þriðjudagur, september 12, 2006

Löngu seinna, mánudagskvöldið 13. mars 1911, vorum við þrír baðstofubræðurnir á árangurslausum spássérutúr um stræti borgarinnar. Það var skýlaus himinn, hvítalogn og tunglsjós, prýðilega hljóðbært í andrúmsloftinu, fjöldi fólks á Rúntinum.
Það kvöld gerðust þau tíðindi á Alþingi Íslendinga, að meirihluti þingheims svipti Björn Jónsson ráðherradómi og krýndi Kristján Jónsson háyfirdómara ráðherratign landsins.
En þetta sama kvöld, á sama tíma, varð það til nýjungar í lestrarsal Íþöku, bókhlöðu Hins almenna menntaskóla, að fraukan svipti einn frómasta baðstofuherran skírum sveindómi og kvittaði meglaranum skilvíslega fyrir agentúrinn.
Svona bjó íslenzka ríkið að menningu efnilegustu sona sinna á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar, áður en einstaklingsframtakið gerði bílana að opinberum hóruhúsum þjóðarinnar.


-- Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, bls. 207

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.