miðvikudagur, júní 14, 2006

Ýmislegt að blogga um, mismerkilegt. Það er hins vegar oftast allur vindur úr manni eftir vinnu. Snæddi Eldsmiðjupizzu með ömmu og sáutum við og spjölluðum uns ég hélt heim um tíu. Nú verð ég að henda mér í rúmið til að vera jafn frískur og fjörugur og Hemmi Gunn þegar ég vakna (þekkjandi sjálfan mig á morgnanna: Feiti sénsinn).
Í dag leiddist mér svo í vinnunni að ég varð að hemja mig svo ég nagaði ekki af mér fótinn af einskærum leiðindum. En hún er ágætlega borguð.
Bubbi orðaði það vel í Færeyjablús:
Sárir gómar, flegnar hendur,
vöðvar gráta vilja ekki meir
en áfram er þjösnast áfram er þrælað,
hugsað um hetjur Hemmingway’s.


Eða þessi lína:

Þegar í bæinn ég mæti aftur
svíf inn í kúltúrinn.
Menningarvitar sitja á Mokka
spjallandi um heimsmálin.


How very true.

Nú hryn ég í bólið, blogga eflaust á morgun eða eitthvað um helgina. Stay tuned.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.