föstudagur, október 06, 2006

...Og lýkur hér sögu ofvitans, sálarlýsingunni miklu, bókinni um baráttu umkomulauss unglings í myrkum mannheima í leit hans eftir viskunni, í villum hans í ástinni, í niðurlæging hans í örbirgðinni, frásögninni er ritin hefur verið af mestum frumleik og flekklausastri hreinskilni at norrænu máli.
En drottinn gefi þeim líkn, sem hann hefur ekki miðlað spekt til að skilja leyndardóma andans.


Ég lauk við þessa dýrlegu bók fyrir nokkrum dögum. Hún er hreint afbragð, líkt og fyrirrennari hennar, Íslenskur aðall. Ég mæli heilshugar með þeim báðum. Spurning hvað ég les næst. Margir búnir að mæla með Bréfi til Láru við mig, og af því sem ég hef gluggað í þá bók, hugnast mér hún vel.

Keypti mér nýjustu Goðheimabókina, Balladen om Balder, í dag og las samdægurs. Fjallar hún um dauða Baldurs. Það er einnig góð bók.

Kvöldið er búið að vera sérlega ánægjulegt, en ég nenni ekki að blogga um það núna. Er enda orðinn dálítið syfjaður. Mikið að gera um helgina, svo ég sé til hvort ég gef mér tíma til að blogga þá eður ei.

Þangað til er lag dagsins If You Want Blood með AC/DC, af plötunni Higway To Hell.

Bis später...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.