fimmtudagur, ágúst 26, 2010

Ég er kominn aftur á facebook og með virkan síma

Gaman að því.
Minn eiginlegi sími er í viðgerð í Hátækni og ég er með lánssíma frá þeim á meðan. Sama símanúmer, keypti nýtt símakort. Hvort símanum mínum og/eða einhverju af því dóti sem er vistað á honum (símanúmerum, sms-um, ljósmyndum o.þ.h.) sé viðbjargandi á enn eftir að ráðast.

þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Wikileaks og Þjóðkirkjan

John Pilger skrifar: Why Wikileaks Must Be Protected

Það er meiri viðbjóðurinn sem Ólafmálið er. Vantrú fjallar um það hér og víðar.

Lesið einnig Prestar telja sig hafna yfir lög.
Réttara væri þó að kalla greinina "Sumir prestar telja sig hafna yfir lög" því glöggt má sjá við lestur greinarinnar að það er það sem við er átt. Einum presti sem telur sig hafinn yfir lög er hins vegar einum ofaukið. Þessum sömu prestum þykir sjálfsagt að vera á spena ríkisins og hafa afskipti af stjórnsýslu en sleppa því að hlýða landslögum þegar það hentar ekki kreddufestu þeirra.
Því fyrr sem ríki og kirkja verða aðskilin, því betra.
Ég hvet fólk til að nota tækifærið og skrá sig úr Þjóðkirkjunni, hafi það ekki þegar gert það.

Jóhanna Sigurðardóttir telur kirkjuna í kreppu, segir það sorglegt að horfa upp á vandræðagang kirkjunnar í þessu máli og að það hafi stundum hvarflað að sér að segja sig úr Þjóðkirkjunni.

Ég tek undir henni með þetta og sé ekki hvað stöðvar hana í því. Ekki get ég sagt að traust mitt á Þjóðkirkjunni sé mikið, enda sagði ég mig úr henni fyrir nokkrum árum og sé ekki eftir því.
Svona, ef út í það er farið gæti Jóhanna í leiðinni beitt sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Alltént sé ég ekki hvers vegna Jóhanna ætti að vilja vera skráð í söfnuð sem mismunar henni og öðrum samkynhneigðum á grundvelli kynhneigðar þeirra og hvers stofnun hylmir yfir níðinga, hvað þá að greiða fé til þeirrar stofnunar, fremur en aðrir sem láta sig mannréttindi einhverju varða.

mánudagur, ágúst 23, 2010

Fésbókarvesen

Ég segi mínar farir ekki sléttar af facebook. Eftir að síðunni minni var lokað (sjá færsluna "Fjarskiptavesen", sem ég ritaði hér þann 18. þessa mánuðar) hef ég frá 15. ágúst nú alls sent facebook 9 tölvupósta. Þar skýri atburðarásina eins og hún horfir við mér, svo hljóðandi:

Recently someone broke into my facebook account. I reported it to facebook and the account was temporarily suspended. I was then able to change my password and access my account again. Then everything was fine and whoever broke into my account couldn't access it again, as far as I've been able to tell.
However some days later the account got suspended again, after the security issue had in fact been resolved. I therefore kindly request that facebook reinstate my facebook account.


Ég hef ég beðið teimið að svara mér, gefa skýringu á lokuninni og síðast en ekki síst að opna síðuna mína aftur. Enn sem komið er hefur mér ekki borist neitt svar, og hef ég því ekki séð annað í stöðunni en að halda áfram að senda pósta og þrýsta á um svar.
Ég sendi beiðnirnar á netfangið info+y275lu5@support.facebook.com
Geti einhver bent mér á annað netfang sem bæri vænlegra til svars, eða langi einhverja aðra að leggja mér lið við að þrýsta á facebook að opna síðuna mína aftur, væri það vel þegið.

Sky is Mine með Amorphis, af meistaraverkinu Skyforger

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Afmæli

Í dag er ég 26 ára og býsna sáttur við það. Svaf dágóðan hluta dagsins eftir skemmtilegt djamm með Wacken-förum.
Langi einhvern að fagna aldri mínum og ágæti með afmælisgjöf, þá eru hér hugmyndir á uppfærðum óskalista: http://einarsteinn.blogspot.com/2007/12/skalisti.html

Besta gjöfin sem ég gæti fengið frá fésbók er að teimið svari póstunum mínum og opni fésbókarsíðuna mína aftur. Í millitíðinni er vinum og kunningjum mínum velkomið að gera grúppu/likesíðu og þrýsta fremur á þetta.

laugardagur, ágúst 21, 2010You heard the man.

miðvikudagur, ágúst 18, 2010

WACKEEEEEEEEEEN 2010......var æðisleg hátíð. Mikið andskoti djöfulli var þetta nú gaman. Ég fór til þessarar Mekku metalsins, á stærstu þungarokkshátíð í heimi á miðvikudegi með fríðu föruneyti í 70 manna rútu sem í voru Íslendingar, Danir og Færeyingar, og héldum við heim á sunnudeginum. Þegar á Wacken var komið slógum við upp partýtjaldi sem við hengum gjarnan í á milli þess sem við flökkuðum um svæðið, og buðum við gestum og gangandi gjarnan þangað. Ég hitti fullt af frábæru fólki, íslendinga og útlendinga, jafnt því að hitta gamla kunningja, enda er eitt af því fallega við Wacken að þangað koma metalhausar hvarvetna að úr heiminum, 85.000 manns í ár. Mikill "siblings of metal"-fílingur.
Wacken er svona 75% stemningin og andrúmsloftið og böndin eru auka bónus. :)

Það er satt að segja erfitt að lýsa í fáum orðum dásemdum Wacken fyrir þá sem ekki hafa þangað farið, en ég er þó ekki frá því að myndbandið hér að ofan sé ágætis óður. Að því sögðu verður maður auðvitað að fara til Wacken til að upplifa hátíðina fyrir alvöru.

Ekki það, böndin sem ég sá á Wacken í ár voru sérlega góð. Mér reiknast að ég hafi séð 17 sveitir, þó ég hafi ekki alltaf náð að sjá allt settið, maður þurfti stundum að flakka dálítið á milli, ef maður vildi sjá þær sveitir sem manni virtist bragð að. Ég "crowdsurf-aði" iðulega á tónleikum, í bland við hopp, hornaveif, slamm og skekjur; crowdsurfaði a.m.k. 3svar á Orphaned Land, fór í lengsta crowdsurf ævi minnar á Alice Cooper og var borin frá jaðri þvögunnar 3/4 af þvögunni allri í átt að sviðinu. Í crowdsurfinu á Iron Maiden endaði ég hins vegar með að detta á rassinn. Kenndi Dönum að stíga vikivaka á tónleikunum með Tý os.frv.
Mataræðið mitt hefði þó mátt vera betra þarna, maður reyndi að skella í sig nógu vatni til að forðast vökvatap en ég drakk dágóðan slatta af bjór á hátíðinni og gaf mér sjaldnast meiri tíma í mat en sveittan skyndibita, aðeins endrum og eins sem ég keypti appelsínu, melónu eða safa. Melting var því ekki alltaf upp á marga fiska, hvað þá grænmeti og ávexti.

Ég orti líka vísu um Wacken um daginn:

Gaman er að hrista haus
hárinu að slamma
Veifa "hornum" hömlulaus
og hérna' a Wacken djamma.

Þess má svo til gamans geta að ég reyndist síðasti maðurinn á fótum að morgni sunnudags, en við vorum nokkrir sem nenntum ekki að sofa. Skildist eftir á að Viktor og Dýri hefðu verið að keppa, en þeir sofnuðu s.s. í rútunni á undan mér og urðu ergo í öðru og þriðja sæti.

Hér eru hljómsveitirnar/tónlistarmennirnir sem ég sá, og eru þetta upptökur frá Wacken 2010. Þið afsakið ef hljóðgæðin eru ekki alltaf góð, en ég vona að þetta gefi einhvern smá nasaþef af stemningunni:

Orphaned Land: Ocean Land


Amorphis: Black Winter Day


Iron Maiden: Blood Brothers. Þetta kvöld tileinkuðu þeir lagið minningu Ronnie James Dio. Vöknaði satt að segja um augu þegar þeir tóku þetta. Lofuð sé minning Dio.


Kampfar: Inferno


Týr: By The Sword in My Hand


Tarja Turunen: Sleeping Sun


Candlemass: Ashes to Ashes


Anvil: Metal on Metal


Wistaria: Lost Cause (fulltrúar Íslands í Metal Battle í ár):


Alice Cooper: Eighteen


Arch Enemy: We Will Rise


Apocalyptica: Master of Puppets


Slayer: Raining Blood


Corvus Corax (svaka óperusýning, ekkert smá flott, eða eins og gaurinn sem setti myndbandið á youtube sagði: "Because no matter how epic something is, you can aways add flamethrowers"):


Caliban: I will Never Let You Down


Immortal - Beyond the North Waves


Missing in Action - The Cost of Sacrifice (fulltrúar Ísraels í Metal Battle. Þeir voru góðir á hátíðinni, en ég fann ekkert myndband með þeim þaðan, svo hér er lag af fyrstu plötunni þeirra):


Soulfly: Roots Bloody Roots


Sá reyndar líka Hells Belles en pósta engu með þeim því þær voru eina bandið sem ég sá sem mér fannst sökka. Og það feitt. Að öðru leiti var þetta saugeil.
Ég þakka öllum Wacken-förum fyrir frábæra hátíð. Blind Guardian, Apocalyptica, Avantasia og Suicidal Tendencies hafa staðfest sig á Wacken 2011 og ég ætla pottþétt á hátíðina þá. Ég tel niður dagana í næstu hátíð og þegar þetta er skrifað eru aðeins 350 dagar eftir.

...

Að hátíðinni lokinni sá ég Serj Tankian á tónleikum á Vega í Kaupmannahaöfn. Ég þekkti hann af góðu með System of a Down en hafði ekkert hlustað á sólóefnið hans. Ákvað að láta á tónleikana reyna og þeir reyndust stórfínir. Hér tekur Serj lagið Armenian (It's a Genocide) á tónleikunum:

Og hvað með það?

Tveir ísraelskir hermenn særðust

Ekki það að ég ætli að vera kaldrifjaður, mér þykir ekkert gaman að vita af því að hermaður, sem ekki er ólíklegt að sé heilaþveginn af áróðri og vafalítið gegnandi herskyldu á unglingsaldri, særist og eða drepist, fremur en fólk yfirleitt. Aftur á móti eru hermenn lögmæt skotmörk í stríði og undir hernámi, og Palestínumenn hafa samkvæmt alþjóðalögum rétt til andspyrnu gegn hernámsliðinu.
Árásir á borgara eru ólögmætar, en ef Palestínumenn mega ekki veita grimmúðlegu hernámi andspyrnu með árás á hermenn án þess að það þyki efni í sérstaka frétt, á sama tíma og Palestínumenn eru kúgaðir, særðir og drepnir á degi hverjum af hernámsliðinu án þess að það þyki fréttnæmt, nú, hvern fjandann mega þeir þá?

Fjarskiptavesen

Síminn minn varð fyrir hnjaski og óvíst hvort honum sé viðbjargandi, þó maður láti auðvitað á það reyna. Fer með símann í viðgerð á morgun og takist ekki að laga símann þá neyðist ég víst til að kaupa mér nýjan.

Einhver gárungurinn komst í fésbókarsíðuna mína og lék þar lausum hala. Ég tilkynnti fésbók um það og var síðunni þá lokað. Ég breyti lykilorðinu og eftir það gekk allt eins og í sögu. Núna um daginn var síðunni hins vegar lokað aftur (account suspended), þrátt fyrir að það væri í raun búið að leysa vandamálið. Ég sendi fésbók tilkynningu þess efnis og bað umsjónarfólkið að opna síðuna mína aftur en hef ekkert svar fengið ennþá.


Bögg.

Langi einhvern að stofna grúppu/likesíðu til að hvetja fésbókarteimið fremur til að opna fésbókarsíðuna mína þætti mér vænt um það.

Í millitíðinni er hægt að ná í mig í gegn um netfangið mitt; einarsteinn@hotmail.com
Auk þess er ég mikil miðbæjarrotta og er búsettur í Þingholtunum, svo það ættu að vera hæg heimatökin að rekast á mig á förnum vegi í miðbænum. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.