mánudagur, október 27, 2008

Nóg að gera hjá einkalífvörðum

Þeim hefði verið nær að leita beint til undirritaðs. Undirritaður hefur góða reynslu af lífvörslu fyrir Geir Haarde og Davíð Oddson, í samstarfi við Pascal Klaus og Þóri Hrafn Harðarson. Undirritaður gefur því kost á sér og selur þjónustu sína hæstbjóðanda.

OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar

í Iðnó í kvöld, mánudaginn 27. október kl. 20:00

Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.

- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.

- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.

- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.

- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fyrirkomulag
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver): Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær þrjár mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga.

Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.

Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).

...

Lag dagsins: Styttur bæjarins með Spilverki þjóðanna

miðvikudagur, október 22, 2008

For all of you pissed off people out there...

...er lag dagsins I Hate People með Anti-Nowhere League.
Sjáið hvort ykkur líði ekki aðeins betur á eftir.

[Félagið Ísland-Palestína] Sjálfboðaliðar í Palestínu - Opinn fundur í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 23. okt‏óber kl. 20:00

Sumarið 2008 störfuðu 5 íslenskir sjálfboðaliðar á Vesturbakkanum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Þrír unnu með palestínsku læknishjálparnefndunum (PMRS) og tveir hjá Project Hope. Sjálfboðaliðarnir munu deila reynslu sinni á opnum fundi í Háskóla Íslands (Árnagarði, stofu 311), fimmtudaginn 23. október 2008. Fundurinn hefst kl. 20.00. Fjölmennum! Látum orðið berast. Allir velkomnir.

Dagskrá:
Stefán Ágúst Hafsteinsson, læknanemi, fjallar um sögu Palestínu og ástandið á Vesturbakkanum.
Yousef Ingi Tamimi, stjórnmálafræðinemi, ræðir núverandi ástand og áhrif þess á ungt fólk.
Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Project Hope
Einar Teitur Björnsson, læknanemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Palestínsku læknahjálparnefndunum (PMRS)
Gunnar Pétursson, hjúkrunarnemi, segir dæmisögur af fólki sem hann kynntist á meðan á dvöl hans stóð.

þriðjudagur, október 21, 2008

David Icke

Hvernig á ég að geta tekið mann alvarlega sem heldur fram kenningum um að fjöldi eðlumenna frá stjörnukerfinu Draco séu búsett á jörðinni séu ráði í raun lögum og lofum, þar eð fjöldi frægs fólks og nánast allir þjóðarleiðtogar eru eðlumenni skv. kenningum hans, þ.á.m. Drottningarmóðirin heitin breska to George H.W. Bush, Hillary Clinton, Harold Wilson, og Tony Blair?
Ég bara spyr.

Tekið af Wikipediu:

Reptilian humanoids

In 1999, Icke wrote and published The Biggest Secret: The Book that Will Change the World, in which he identified the extraterrestrial Prison Warders as reptilians from the constellation Draco.[25]They walk erect and appear to be human, living not only on the planets they come from, but also in caverns and tunnels under the earth. They have cross-bred with humans, which has created "hybrids" who are "possessed" by the full-blooded reptilians.[26] The reptiles' hybrid reptilian-human DNA allows them to change from reptilian to human form if they consume human blood. Icke has drawn parallels with the 1980s science-fiction series V, in which the earth is taken over by reptiloid aliens disguised as humans.
According to Icke, the reptilian group includes many prominent people and practically every world leader from Britain's late Queen Mother to George H.W. Bush, Hillary Clinton, Harold Wilson, and Tony Blair. These people are either themselves reptilian, or work for the reptiles as what Icke calls slave-like victims of multiple personality disorder: "The Rothschilds, Rockefellers, the British royal family, and the ruling political and economic families of the U.S. and the rest of the world come from these SAME bloodlines. It is not because of snobbery, it is to hold as best they can a genetic structure — the reptilian-mammalian DNA combination which allows them to 'shape-shift'."[4]
In Tales From The Time Loop and other works, Icke states that most organised religions, especially Judaism, Christianity, and Islam, are Illuminati creations designed to divide and conquer the human race through endless conflicts. In a similar vein, Icke believes racial and ethnic divisions are an illusion promoted by the reptilians, and that racism fuels the Illuminati agenda.


Óhugnarlegt hversu margir kaupa svona vitleysu. Það sama má segja um Vísindakirkjubullið. Hafandi fengið þennan nasaþef af kenningum Icke, þá finnst mér dálítið út úr kú að sjá myndir með kenningum hans í annars afbragðs hillu heimildamynda á Laugarásvídeó. Ef ég gerði mynd þar sem ég héldi því fram að Óli lokbrá og Strumparnir hyggðu á heimsyfirráð, myndi hún þá líka lenda þarna?

Spáum aðeins í hagfræði!!!

Las rétt í þessu eftirfarandi póst sem mamma framsendi á mig:

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

Hefðuð þið keypt í Landsbankanum, Glitni eða Kaupþing væru 0 kr. eftir

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna !


Lög dagsins: She's So Hot úr Flight of The Conchords:


og Frodo, Don't Wear The Ring, úr sama þætti:

mánudagur, október 20, 2008

Þessi póstur var uppfærður og lagfærður eilítið 14:08, þriðjudaginn 21. október.*

Rowan Atkinsson sem íhaldsmaður, fjallandi um innflytjendur:


Sagan vill oft gleyma miklum snillingum, eins og Monty Python sýnir okkur:



Uppfært 19:37

Mikið hefur verið rætt undanfarið um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gjarnan eins og það sé töfralausn sem muni nú redda okkur úr skuldafeninu. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um kvaðirnar sem því myndi fylgja. Lesið endilega grein Þórarins Hjartarsonar um þær á Egginni, hún nefnist Náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er dauði.
Bankar eru nota bene ekki góðgerðarfyrirtæki, bankanum þínum er, almennt séð, sama um þig. Tilgangur banka er að græða peninga. Ég segi ekki að inni á milli geti ekki leynst hugsjónafólk eða að hinn almenni starfsmaður get iekki verið greiðvikinn, ég er fremur að tala um þá sem eru í valdastöðum í bankanum, forystuna og bankann sem heild, The Borg, mætti kannski kalla það. Fyrir hvern hugsjónamann eru allav. tíu sem hafa þá hugsjón æðsta að láta bankanum áskotnast meira fé, það er tilgangurinn með bankanum og er það því jafnan í fyrsta sæti.
Eins mun Alþjóðagjadeyrissjóðurinn ekki veita lán án skilyrða. "Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn."
Þegar Íslendingar hafa fengið þá hörðu lexíu í hausinn að bankanum þeirra hér heima er sama um þá, þá er lítil ástæða til að búast við meiri rausnarskap erlendis frá.

Sjóðurinn vill þannig gefa Bretum sjálfdæmi um skilyrði lánsins. Skv. því sem Og: skv. því sem Ragnar Ögmundsson sagði í Silfri Egils voru Bretar að heimta af okkur 4 þúsund milljarða króna. Það er víst helmingur af öllum þeim ótryggðu skuldum sem erlendir bankar og vogunarsjóðir hafa lánað íslenskum fjárglæframönnum vegna fjárfestinga, einkum í Bretlandi. Breska kapítalið vill fá sitt. Ef slíkar drápsklyfjar leggjast á íslenska ríkissjóðinn og skattgreiðendur myndi vera búið með íslenskt sjálfstæði, auk þess sem lífskjör í landinu skerðast hrapalega um ófyrirséða tíð. Slíkir eru þá skilmálar þessa illræmda sjóðs.
Það er alkunna að fyrsta boðorð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að opna lönd og hagkerfi fyrir frjálsu flæði alþjóðlegs fjármagns. Næstu boðorð eru svo niðurskurður opinberra geirans, einkavæðing og hallalaus fjárlög.
skrifar Þórarinn.

Doddi veit hvað hann syngur þegar hann mælir með stöffi við mig. Hann mælti nýlega með því að ég kynnti mér Paul Krugman. Krugman fékk svo Nóbelinn í Hagfræði fyrir skömmu. Það þykir mér gleðiefni og hyggst kynna mér karlinn betur.

Ég finn fyrir því þessa daganna að ég vildi að ég hefði fylgst betur með í Viðskiptafræði í 6. bekk MR. Þegar ég lagði mig eftir því gat mér gengið sæmielga og fékk þokkalegt á lokaprófi, en hugur minn var ekki sérlega spenntur fyrir þessu, kannski var það antí-kapítalistinn í mér eða e-ð. ég man ekki hvort það var Sverrir eða Ármann Jakobsson sem mun hafa sagt "Ég trúi ekki á ósýnilegu höndina eða aðra drauga" og hefur það kannski ráðið för hjá mér. Á hinn bóginn; "Know Your Enemy" eins og Rage Against The Machine minna okkur á. Andri snær orðaði þetta líka ágætlega í heiti á kafla í Druamalandinu; "Stundum þarf að skilja leiðinlega hluti". Ég myndi gjarnan vilja hafa betri skilning og þekkingu á ástandinu heldur en ég hef, orsökum, núvernadi ástandi og því sem gæti verið í vændum. Spurning hvor bróðir minn geti lánað mér Principles of Economics og þá hvort ég fari eitthvað að glugga í hana aftur.

*So sue me.

þriðjudagur, október 14, 2008

Króna

þú nærð ekki upp í nefið á mér
fyrir grátstaf í kverkunum

því ég er útskrifaður
andlegur öryrki
úr iðnaði og verslun

en ég á krónu á himni
sem hnígur við sjóndeikdarhring

í karlsvagni strætisins
ek ég vetrarbrautina
heim í myrkrið


-- Jónas E. Svafár, Geislavirk tungl, 1857.

...

Lög dagsins eru á ný úr Flight of The Conchords:

I'm Not Crying


Bret, You've Got It Going On

mánudagur, október 13, 2008

Jon Lajoie gefur ráð sem geta komið sér vel í kreppunni:

Sambandi, ég verð að ná sambandi...

Vígði símann við hátíðlega athöfn í gær. Ég er því aftur ínáanlegur í sama gamla númerið, s.s. 862 9167.
Hiphiphúrra fyrir því.

Lag dagsins: Leggy Blonde úr Flight of the Conchords sem Murray (Rhys Darby) flytur ásamt Jermaine og Bret.

laugardagur, október 11, 2008

Lag dagsins: Gleðibankinn með Icy:


Uppfært 20:38

Lag dagsins II er High Hopes með Pink Floyd, af plötunni The Division Bell:

Malbik

Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig
sem gegnur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.


-- Steinn Steinarr

föstudagur, október 10, 2008

"Ísland rampar á barmi gjaldþrots, Reykjavík er að sökkva í sæ, Vatnajökull bráðnar æ hraðar, ósonlagið þynnist, lögreglan stendur ráðþrota, skattborgarar krefjast svara: "Ræð ég ekki hvort ég borga í lífeyrissjóð?" - "Viljiði þagga niður í þessari konu!"... Tvíhöfði, étur spillinguna innan frá.."

...

Ég minni á mótmæli vegna efnahagsástandsins við Seðlabankann kl. 12 á morgun,

...

Ég hef verið að hlusta mikið á tónlist úr Tarantino-myndum undanfarið og lög dagsins eru Little Green Bag með George Baker og Stuck In The Middle með Stealers Wheel, sem öll hljómuðu í Reservoir Dogs.
Það er samt pínu erfitt að hugsa sér ekki afskorið eyra, bensín og sadistatvist þegar maður heyrir það seinna.

Einnig Girl, You'll Be a Woman Soon í flutningi Urge Overkill og Son of a Preacher Man með Dusty Springfield sem hljómuðu í Pulp Fiction

Að auki lög af bjórsöngvadiskunum með Onkel Tom Angelripper.
Gleðilega Októberfest! Hér flytur Franz Lang Ein Jodler Hör i gern:


Allr saman nú: Eins, zwei, gsuffa!

Live Wire; Telephone Thing

Síma keypti' ek
síðla gærdags
Sambandsleysi
sveinsins rofið
á Frónarfoldu
því fagni lýður
Verð þó fyrst símkort
til vígslu að kaupa
*

*Sem ég hyggst gera samdægurs. Nú er ég hins vegar farinn í háttinn.

Í tilefni af fréttunum: Live Wire með AC/DC og

Telephone Thing með The Fall.


Ég minni svo á mótmælin við Seðlabankann kl. 12 í dag.

Cup of tea, darling?

Mér finnst óttalega fyndið að fjármálaráðherra Bretlands skuli heita Darling. Poor old bugger. Það minnir mig óhjákvæmilega á Captain Darling í Blackadder:



Og talandi um fyndin nöfn, þá er hér klassíker með Rowan Atkinson:

fimmtudagur, október 09, 2008

Lag dagsins: Back in the USSR með Bítlunum.

Ég og bróðir minn erum vanir að skrifa á töfluna í vinnunni hvað gerðist markvert á þeim vinnudegi þetta og þetta árið. Dagurinn í dag er sérlega viðburðaríkur. Á þessum degi:

Árið 1003 steig Leifur Eiríksson á land í Ameríku.
Árið 1940 fæddist tónlistarmaðurinn, Bítilinn og mannréttindabaráttumaðurinn John Lennon.
Árið 1944 fæddist einn allra fremsti bassaleikari rokksins, John Alec Entwistle í The Who.
Fæddist Sharon Osbourne, athafnakona og eiginkona Ozzy.
Árið 1967 var Ernesto "Che" Guevara tekinn af lífi í Bólivíu.
1964 Fæddist kvikmyndaleikstjórinn Guillermo del Toro (Pan's Labyrinth, Hellboy I & II)
Árið 1969 Fæddist tónlistarkonan PJ Harvey.
Árið 1974 lést iðnjöfurinn Oskar Schindler. Áætlað er að hann hafi bjargað um 1200 gyðingum frá helförinni.
Árið 1986 var söngleikurinn The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber frumsýndur.

Lag dagsins nr. 2 er Gimme Some Truth John Lennon. Læt textann fljóta með:

Gimme Some Truth

I'm sick and tired of hearing things
From uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth
Just gimme some truth

I've had enough of reading things
By neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth
Just gimme some truth

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope

I'm sick to death of seeing things
From tight-lipped, condescending, mama's little chauvinists
All I want is the truth
Just gimme some truth now

I've had enough of watching scenes
Of schizophrenic, ego-centric, paranoiac, prima-donnas
All I want is the truth now
Just gimme some truth

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
It's money for dope
Money for rope

Ah, I'm sick to death of hearing things
from uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth now
Just gimme some truth now

I've had enough of reading things
by neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth now
Just gimme some truth now

All I want is the truth now
Just gimme some truth now
All I want is the truth
Just gimme some truth
All I want is the truth
Just gimme some truth


Lag dagsins III er My Generation með The Who. Hér taka þeir það í Marque Blub árið 1967:


Gerið sjálfum ykkur greiða og skellið á einhverri góðri Bítlaplötu á fóninn (nú, eða diski í spilarann/ipod/whatever) svo sem Revolver, Abbey Road eða The White Album og/eða gæðaplötu með The Who á borð við Quadrophenia, Who's Next, Live at The Isle of Whight Festival 1970 og/eða Live at Leeds.
Það ætla ég að minnsta kosti að gera.

miðvikudagur, október 08, 2008

Því fáninn rauði okkar merki er...

Það var nú annars fallegt af strákunum að hugsa til félaga Pútíns á 56 ára afmælinu hans.

Lag dagsins: Baby, You Can Drive My Car með Bítlunum.

og rússneski þjóðsöngurinn, sem ég hlýði þessa stundina andaktugur á:


Bróðir Pútin,
óskabarnið
- hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng,
þögnin nógu þung,
þorstinn nógu sár,
hungrið nógu hræðilegt,
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?*



*Með dýpstu virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum

mánudagur, október 06, 2008

Að sigra heiminn...

Það er ekki laust við að íslenska útrásarævintýrið fá mig til að hugsa til sígilds ljóðs Steins Steinars:

Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Glymur dansur í höll, dans sláið í ring - Týr á Nasa

Týr voru rosalegir. Alltaf gaman á tónleikum með þessari frábæru sveit, en mér reiknast að ég hafi nú verið forfallinn aðdáandi í 6 ár (tíminn flýgur). Hvernig er annars ekki hægt að fíla færeyskt þjóðlagavíkingaþungarokk? :D Týr tóku auðvitað Orminn langa, Hail To the Hammer og Reginn smið en einnig snilldarlög á borð við Ramund hin unge, The Edge, The Rune (af fyrstu plötunni), Dreams, Ragnarok, Valkyrjan, og eitthvað fleira af þriðju og nýju plötunni, þekkti allav. Sinklars visa (ég hef lítið sem ekkert hlustað á 3ju plötuna og aðeins nýlega heyrt eitthvað af nýjustu plötunni, gætu reyndar hafa tekið e-ð fleira af Eric the Red, langt síðan að ég hlustaði á sum lögin). Þeir enduðu svo með The Wild Rover. Helst að ég saknaði Excavation, Ólavs Riddararósar og How Far To Aasgard, en ég var þó meira en sáttur.
Stemmningin var gífurleg og lét undirritaður sitt ekki eftir liggja þar sem hann slammaði, vikivakaðist og rokkaði af sér hausinn framarlega við sviðið í góðra vina hópi, en þarna voru t.d. Jón Guðni, Bjölli, Vésteinn bróðir, Ari og Bessi, Kristján. Colin og vinkona hans.
Dark Harvest fannst mér líka frábærir, Mammút líka, Severed Crotch voru fínir. Ég missti af Perlu. Allt í allt var þetta frábært kvöld.

Ég hef verið að leita að nýju plötunni með Tý, sem heitir Land, en hvergi getað fundið hana í plötubúðum. Það finnst mér fúlt, því það sem ég hef heyrt rokkar feitt.

Lög dagsins eru að sjálfsögðu með Tý:

Excavation, af plötunni How Far To Aasgard

The Edge, af plötunni Eric the Red:

Reginn Smiður, af sömu plötu:


Sinklars Visa, af plötunni Land:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.