fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Aldrei fór ég suður

... med Bubba Morthens er lag dagsins. Rakst á thessa gömlu tónleikaupptöku af Bubba thar sem hann leikur lagid. Ansi hreint magnad, thykir mér:

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Afmælisfundur Félagsins Ísland-Palestína

Á morgun verður Félagið Ísland-Palestína 20 ára. Af því tilefni verður haldinn opinn fundur í Norræna Húsinu kl. 20. Húsið opnar 19:30.
Á þessum sama degi samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun um skiptingu Palestínu í tvö ríki.
Ég fagna annars heimkomu Sveins Rúnars og hlustaði á afar áhugavert viðtal sem Sigurður G. tók við hann. Ég veit ekki hvort hægt sé að nálgast það á netinu.
Loks er Frjáls Palestína, málgagn félagsins, væntanlegt í póst á morgun.
Ég vona að ég komist á fundinn. Helvíti annasamt hjá mér.

Tónleikar kórsins heppnuðust afar vel og hlutu mikið lof. Svo var teitast eftir báða tónleika. Við rúlum! :D
Fór líka á Kim Larsen um helgina. Hann var æðislegur.

Dagsrkáin á morgun er so hljóðandi:


Hljómsveitin Bardukha leikur frá kl. 19.45

Ávarp: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra

Ingibjörg Haraldsdóttir skáld les upp

Ræða: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður FÍP

Dúettinn Picknick: Sigga Eyþórs og Steini í Hjálmum

Stutt heimildamynd frá Gaza og Vesturbakkanum

(nýtt efni úr ferð SRH nóvember 2007 – klipping Hjálmtýr Heiðdal)

Fundarstjóri: Ögmundur Jónasson alþingismaður, formaður BSRB

laugardagur, nóvember 24, 2007

Háskólakórinn og Ungfónía
Næstkomandi sunnudag 25. nóvember kl. 20:00 og þriðjudag 27. nóvember kl. 20:00 heldur Háskólakórinn sameiginlega tónleika með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þar sem Sinfóníuhljómsveitin flytur sinfóníu nr. 100, "Hersinfóníuna", eftir Joseph Haydn, og hljómsveitin og kórinn flytja síðan í sameiningu Messu í C-dúr eftir Ludwig van Beethoven. Messan var samin árið sem Jónas Hallgrímsson fæddist, árið 1807. C-dúr messan er mun sjaldnar flutt en Missa Solemnis, helsta stórvirki tónskáldsins á sviði trúarlegrar tónlistar, en fegurð hennar er engu lík og aðdráttaraflið á unga íslenska flytjendur óþrjótandi. Ásamt kórnum og sinfóníuhljómsveitinni syngja fjórir ungir einsöngvarar í verkinu. Óhætt er að lofa áheyrendum sterkri upplifun sem þeir munu seint gleyma.

Verð aðgöngumiða til námsfólks í forsölu er 500 kr., til fullorðinna í forsölu 1.000 kr. og við inngang 1.500 kr. Miða má fá hjá öllum kórfélögum eða panta á kor@hi.is.

Háskólakórinn hefur verið starfræktur síðan 1972 og er kórinn alla jafna skipaður stúdentum við Háskóla Íslands. Í kórnum er mikill metnaður í flutningi verka, en hann heldur að minnsta kosti eina tónleika á ári auk þess að syngja við útskriftir og ýmsar aðrar athafnir Háskólans. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson og eru meðlimir í dag rúmlega sextíu talsins úr vel flestum deildum háskólans.

Háskólakórinn syngur tónlist af ýmsu tagi en yfirleitt er lögð aðaláhersla á íslenska tónlist og á hverju ári er frumflutt eitt verk eftir íslenskt tónskáld.

Kórinn heldur æfingabúðir tvisvar á ári, útilegu einu sinni á sumri, mörg samkvæmi, þar á meðal árlegt grímuball og árshátíð, og margt fleira. Farið er í utanlandsferð annað hvert ár og íslensk tónlist kynnt fyrir fólki þeirra landa sem verða fyrir valinu hvert sinn.Fyrir þá sem ekki vita er undirritaður í Háskólakórnum. Þetta er alveg stórfenglegt verk, maður kemst allur við að syngja það. Það má m.a. nálgast miða hjá mér. Síminn er 862 8167. Þið getið líka sent mér Emil.

And now for something completely different:

Andaktungurinn brá sér til tannlæknis í gær. Flaug honum ýmsar senur úr Pondus í hug á meðan á því stóð. blessunarlega var nafni minn tannlæknirinn bara nokkuð ánægður með settið, og enga skemmd var að finna. Andaktugurinn minnst raunar aðeins að hafa fengið eina skemmd á lífsleiðinni. Því getur andaktungurinn smælað sínu colgate-brosi framan í heiminn, tönnum sem minna á nýrúnar ær.

Þó sagði hann mér að ég þyrfti að draga úr gos- og safaneyslu. Tennurnar eru dálítið sorfnar eftir hana, og ég þarf að passa glerunginn. Þetta er ekki komið á hættustig, en á hinn bóginn kæri ég mig ekkert sérstaklega um að það lendi þar.

mánudagur, nóvember 19, 2007

"...en allra verst er þó bannsett næturkulið"

Ég er veikur heima og líður bölvanlega. Ég fann fyrir hitatilfinningu í dag í viðbótar við bullandi kvef sem hefur ágerst, og hvað kom ekki á daginn? Drulluslappleiki, hiti, kvef og verkir í skrokknum. Massafjör. Ég missi líka af umræðutíma og kóræfingu og get ekki sagt að ég megi við því.
Ég get víst kennt sjálfum mér um, að hafa verið of létklæddur/fínt klæddur á föstudagskvöld en sér í lagi laugardagsmorguninn, á heimleið frá Vésteini þar sem setti að mér bítandi nístingsgadd frá Hel, og var það að auki týpískt íslenskt gluggaveður. Þarna tel ég að móstöðurnar fyrir alls konar óáran hafi byrjað að veikjast (no pun intended). Bjórsmökkunin hjá bróður mínum var aftur á móti ágæt og veittum við áfenginu einkunn. Mig minnir að Sam Adams hafi skorað hæst hjá mér.

Úrvinda. Ritgerðin mín um Ingeri í Jungfruskällan og Önnu í Tystnaden eftir Ingmar Bergman er fullkláruð og send undir því skemmtilega heiti "Have you seen your sister, baby, standing in the shadow?". Jamm, ég stóðst ekki smá Stones-tilvísun. :)

Næst á dagskrá: Bólið, hvar ég hyggst hrjóta eins og sögunarverksmiðkja í Brasilíu.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

How does it feel to be one of the beautiful people?

Pretty good, actually. :)
Þessar myndir eru frá grímupartýi Háskólakórsins og ballinu á Organ. Engin verðlaun eru veitt fyrir a bera kennsl á andaktunginn.
Í dag hittumst við Jennifer í fyrsta sinn frá því í vor og voru það miklir fagnaðarfundir. Hittum svo Dodda á Mokka, svo ekki spillti það. Kvöldinu verður varið í Ingmar Bergman-áhorf og ritgerðarskrif um systurnar í Tystnaden og stjúpsysturnar í Jungfuskällan.

Lög dagsins eru Life On Mars? með David Bowie og That's The Way með Led Zeppelin. Myndbandið með Zeppelin er frá tónleikum þeirra í Earl's Court 1975.


Life On Mars?


That's The Way

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

I'm a... Rocket Man!

Jamm, lag dagsins er Rocket Man. Annars vegar upprunaleg útgáfa Elton John:
Hins vegar flutningur William Shatner. Hér gerir Shatnerinn það sem Shatnerinn gerir best. Hann Shatnerast.:

föstudagur, nóvember 09, 2007

Ég er farinn í kórbúðir og verð þar um helgina. Ég mun því ekkert blogga fyrr en heim verður komið.

Það styttist í að nýjasta eintak frjálsrar Palestínu komi út og lítur út fyrir að blaðið verði veglegt. Þar á ég sem stendur eina grein (önnur kynni að bætast við) og þýðingu á grein eftir Uri Avnery, "Hinn Palestínski Mandela". Mamma skrifaði líka grein í blaðið og er ég mjög ánægður með hana.

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn múrnum í Palestínu.

Bis später

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

The 'Oo

Hef hangið mikið á youtube undanfarið og hefur The Who verið þar hvað mest í spilun. Glöggir lesnedur þessa bloggs og aðrir kunningjar mínir ættu að vera nokkuð kunnugir dálæti mínu á sveitinni. Lag dagsins er Who Are You af samnefndri plötu þeirra. Það var jafnframt síðasta platan sem Keith Moon trommaði inn á. Þetta myndband er úr þeirri frábæru heimildamynd The Kids Are Alright, sem ég mæli eindregið með.Lag dagsins pars secundus er Pictures if Lily. Þetta er jafnframt eitthvað besta (og eflaust eitt það elsta) rokklag um sjálfsfróun sem ég hef heyrt. Það er eins og ég hef oft sagt: snillingurinn Pete Townshend var sko laaaaangt sínum samtíma... :)Lag dagsins pars tertius er Won't Get Fooled Again af plötunni Who's Next, sem er önnur besta stúdíóplata þeirra að mínu mati. Hin er Quadrophenia. Þessi flutningur er einnig ú The Kids Are Alright. Eitt magnaðasta atriðið í myndbandinu er rokköskur Daltrey, samtímis því að Townshend rennir sér niður á hné. Klassískt rokkmóment.Ég mun alltaf bölva því í sót og ösku að ég náði ekki að sjá The Who á sviði áður en John Entwistle dó. Efist einhver um yfirburða bassahæfileika hans bendi ég á þetta myndband, sem er sami flutningur á Won't Get Fooled Again og að ofan nema að það er búið að skrúfa niður í söngnum og öðrum hljóðfærum en hækka bassann.Entwistle og Keith Moon njóta sín líka sérstaklega vel í Can You See The Real Me? af Quadropheniu.

Loks er gaman fyrir Who-fanatíker eins og mig að sjá þetta myndband þar sem þei eru við upptökur á Pictures of Lily:Að endingu er ég forvitinn um þessa heimildamynd um Entwistle, þetta myndbrot þykir mér allav. áhugavert:

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Zehn kleine Jägermeister & Dein Herz schlägt schneller

Umræðan um Negrastrákabókina rifjaði upp fyrir mér þetta skemmtilega lag með þýsku pönksveitinni Die Tote Hosen:Og fyrst ég er kominn yfir í þýska sálma (ekki þó bókstaflega) þá getur þýskt hip-hop verið býsna saugeil, eins og Dein Herz schlägt schneller með Fünf Sterne Deluxe ber vitni um:

Afmorsvísa

Enn nærist elskan sanna,
enn kærleiks funinn brennur,
enn blossar ástar tinna,
enn kviknar glóð af henni,
enn giftist ungur svanni,
enn saman hugir renna,
enn gefast meyjar mönnum,
menn hallast enn til kvenna.


-- Páll Vídalín

mánudagur, nóvember 05, 2007

Remember, remember, the fifth of November ...

...The gunpowder, treason and plot,
I know of no reason
Why gunpowder treason
Should ever be forgot


-- Ensk þula


Á þessum degi árið 1605 gerði Guy Fawkes ásamt öðrum kaþólskum samsærismönnum misheppnaða tilraun til að sprengja upp þinghúsið í Englandi, og þar með James I og allan mótmælendatrúaða aðalinn. Fawkes var gripinn glóðvolgur, dæmdur til dauða og fékk hina hroðalegustu meðferð. Á hverju ári minnast Bretar atburðarins með því að brenna Guy-Fawkes-dúkku.

Bróðir minn skrifar a stórfína grein á Eggina Gleymum aldrei 5. nóvember um Guy Fawkes og tilræðið á Eggina, þann lærdóm sem megi draga af sögu hans og hliðstæður í seinni tíð. Ýmislegt bendir t.d. til um að kóngsins menn og janfvel konungurinn hafi vitað af tilræðinu og notað það sem skálkaskjól fyrir frekari ofsóknum. Margt er þó eðlilega á huldu, en vitað er að hinn kaþólski Monteagle lávarður lét lávarðinn af Salisbury frá bréf þar sem einn tilræðismannanna varaði þann fyrrnefnda við, því ýmsum samsærismannanna var umhugað að kaþólksir embættismenn myndu ekki farast í tilræðinu. Salisbury var aftur á móti dyggur stuðningsmaður konungs. Hann setur atburðina jafnframt í samhengi við þá afbragðs myndasögu og kvikmynd V For Vendetta og bendir réttilega á að ólíkt V hafi Fawkes ekki verið neinn anarkisti, nema að síður hafi verið, en af bókinni og myndinni að dæma gætu ýmsir freistast til að túlka hann svo.

föstudagur, nóvember 02, 2007

Æfintýr

Nú þegar Skrudda endurútgefur hið "sígilda barnaæfintýr" um negrastrákana og heldur hefðinni í heiðri" eða eitthvað álíka þætti mér ekki síður við hæfi að endurútgefa líka ekki síður sígilt barnaæfintýr, Dísina björtu og blökkustúlkuna.
Leiftur gaf bókina út á sínum tíma og veit ég ekki betur en að bókin hafi verið illfáanleg um langt skeið. Voða fallegar myndir og svona. Einhvers staðar átti að vera til gamalt eintak af bókinni á mínu heimili en ég hef hvergi fundið það.

Um að gera að láta kné fylgja kviði.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Svona gerum við...


Á meðan ráðamenn styðja við uppbyggjandi hernám í Afghanistan og Írak
og funda með hernaðarbandamönnum í NATO
og stríðsfleyin vagga við vísnasöng í höfninni
og stríðsmangarar peppa hvorn annan upp á Hilton Nordica
við tveggja manna mótmæli
og tíu litlir negrastrákar er vinsælasta bókin
og skákar Biblíunni -revised editon
og Jókó & kó fagna tálmyndinni um frið,
sem er ósköp auðvelt að ímynda sér:
maður lokar barasta augunum
eyrunum
og lætur aftur þverrifuna,
dönsum við í kringum Friðarsúluna
snemma á sunnudagsmorgni

Lag dagsins: Common People með Pulp

Undarlegar draumfarir

Þar sem karlmenn ku hugsa um kynlíf á e-ð um 8 sekúndna fresti (hey, ekki ætla ég að andmæla) myndu margir eflaust ætla að mig hafi dreymt eitthvað í þá áttina í nótt. Ég veit ekki... kannski óbeint. í nótt dreymdi mig sumsé að ég fyndi fyrir einhverri kjöttægju á milli framtannanna og var að reyna að stanga hana úr með nöglunum. Af einhverjum ástæðum var enginn tannstöngull við hendina. Þegar ég leit í spegil sá ég að ég var með vítt og skakkt frekjuskarð, samt fann ég fyrir tægjunni og gat ekki losað hana, og upskar aðeins blóð úr tannholdi.

Ef ég tek Freudísku nálgunina á þetta þá táknar skariðð eflaust kvensmannssköp. Blóðið gæti vel vísað til rofins meyjarhafts og kjötið,... tja ég held að þið ættuð að geta reiknað restina út.

Á hinn bóginn gæti ég allt eins ráðið drauminn sem svo að ég ætti að nota tannþráð oftar...

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.