sunnudagur, desember 17, 2006

Hnyttin tilsvör



Í bílnum í gær sátum við amma og mamma. Þær eru að tala um móður fiðluleikarans á tónleikunum sem við vorum á, sem ömmu minnir að sé dáin (móðirin þ.e.a.s.), og það fyrir einhverju síðan, en mamma sannfærir hana um að móðirin hafi alla vega verið lifandi á tónleikum sem þær voru á í fyrra.
Mamma: „Hvenær drapstu hana?“

Sem ég var að vafra um netið rakst ég á gamalt spjall af Framtíðarvefnum, þar sem umræðuefnið var fyndið mismæli og fyndnar misheyrnir. Þannig rakst ég á tilsvar sem ég var búinn að steingleyma. Bára, þáverandi bekkjarsystir mín hvíslar eitthvað í tíma sem var víst beint til mín og ég misheyri.
Ég: „Ha? Er ég utanlegsfóstur?“

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.