föstudagur, desember 28, 2007

Hjálp, vopnahlé!

Fjári góð grein að venju eftir Uri Avnery um vopnahléið sem Ismail Haneyh Hamasleiðtogi hefur boðið Ísrael og viðbrögð Ísraelsstjórnar og hersins við því, um aðgerðir gagnvart Gaza og áætlanir um að brjóta Palestínska alþýðu og andspyrnuna á bak aftur; Help, a Cease Fire!

Radiohead - "The Tourist"Þetta dásamlega lag er eflaust eftirlætis lagið mitt með Radiohead, að öðrum ólöstuðum. Árið 2001 held ég svo að það hafi verið, sem ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá Radiohead á tónleikum í Oxford, á litlum hól aðeins fyrir utan hið eiginlega tónleikasvæði í úrhellisrigningu. Auðvitað voru þeir æðislegir. Á þeim tíma þekkti ég þó aðeins Creep, sem þeir tóku. Hringdi meira að segja í Agga til Íslands til að leyfa honum að heyra. Það var hann sem kynnti mig fyrir Radiohead og stend ég í mikilli þakkarskuld fyrir. Sama má segja um fleri góðar sveitir sem hann kynnti mig fyrir, svo sem Tom Waits, Nick Cave, The Cure og Smashing Pumpkins.
Á þessum tíma var ég í hálfgerðri ástarsorg (eða ímó-ástarsorg allav.) yfir stúlku sem ég var yfir mig hrifinn af en hafði víst ekki manndóm í mér til að tjá henni hug minn. Í myndaði mér eflaust líka að hún myndi ekki líta mig sömu augum. Eins og margir unglingar fannst mér ég því geta samsamað mig nokkuð með laginu, þið vitið, "eins og það hefði verið samið með mig í huga" (*sniff*). Inn í þetta spilaði að ég var á enskuskóla og var eini Íslendingurinn, svo ég fílaði mig nokkuð utangarðs.
Í minningunni er ég nokkuð viss um að þeir hafi líka tekið Karma Police. Á þessum tónleikum hitaði Sigur Rós upp fyrir útvarpshöfuðin en ég missti af þeim. Átti svo auðvitað eftir að sjá Sigur Rós á tónleikum við önnur tækifæri. Hljómurinn á tónleikunum hefði getað heyrst til næsta bæjar (með smá ýkjum), ljósasjóvið var drullutöff og það var magnað að sjá hvernig Thom Yorke óð um sviðið og slammaði eins og tarfur í flagi.
Ég játa það að ég hef fyrst og fremst hlustað á OK Computer (eina platan sem ég á með þeim) og ann henni hugarástum. Ananrs eru það bara einstaka lög. Ég þarf að kynna mér betur aðrar plötur þeirra. Svo þarf ég auðvitað að drulla mér aftur á tónleika með þeim, væri alveg til í að fara út til að sjá þá. Áhugasamir ferðafélagar hafi samband, það má eflaust skipulegja eitthvað. :)
Nú, eða berjast fyrir því að þeir komi til Íslands.

PS Ég var SVONA nálægt því að geta hitt Phil Selway trymbil út á götu, til þes að... tjah... hmm... alla vega biðja hann um áritun, tjá honum aðdáun mína og, hmm.. ætli hann hefði fallist á að fá sér kollu með mér á vel völdum púbb? :)
Tom og Lizzet Meinhard, vinafólk fjölskyldunnar bjuggu sumsé í sömu fokking götu og hann þar til þau fluttu. ARG! Hársbreidd frá goðinu og sviptur því!
It ain't bloody fookin' fair!

miðvikudagur, desember 26, 2007

Lag dagsins: Papa Was a Rolling Stone með The Temptations:

mánudagur, desember 24, 2007

Merry Christmas, Dammit!Hjartanleg jólakveðja til allra á la Gumby. :)
Takk fyrir allt gamalt og gott.
Varði seinni hluta aðfangadags í vinnu á Kleppi og get ekki annað sagt en að þetta hafi verið mikil upplifun og ánægjuleg jól. Ekki síst þegar við vorum að taka upp pakkana. Á nú 1 & 1/2 tíma eftir af vakt.

Brá mér í bæinn í gær og góður andi í bænum. Hef alltaf verið mikið Þorláksmessubarn, fékk líka þessa fínu skötu uppi á deild. Notalegt að vera búinn að kaupa allt kl. 6 og fara svo í friðargönguna. Var reyndar úrvinda, hafði enda litið við í teiti með vinnufélögum kvöldið áður en farið svo á morgunvakt ,svo ég fékk mér væna kríu í 1-2 tíma og kíkti svo út. Gott kvöld í alla staði.

laugardagur, desember 22, 2007

Þorláksmessusala fyrir íbúa Palestínu á Laugaveginum

21.12.2007 Á Þorláksmessu mun félagið standa fyrir sölu á varningi til styrktar íbúum Palestínu á Laugaveginum frá klukkan 14:00 og fram á kvöld. Þar verður í boði palestínsk ólífuolía í sérstökum gjafaumbúðum, klútar frá Hebron, Frjáls Palestína peysur, bolir, nælur og geisladiskar. Tilvalið að versla hér jólagjafir sem láta gott af sér leiða, fyrir þá sem búa við hernám og hörmungar í Landinu helga.

Félagið skipulagði fyrst sölu Þorláksmessu árið 2004 þegar geisladiskurinn Frjáls Palestína - með lögum frá Mugison, KK, múm og fleirum - var seldur til stuðnings Project Hope æskulýðsverkefninu í Balata flóttamannabúðunum. Salan gekk vel og framhald varð á Þorláksmessusölu félagsins. Árið 2005 rann ágóðinn til Öryrkjabandalags Palestínu og í fyrra til palestínskra kvennasamtaka. Í ár mun allur ágóði renna í Neyðarsöfnun félagsins til handa Palestínu - og þá ekki síst þeirra sem eiga um sárt að binda vegna Aðskilnaðarmúrsins.

Stefnt er því að hafa söluborðið á sama stað og í fyrra - á mótum Laugavegs, Bankastrætis og Skólavörðustígs - frá klukkan 14:00 til 22:00.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært til að líta við og versla jólagjafir sem láta gott af sér leiða fyrir þá sem búa við hernám og hörmungar í Landinu helga.

Ég bendi á hádegisviðtal Stöðvar 2 við Svein Rúnar Hauksson lækni og formann félagsins Ísland-Palestína, sem sjónvarpað var 19. desember, þar sem hann ræðir um ráðstefnuna þar sem ákveðið var að þjóðirnar sem hana sátu myndu efla fjárhafslega aðstoð við Palestínu, og ástandið í Palestínu, sér í lagi á Gaza, en Sveinn kom nýlega heim úr Palestínuferð og heimsótti þá m.a. Gaza. Hann legur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að rjúfa umsátrið á Gaza.

föstudagur, desember 21, 2007

Doddi víkingabastarður og vinur er 23ggja ára í dag. Óska honum hjartanlega til hamingju með það og er á leið á gleðskap með honum og öðru góðu fólki í tilefni dagsins.

Lag dagsins: With a Little Help From My Friends með Bítlunum.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Coldplay- "Trouble"

miðvikudagur, desember 19, 2007

Lag dagsins: Perfect Strangers með Deep Purple.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Óskalisti

Skyldi einhvern tíman grípa einhvern óstjórnleg löngun til að gefa mér gjöf af því að ég er svo ógisslega frábó má viðkomandi alveg gefa mér eithvað af eftirfarandi. Þessi listi verður svo uppfærður með tímanum, detti mér fleira í hug og eignist ég eitthvað sem er á honum núna. Annars brúka ég bókasafnið. :)

Skáletrað er það sem ég hef eignast síðan að þessari færslu var fyrst póstað.

Tónlist:Tár úr steini - Tónlist úr samefndri kvikmynd

Metallica - Live Shit -Binge and Purge (Tónleika-box set með Metallica)

Kim Larsen – Midt Om Natten
Tom Waits – Swordfishtrombones, Closing Time, Small Change, Blue Valentine, Mule Variations, Real Gone o.s.frv, í raun allt nema Alice, Closing Time, Used Songs, Blood Money, One From The Heart, The Heart of Saturday Night og Bone Machine því ég á þær þegar.

Bubbi Morthens: Kona, Ísbjarnarblús, Fingraför, Dögun, Plágan,
Egó – Egó

Megas: Haugbrot, , Hættuleg Hljómsveit og Glæpakvendið Stella, Höfuðlausnir, Bláir Draumar

Deep Purple - Machine Head, Fireball, Perfect Strangers

Skálmöld: Baldur
E-ð með Goran Bregovic

Bob Dylan - Bringing It All Back Home

Góður old-time blús, t.d. John Lee Hooker, Honeyboy Edwards

Plötur 2010

Orphic Oxtra - Orphic Oxtra
Blazroca - Velkomin til Kópacabana
Bubbi - Sögur af ást, landi og þjóð
Baggalútur - Næstu jól
Spilverk þjóðanna - Allt safnið
Karlakórinn Fóstbræður - Til ljóssins og lífsins
Harrý og Heimir - Morð fyrir tvo
Jónsi - Go
Prófessorinn og Memfismafían - Diskóeyjan
Retro Stefson - Kimbabwe ?


Ljóð:

Kjell Espmark: Vetrarbraut
Ljóð Mahmoud Darwish
Mourid Barghouti: A Small Sun, Midnight and Other Poems
Pablo Neruda: t.d. Hæðir Machu Picchu
Einar Már Guðmundsson: Ég stytti mér leið framhjá dauðanum
Allen Ginsberg: The Collected Poems 1947-1995
The Collected Poems of Langston Hughes


Bækur:
Viðar Hreinsson: Eldhugi við ysta haf - Ævisaga Bjarna Þorsteinssonar
Uri Avnery: 1948: The Bloody Road to Jerusalem
Tom Segev: One Palestine Complete: Jews and Arabs Under the British Mandate
Edward Said: The Question of Palestine, Covering Islam: How the Media and the Experts Determine How We See the Rest of the World, Orientalism
Noam Chomsky: Fateful Triangle
Gideon Levy: The Punishment of Gaza
Benny Morris: The Birth of the Refugee Problem 1947-1949
Avi Shlaim: The Iron Wall: Israel and the Arab World, The Lion of Jordan
Ilan Pappé (ritstjóri): The Israel/Palestine Question
Ian Pappé; The Ethnic Cleansing of Palestine, The Forgotten Palestinians
Uri Avnery: 1948- A Soldier's Tale - The Bloody Road to Jerusalem
Dov Yirmiya: My War Diary
Adina Hoffman: My Happiness Bears No Relation to Happiness - A Poet's Life in the Palestinian Century
John Meirsheimer og Stephen Walt: The Israel Lobby and US Foreign Policy


Sofi Oksanen: Hreinsun
Knut Hamsun: Loftskeytamaðurinn
Gogol - >Mírgorod
Hikaru Okuizumi – Steinarnir hrópa
Ívan Túrgenev – Fjórar sögur
Fjodor Dostojevskí – Karamazov-bræðurnir, Fjárhættuspilarinn, Notes from the Underground
Saŝa Staniŝic – Hermaður gerir við grammófón
Alla smásögur Tolstoys
Truman Capote: In Cold Blood og Handmade Coffins
Ólafur Ragnarsson - Til fundar við skáldið Halldór Laxness
Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness -ævisaga
Kurt Vonnegut: , Slapstick, Galapágos, Hocus Pocus, Timequake, Canary in the Cathouse (smásögur), Welcome to the Monkeyhouse (allar sögurnar í Canary... utan "Hal Irwin's Magic Lamp), Magombo Snuff Box (smásögur), Look at the Birdie (smásögur)
Nikos Kazantzakis: Alexis Sorbas (á íslensku, s.s.)
Tom Wolfe - The Electric Kool-Aid Test
P.J. O' Rourke: Peace Kills
Anthony Loyd: Another Bloody Loveletter
The Anti-War quote book
Jón Kalman Stefánsson - Harmur englanna , Hjarta mannsins
Eiríkur Örn Norðdahl - Gæska
Sindri Freysson - Ljóðveldið Ísland , Dóttir mæðra minna
Þorsteinn Gylfason – Tilraun um heiminn
Victor Hugo- Vesalingarnir
Nick Cave -And The Ass Saw the Angel, The Death of Bunny Munro
Stutt og laggott
J.R.R. Tolkien – The Children Of Húrin
Jean-Paul Sartre – Tilvistarstefnan er mannhyggja
George Orwell – Down and Out in Paris and London.
Snert Hörpu mína - ævisaga Davíðs Stefánssonar
Anne Rice: Interview With the Vampire
Lu Xun: Mannabörn (téka fornbókabúðina hans Braga á Hverfisgötunni)
Jóhannes úr Kötlum: Verndarenglarnir
Jack Kerouac - The Subterreaneans og On The Road
Fylgdarmaður húmsins - Heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk
Mikhaíl Búlgakov - Örlagaeggin
Juan Ramón Jiménez - Tunglið gyllti ána og fleiri ljóð
Halldór Laxness- Alþýðubókin, Heimsljós
Jen Tsún-Tsjen - Fjallaþorpið

Hermann Stefánsson - Algleymi
Guðbergur Bergsson: Leitin að barninu í gjánni, Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar
Andri Snær Magnason: Engar smá sögur, LoveStar, Sagan af bláa hnettinum

Magnús Sigurðsson: Hálmstráin,
Eiríkur Örn Norðdal: Ú á fasismann
E-ð eftir Bjarna Bernharð
Einar Kárason: Óvinafagnaður, Ofsi
Óskar Árni Óskarsson: Skuggamyndir - úr ferðalagi
Hallur Hallsson: Váfugl
Ármann Jakobsson: Glæsir, Fréttir frá mínu landi
Þorsteinn frá Hamri: Hvert orð er atvik
Sigurður Pálsson: Ljóðnámusafn
Apakóngur á Silkiveginum - Sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar á fyrri öldum
Niccolo Ammantini: Í hendi guðs
Philip Claudel: Í þokunni
Ira Levin: Rosemary's Baby (á ensku)
John Boyne: The Boy in the Striped Pyjamas
Herman Bang: Við veginn
Laurence Rees: Auschwitz- Mesti glæpur sögunnar
Naomi Wolf: Endalok Ameríku
Einar Már Jónsson: Maí 68 - Frásögn
David Attenborough: Með köldu blóði
Múrbrot - Ritsjt. Ármann Jakobsson og Finnur Dellsén
Rússasögur og Igorskviða (Útg. Lærdómsrit bókmenntafélagsins, þýð. Árni Bergmann)
Sú þrá að þekkja og nema - Greinar um og eftir séra Jónas Jónsson á Hrafnagili - Ristj. Rósa Þorsteinsdóttir
Davíð A. Stefánsson:Tvískinna
Dagbók Héléne Berr 1922-1944
Börkur Gunnarsson: Hvernig ég hertók höll Saddams
Herra Rokk - Rúnar Júlíusson
Hljómagangur - Gunnar Þórðarson
Ævar Örn Jósepsson: Hörður Torfa-ævisaga
Nick Mason: Inside Out: A Personal History of Pink Floyd


DVD/VHS (sniðugt að tékka Mál og Menningu, Eymundsson og Nexus)

Tek ávallt vel í myndir úr Masters of Cinema-seríunni :)

Pulp Fiction
Sweeny Todd
Strike! e. Sergei Eisenstein
Promise Me This, Time of Gypsies e. Emir Kusturica

The Kids Are Alright
Gimme Shelter
Quadrophenia
Almost Famous
Don't Look Back (heimildamynd um Bob Dylan)
No Direction Home (líka heimildamynd um Bob Dylan, eftir Martin Scorcese)
D. W. Griffith - Monumental Epics
Buster Keaton - The Complete Short Films 1917-1923
Buster Keaton - The General
Myndir eftir Ingmar Bergman
Ivan The Terrible
The Jim Jarmusch collection volume one (á núna Stranger than Paradise og Dead Man)
The Legend of The Shadowless Sword
The Muppet Show Series One
Return to Oz
Mooladé e. Ousmane Sembene (fæst í Nexus)
German Expressionism Collection
Cliff 'Em All (e.t.v. bara til á VHS, videó með efni (viðtölum, tónlistarflutningi og þess háttar) með Cliff Burton heitnum, bassaleikara Metallica).


Myndasögur (tékka Nexus, Eymudsson eða Mál & Menningu):
The Fixer , Footnotes in Gaza eftir Joe Sacco (gæti þurft að panta af neti)
A Child in Palestine: Cartoons of Naji al-Ali, með inngangi eftir Joe Sacco (gæti þurft að panta af neti).Phoenix, Black Jack, Dororo, MW og Phoenix (annað en bindi 4-6) e. Osamu Tezuka
Berlin - City of Stones (fyrra bindið) og Berlin - City of Smoke (seinna bindið)
Bone (heildarsafn) e. Jeff Smith
American Splendor eftir Harvey Pekar
Macedonia e. Harvey Pekar og Heathar Roberson
The Quitter - Harvey Pekar
The Wall e. Peter Sis
Bourbon Island 1730

Alan Moore: (annað en V for Vendetta og Watchmen, sem ég á nú þegar), t.d. From Hell, Black Dossier
E-ð eftir Frank Miller (annað en Batman Year One, The Dark Night Returns og Sin City-The Hard Goodbye (sem er 1. bindið og eina sem ég á)) t.d. Ronin, aðrar Sin City-bækur eða Batman-The Dark Night Strikes
Sandman I., II. og III. bindi e. Neil Gaiman

Other Side eftir Jason Aaron & Cameron Stewart
Torso eftir Brian Michael Bendis og Mark Andrekeyo
Dream of the Rarebit e. Winsor McCay
Winsor Mc Key- early works
Y: The Last Man
Scalped
Squee
We Three
Walt & Skeeziz
Swamp Thing
Fables
The Invisibles
The Order Of the Stick vol. I & II
The Punisher
The Mice Templar - The Prophecy e. Bryan J. Glass og Michael Aron Oeming
Help is on the way
Blankets e. Craig Thomson
Nocturnal Conspiracies e. David B
Rocky: Vol. 2: Strictly Buissness
Preacher
Hellblazer
Y: The Last Man
Skyscraper of the Midwest
Herman Classics
Regards from SErbia
Daredevil Vol. 1


Vínylplötuspilari
fjallareiðhjól (Mongoose-hjólin eru sérlega góð)


Jæja, þetta er svona það sem mér dettur í hug.
Og svo bara.. þúst... frið á jörð.

Síðast en ekki síst hvet ég fólk til að styrkja neyðarsöfnun fyrir Palestínu. Það væri mér og fleirum góð jólagjöf. Oft var þörf, oft var nauðsyn en aldrei brýnna en nú.

mánudagur, desember 17, 2007

Atvinnumótmælandinn ég & tvær góðar greinar um Palestínu

Kemur upp úr kafinu að ég fæ e-ð um 20.000 kr. fyrir Lesbókargreina mína, Að deila eða drottna, um átökin í Palestínu. Gaman að þvi.


Meistari Uri Avnery skrifar afbragðs grein um hið martraðarkennda ástand á Gaza og yfirvofandi innrás Ísraelshers, To Die With The Philistines? Hann vitnar m.a. í skýrslu Dr. Eyads Sarraj.

Lesið líka Prerequisites for Peace eftir Dr. Mustafa Barghouti, þar sem hann skoðar eftirmála ráðstefnunnar í Annapolis og þá stöðu sem horfir við Palestínumönnum. Kjarninn í greininni er sá að Palestínumenn hafa sæst á miklar málamiðlanir og fórnir til að koma til móts við Ísraela í friðarumleitunum en þeir fyrrnefndu geta ekki gefið sjálfsögð mannréttindi sín, sem eru í samræmi við alþjóðalög, upp á bátinn.

War -What is it good for?

... absolutely nothing.

föstudagur, desember 14, 2007

Tvíhöfði um Tíu litla NegrastrákaÉg rakst rétt í þessu á þetta myndband og hló mig máttlausan. Tvíhöfði hittir naglann á höfuðið. Nánast um of, því svona hefur umræðan einmitt að miklu leiti verið.

Fanboy

Æh, mig langar á þetta. Ég er hins vegar bíl- og bílprófslaus og vantar ferðafélaga. Aftur á móti mun ég að sjálfsögðu borga minn skerf fyrir eldsneytið. Áhugasamir Skriðuklaustursfarar með farskjóta vinsamlegast gefi sig fram sem allra fyrst.

Mikið er Skriðuklaustur annars fallegt í snjónum.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Tvær góðar greinar

Áhugaverð grein frá 14. nóvember eftir John Pilger: No Tears, No Remorse For The Fallen of Iraq.
Á meðan Bandaríkjamenn minntust fallina hermanna á Minningardaginn (Rememberance Day) var ekki minnst á Írak. Pilger fjallar í þessari grein um afneitunina gagnvart mannfallinu í Írak, um hvernig er verið að ræna landið, rústa heilbrigði þjóðarinnar og samfélaginu, um áróður og áætlanir um innrás í Íran.

Og talandi um Íran, þá mæli ég líka með stórgóðri grein Uri Avnery, How They Stole The Bomb From Us um meinta kjarnorkuógn Írana, hvernig sá hræðsluáróður sem nýst hefur stjórnvöldum stendur nú veikum fótum.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Bitch School með Spinal Tap :)

Like this one time, at bandcamp... :D

Ég hef verið að hlusta á diskinn með upptökunni frá seinni tónleikum Háskólakórsins og Ungfóníu, þar sem við fluttum Messu í C eftir Ludwig Van Beethoven. Þó ég segi sjálfur frá er þetta hreinn unaður á að hlýða. Verkið er stókostleg og við hjómum æðislega.
Ríkharður Ö. Pálsson gaf okkur 4 og 1/2 stjörnu af fimm í Mogganum um daginn og er ekki úr vegi að birta dóminn hér:

Vanmetin stórsnilld

Ungfónían „Allir gerðu hér betur en hægt átti að vera, og sjaldan þessu vant mátti heyra unga karleinsöngvara er stóðu alti og sópran fyllilega á sporði.“
Haydn: Sinfónía nr. 100 í G. Beethoven: Messa í C Op. 86. Rannveig Káradóttir sópran, Sibylle Köll alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson bassi, Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson. Þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20.

FJÖLMENN aðsókn var að seinni af tvennum tónleikum Háskólakórsins og „Ungfóníu“ á þriðjudag. Þriggja ára gömul hljómsveitin (39 manna, þar af 22 strengir) var sem fyrr mestmegnis skipuð lengra komnum tónlistarnemum af höfuðborgarsvæðinu. Hún myndaði í seinni hluta heilsteypt jafnvægi við 57 manna kórinn, er sömuleiðis var í þokkalegu jöfnu innbyrðis raddvægi (20-14-10-13) þrátt fyrir landlæga tenóraeklu. E.t.v. þurr tölfræði, en samt viss forsenda fyrir fullnýtingu þeirra hæfileika sem úr er að spila, enda ófá döpur dæmi um hið gagnstæða í hérlendu fámenni.
Það gerir þó vitaskuld ekki allan gæfumun á útkomu. Vanda þarf val í söng- og hljóðfæraraddir, og ekki sízt þarf stjórnandinn að vera starfi sínu vaxinn – sérstaklega þegar ekki nýtur þrautþjálfaðra atvinnumanna. Hvort tveggja heyrðist manni skila sér hér, hvernig sem annars var farið að restinni, enda spyr enginn um aðferðir. A.m.k. var auðheyrt að Gunnsteini Ólafssyni tókst að ná hinu bezta úr sínu fólki – auðvitað að viðbættri þeirri innbyggðu hvatningu sem fólst í viðfangsefnum kvöldsins.
Það var nefnilega ekki spurning að vínarklassísku meistaraverkin tvö höfðuðu engu síður til flytjenda en áheyrenda. „Her“-sinfónía Haydns (1793) úr 12 verka bálki Lundúna-sinfónía hans kom glettilega vel út í snyrtilegum flutningi Ungfós, ekki sízt lunkin gamansemin í lokaþættinum. Sumpart kannski hóflegu hraðavali að þakka, sem féll jafn vel að miklum hljómburði Langholtskirkju og að núverandi færni flytjenda og lýsti kunáttusamlegu skynbragði á list hins mögulega.
Algerum tólfum kastaði þó hin enn stórkostlega vanmetna snilldarmessa Beethovens frá 1807 handa Nikulási II Eszterházy. Það er varla ofmælt að þessi að líkindum áhrifamesta allra trúarjátninga í tónum eftir Bach hafi haldið hlustendum á tánum frá byrjun til enda í leiftrandi innlifuðum flutningi kórs, hljómsveitar og einsöngvara. Allir gerðu hér betur en hægt átti að vera, og sjaldan þessu vant mátti heyra unga karleinsöngvara er stóðu alti og sópran fyllilega á sporði. Ef ekki gott betur.
Ríkarður Ö. Pálsson


Til gamans læt ég líka fljóta hér skemmtilegt próf, tekið af facebook, þar sem maður getur kannað hvort maður hafi verið of lengi í kór:

Name: you know you've been in choir too long when...
Type: Entertainment & Arts - Fine Arts
Description: You know you’ve been in choir too long when….


1.a group of you and your friends are hanging out and the gossip of the day is about what the director did or how rehearsal went

2.you can sing numerous songs in different languages without a flaw but you have no idea what you’re saying

3.When someone is singing sharp or flat you are about to pull your hair out

4.You don’t think it’s strange to be walking to class and break out into 4 part harmony with your choir friends

5.You don’t know how to describe the feeling you get when the paper you’re holding starts to vibrate or you hear the music bounce off the back wall of the auditorium and come back to you

6.You enjoy going to all-county and all-district even though it involves spending your Friday and Saturday at a highschool singing for about 15 hours

7.you cringe when people sing their ‘r’s

8.you know that dolce is NOT talking about a drink at
starbucks and that largo does NOT mean large

9.“self-serve”, “no self”, and “get the neck” all mean something to you. as does "fry-time" or "get fried"

10. tenors saying "stick it up" and making high pitched noises are an everyday event.

11.Chewing gum and talking are two of the biggest sins that you can commit

12.Cell phones are also evil

13.You have heard, and agree with, the analogy of:

Altos love Basses
Basses love Altos
Sopranos love solos
Tenors love themselves

14.You realize that choir boys are not truly gay (most of them), they just like touching each other…. way too much

15.you know that do, re, mi, did NOT come from the Sound of Music!!

16.you can do solfege in your sleep

17.you know there are places you cannot, under any circumstance breathe

18.you know that Festival does not mean we’re going to party

19.you've seen the Newsies so many times you can quote it

20.you wonder what many people in your choir would be like if they never joined

21. boys dressing up in tight colorful clothes and doing choreography that is not considered very "manly" for the sake of a spring concert is quite normal

21. (in honor of mark and cam)- it's your senior year and last choir class but instead of going to lunch and celebrating- you reminisce and sit in your freshman year seats for the whole time.

22.(dedicated to darby) you actually have nightmares about your director...and admit it

23. you know that "tenor time" is not a good thing

24. you director wears high heels everyday to school without a complaint but after one flu shot she will tell us about the constant pangs in her arm... for more then 3 months.

25. you actually join this group


Og að lokum, lýsing á röddunum, tekið af sömu síðu:

THE SOPRANOS are the ones who sing the highest, and because of this they think they rule the world. They have longer hair, fancier jewelry, and swishier skirts than anyone else, and they consider themselves insulted if they are not allowed to go at least to a high F in every movement of any given piece. When they reach the high notes, they hold them for at least half again as long as the composer and/or conductor requires, and then complain that their throats are killing them and that the composer and conductor are sadists. Sopranos have varied attitudes toward the other sections of the chorus, though they consider all of them inferior. Altos are to sopranos rather like second violins to first violins - nice to harmonize with, but not really necessary. All sopranos have a secret feeling that the altos could drop out and the piece would sound essentially the same, and they don't understand why anybody would sing in that range in the first place - it's so boring. Tenors, on the other hand, can be very nice to have around; besides their flirtation possibilities (it is a well-known fact that sopranos never flirt with basses), sopranos like to sing duets with tenors because all the tenors are doing is working very hard to sing in a low-to-medium soprano range, while the sopranos are up there in the stratosphere showing off. To sopranos, basses are the scum of the earth - they sing too damn loud, are useless to tune to because they're down in that low, low range - and there has to be something wrong with anyone who sings in the F clef, anyway.

THE ALTOS are the salt of the earth - in their opinion, at least. Altos are unassuming people, who would wear jeans to concerts if they were allowed to. Altos are in a unique position in the chorus in that they are unable to complain about having to sing either very high or very low, and they know that all the other sections think their parts are pitifully easy. But the altos know otherwise. They know that while the sopranos are screeching away on a high A, they are being forced to sing elaborate passages full of sharps and flats and tricks of rhythm, and nobody is noticing because the sopranos are singing too loud (and the basses usually are too). Altos get a deep, secret pleasure out of conspiring together to tune the sopranos flat. Altos have an innate distrust of tenors, because the tenors sing in almost the same range and think they sound better. They like the basses, and enjoy singing duets with them - the basses just sound like a rumble anyway, and it's the only time the altos can really be heard. Altos' other complaint is that there are always too many of them and so they never get to sing really loud.

THE TENORS are spoiled. That's all there is to it. For one thing, there are never enough of them, and choir directors would rather sell their souls than let a halfway decent tenor quit, while they're always ready to unload a few altos at half price. And then, for some reason, the few tenors there are are always really good - it's one of those annoying facts of life.. So it's no wonder that tenors always get swollen heads - after all, who else can make sopranos swoon? The one thing that can make tenors insecure is the accusation (usually by the basses) that anyone singing that high couldn't possibly be a real man.. In their usual perverse fashion, the tenors never acknowledge this, but just complain louder about the composer being a sadist and making them sing so damn high. Tenors have a love-hate relationship with the conductor, too, because the conductor is always telling them to sing louder because there are so few of them. No conductor in recorded history has ever asked for less tenor in a forte passage. Tenors feel threatened in some way by all the other sections - the sopranos because they can hit those incredibly high notes; the altos because they have no trouble singing the notes the tenors kill themselves for; and the basses because, although they can't sing anything above an E, they sing it loud enough to drown the tenors out. Of course, the tenors would rather die than admit any of this. It is a little-known fact that tenors move their eyebrows more than anyone else while singing.

THE BASSES sing the lowest of anybody. This basically explains everything. They are stolid, dependable people, and have more facial hair than anybody else. The basses feel perpetually unappreciated, but they have a deep conviction that they are actually the most important part (a view endorsed by musicologists, but certainly not by sopranos or tenors), despite the fact that they have the most boring part of anybody and often sing the same note (or in endless fifths) for an entire page. They compensate for this by singing as loudly as they can get away with - most basses are tuba players at heart. Basses are the only section that can regularly complain about how low their part is, and they make horrible faces when trying to hit very low notes. Basses are charitable people, but their charity does not extend so far as tenors, whom they consider effete poseurs. Basses hate tuning the tenors more than almost anything else. Basses like altos - except when they have duets and the altos get the good part. As for the sopranos, they are simply in an alternate universe which the basses don't understand at all. They can't imagine why anybody would ever want to sing that high and sound that bad when they make mistakes. When a bass makes a mistake, the other three parts will cover him, and he can continue on his merry way, knowing that sometime, somehow, he will end up at the root of the chord.


.... jamm, við erum best. :)

mánudagur, desember 10, 2007

Líður að próflokum & Ástandið á Gaza

Nú er ég nánast búinn í prófum, á morgun er umræðutími um ritgerðirnar okkar í Ingmar Bergman og þá er því lokið. Það hellist jafnan einhver tómleikatifinning yfir mig þegar prófum lýkur. Allt í einu er þetta bara búið. Sérstaklega finn ég til þessa ef kúrsarnir hafa verið jafn áhugaverðir og skemmtilegir eins og þetta haust.
Prófið í dag gekk bærilega, held ég bara. Ég náði ekki að komast yfir Emmu né að klára Sense And Sensibility fullkomnlega en myndin rifjaðist upp fyrir mér og hafði ég Wikipediu mér til halds og traust um restina. 2-3 krossa var ég óviss með. Spurningunni um Catherine Morland finnst mér eftir á að hyggja að ég hefði getað kafað dýpra í, sérstaklega mundi ég á heimleið eftir punkti sem ég hefði viljað skýra nánar, en ég held að ég hafi komið aðalatriðunum að, fjarákornið, þetta hlýtur að hafa verið nokkuð fínt. Skrifaði rúmlega blaðsíðu í hverja línu. Ég er bara þannig gerður að ég losna sjaldan við þá tilfinningu eftir próf að ég hefði getað gert betur, jafnvel þegar ég brillera.
Annars var ég þar að auki orðinn glorhungraður þegar ég skilaði prófinu. Eldaði mér fínasta hafragraut þegar ég kom heim og er vel mettur núna.

Ég bendi á frétt á miðopnu Morgunblaðins í dag, bls. 20-21, þar sem rætt er við Svein Rúnar: “Mikil neyð á Gaza og mörg lyf uppurin. - Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir ástandið mun verra en á Vesturbakkanum og brýnt sé að rjúfa einangrun svæðisins”

laugardagur, desember 08, 2007

Stiklur

Herregud, ég hef sjaldan eða aldrei vakað jafn mikið fyrir próf og fyrir heimaprófið núna. ég tók all-nighter á þetta og hafði alls vakað í ca. 42 klukkutíma þegar ég loks var fullbúinn. Rýndi svo stíftað gleymt mér var það, sjálft nafnið, eigið nafnið, að gleymt mér það varð það, sjálft nafnið. Tel þó að svörin mín hafi verið ágæt, sérstaklega í ljósi aðstæðna. Ég kunni líka vel að meta bækurnar og myndirnar sem ég fjallaði um; Nosferatu-myndirnar, The Turn Of The Screw eftir Henry James, M og kvikmyndina Stand By Me eftir Rob Reiner, byggða á skáldsögu Stephen King. Ég vil sérstaklega leggja áherslu á þá síðastnefndu, ég var að sjá í fyrsta skipti og var afar hrifinn. Eins var áhugavert að horfaáviðtalið við Stephen King, Rob Reiner og eftirligandi aðalleikara myndarinnar, en eins og mörgum er kunnugt lést River Phoenix ungur.
Eins og fram hefur komið er Nosferatu eftir Murnau ein uppáhalds myndin mín og Herzog kom mér skemmtilega á óvart með “virðingarvotti sínum” eða “frjálslegri útfærslu sinni”. Afar falleg og góð mynd mynd, rétt eins og Stand By Me. Drakúla var upp og ofan, oft mjög góður en stundum langdreginn. M er æðisleg. The Turn Of The Screw líka.

Nú er ég búinn að sofa í e-ð 7-9 tíma og á mikinn lestur fram undan. Fer í síðasta prófið mitt, Jane Austen, á mánudaginn. Á þriðjudaginn verða ritgerðarumræður í Ingmar Bergman og þá er ég búinn.


Tveir af uppáhalds tónistarmönnunum mínum áttu afmæli í gær. Ástkær amma mín sem var 89 ára og Tom Waits sem varð 58 ára.

Á þessum var svo annar eftirlætis tónlistarmaðurinn minn myrtur, John Lennon. Blessuð sé minning hans. Hef verið að hlusta mikið á safndsikinn með honum í dag og ætli ég skelli ekki Bítlunum e-ð á fóninn líka.

Ég hef svo verið að ylja mér við þetta:

Stand By Me með Ben E. King:Hér flytur Tom Waits Silent Night (Heims um ból) og Christmas Card From A Hooker In Minneappolis:

föstudagur, desember 07, 2007

Hið besta var kvæðið flutt

Rakst rétt í þessu á skemmtilega sögu í ævagömlu og gulnuðu kvæðasafni séra Jóns Þorlákssonar forföður míns og þjóðskálds á Bægisá, og fyndna vísu sem fylgdi henni:


Eittsinn kom séra Jón í Akureyrar-kaupstað um haust, þá krafði “faktor" nokkurr hann um 7 dala skuld, en séra Jón hafði ekki til að gjalda, þá vildi kaupmaður taka færleik þann sem hann reið. Séra Jón kvað vísu þessa. – Séra Jón segir svo sjálfur frá málalokum: “Faktorinn fór í burt og vísan með honum, eg líka og Bleikkolla með mér” – (eptir eginhandar-riti og fjórum afskriptum.


Varla má þér, vesælt hross!
Veitast heiður meiri
Enn að þiggja kaupmanns koss
Og kærleiks-atlot fleiri,
Orðin húsfrú hans;
Þegar þú leggur harðan hóf
Háls um egtamanns,
Kreystu fast og kirktu þjóf!
Kúgun Norðurlands

fimmtudagur, desember 06, 2007

Zits/Nabbi/Gelgan...

Grúnk...

Jæja, loksins er ég búinn með Drakúla og ritgerðarspurninguna um Nosferatu. Þarf að vinna í heimildaskránni fyrir hana. Sé hins vegar fram á að vaka nokkuð í nótt. Á eftir að klára The Turn Of the Screw eftir Henry James ( sem er alls ca. 126 síður) og skrifa um hana út frá draugahefð. Afar vel skrifuð saga en um leið er hún vægast sagt margræð. Þá þarf ég að horfa á 2 myndir (í raðmorðingjaspurningunni er ég að spá að taka M eftir Fritz Lang fyrir) og rita um þær, að ógleymdri heimildaskrá og mögulegum neðanmálsgreinum.
Þá bíða mín 3 skáldsögur Jane Austen fyrir mánudagsprófið.
Yrk!

Hef samhliða lestri hlustað á slatta af góðri tónlist. Tónlistina úr Almost Famous og Goodbye, Vietnam, Tom Waits og Nick Cave. Lag dagsins er Feel Flows með Beach Boys. Er sérlega hrifinn af rafmagnsgítarnum sem flautusólóið fylgir svo, og bassaleiknum, afar töff riff.


Viðbót 01:55:


Búinn að lesa bókina og þarf nú að glöggva mig á greinum og skrifa um hana. Svo eru myndirnar, þe.a.s. M og Stand By Me og skrifin um þau eftir. Ég er búinn að byrgja mig upp af kóki, kaffi og orkudrykkjum. Þetta verður löng nótt...

miðvikudagur, desember 05, 2007

Ritgerðarskrif og styttingar

Ég er núna að skrifa ritgerðina um Nosferatu Werners Herzog og vampýruhefðina. Greini hana fyrst og fremst út frá Drakúla eftir Bram Stoker og kvimynd Murnau frá 1922.
Það hefur gutlað mikið á mér og ég er nánast búinn með ritgerðina.
Nema það að hún er allt of löng. Ég þarf að stytta hana. Guðni var mér sympatískur og ég reyni að stytti hana um svona 200 orð. Á þó eftir að koma 1-2 veigamiklum punktum að.

Ég haaaaaata að stytta ritgerðir. Ritgerðaskrifin sjálf eru oft ekkert mál þegar maður er kominn á flug. Ég á hins vegar mun erfiðara með að takmarka mig en að láta dæluna ganga (sem kunningjar mínir hafa kannski orðið varir við...). Mér finnst ég vængstýfður þegar ég þarf að hrófla við "meistaraverkunum" mínum. Eða eins og Mozart sagði í Amadeus: "But it's perfect as it is. I can't rewrite what's perfect." Þegar ég þarf að stytta svona finnst mér slitinn snar þáttur af sjálfum mér.

"Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift."
-- Þórbergur Þórðarson í Íslenskum aðli

Á þá þrjár aðrar spurningar eftir. Vil geta rubbað þessu af og byrjað á Turn of The Screw. Hún er blessunarlega stutt. Jafnrframt þarf ég að trunta mér í gegn um þrjár skáldsögur Jane Austen fyrir prófið á mánudag. Úff...

mánudagur, desember 03, 2007

Am I Evil?

... með Diamond Head er lag dagsins. Þetta myndband er af tónleikum þeirra í Machester Odeon árið 1982:Þið getið hlustað á stúdíóútgáfuna hér.

Í dag er lagið eflaust þekktara í flutningi Metallica og Diamond Head þekktastir fyrir að hafa verið einn helsti áhrifavaldur Metallica.

sunnudagur, desember 02, 2007

Ný, athyglisverð grein eftir Uri Avnery um eftirmála ráðstefnunnar í Annapolis: The Tumult And The Shouting Dies

Greinin sem hann skrifaði fyrir ráðstefnuna, nánar tiltekið fyrir tveimur vikum, How to Get Out? er einnig vel þess virði að lesa.Fór í ágætis teiti með kórnum og Ungfóníunni í gær. Átti svo afar ánægjulega aðventustund á Deild 14 í dag með starfsólki, skjólstæðingum og aðstandendum.

Nu les ég áfram í Dracula. Vona að ég geti klárað hana sem fyrst. Þá bíður mín (að öllum líkindum) The Turn of The Screw eftir Henry James og áhorf á þremur kvikmyndum sem ég þarf að fjalla um fyrir prófið. Auk þess frekari heimildarvinna.
Er að spá að taka Nosferatu eftir Verner Herzog fyrir, en hún er valmöguleiki á prófinu. Upphafleg mynd F.W. Murnau er ein eftirlætis kvikmyndin mín og mér skilst að mynd Herzogs sé góð.

Lag dagsins: Dirt in the Ground með Tom Waits af plötunni Bone Machine.

laugardagur, desember 01, 2007

Fundurinn í gær var vel heppnaður. Heimildamyndin hans Sveins var sérstaklega áhugaverð, en til stendur að setja hana á youtube og varpa hlekk á hana á heimasíðu félagsins. Svo er aldrei að vita nema að reynt verði að koma henni víðar að, en þá þyrfti að snurfusa hana frekar.

Frjáls Palestína, málgagn félagsins er komið út. Ansi hreint veglegt blað, 24 síður. Ég á tþar m.a. grein, en hún brtist upphaflega í Lesbókinni28. júlí á þessu ári. Pínu skondið að myndin sem fylgdi með hér er 7 ára gömul pasamynd. Blessunarlega er ég fjallmyndalegri núna. ;) Auk þess þýddi ég greinina "Hinn Palestínski Mandela" eftir Uri Avnery fyrir blaðið.

Við fjölskyldan grínuðumst aðeins með það hversu mikið fjölskyldublað þetta er orðið. Vésteinn ritstýrir og á tvær greinar, Rósa er með viðtal, mamma skrifar grein og svo er það auðvitað undirritaður.

Búinn að ljúka við Ghost Story. Sem stendur truntast ég áfram í Drakúla og hlusta á Bone Machine með Tom Waits. Góð plata, það. Bubbi, Das Kapital, GCD og Depeche Mode hafa líka verið í nokkuri spilun.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.