fimmtudagur, október 28, 2010

Nosferatu í Bíó Paradís

Ég vil hvetja fólk til að nýta tækifærið og sjá Nosferatu - Eine Symphonie des Grauens á stóru tjaldi. Hvað sjálfan mig varðar er þetta ein eftirlætis myndin mín. Sérstaklega er vert að benda Twilight-kynslóðinni á hvernig alvöru vampýrur eiga að vera.Vs þessi? Hver ætli hafi nú vinninginn?


Hávaxin hrollvekjandi, skorpin og nagdýrsleg óvættur með djúpa bauga, sköllótt, með oddmjó eyru, vígframtennur oglangar oddmjóar klær eða ímó-vælukjói sem skreytist glimmeri í sólarljósi? Erfitt er valið.

Þegar þið hafið séð Nosferatu megið þið líka til með að tékka á tilbrigði Werners Herzog við hana, frá 1979. Stórfín mynd, reyndar ein af bestu myndum Herzogs, og góður virðingarvottur. Klaus Kinski og Isabelle Adjani eru sérlega góð í hlutverkum sínum.

miðvikudagur, október 06, 2010

Ólafur Þ. Stephensen fer á kostum & 2 greinar

"Óhætt virðist að kippa út úr dæminu nýnazistunum, þjóðernissinnunum, anarkistunum, kommúnistunum og öllum hinum sértrúarsöfnuðunum sem eru alltaf óánægðir hvort sem er, burtséð frá því hvort kreppa er í þjóðfélaginu eða ekki. Þeir sáu vafalaust bara góðan mótmælafund og vildu vera með." (úr leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 6. nóvember 2010, leturbreytingar mínar).

Óhætt virðist að ætla að Ólafur ætli sér með þessum ummælum að afhjúpa sig sem smáborgaralegan plebba, og hafi hann þá þökk fyrir hreinskilnina.

Eiríkur Örn Norðdahl skrifar: Fjölskyldufólk og nasistar.

Haukur Már Helgason skrifar: Það er heilagt-punktur.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.