fimmtudagur, júlí 27, 2006

Glymur dansur í höll, dans sláið ring...



Á morgun flýg ég út til Færeyja þar sem við Kristján ætlum á Ólafsvöku. Gamall draumur mun þá verða að veruleika. Hvað er skemmtilegra en að vaka fram á rauðanótt, kneyfa öl og stíga vikivaka með Færeyingum?

Ég á eftir að blogga um allan andskotann sem á daga mína hefur drifið og hefur verið mér í huga undanfarið. Ég lofa að birta ferðasöguna úr Færeyjum. :)

Lag dagsins að þessu sinni er hið ágæta lag Mdlwembe (nei, ég ætla ekki að hljóðrita það! ;) ) með Zola úr hinni æðislegu mynd Tsotsi. Keypti hana í Nexus um daginn og voru það vægast sagt góð kaup. Tsotsi var framlag Suður-Afríku til Óskarsverðlaunanna og vann verðlaun sem besta erlenda myndin. Húkkaðist alveg á lagið þegar ég sá myndina. Þessi kvikmynd er skylduáhorf.


Dagurinn skín svo fagurlega
komið er hæst á sumarið

--Lokalínur lagsins How far to Aasgard með Tý

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.