Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur?
Skelfing verður gaman kl. 17:15 á eftir. Kóræfingar hjá skemmtilegasta kór í heimi, Háskólakórnum, hefjast aftur. Mikið helvíti er maður búinn að sakna kórfélaganna. Fráhvarfsóþol hefur þjakað mig lengi.
Kórinn tekur vel á móti nýjum meðlimum og vonumst við til að eigi eftir að fjölga í honum. Við æfum í Neskirkju kl. 17:15-19:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Auk metnaðarfulls kórstarfs er félagslífið sérlega öflugt. Ferðir, partý, fleri partý o.s.frv.
Það þarf til dæmis varla að taka fram að við komum, sáum og sigruðum Finnland, og skemmtum okkur konunglega þess á milli. Ég held að það sé óhætt að segja að þessi æðilsega ferð sé öllum ógleymanleg sem í hana fóru. Kristján sagði mér að önnur ferð væri á prjónunum í vor, en það er ekki ljóst enn hvert verður farið. Hann sagði mér jafnframt að planið sé að fara minnst annað hvert ár út. Nicht schleckt.
Ég hef sagt það áður, og ég segi það aftur: Inngagna mín í kórinn er eflaust það besta sem hefur komið fyrir mig á skólagöngu minni í Háskóla Íslands, og skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið, síðan að ég hóf nám þar.
Eða svo að ég vitni í sjálfan mig (og blási í eigið gjallarhorn), seinni hluta ljóðs undir ljóðahætti (fyrri hlutinn á ekki við þetta, enda var hann ortur til MR-inga):
...
hittast á hólmi
halir og snótir
vel er vinafundur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli