis rithöfundur minn, Kurt Vonnegut, hvers bók ég er að skrifa um lést á þessum degi árið 2007. Heimurinn er snauðari síðan. Eins og ég hef áður sagt á þessu bloggi mun ávallt bera hlýjan hug og þökk til Vonneguts. Þórbergur Þórðarson sagði í Bréfi til Láru: "Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem vetir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.
Allt þetta hef ég upplifað við að lesa og hlýða á Vonnegut.
Ég mæli sérstaklega með The Sirens of Titan, Mother Night og Slaughtherhouse Five. Þar næst koma Breakfast of Champions, Cat's Cradle og Jailbird. Greina- og skoðanasöfnin hans eru líka góð, þar af hef ég lesið A Man Without a Country, kominn lagt með Wampeters Foma and Granfalloons og hef gluggað í Palm Sunday og Fates Worse Than Death.

Í raun held ég að mætti heimfæra ýmislegt af því sem Elliot Rosewater segir við vísindaskáldagnahöfunda í bókinni God Bless You Mr. Rosewater upp á Vonnegut sjálfan, þó hann sé vissulega ekki sá eini sem lætur sig þessi málefni varða sem Elliot nefnir og auðvitað les ég sjálfur fleiri en Vonnegut þó mér þyki iðulega gott að snúa aftur til bókanna hans:

"I love you sons of bitches. You’re all I read any more. You're the only ones who’ll talk all about the really terrific changes going on, the only ones crazy enough to know that life is a space voyage, and not a short one, either, but one that’ll last for billions of years. You’re the only ones with guts enough to really care about the future, who really notice what machines do to us, what wars do to us, what cities do to us, what big, simple ideas do to us, what tremendous misunderstanding, mistakes, accidents, catastrophes do to us. You're the only ones zany enough to agonize over time and distance without limit, over mysteries that will never die, over the fact that we are right now determining whether the space voyage for the next billion years or so is going to be Heaven or Hell."

Ég er líka sammála Bo Petterson í bókinni The World According to Kurt Vonnegut að togstreitan milli þess fyrirfram ákvarðaða og frjáls vilja sé eitt af því sem er mest hrífandi og kjarni í bókum hans, í raun að maðurinn sé ekki algjörlega fyrirfram ákvarðaður og að hann verði að reyna að breyta vel eftir því sem er mögulegt. Hann telur stóru íroníurnar í þemum og formi hjá Vonnegut vera varanlegasta framlag Vonneguts til bandarískra bókmennta ekki síst vegna áhuga hans á öflunum sem móta mannlega hegðun og ábyrgðinni sem maðurin nþarf engu að síður að axla.

"If you want to really hurt your parents, and you don't have the nerve to be gay, the least you can do is go into the arts. I'm not kidding. The arts are not a way to make a living. They are a very human way of making life more bearable. Practicing an art, no matter how well or badly, is a way to make your soul grow, for heaven's sake. Sing in the shower. Dance to the radio. Tell stories. Write a poem to a friend, even a lousy poem. Do it as well as you possibly can. You will get an enormous reward. You will have created something."
-- Kurt Vonnegut, A Man Without A Country.

föstudagur, apríl 10, 2009

Páskabreiðnefurinn



Ég hef aldrei skilið hvað kanínur eða hérar hafa með páskaegg að gera. Það er ekki eins og þau verpi eggjum eða eitthvað.
Ég er hins vegar með þá tilgátu að þetta sé upprunið hjá breiðnefinum. Hann er loðið spendýr eins og hérinn en ólíkt héranum verpir hann eggjum. Þar að auki hefur hann það fram yfir hérann að hann getur gefið frá sér eitur sem varnarviðbragð. Hversu svalt er það?
Eðilegasta skýringin á því hvers vegna hérinn hefði bolað breiðnefinum burt er einfaldlega sú að hérar eru miklu sætari og tiltölulega meinlausir, myndi ég ætla. Hversu krúttlegur er páskabreiðnefur sem spýr eitri?
Engu að síður er ég vinur litla mannsins, eða í þessu tilfelli vinur litla breiðnefsins og styð afskipta undirmálshópa í að ná fram viðurkenningu fyrir göfugt framlag sitt, jafnframt því sem þetta verður kærkomið tækifæri til að berjast gegn útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku. Auk þess er ólíklegt að breiðnefurinn beiti eitrinu nema að honum sé ógnað. Munið að hann er örugglega hræddari við ykkur en þið við hann.
Ég hvet því alla til að taka höndum saman með mér til að páskabreiðnefurinn fái uppreisn æru!

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Lag dagsins: Mannish Boy með Muddy Waters. Hér flytur hann það á tónleikum 1971. Pinetop Perkins er á píanóinu og Willie "Big Eyes" Smith er á trommunum.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Með suð í eyrum...




...við mótmælum endalaust.

Þessi frétt er síðan athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Og hvernig mun Geir svo sæta ábyrgð? Með því að birtast smælandi framan í heiminn á forsíðu Séð og heyrt undir fyrirsögninni: "Sorry, I fucked up!"?
"Ég ber einn ábyrgð og ég er hættur sem ráðherra. Þannig að, þúst, X-D!"

Loks bendi ég á viðtal Sölva Tryggavasonar við Jón Hannes Smárason. Segir eiginlega allt sem segja þarf:

þriðjudagur, apríl 07, 2009

"Trúir á frið í Mið-Austurlöndum"

Það sér náttúrulega hver heilvita maður að kröfur Palestínumanna eru fáránlegar. Að vilja ekki þurfa að sæta hrottalegu hernámi, að landránsbyggðir verði lagðar niður og að þeir fái frjálst og lífvænlegt ríki miðað við landamærin 1967, sem er örlítill hluti af upprunalegri Palestínu og miklu minna svæði en Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að þeim yrði úthlutað þegar fyrirhugað var að skipta Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba á sínum tíma. Að þurfa ekki að sæta árásum eins öflugasta hers í heimi þar sem þeir hafa helst skotvopn, sjálfmorðssprengjuárásir og heimatilbúar eldflaugar á móti. Að mannréttindi þeirra séu ekki fótum troðin dag hvern. Að fá, í sem stystu máli, að lifa eðlilegu lífi.

Öll viljum við frið. En spurningin er bara: Á hvaða forsendum?

sunnudagur, apríl 05, 2009

fimmtudagur, apríl 02, 2009

mánudagur, mars 30, 2009

Leikhús og kór

Helgin var góð, skemmti mér hið besta á Árshátíð Háskólakórsins. Tónleikarnir á Akranesi heppnuðust líka vel. Ég minni á seinni tónleika kórsins annað kvöld kl. 8. Ég er að selja miða í forsölu á þúsundkall, mig má nálgast í síma 862 9167.

...

Í gær fór ég á afar áhrifaríka leiksýningu í Borgarleikhúsinu, tíu mínútna leikritið Sjö gyðingabörn - Leikrit fyrir Gaza eftir Carol Churchill. Leikritið varpar upp sjö svipmyndum úr mismunandi tímum í sögunni þar sem foreldrar, og eftir geðþótta leikhópsins, fleiri ættingjar ræða hvað eigi að segja börnunum, hvað ekki og hvernig. Sögusviðið hefst í helförinni, þaðan til stofnunar Ísraelsríkis, þaðan til stríðanna við arabalöndin og hernámsins og endar með árásunum á Gaza.

Fyrir þá sem misstu af sýningunni, þá getið þið lesið leiktexta Churchill hér.

Þann 4. stefni ég svo á að fara á sýninguna Ég heiti Rachel Corrie. Hef lengi hlakkað til að sjá þá sýningu.

...

Lag dagsins er Old English Folk Song, hér flutt af Bob Saget. Bassinn tók þetta lag sem atriði á árshátíðinni, að tillögu Höskuldar. Ég, Höskuldur og Pascal skiptum með okkur erindunum og hinir sungu bakraddir. Ég lék undir á gítar og svo tókum við allir síðustu tvær línurnar saman í kór.


...

Í dag eru 60 ár liðin frá inngöngu Íslands í NATO. Kl. 5 í dag verður útifundur á Austurvelli þar sem sú krafa er gerð að Ísland standi utan hernaðarbandalaga.
Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og María S. Gunnarsdóttir formaður MFÍK flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson formaður SHA.
Síðast en ekki síst verður botninn sleginn úr Nató á táknrænan hátt.
Friðarsinnar eru hvattir til að fjölmenna. Ísland úr Nató!

sunnudagur, mars 29, 2009

Næturljóð úr Fjörðum

Yfir í Fjörðum allt er hljótt
Eyddur hver bær hver þekja fallin
Kroppar þar gras í grænni tótt
gimbill um ljósa sumarnótt
Háreistum fjöllum yfirskyggð
ein er þar huldufólksbyggð

Bátur í vör með brostna rá
bíður þar sinna endaloka
lagði hann forðum landi frá
leiðina til þín um vötnin blá
Aldrei mun honum ástin mín
áleiðis róið til þín

Fetar þar létt um fífusund
folaldið sem í vor var alið
aldrei ber það um óttustund
ástina mína á vinafund

Grær yfir leiði grær um stein
gröfin er týnd og kirkjan brotin
Grasrótin mjúka græn og hrein
grær yfir huldufólksins bein
grær yfir allt sem áður var
ástin mín hvílir nú þar


-- Böðvar Guðmundsson

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.