mánudagur, nóvember 13, 2006

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!





Mér varð hugsað til þessarar myndar eftir Naji ‘al-Ali þegar ég heyrði fréttirnar um fjöldamorðin á Gaza og las áhrifamikla grein Jameelu al-Shanti, We Overcame Our Fear. Jameela er þingkona Hamas í fulltrúadeild palestínska þingsins og hún fór fyrir hetjulegri mótmælagöngu palestínskra kvenna 3. nóvember. Konurnar söfnuðust saman til að mótmæla umsátri Ísraelshers á Gaza og reyna að frelsa bardagamennina sem voru lokaðir inn í mosku og reyndu þar að verja þær og bæinn. Herinn hikaði ekki við að skjóta á þær, þó þær væru óvopnaðar. Í greininni fjallar hún um mótmælin, réttindabaráttu Palestínumanna, voðaverk Ísraelshers á Gaza og fjöldamorðin 8. nóvember, þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á íbúðarhverfi í Beit Hanoun og myrti þar 19 óbreytta og særði 40. Af þeim látnu voru margir drepnir í rúmum sínum. Sextán manns úr Athman-fjölskyldunni fórust, elst þeirra var Fatima, 70 ára en Dima, sú yngsta var eins árs. Sjö fjölskyldumeðlimanna voru börn. Mágkona Jameelu og sjö börn í umsjá hennar létust í árás Ísraelshers og heimili hennar var rústað þegar Ísraelsher varpaði sprengjum á það.
Tala látinna í Beit Hanoun fór upp fyrir 90 á einni viku.

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælum gegn fjöldamorðum Ísraelshers við komu sendiherra Ísraels í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg á morgun, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10:45. Hvetjum við fólk eindregið til að mæta þar.

Uri Avnery skrifar einnig góða grein um fjöldamorðin; In One Word: MASSACRE!

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.