mánudagur, nóvember 06, 2006

Hot Stuff...
- can't get enoughÞessi helgi er búinn að vera skemmtileg. Við Kristján fórum í Alþjóðlegt stúdentapartý á Café Cultura, ég fór í vísindaferð í vígi óvinarins (þ.e. Landsvirkjun) og drakk á hans kostnað, hékk svo með félögum mínum í ensku áður en ég hélt í afmælispartý hjá mínum góðu kórsystrum, Hafdísi og Sólrúnu. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir æðislegt partý.

Ég lét hráslagaveðrið á Laugardag ekki hindra mig í djamminu, álkaðist milli nokkurra staða og djammaði og djúsaði. Á Ellefunni, sem ég stend á efri hæðinni víkur sér að mér ungur maður. Hann er hávaxinn, myndarlegur, snyrtilega klæddur í grá jakkaföt og afar geðfelldur.
Hann brosir til mín og spyr mig hvort ég vilji dansa.
Spurningin kom eilítið flatt á mig eitt augnablik, en ég átta mig á því að hann er að reyna við mig. Hann bætti við að ég væri flott klæddur. Ég var í röndóttri skyrtu, eilítið snjáðum gallabuxum, í gönguskóm, klæddur í fráhneppta vetrarúlpu, með röndóttan trefill sem hékk lauslega um hálsinn.
Mér þótti synd að þurfa að tjá þessum viðkunnalega og myndarlega homma að ég væri gagnkynhneigður. Ég hafði ekkert við það að athuga að dansa við hann, en fannst rétt að segja honum sem var um kynhneigð mína þá og þegar, fremur en að hann yrði fyrir vonbrigðum síðar meir. Ég tjáði það eins kurteislega og heiðarlega og mér var unnt, ég sagði honum að þetta væri ekkert persónulegt, þvert á móti þætti mér afar vænt um athyglina, og óskaði honum góðs gengis um kvöldið.
Mér tók þetta sárt hans vegna, því hann varð augljóslega fyrir sárum vonbrigðum, þó hann bæri sig vel. Mér þótti næstum synd að ég væri gagnkynhneigður, því hann kom það vel fyrir að hefði ég verið samkynhneigður er ég ekki í nokkrum vafa um að ég hefði kolfallið fyrir honum. Sannur herramaður. Þegar ég var á förum þótti mér ómögulegt að skilja hann eftir svona særðan á hjarta, svo ég kynnti mig og sagði honum að það hefði verið gaman að kynnast honum. Hann sagði að hann væri “alveg að fíla mig”.

Hvað get ég sagt? Ég er mjög upp með mér.
There's only one thing to do at a time like this... STRUT.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.