fimmtudagur, september 14, 2006

Með hádegiskaffinu: Bjólfskviða (þýðing Seamus Heaney) og safndiskurinn Remasters með Led Zeppelin.

Meðan ég man: Ég þarf að fá nýtt batterí í myndavélina hennar múttu (hverja ég fæ lánaða, þegar þess þarf) og nýtt lok. Enn er kórfélögum mínum og sjálfum mér í minni það reiðarslag sem dundi yfir mig þegar ég uppgötvaði á Shanghai-veitingahúsinu í Vasaa að engin filma hafði verið í myndavélinni allan þann tíma sem ég hafði talið mig verið að taka óragrúa af stórkostlegum myndum. Ég var sjálfsagt einn sá myndavélaóðasti í ferðinni. Þarna voru eitthvað 3-4 dagar eftir af ferðinni. Ekki batnar svo ástandið þegar ég athuga myndavélina nokkrum dögum síðar, og sé að lokið hefur einhvern vegin brotanð af og batteríið hrokkið úr. Ekki spyrja mig hvernig það atvikaðist. Ég er eiginlega enn að klóra mér í hausnum yfir því.
Til allrar lukku voru þó flestir kórfélagarnir einnig duglegir að taka myndir.

Í nóvember mun ég líkast til halda í vígi óvinarins, þar eð enskudeildin fyrihugar vísindaferð í Landsvirkjun. Ég er þegar byrjaður að pakka Molotov-kokteilunum.

Lag dagsins: Ramble On með Led Zeppelin.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.