þriðjudagur, október 28, 2003

Það verður ekki verra, ferðaveðrið

fimmtudagur, október 23, 2003

Jæja, í dag var bætt við kafla í viðskiptafræði til prófs, svo nú eru þeir 5 en ekki 4. Jibbíjæjæ.


Aggi var í afgerandi stærðfræðiprófi í dag. Veit ekki enn hvernig gekk en vona að hann hafi staðið sig vel.
Vona svo að ég geti loks hitt kauða, hann og Alla, í dag.


Videóið er loks komið almennilega í lag, en við kunnum ekki að stilla það þegar það var sett í samband. Vésteinn er því snillingur fyrir að hafa beðið Einar vin sinn að kíkja á tækið og sjá hvað hann gæti gert, og Einar er snillingur, en honum tókst að laga tækið. :)
Ég hef því líka hug á því að sjá einhverja gæðamynd, er t.d. í miklu stuði fyrir Roman Polanski en á enn eftir að klára ættartöluverkefnið í sögu, auk þess að læra heima. :(
Jamm, Kermit froskur hitti naglann á höfuðið; það er ekki auðvelt að að vera grænn.



Keypti mér í gær hina dásamlegu plötu Quadrophenia með The Who. Þessi plata er hreinlega yndislegt meistaraverk, og á helst að hlusta á í heild sinni.


Lag dagsins: Eiginlega bara öll Quadrophenia, en er í augnablikinu að hlusta á ,,The Real me".
,,Can you see the real me mother, MOTHER????!!! Gítarinn, blásturhljóðfærin, söngur Daltrey, trommurnar hjá Keith Moon og ÞVÍLÍKUR BASSI hjá John Entwhistle. ÚFF! Hann leikur nota bene einnig á blásturhljóðfærin. Æ, þetta er eiginlega of mikil dásemd til að fátækleg orð mín nái að lýsa henni. Pete Townshend semur öll lög á plötunni. Ég helst að ég geti með góðri samvisku sagt að hann sé einn allra mesti snillingur rokksögunnar, auk þess að vera einn magnaðasti gítarleikarinn.

miðvikudagur, október 22, 2003

Hlé núna.

Já ég stóð við gefin orð og hékk á Þjkóðarbókhlöðunni og Þrælaði mér í gegnum Viðskiptafræðina. Ég komst yfir allla þrjá kaflana. Jamann! Wer ist dein Vater?

Tilvitnanir dagsins eru báðar sóttar til Valgarðs Egilssonar föður míns:


Ísaldur ráðuneytisstjóri: ,,Lilli minn verður leiðtogi"
Þjóðlaug (kona hans og prófessor við Háskólann): ,,Vinnur með höfðinu"
Bæði: ,,Höfuðleiðtogi!"

Dags hríðar spor, (leikrit, 1980)

,,Við viljum skilvirkni, við viljum athafnir, við viljum skilvirkar athafnir!"
Sagan af Hakanum Hegg


þriðjudagur, október 21, 2003

Jæja. Pamína (kötturinn minn) hoppaði upp á lyklaborðið áðan og færslan eyddist. Ég verð því að skrifa allt upp á nýtt eftir minni. Gaman gaman. Hún er indæl. Vantaði bara athygli frá mér. :)



Auk þess sem ég nefndi í færslunni á undan (eða ÞAR Á UNDAN, ef maður telur eyddu færsluna með) er helst þetta að nefna af því sem ég gerði um helgina: Ég lærði heima, fór til ömmu og chillaði þess á milli. Hjálpaði svo Vésteini við þrif í gamla Kron-húsinu. Ég ryksugaði alla efri hæðina, en Vésteinn skúraði hana, sama sagan með stigann. Þetta var ágætt, nokkuð nett að við vorum ekki meira en 3 tíma að þessu.

Fór með Vésteini á Ríkarð III í Þjóðleikhúsinu. Þetta er tvímælalaust ein flottasta og skemmtilegasta sýning sem ég hef séð í langan tíma. Rimas Tuminas frá Litháen leikstýrir. Sýningin er nokkuð óhefðbundin, enda er hún kölluð ,,harmrænn gleðileikur, byggður á Ríkarði III eftir William Shakespeare. En túlkun leikstjórans er óviðjafnanleg, hann hefur einstaka sýn á verkið, hann kvikar þó ekki frá kjarnanum eða bætir að ráði við handritið sjálft, andrúmsloft þess helst, en þetta er hans skynjun á verkinu. Einnig leikmyndahönnuður og tónskáld, en þeir koma líka frá Litháen. Þessir 3 koma með alveg nýtt andrúmsloft í íslenskt leikhús. Leikararnir standa sig allir með mestu prýði en ef einhver ber af, er það þó Hilmir Snær sem Ríkarður. Hann var alveg... stórkostlegur! Í lok sýningar var ég með kjákann í gólfinu. Ég mæli með því af öllu hjarta að fólk drífi sig á sýninguna, nei, ég krefst þess! Þvi þetta er sýning sem maður má ALLS EKKI láta framhjá sér fara.


Kóræfing og Herranótt í gær. Immer gleich schön. :) :) :D :D


Í fyrrakvöld hitti ég Dodda og ætluðum við í bíó á Kill Bill. Við brunum því í bíóið, iðandi í skinninu af eftirvæntingu. En viti menn. Það var uppselt. Þar lágu Danir í því. En við létum ekki deigan síga, heldur brugðum á það ráð að skreppa á Laugarásvídeó. Ég get verið nokkuð vandlátur hvað spólur varðar og töfðumst við um klukkutíma. Ég segi mér þó til varnar, að Doddi er búinn að sjá allar skemmtilegar myndir. Ég kom líka með ýmsar tillögur sem féllu misvel í kramið.
Ákváðum loks að taka Christine eftir John Charpenter og reyndist hún vera drullugóð. Brjálaður bíll sem drepur alla, maður hatar það ekki. J
Mig grunar reyndar, að Christine sé ill tvíburasystir Brúmma (ef eitthvert ykkar man eftir honum) eða bílsins úr Disney-myndinni (sem ég man ómögulega hvað heitir, Guido eða e-ð, æi, Hvaðhannheitríkur).



Cafe Créme er týnd og hefur verið lengi. Ég er í raun búinn að leita á flestöllum mögulegum stöðum í húsinu. Finnist hún yfirleitt, þá er hún örugglega í arninum, eða á álíka gáfulegum stað.

Ég er líklega að vissu leiti eins og Mídas gullkóngur. Nema hvað að í stað þess að hlutir sem ég snerti breytist í gull, þá hverfa þeir.
Ég gæti örugglega þénað fúlgu í Vegas. Eitthvað á þessa leið: ,,Hinn mikli Einarstíní. Látið hann fá einhvern hlut og það er áreiðanlegt að hann verður búinn að láta hann hverfa innan tveggja sekúndna!”


Heimildarmyndahátíð er yfirstandandi núna, minnir að hún sé út mánuðinn. Meðal áhugaverðra mynda er heimildamyndin um Noam Chomsky og fjölmiðlafl (man ekki hvað hún heitir) og The truth & Lies About 9/11. "00 kr. inn. Mæli eindregið með að fólk kíki á hana. Geri það sjálfur þegar ég má vera að því.


Nú á ég eftir að vinna mig upp um þrjá kafla í viðskiptafræði. Það er viðskiptafræði á morgun. Ég ætla því að skakklappastappast yfir á Þjóðarbókhlöðu og þræla mér í gegn um þetta ( er t.d. búinn að eyða allt of löngum tíma í að blogga).


Bloggibloggibloggi


Ég veit ekki hvertsu fjölorður ég get verið um síðustu daga, þó hitt og þetta hafi á þá drifið.

Árshátíðin var verulega vel heppnuð og skemmtileg. Fór fyrst í matinn og skemmti mér mjög vel. Maturinn sjálfur var ágætur, þó það væri kannski smá flugvallayfirbragð yfir honum. Eftirrétturinn var betri. Kynnirinn var mjög skemmtilegur, þó svo að ég viti svo sem ekkert um hver hann var. Mjög gaman að Date-myndbandinu og Fear Factor. Herranæturmyndin var frábær og Árshátíðarmyndin var schnilld. Gaman gaman

Þaðan í partý hja 3./6. AB og það var geðveikt. Glaumur og gleði og áfengisflæði. Og rétt eins og einherjarnir (sem ég heiti reyndar eftir :D) í Valhöll sem drukku mjöð af júgrum Heiðrúnar fór enginn fyrr en hann var orðinn vel drukkinn og fengu allir nægju sína. Það var geysihagleg geit.
,,Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur",
,,....látum því vinir, vínið andann hressa" :)
Blaðraði t.d. heillengi við e-n vin Dodda. Hét Davíð eða Jakob eða eitthvað og aðra Kvennó-inga um alla heimsins vitleysu. Fínasti gaur, en djöfull var hann fullur! Ég var víst sjálfur alveg sæmilega skrautlegur og var svona dálítið að rugla í fólki :Þ

Þaðan var svo förinni heitið á Árshátíðina. Ég held að allir séu sammála um hversu hörmuleg gæslan var, helvítis kjaftur og attitjúd á fólki, skelland fólki í jörðina, margir komust ekki inn, ýtandi á þvöguna og blablabla
Ég sá nú annars ekki mikið af líkamleglegum átökum, enda grafinn lifandi í þvögunni, heyrði fremur af því seinna. Komst þó loks inn og eftir það er allt gott að segja. Ballið var frábært og Papar vægast sagt æðislegir. Já, djöfull andskoti eru þeir góðir. Vona að þeir muni spila sem oftast á böllum skólans í framtíðinni.
Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson, allan daginn út og inn :).
Þvílík sæla! :)
Það eina sem mætti segja að hefði sett eilítið babb í bátinn, er að tíminn flýgur þegar það er gaman. Þ.e. a.s.; æðislegt á meðan það varir en svo er það allt í einu búið.

,,You Know what it's like, all reved up and no place to go". -Meatloaf

Rakst á Agga á ballinu en náði nú ekki að tala lengi við hann. Hann var að fara, hafði lentí stympingum og gæslan með eitthvað helvítis rugl við hann, að mig minnir. Alli var ansi skrautlegur, skilst mér, en ég sá hvorki tangur né tetur af honum á ballinu, enda komst hann ekki inn. Hann var alls ekki einn um að lenda í kjaftæði af hendi gæslunnar.

Já, gæslan var djöfulsins rugl en ballið var helber snilld, og skólafélagið má vera afar stolt af því :). Skilst reyndar að tveir eða þrír gæslumenn hafi verið reknir í kjölfar þessa kvölds. Farið hefur fé betra.

Annars er allt of langt síðan að ég hef hitt þá báða, að ráði. Reyndar ár og dagur síðan að ég hitti Alla. Verð að bæta úr þessu. Vona að ég geti hitt þá á fimmtudaginn, eða einhvern tíman um helgina. Aggi er nebblega að fara í afgerandi próf á fimmtudag, og óska ég honum alls hins besta í því.

miðvikudagur, október 15, 2003

Bleh, ég er allt of syfjaður til að blogga (hef auk þess ekkert að segja :Þ).

Árshátíð á morgun. Gaman gaman :D

Íslenskufyrirlestur minn um Jón á Bægisá er einnig á morgun ef Knútur verður orðinn frískur.

Æi, ég er farinn að sofa. Blogga meira á morgun, ef ég hef tíma og nenni.

Ps. Djöfull eru The Who og The Rolling Stones góðir.


ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ................................................

miðvikudagur, október 08, 2003

Endurgerðir eru verkfæri djöfulsins. Allavegana í 90% tilvika eð meira eru þær tilgangslaus ömurleg tilraun til að græða peninga billega og myndirnar sjálfar eru í sömu 90% tilvika eða meira viðurstyggilega hörmulegar, já, gangandi líknardráp, og gera sitt besta við að eyðileggja að eilífu fyrir manni ánægjuna yfir gömlu kalssíkinni, hafi súgamla verið það. Inn á milli geta auðvitað leynst fínar myndir, jafnvel snilldarverk, en það er í minna en 0.001% tilvika. Skilst til dæmis að endurgerð Werner Herzog á Nosfertatu, frá 1979, sé meistaraverk, en ég hef ekki séð hana.

Nú er víst til dæmis búið að endurgera The Texas Chainsaw Massacre! NYYYYYYYYYYAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGHHHHHHH!!!!!!!!
Það er ekki að ósekju að gamla myndin er orðin költ-klassík. Hún var að vissu leyti barn síns tíma, þó ekki sé þetta hráslagalega form sem hún er tekin upp við, myndgæðin eins og í heimiliskameru, sem gefa henni einhvern vegin raunverulegra yfirbragð, og því óhugnarlegra. Hippatíminn... allt andrúmsloftið var afsprengi þess samfélags sem myndin var sprottin upp úr og það mótaði hana, og þannig er það með margar myndir, þær eru ekki síst magnaðar í ljósi tíðarandans.
Að maður nefni ekki hetju íslendinga, Gunnar Hansen sem Leatherface...

Enn betra dæmi um þetta er Get Carter.
Hún var að ýmsu leyti brautryðjandi fyrir breytingar í kvikmyndagerð. Sögusviðið var drabbað umhverfi Newcastle og London og myndin sýnir um leið dekkri hlið Englands, hnignun og spillingu.
Michael Caine er Carter, eins og sagði í auglýsingunni. Hann engin stereótýpa harðhausannna. Hann er yfirvegaður, klæddur í jakkaföt sjöunda áratugarins, og nokkuð normal að sjá. Hann er ekkert að REYNA að vera töffari, hann bara er það. Ískaldur og miskunnarlaus hrotti.

Michael Caine ER Carter
Sylvester Stallone er EKKI Carter.

Það virðist leikstóri ednrgerðarinnar ekki hafa gert sér grein fyrir. Mér skilst svo sem að endurgerðin sé í sjálfu sér ekki það slæm, hvað leikstjórann varðar, það veit ég ekkert um. En eftir stendur að aðalleikarinn passar ENGAN veginn í hlutverkið! Carter er eionmitt ekki þessi,,úhh, ég er svo sterkur, geri þetta fyrir Ameríku, skjóta vondu kallana með ´rifflinum mínum, sveittur og beittur"-týpa.

Ég meina, ímyndið ykkur Hugh Grant sem Travis Bickle

Pink Floyd er dásamleg hljómsveit. Þar sem við sýnum The Wall á morgun, finnst mér ekki úr vegi að birta hér textann í hinu yndislega lagi ,,Comfortably Numb":

Hello.
Is there anybody in there?
Just nod if you can hear me.
Is there anyone home?

Come on, now.
I hear you're feeling down.
Well I can ease your pain,
Get you on your feet again.

Relax.
I need some information first.
Just the basic facts:
Can you show me where it hurts?


There is no pain, you are receding.
A distant ship's smoke on the horizon.
You are only coming through in waves.
Your lips move but I can't hear what you're sayin'.
When I was a child I had a fever.
My hands felt just like two balloons.
Now I got that feeling once again.
I can't explain, you would not understand.
This is not how I am.
I have become comfortably numb.


Ok.
Just a little pinprick.
There'll be no more --Aaaaaahhhhh!
But you may feel a little sick.

Can you stand up?
I do believe it's working. Good.
That'll keep you going for the show.
Come on it's time to go.


There is no pain, you are receding.
A distant ship's smoke on the horizon.
You are only coming through in waves.
Your lips move but I can't hear what you're sayin'.
When I was a child I caught a fleeting glimpse,
Out of the corner of my eye.
I turned to look but it was gone.
I cannot put my finger on it now.
The child is grown, the dream is gone.
I have become comfortably numb.





-og svo bara, allir að mæta!

Jæja, þarf að rjúka í leikfimi!

Heimasíða framriðinnar

Já, eitthvað Freudean-slip hjá mér áðan við innslátt.
félagslegi klámhundurinn snýr aftur

Nú heldur áfram samhengislaust þrugl mannsins sem hafði ekkert að segja. Góða skemmtun.

Hér sit ég, fársjúkur maðurinn og blogga á tölvuna í skólanum. Ég er í fríi núna og ætti því aðnýta það til að lesa sögu, en er hins vegar að eyða því í vitleysu. Nef mitt er stoppfullt af hori sem bíður eftir því að fá að brjótast út í boðaföllum, en rétt eins og fossarnir, þá er alltaf meira eftir. Háls minn er þakið viðbjóðslegu slími sem ég hósta nærri því upp reglulega, og þá nærri innyflunum um leið.
Ég er samkvæmt staðli nógu frískur til að mæta í skólann en nógu veikur til að geta smitað alla í kring um mig.

Haukur hefði nú aldrei látið mann fá frí úta af einhverjum svona tittlingaskít. Det handler om at sætte dellerne i frigear. Já, strákar, keyra svo! Sjáið nú þetta. Þetta er ekta... engir sterar hérna, sko! Þetta er bara karlmennskan,sko!

Nei, það hefði svo sannarlega ekki samræmst félagslegum þroska.

Þetta slím minnir mig annars á græna kekvendið úr draugabönunum. Eða NÝJU-draugabönunum, eins og maður kallaði þá í denn. Feitt grænt skvaphylki sem hét eitthvað Slímon, að mig minnir. Minnir samt að við bræðurnir höfum kallað hann Slúbbert. Ég hef grun um að ég sé andsetinn af honum,

Munið þið annars eftir GÖMLU draugabönunum?
(afsakið mig meðan ég tek nostalgíuflipp)
Ég man að þeir voru með eitthvað neðanjarðargangabyrgi, og einhverjar rennur eða-eð. Einn gaurinn var í brúnum leðurjakka og með flugmannahúfu/grímu af ástæðum swem mér eru ókunnar. Einnig eru eftirminnilegir ,,draugasíminn" og aðal illmennið BEINI, eins og hann hét í íslenskri þýðingu.

Og talandi um nostalgíu... Lilli api og geimálfurinn Alf voru og eru hetjurnar mínar og ætla að að verða eins og þeir þegar ég verð stór. Það er svona valkvölin milli þeirra og Ron Jeremy.

Það er annars hið versta mál ef mér tekst ekki að prenta út söguglósur af tölvunni hérna, þær eru aðeins aðgengilegar hér í skólanum.

Svo vantar mig líka enn að redda mér bévítans diskettudrasli til að geta gengið frá bévítans ritgerðarruslinu.


Þarf að læra að koma inn myndum, svarakerfi og beinum linkum. Ekki þó BEINA-linkum Múhúhahahahahhhhahahargghhh

Jæja, það er best að hætta þessu rugli og fara að gere eitthvað af viti.


þriðjudagur, október 07, 2003

Var ekki hleypt inn í sögutíma fyrir að vera hálfri mínútu of seinn. Og svo er sögupróf á fimmtudaginn! Hér sit ég því, on the dock of the bay, eða réttara sagt, hími í tölvustofunni í skólanum.

Á reyndar enn eftir að prenta út helvítis íslenskuritgerðina. Var orðinn eftir á með hana, fékk helgarfrest og vann hana sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Tölvan er í viðgerð, eins og áður segir, og skemmtileg tilviljun að Vésteinn hafi einmittt verið að nota laptop-ið fyrir sína ritgerrð, sem hann átti einmitt að skila daginn eftir.

Ritgerðin heppnaðist svo sem ágætlega, meðað við aðstæður, en hún var hinsvegar krotuð mjög hroðvirknislega á þrælkrumpuð blöð, svo ég gat vægasxt sagt ekki skilað henni þannig. Átti þá eftir ýmist heimanám, m.a. viðskiptafræði, en nú þarf ég eflaust að lesa 2-3 kafla í henni fyir morgundaginn, og verð reynslunni ríkari umauðvald, arðrán og gerræði :Þ

En svo þegar ég reyndi að skrifa þessa blessuðu ritgerð upp á tölvuna í skólanum, fattaði í ég of seint að ég hafði gleymt að logga mig inn, svo ég gat einungis save-að ritgerðina á þá ákveðnu tölvu. Svo virkaði hvorki netið né prentarinn. Það sannar það sem ég hef alltaf álitið, tölvur eru andsetin djöflatól og verkfæri Satans, og var mér þá skapi næst að taka mér sleggju í hönd og mölva djöfuls apparatið í spón og dansa svo villtan stríðsdans yfir hræinu. Mig grunar reyndar að það sé einhver tölvuálfur á sveimi hér í Kösu
...eða bara taka rifilinn hennar ömmu á þetta

Já, ég hef eflaust verið eins og glataði sonurinn í gær, þegar ég sneri aftur á kóræfinguna. Að vísu var engum alikálf slátrað við komu mína, en maður getur víst ekki fengið allt.

Borgarbókasafn Reykjavík er frábær og oft vanmetin stofnun. Þar hef ég fengið bókina Heimur kvikmyndanna, Eru ekki allir í stuði? -Rokk á Íslandi á síðustu öld eftir Dr. Gunna, Sögu Rokksins með HAM, Sturlu með Spilverki þjóðanna, Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum og tvær plötur með Megasi, Fram og aftur blindgötuna og Loftmynd

Einhver djöfulsins fáviti krotaði klúryrði með penna í Morkinskinnuna mína. Ég hef alveg mínar grunsemsdir, þó ég geti víst ekkert sannað, en standi ég hann að verki eða gefi hann sig fram, þá mun ég sannarlega snúa hann úr hálsliðnum.
En mér er spurn: MEÐ HVERSLAGS AMÖBUM OG HEILALAUSUM NEFÖPUM, BEINÖSNUM OG DJÖFULSINS GRASÖSNUM ER ÉG EIGINLEGA MEÐ Í SKÓLA???!!! VANTAR LITNING Í FÓLK, EÐA HVAÐ???!!!

Þarf að læra að koma upp kommentakerfi. Áhugasamir geta í millitíðinni sent mér Emil á einarsteinn@mr.is.

Ljóðaviðtalið heppnaðist ágætlega, og gaman að fá ljóðið birt. Skemmtilegt samt að lampinn tekur 4/5 af myndinni og í horninu má greina greppitrýni mitt. ;)

Annrs er ekki það margt safaríkt sem ég get sagt frá, sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Meira bara svona blablablablablamjámjámjámjá.

Við verðum með fyrsta kvikmyndakvöldið á fimmtudaginn kl. 19:30 í C.253 í Kösu, og sýnum Pink Foyd og Alan Parker-myndina The Wall. Allir að mæta!


Jæja, ætli maður verði ekki að fara að drulla sér heim að læra. Læri jafnvel á þjóðarbókhlöðunni.
Vídeóið er komið í lag! Jibbí! Nú fylgir löng rútína, þar sem ég leggst í maraþonsjónvarpsgláp og lendi á svörtum lista hjá öllum leigum fyrir vanskil, sektirnar hrannast upp og handrukkarar verða sendir á heimili mitt.
...ekki það að þetta sé ekki þegar orðið svona...

Lúkum vér hér þessari færslu

Næstu bloggdagar mínir verða víst nokkuð slitróttir og innihaldsrýrir, þar eð aðgangur minn að internetinu er mjög takmarkaður á meðan tölvan er í viðgerð. Sögupróf á fimmtudaginn. Jibbí.

MR-VÍ var stórglæsileg, við rótburstuðum liðið, strákarnir okkar stóðu sig frábærlega í ræðukeppninni og MR-VÍ-mynd MR var snilld. Það sama verður seint sagt um Versló-myndina. Reyndar skilst mér að þeir hafi bara haft eitthvað 1-2 daga til að undirbúa þessa, sem sýnir metnað nemendafélagsins að vel verði staðið að hlutum. Í hittífyrra var myndin svo veltandi appelsína! Þeir hefðu allt eins getað gert myndina ,,Dagur í lífi ánamaðks" eða ,,Þornun málningar".

Nú líður að því að árshátíðardiskurinn komi út, og hefði verið gaman að geta verið með lag, en þetta er allt ogf stuutur tími til að áður nái að gera eitthvað. Ég á auk þess enn eftir að fá nýja strengi í gítarinn, hreinsa hann og stilla og lagbútarnir sem ég á eru... tja... enn lagabútar.
Mamma kom heim frá Króatíu í gær, og var ég þá búinn að laga það til sem ég náði, áður en ég þurfti að drífa mig í kórinn. Þar hafði mig vantað á nokkrar æfingar, sem ég neyddist til að sleppa vegnba helvítis bölvaðra anna.
Gat svo ekkert sungið vegna nebbkvebbs og hæsis, en ég er alveg raddlaus.

Verð að drulla mér í tíma.

laugardagur, október 04, 2003

Prófun

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.