fimmtudagur, september 28, 2006

Cliff Burton
- In memoriamAðfaradag þessarar nætur voru 20 ár liðinn frá dauða Cliff Burton, bassaleikara Metallica, en hann lést í rútuslysi í Svíþjóð, 24 ára að aldri. Blessuð sé minning hans. Ég bendi á fyrirtaks opnugrein eftir Orra Pál Ormarsson um kappann, sem birtist í Morgunblaðinu á Sunnudaginn. Þar eð ég hygg að þögn hefði verið Cliff lítt að skapi held ég að réttara sé að heiðra minningu hans með því að leyfa Metallicu að glymja úr hátölurunum á miklum styrk. Það hef ég altént gert. Mæli ég þá sérlega með Ride The Lighting, Master Of Puppets og ...And Justice For All.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.